September 26, 2006

Tækifæri

Þá er ferðinni til skSpánar lokið. Var skíthræddur á tímabili við það að fara til annars lands en skÍtalíu en þetta gekk bara ágætlega. Tengdafjölskyldunni mútað með laxi og einlægu Baby Spice brosi. Nú hefst alvaran á nýjan leik. En það er svo sem engin alvara, ég er bara í skóla!

En skóli er vinna og allt það. Ég held að mín vinna þessa önnina ætti að vera sú að efla félagsandann í hugvísindadeild. Kannski megrunarklúbb. Bollan sem svitnar mestu fitunni fær farandstyttuna Íþöku til varðveislu í eitt ár. Ég nenni ekki að vakta þetta sjálfur en er viss um að það sé einhver æstur leikfimikennaranemi á Laugavatni sem er til í að taka þetta að sér í sjálfboðavinnu. Hljómar vel á Cv-inu. Hjá honum ekki mér. Mér dettur ekki í hug að setja, "2006 - Fékk leikfimikennaranema frá Laugavatni til að fylgjast með þyngdartapi hugvísindarnema", á cv-ið mitt. Og þó? Hmmmm... Þetta hljómar svolítið sexí.

Ætli það sé leikfimikennaraneminn eða möguleikinn á því að geta öskrað: "Láttu þessa stjörnurúllu frá þér! Þú veist þetta fer beint í mjaðmirnar á þér!"? Það fer um mig unaðshrollur. En ég veit ekki af hverju.

Ég vil nýta tækifærið núna og þakka öllum sem hafa sagt mér hversu falleg kærasta mín er. Ég veit að mitt litla hjarta hefði ekki getað tekið því að einhver góður vinur hefði hallað sér upp að mér og hvíslað að mér: "Tobbi. Kærastan þín er forljót." Ég hefði brotnað niður og grátið í heila viku. Væri einhver það góður að benda manni á það? Þetta er bara svipuð ettiketta og með stelpur og kjóla. Þér bara dettur ekki í hug að segja um hvorki kjólinn né kærustuna: "Lítur hræðilega út!" Ekki nema maður sé í svipaðri hugarleikfimi og fyrrverandi verkfræði- og húsasmíðaneminn Voelli Saeti(tm) sem hefur sett sér það takmarka að hafa komið sér upp áunninni siðblindu fyrir ágústlok 2007. 11 ára vinnu ætti þá að vera lokið sem hófst í útskriftarferð árið 1996 með setningunni: "Magga mín, það hlýtur að vera hræðilegt hlutskipti fyrir unglingstúlku eins og þig að verða bæði tileygð og með misstór brjóst! Hefurðu hugleitt lýtaaðgerð eða sjálfsmorð?" Fyrsta og eina skiptið sem ég hef séð einhvern æla af reiði. Og það var ekki einu sinni stelpan sjálf heldur félagsráðgjafinn í skólanum. Voelli Saeti(tm) sat inni á skrifstofu hjá honum eftir að hafa verið kallaður á teppið og starði á hann með undrunarsvip þegar félagsráðgjafinn heimtaði frá honum afsökunarbeiðni til handa stúlkunni og sagði í sífellu "Hvað? Hvað? Hvað?"

Stúlkan sjálf náði sér í einhvers konar sígræti og þurfti ekki nema örlítinn hávaða tli þess að hún skrúfaði frá. Sem útskýrir af hverju Voelli Saeti(tm) hringdi til hennar að minnsta kosti þrisvar á dag og æpti "Waaaaaaaaaaaaaazzzzzzzuuuuuuuuuuuuupppppp!!" í símann. Þó það hljómi illa þá er það samt betra en þegar við vorum saman í Legolandi nokkrum árum síðar og Voelli Saeti(tm), rekandi augun í dverg sem gekk þar um, kallar á eftir honum "Nanó! Hey Míkró! Fann hús handa þér! Þarft ekki hjálp við að ná upp í efstu hillurnar hérna, Nanó!"

September 8, 2006

Hann er ekki pabbi minn!!!

Þá er það skSpánn á morgun. Þetta gengur ekki jafnvel og skÍtalía. Reyni að hugsa upp eitthvað ógeðslega fyndið. Ha ha ha! Get ekki beðið eftir því maður! Vonandi verður það jafn fyndið og að heyra borgarfulltrúa rífast yfir strætó. Ég held að það hafi engum komið á óvart sem séð hefur alla tómu strætóana keyra um göturnar að hann hafi verið rekinn með tapi. En ef þú keyrir út úr bílskúrnum í breiðholtinu og beint niður í bílastæðakjallarann undir ráðhúsinu þá sérðu lítið af strætó. Þetta hefst upp úr því að það kosti 250 kall í viðbjóðinn.

Nenni ekki að rífast um þetta. Ekki gert annað en að kveðja útlendinga þessar vikurnar. Guðný spurði líkt og Voelli Saeti(tm): "Hvað er málið með þig og útlendinga?" Reyndar í Voella Saeta(tm) dæminu má skipta út orðinu útlendingar fyrir feitar stelpur. Ég held reyndar að málið með mig og útlendinga sé hversu rosalega opinn og meðvitaður ég er um menningu þeirra. Í gær hitti ég til dæmis tvo þjóðverja, annar þeirra er á leið heim en hinn nýkominn til landsins, og spurði hinn nýlenta hvort hann hefði, verandi þjóðverji, þurft að standa upp fyrir framan allan bekkinn í fyrsta tíma og biðjast afsökunar á seinni heimstyrjöldinni. Hann sagði það ekki hafa þurft í þetta skipti þar sem helmingurinn af bekknum væru þjóðverjar. Ég sagði honum að ég hefði heyrt að því að í upphafi hafi fjórðungur bekksins verið pólverjar en það hefði greinilega breyst eitthvað.

Svona eignast maður útlenska vini.

September 6, 2006

Sitji guðs englar.

Ég er alltaf á leiðinni að byrja aftur. Gengur eitthvað illa. Nú hafa mér borist fjöldamargar umsóknir um miðann og ég vildi bara ítreka það að hann verður seldur á kostnaðarverði. Voelli Saeti (tm) fylgir með í kaupæti. Ég fann mynd af honum um daginn en hann var eitthvað ósáttur að ég myndi nota hana. En ég er ekki hræddur við Voella Saeta(tm) og hans guðdómlegu spékoppa. Andlitið er reyndar falið til að vernda hann frá ofsóknum vergjarnra kvenna: