June 21, 2008

Nú er sumar á Fróni

Það er komið sumar og ekki sjór í sjónmáli. Ég hef þraukað hita áður og hlýt að lifa þetta af.

Beint í uppáhaldið mitt. Forest, þú súrsæta uppspretta haturs og gleði daga minna!
Forest var í fríi fyrstu þrjá daga vikunnar. Nú veit ég hvernig fólki sem saknar hlaupabólu líður. Ef þú ert einn af þeim sem saknar hlaupabólu... kannski er rétti tími kominn til að leita sér sérfræðihjálpar.

Eftir klukkutíma af "vinnu" hjá Foresti fannst honum kominn tími á sígarettu. Ég nýtti tækifærið og breytti skjámyndinni hjá honum. Hann er að "vinna" við að setja upp próf í KraftBendingum svo mér fannst við hæfi að setja tóma KraftBendingar-skyggnu sem skjámynd. Þegar hann snéri aftur "ööö?!"-aði hann tvisvar og fór síðan að útskýra fyrir mér hvað hann "Ég ekki skilja! Nú breytir hún alltaf um skjámynd!".

Ég er með bitför á neðri vörinni eftir að hafa haldið aftur af mér hlátrinum.

En Forest er ekki bara gleði. Þegar ég lít til baka, jú, en þegar hann hendir í þig 3-4 "ég veit ekki hvernig ég get svarað þessu án þess að nota orðin "mongólíti","´grjóthaltu" og "kjafti"." Á 20 mínútu kafla á fimmtudaginn voru eyrun á mér farin að titra af reiði. Í dag sem betur fer get ég hlegið.

Setjum þetta upp sem lista í réttri tímaröð:
1. 17:08 - Forest kallar á mig því hann vill fá mig til að prófa svolítið í KraftBendingum. Hann er með skyggnu með risatórum grænum punkti sem þú þarft að smella á með músinni til þess að skyggnusýningin hefjist. Ég smelli á hana og næsta síða opnast. "öööö?!" heyrist í Foresti, "hvernig?!" Eftir að ég útskýri fyrir honum hvernig þetta virkar þá kemur það í ljós að hann hafði eytt um það bil 10 mínútum hér og þar á skyggnuna og hafði enn ekki fattað "hver vegna hún opnaðist bara stundum." Forest telur sig mjög kláran og því eyðir hann 5 mínútum í viðbót að smella á græna punktinn til þess að sannreyna "tilgátu" mína. Allt í einu gellur upp úr honum alltof hávært "Hey!" til þess að láta mig vita að uppgötvun hefur verið gerð. Svo tekur við tobbi,tobbi,tobbi,tobbi... þangað til ég sný mér að honum.

Með því að smella á græna punktinn þá hefur eftirfarandi uppgötvun verið gerð og ég bið hvern þann sem les þetta að koma þessu áleiðis til Reykjavíkurakademíunnar og álíka menntastofnanna svo hægt sé að vara fólk við: (orðrétt)

"Tobbi. Það er hægt að setja svona grænan punkt á síður á netinu. Svo þegar fólk smellir á hann. Þá fær það vírus í tölvuna sína!"

Uppgötvunin hefur verið gerð. Varið ættingja og nágranna við áður en þau verða tölvunni að voða!!

2. 17:21 - Góður vísindamaður sættir sig ekki bara við eina uppgötvun. Ein getur oft leitt af sér aðra. Svo Forest hélt áfram leitinni. Hann sér það í Dialog-glugganum að það er hægt að leita uppi skjöl í tölvunni og linka á þau. Það merkilega er að þá, þegur þú smellir á græna punktinn, opnast skjalið. Forest býr sem sagt til Word-skjal með einhverri línu sem ég býst við að hafi átt að vera fyndin. Ég las hana ekki svo ég get ekkert um það sagt. Hann setur þetta allt upp og kallar síðan á mig. Hann smellir svo á græna punktinn og upp sprettur word-skjalið með línunni hans.

Enn og aftur bið ég menntaelítuna að taka punkta:
"Sérðu! Það er hægt að fela leyniskilaboð í kynningunum!"

Geirvörtunar á mér stóðu svolítið stífar út af pirringi. "A plague on your house!," kom upp í hugann.

Vísindn voru komin á skrið. Það ultu út nýjar uppgötvanir og ekkert gat stöðvað þetta nýja undur vísindanna.

3. 17:28 - Forest sér að það er hægt að setja takka á síðuna til þess að fólki geti vafrað fram og til baka í KraftBendingar-kynningum. Hann uppgötvar það líka að hægt er að setja inn númer á skyggnu sem þessi ágæti takki vísar á. Forest býr sem sagt til skyggnu 1 og 2 báðar með þessum takka og vísar skyggna 1 á skyggnu 2 og skyggna 2 vísar á skyggnu 1. Svo kemur kallið. Ég get ekki beðið hvaða nýju víddir hafa verið uppgötvaðar. Penni og blað allir!

"Það er hægt að setja upp gildru fyrir fólk svo það kemst ekki út úr skyggnunum. Flakkar bara fram og til baka!"

Ef hann vissi bara hversu óvart-fyndinn hann er.

No comments:

Post a Comment