May 26, 2008

Hey! Heyyyyjjjjjjjj!

Það er erfitt að reyna að blogga þegar maður skemmtir sér ágætlega. Þegar ég vann í búð þá hafði ég yfir nógu að kvarta og var, held ég, miklu duglegri við þetta. Það er samt alltaf hægt að grafa eitthvað upp til þess að kvarta yfir.

Forest. Forest, Forest, Forest. Greyið. Það kemur mér sífellt á óvart hversu skertur hann er. Hann skalf allur og mætti á réttum tíma síðustu tvær vikur þar sem hann var að skíta á sig yfir því hvort hann fengi nýjan samning. Nú víst að þau voru það vitlaus að ráða hann í þrjá mánuði í viðbót ætlaði hann að gerast vinur minn aftur. Hann er núna búinn að reyna að stunda einhliða samræður við mig frá því hann fékk samninginn.

Ég held mig enn fast við það að tala ekki við hann. Hann kallar á mig, ég leyfi honum að kalla að minnsta kosti þrisvar, og ég segi "hvað?" Þá kemur eitthvað út úr honum, ég vinn á meðan og hendi inn "mmm hmmm" öðru hvoru. Svo endar það á því að hann lætur út úr sér eitthvað óendanlega vitlaust og ég stari á hann með viðbjóði þangað til hann snýr sér undan og þykist vinna. Honum fannst það reyndar alveg rosalega fyndið í fyrstu og bað mig endilega að gera "þetta" andlit aftur.

Hann er nú yfirleitt sveittur og fölur við vinnu, vegna þess að hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera og svo er hann ekki að skilja af hverju ég vil ekki tala við hann. Honum finnst hann svo fyndinn, skemmtilegu og menntaður.

Nóg af Forest. Nú að bretanum. Hér flutti inn breti fyrir eitthvað meira en mánuði síðan sem ég held að sé alveg að gefast upp. Greyið er að gera sér grein fyrir því að skSpánn er ekki skBretland. Allt ömurlegt hérna. Hann vælir stöðugt yfir því að fá ekki að ríða og hversu ömurlegt sjónvarpið á skSpáni er. Það að hann fær ekki að ríða hefur væntanlega ekkert með það að gera að hann hætti að drekka rétt eftir að hann kom hingað út og fer þar af leiðandi aldrei út úr húsi nema til þess að vinna. Vinur hans kom í 5 daga heimsókn og þeir eyddu meiri tíma í að horfa á myndir í tölvunni heldur en úti að glápa á stelpur.

Við reyndum að hjálpa honum um síðustu helgi, það var Madrídarhátíð og u.þ.b. 200 þúsund manns á haugafylleríi rétt fyrir utan íbúðina, og buðum honum með. Partýljónið þakkaði gott boð en vildi frekar fara á karnival (það voru ekki einu sinni leiktæki) rétt hjá þar sem ég vinn.

Ég og Leikarinn fórum og skemmtum okkur konunglega við að glápa á stelpur og smakka margar tegundir áfengis. Tókst meira að segja að ljúga að einhverjum að Ísland væri borg á vesturströnd skÁstralíu.

Besta saga þeirrar helgi er samt ekki af mér. Á mánudaginn síðasta klukkan 9:30 að morgni var slökkvilið Maðríðar kallað að blokk í úthverfunum. Það væri svo sem ekki til frásögu færandi nema hvað... þegar þeir ruddust inn í íbúðina þá tók á móti þeim kókaínverksmiðja sem logaði, eigandi íbúðarinnar (og væntanlega kókgræjanna líka), tveir naktir og/eða tvær naktar kynskiptingahórur og fyrrverandi eiginkona íbúðareigandans æpandi óyrði að þeim öllum.

Af hverju er mér aldrei boðið? Helvítis skSpánn!

No comments:

Post a Comment