July 3, 2008

Ég gafst upp...

Í gær gafst ég endanlega upp. Forest er búinn að vera samanlagt heilan dag frá vinnu þessa vikuna. Annaðhvort í aukapásum eða með því að mæta klukkutíma of seint og fara klukkutíma fyrr.

Þegar hann mætti enn og aftur klukkutíma of seint í gær, settist niður fyrir framan tölvuna sína og vann í tvær mínútur áður en hann kallaði yfir til mín. Því eins og hann sagði, "Hvernig get ég verið með auka lausn í skspænsku útgáfunni?"

Við erum í því að uppfæra lausnir á verkefninu okkar, hann ber saman skensku og skspænsku á meðan ég ber saman skensku og skfrönsku. skEnska útgáfan er fullbúin og því útilokað að nokkur önnur útgáfa af lausnum geti haft auka lausn. Hann fullyrðir þetta samt sem áður og "segist ekki skilja upp né niður!"

Ég nenni ekki að hlusta á hann fussa við hliðina á mér og spyr hann hvaða spurningu sé um að ræða. "Síðasta," segir slúbbert og ég kíki á hana. Bæði tungumál eru með nákvæmlega jafnmargar lausnir. Ég vitandi hvaða mann Forest hefur að geyma segi: "Það er ekki síðasta spurningin, er það?" Kemur þá ekki í ljós að það er önnur spurning sem Forest er að glíma við. Ég lít á hana og rek augun í vandann. Tvær síðustu lausnirnar í skensku útgáfunni voru merktar sem solution 4 á meðan skspænska útgáfan sagði solution 4 og 5.

Ég horfði á hann... "svona er þetta," sagði ég og tók mig til og pantaði fund með yfirmanni okkar.

Forest á skv. þeim fundi einungis 2 mánuði eftir af vinnu hjá þessu fyrirtæki. Gleðifréttirnar fyrir mig eru þær að hann verður líklegast færður niður um tvær hæðir hjá yfirmanni okkar svo ég þurfi ekki að eiga við hann.

Ljósið á enda ganganna blasir við. Hann vill ólmur fá að vita hvað gekk á milli mín og yfirmannsins á þessum fundi. Nú brosi ég framan í hann og tek ólmur þátt í þeim samræðum sem hann vill eiga um næsta samning sem "við" fáum. Pabbi hans er nefnilega búinn að segja honum að þeir verði að gera sex mánaða samning við okkur næst. Hann er líka búinn að tjá mér að fyrirtækið sé algjörlega hátt okkur svo ég þurfi engar áhyggjur af því að hafa að þau geri ekki við okkur nýjan samning.

Ég hef tvo mánuði til að æfa mig í undrunar-andlitum og "Neeeeeeeiiiiii! Ég trúi því ekki!"

Fann ekki atriðið sem ég grét yfir í gær svo þið verðið að sætta ykkur við að gráta yfir þessu:

No comments:

Post a Comment