May 10, 2008

Góðlátleg skinka

Ég hef ekkert að gera þangað til á mánudag... svo ég ætti kannski að blogga.

Laaaaaangur tími. Ég var eiginlega búinn að gleyma því að ég væri með blogg. Bloggið var í upphafi hugsað til þess að sleppa grimman veruleikann með því að gleyma sér í rugli. Nú er allt breytt. Mér finnst lífið ekki alveg jafn leiðinleg og áður. Ekki það að ég sé sáttur, hell no! Ég fattaði lífið þegar ég var um það bil 16 ára and it just doesn´t get better. Sem mér finnst æðislegt, því vinnufélagi minn er í krísu.

Það er til margt fólk í heiminum sem ég þoli ekki. Sá listi er langur og ég nenni ekki að eyða orðum í hann. Það er hins vegar bara einn maður í heiminum sem ég hata. Vinnufélagi minn. Hann trónir einn á listanum yfir fólk sem ég hata.

Byrjum á byrjuninni. Við vorum báðir ráðnir í þetta verkefni sem ég er að vinna í núna. Viljandi nota ég ég. Málið er að við erum ráðnir á svipuðum forsendum, báðir með nám í tungumálum og einhverja þekkingu á forritun og html. Það er ekki ætlast til þess að við séum að forrita neitt en við þurfum að hafa einhvern skilning á tölvum og forritun. Hann laug engu í viðtalinu því hann hefur fulla trú á því að hann hafi þessa þekkingu á tölvum og líka tungumálum.

Það var á degi tvö sem upp komst um þekkingu Forest, eins og ég kalla hann núna, á html-tungumálinu. Hann spurði mig hvernig ætti að setja inn hlekki og myndir, um það bil það auðveldasta sem hægt er að setja inn. Það hefur síðan komið í ljós að fyrir honum þá er möppukerfið í windows einhvers konar útfærsla af undirstöðuatriðum kjarneðlisfræði.

Ég nenni ekki að fara of mikið í smáatriði en hlutir sem flækjast fyrir Forest eru til dæmis heimasíður. Við þurfum að notast við tvær mismunandi heimasíður til þess að ná í gögn og aðra þeirra notum við einnig til þess að skár villur sem við finnum í forritinu sem við vinnum við. Nú eftir meira en tvo mánuði veit Forest ekki muninn á þessum tveimur síðum. Svo vern spyr hann ráða? Mig auðvitað. Þrisvar á dag.

Ég kallaði hann ekki alltaf Forest. Fyrstu þrjár vikurnar gerði ég mitt besta til þess að vera góður við hann. Hann hins vegar allt til þess að fá mig geng sér. Fyrstu þrjár vikurnar kallaði ég hann Eiginkonu mína. Hann gat bara ekki án mín verið, hverja einustu sekúndu hvers einasta dags fimm daga vikunnar. Ég ákvað það reyna að þrauka þetta út án þess að missa stjórn á skapinu, því samningar okkar verða endurnýjaðir núna um næstu mánaðarmót, með því að hætta að tala við hann. Ég hef ekki talað við hann núna í einn og hálfan mánuð. Ekki að það hafi stoppað hann í byrjun sjálskipaðrar þagnar minnar. Hann hélt áfram að tala við mig án þess að gera sér grein fyrir því að ég svaraði aldrei til baka í eina viku. Í annari vikunni var eitthvað farið að skýrast fyrir honum að ég svaraði aldrei og loks í þriju viku gerði hann sér grein fyrir því að sambandi okkar væri lokið. Seint fatta sumir en fatta þó.

Talandi um það að fatta. Hann er að gera sér loks grein fyrir því um hvað vinna snýst. Ekki það að hann viti hvað það er að vinna. Önnur saga.

Hann er alveg ónýtur greyið. Hann var búinn að gera sér allt aðra hugmynd um vinnu heldur en átta tíma á dag, fimm daga vikunnar að gera eitthvað fyrir fyrirtæki sem í lok mánaðarins borga þér pening fyrir þessa tíma. Hann gat ekki alveg útskýrt fyrir mér hvað annað hann hélt það væri, nakin teboð eða hvað, það eina sem kom upp úr honum var: "Tobbi, ég hélt bara að vinna væri annað en þetta."

Forest er nefnilega "háskólamenntaður." Það er enginn búinn að fræða hann um eitt né neitt. En mkið rosalega er hann samt klár eftir allt þetta háskólanám. Hann er nefnilega uppfullur af kenningum, tilvísunum og óendanlega heimskum fullyrðingum um tungumál. Núna veit ég til dæmis að ekkert annað tungumál en spænska hefur sá, which, il cui. Spanjólan, sem er menntaður umhverfisfræðingur (veit ekki), ætti að breyta markmiðum sínum og leita sér að vinu sem ekki tengist umhverfisfræðum og samkvæmt Forest er ekki hægt að útiloka möguleikann á því að 3ja ára barn hafi þann andlega þroska að taka byssu að heiman og skjóta annað 3ja ára barn á leikskólanum. "Við getum ekki útilokað möguleikann á því að hann hafi gert þetta viljandi." Beint kvót.

Það eru vonandi bara þrjár vikur eftir af okkar samstarfi. Ég er búinn að spyrja og veit að ég fæ nýjan samning núna í þessum mánuði. Ég trúi ekki að hann fái sinn endurnýjaðan. Til að setja nuninn á okkur í samhengi þá er hver hluti sem við þurfum að klára samansettur úr 90 spurningum sem við þurfum að setja upp á frönsku. Ég kláraði á föstudag spurningu númer 62 í mínum hluta. Forest, eftir að ég hafði sagt honum allt sem hann þarf að gera, er búinn með um það bil 90-95% af fystu spurningu síns hluta.

Ég hef þolinmæði í þrjár vikur í viðbót.

No comments:

Post a Comment