June 25, 2008

Toppnum náð

Ég get ekki haldið þessu aftur af mér. Forest náði toppnum í dag. Ef hann getur betur en þetta... nei... ég neita að trúa því.

Þannig er að við verðum að skipta um leyniorð á 45 daga fresti. Þetta ætti ekki að vera erfitt þar sem þetta er ekki annað en að slá inn gamla leyniorðið og slá tvisvar inn nýtt.

Foresti tókst að klúðra þessu í dag. Þegar tölvan tjáði honum að þau tvö skipti sem hann sló inn nýja leyniorðið þá lokaði hann bara glugganum og reyndi að slá sig þrisvar inn með leyniorði sem hann hafði ekki enn staðfest.

Þannig að í klukkutíma i dag komst snillingurinn ekki inn í tölvuna sína á meðan unnið var í því að búa til fyrir hann nýjan aðgang.

Bara til að sýna fram á snilligáfu hans þá útskýrði hann söguna fyrir mér. Hann vissi allan tímann að hann var að gera eitthvað vitlaust... en hélt bara áfram og vonaðist til þess að þetta myndi "reddast."

Hann spurði mig í biðinni hvort hann gæti ekki bara skráð sig inn í aðra tölvu, ekki með neitt virkt aðgangsorð, og sú tölva myndi þá byrja alla þá vinnu sem hann var með í gangi í sinni tölvu. Word og fleira myndi poppa upp með síðurnar opnar á sama stað.

Ég er búinn að halda aftur af mér í fjóra mánuði. Á morgun fer ég og tala við yfirmann okkar. Þetta gengur ekki lengur. Maðurinn er aljörlega vonlaus. Ég læt ekki einu sinni fara í taugarnar á mér þau 5-10 persónulegu símtöl sem hann hringir, á dag, úr símanum sem er skráður á okkur tvo.

Ég get ekki unnið með honum lengur. Hann eða ég? Sjáum hvað gerist á morgun.

No comments:

Post a Comment