August 25, 2006

Til sölu

Ég á til sölu miða á nick cave. Fannst mikilvægara að fara til spánar að kynnast tengdafjölskyldunni. Sætisfélaginn á tónleikunum er enginn annar en Voelli Saeti (tm). Ef einhvern langar til þess að versla miða þá er ég að hlusta á öll tilboð.

August 20, 2006

Ein spurning.

Ég var skammaður fyrir það um helgina vera latur að blogga. Er þetta rétt? En ég hef góða afsökun. Ég hef nefnilega komist að því að gamalt fólk og kringlan eiga svo mikið sameiginlegt. Þannig er mál... að ég þarf að tala við og taka niður pantanir frá gömlu fólki í vinnunni. Það getur tekið allt að 40 mínútur á hvern einstakling. Tengslin við kringluna eru þau að eftir hvert einasta símtal þá er ég algjörlega búinn andlega. Þau sjúga úr þér sálina! Dofinn í kollinum ráfa ég svo um vinnustaðinn og veit ekki hvort ég sé að koma eða fara.

Ég er líka farinn að hallast að því að gamalt fólk sé heimskt. Hvernig annars er hægt að útskýra að þetta virðist ekki hafa hugmynd um hvað það vilji kaupa. Samt eru þetta alltaf sömu pantanirnar hjá þeim hverja einustu viku. Þeim finnst allt í lagi að reyna að panta á þessa leið: "Æ! Svona sem maður drekkur. Þið hafið alltaf selt þetta. Hvað heitir það aftur? Í svona fernum. Þú veist alveg hvað ég er að tala um." Ég er mjög þolinmóður og mér finnst gamalt fólk rosalega sætt þegar ég sé myndir af því í sjónvarpinu, miklu sætara en börn , en stundum þá getur það náð að kreista út úr mér viðbjóðsgæsahúð.

Einu sinni var gamalt fólk nefnilega kúl. Flott í tauinu, skoðið bara myndir frá sjötta og sjöunda áratugnum, og lét ekki vaða yfir sig. Nú gerir þetta ekki annað en að væla. Ég kenni sjónvarpi og blöðum um. Því er látið það finnast hafa það svo slæmt að þau eru farin að trúa því. Og hver lendir í því að hlusta að vælið því fjölskyldan er búin að blokka símtöl frá þeim? Blindur auðvitað. Hversu gaman er ekki að hlusta á það hversu handviss þau eru um það að fyrirtækið mitt er með það á dagskránni að drepa allt gamalt fólk með því að svelta það til dauða. Og þá sérstaklega ég þar sem ég er með símann í höndunum.

Missti stjórn á skapinu á föstudag þegar kona á níræðisaldri fór að saka mig um það að vilja ekki fæða gamla fólkið af því hún hringdi tveimur tímum eftir að lokað var fyrir heimsendingar vegna þess að "gestirnir hennar fóru ekki heim". En það var ekki þeim að kenna, eða henni að geta ekki staðið upp og hringt eitt símtal. Nei. Það var auðvitað sálarlausum blindum að kenna.

Ég ætla að grýta gamla fólkið næsta 1. maí þegar kröfugangan skríður niður laugaveginn.

August 16, 2006

Þetta er búið að vera ágætt frí

Í fyrsta lagi var það vegna þess að óvænt varð ég yfir mig ástfanginn. Sem er skrítinn skítur á gamals aldri. Nú er það vegna grasekklu. Mæli með því að fólk prófi að verða ástfangið, ágætis hlutur.

Annars er mest lítið að frétta nema vinna og endalausar sms sendingar. Svona er að eiga kærustu... í útlöndum... kræst.

August 4, 2006

Rok og rigning

.... svo ég prófaði að éta hvíta sullið úr bláa lóninu. Beint af botninum. Ég hallast að því að þetta séu sálarbrot útlendinga sem heimsótt hafa lónið. Ég hef heyrt hugmyndir um að það eigi að nýta sálarflögurnar til rafmagnsframleiðslu fyrir nýtt álver á suðurnesjum. Endurnýtanleg orka sjáið þið til.