November 17, 2009

Næstum tvö ár búin

Það vantar bara tvo mánuði upp á að ég ljúki tveimur árum á skSpáni! Who would have thought?

Góðu fréttirnar eru auðvitað að ég hef náð að halda starfinu þrátt fyrir 20% atvinnuleysi hér og fjöldauppsagnir hjá fyrirtækinu. Gæti jafnvel farið svo að loksins rætist loforð yfirmannsins um að bæta 1 eða 2 evrum við í mánaðarlok. Viðtal á fimmtudag eða föstudag. Við sitjum hlið við hlið hvern einasta dag. Sé ekki ástæðuna fyrir því að þurfa að plana starfsmannaviðtal.

Annars er hún, líkt og flestir þeir sem starfa í "mannauðsstjórnun", illa treg.

Ég nenni ekki að "lenda í því" að hella úr skálum reiði minnar yfir "mannauðbjóðinn" núna. Næst. Ég lofa.

Málið er að hún á engar vinkonur í vinnunni. Ég veit af hverju. Einhvers konar samblanda af orðunum leið, in og leg.

Þannig að eini einstaklingurinn sem hún hefur til þess að tala við er ég. Sem veitir mér mjög litla gleði dag hvern.

Ég þarf sem sagt að eiga við spurningar eins og "Hvernig finnst þér veskið mitt?", "Af hverju heldurðu að þetta fólk vilji ekki lýðræði" (hún er kani svo insert your own Írak/Afganistan hér)... æ ég er að fyllast reiði aftur.

Ég hallast að því að persónulegt samband við yfirmann sinn er ekki það mest spennandi í heimi.

Nema að yfirmaður þinn væri Barbablár. Það væri rosalegt! Eftir hversu langan tíma gæti maður spurt hvort hann væri með typpi?

2 comments:

  1. Tvær vikur. Gæti ekki beðið mikið lengur.

    ReplyDelete
  2. Hva... Tvær færslur og svo bara ekki söguna meir. Og mar var rétt farinn að hitna. Nú er ég farinn að skilja kvenþjóðina betur.

    ReplyDelete