September 8, 2006

Hann er ekki pabbi minn!!!

Þá er það skSpánn á morgun. Þetta gengur ekki jafnvel og skÍtalía. Reyni að hugsa upp eitthvað ógeðslega fyndið. Ha ha ha! Get ekki beðið eftir því maður! Vonandi verður það jafn fyndið og að heyra borgarfulltrúa rífast yfir strætó. Ég held að það hafi engum komið á óvart sem séð hefur alla tómu strætóana keyra um göturnar að hann hafi verið rekinn með tapi. En ef þú keyrir út úr bílskúrnum í breiðholtinu og beint niður í bílastæðakjallarann undir ráðhúsinu þá sérðu lítið af strætó. Þetta hefst upp úr því að það kosti 250 kall í viðbjóðinn.

Nenni ekki að rífast um þetta. Ekki gert annað en að kveðja útlendinga þessar vikurnar. Guðný spurði líkt og Voelli Saeti(tm): "Hvað er málið með þig og útlendinga?" Reyndar í Voella Saeta(tm) dæminu má skipta út orðinu útlendingar fyrir feitar stelpur. Ég held reyndar að málið með mig og útlendinga sé hversu rosalega opinn og meðvitaður ég er um menningu þeirra. Í gær hitti ég til dæmis tvo þjóðverja, annar þeirra er á leið heim en hinn nýkominn til landsins, og spurði hinn nýlenta hvort hann hefði, verandi þjóðverji, þurft að standa upp fyrir framan allan bekkinn í fyrsta tíma og biðjast afsökunar á seinni heimstyrjöldinni. Hann sagði það ekki hafa þurft í þetta skipti þar sem helmingurinn af bekknum væru þjóðverjar. Ég sagði honum að ég hefði heyrt að því að í upphafi hafi fjórðungur bekksins verið pólverjar en það hefði greinilega breyst eitthvað.

Svona eignast maður útlenska vini.

No comments:

Post a Comment