July 5, 2008

Tónlist

Af því að ég er getulaus þegar kemur að tónlist, ég get ekki strokið hringi á maganum á mér og klappað kollinum um leið, þá hlusta ég til að bæta upp fyrir taktleysið. Svipað og að drekkja sér í klámi þegar maður fær ekki að riða. Ekki satt?

Af því ég veit að þið hafið ekkert betra að gera, og ég er að flýja hitann, þá eru hérna lög til að skemmta ykkur í smástund.

Grandaddy - So you´ll aim towards the sky

Það er ekki hægt að hugsa sér betra lag til að slaka á við og syngja falsettu.


Bruce Springsteen - Thunder Road

Af því að þau okkar sem meikuðu það ekki í lífinu þurfum okkar "Maístjörnu"



Sahara Hotnights - Hot Night Crash

Hljóðfæri, 4 sætar stelpur og glymrandi gleðipopp. I´ll take ten!



Radiohead - Nobody Does It Better

Af því að þetta lag, bróður minn, Toyotan hennar Gönnsó og falskir tónar sýna fram á það að í lífinu þá eru það litlu hlutirnir þeir sem gera það skemmtilegt.



A Perfect Circle - Judith

Stundum er nóg að hafa bara kvenkyns bassaleikara. Ekki skemmir fyrir glymrandi rokk og texti fullur af ádeilu á kirkjuna.



A Perfect Circle - The Outsider

Af því að stundum hata ég lífið og fagurri rödd er erfitt að finna.



Queens Of The Stone Age - Song For The Dead

Í 7 mínútur í mars gleymdi ég mér í því að vera unglingur í þvögunni. Þetta sýnir líka að rauðhærðir og trommuleikarar hafa eitthvað fram að færa.



Muse - New Born

Þú ert mín gítarhetja. Með aukakaflanum sem þeir bæta við í lokin þá jaðrar þetta við fullkomnun. Ég held samt áfram leitinni.



Bill Hicks - Last Word(A Tribute)

Af því að eitt sinn var ég uppfullur af hatri en er nú að breytast í miðaldra krippling. "Er kripplingur með einu p-i?" Enough said.

No comments:

Post a Comment