March 30, 2006

Jæja. Teyknymind.

Stutt saga um það hvernig hlutir sem maður hélt að stæðu með sér svíkja mann.

Það er mikilvægt að hlusta á þetta með hljóði. Annars missir hún svolítið marks. Ég gef ykkur:

March 29, 2006

Tillaga

Einhver til í miðvikudagsfyllerí?
Mig vantar ástæðu...

Fokk. Nenni ekki neinu. Nægur tími enginn metnaður lætur vita all hressilega af sér núna. Er reyndar að vinna í hreifanlegry teyknymind. Vonandi næ ég að klára hana í dag. Svo vantar mig ástæðu til að halda þessum skrifum áfram.
Cazzo.

March 27, 2006

Auglýsing

Mig vantar að komast í fótbolta. Er einhver að spila og vantar leikmann? Vonandi.

March 25, 2006

Nú eru það bara myndbönd handa Marie

Gítar:


Sakna:


Ástin:


Sakna, ástin og gítar:

March 24, 2006

Hjúkkit maður!

Það virðist sem svo að Ísland hafi sloppið við fuglaflensu. Hún er komin í J-ið og hefur barasta hoppað yfir i-ið. Stundum leikur gæfan við okkur, þeir hefðu átt að gera meira mál út af þessu.

Það er rífandi stemning yfir ástármálu stúlkna og þess vegna langaði mig að henda inn köflunum um röddina og augun. Röddin er mikilvægt tæki í ástarmálum og það segja mér sjónbetri einstaklingar að augun megi nota til þess að sjá hluti. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Njótið:

Röddin.

Rödd þín og orðaval á mikinn þátt í því, hvort þú ert yndisleg í augum karlmanna eða ekki. Þess vegna er þér áríðandi að temja vel rödd þína og vanda vel orðbragð þitt. Mild og hljómfögur rödd, samfara ástríkum og fallegum orðum, bræðir klaka hinnar köldustu sálar. Temdu þér mildan og blíðan málróm, en því fegurri sem málrómurinn er, því vandaðra verður orðbragð þitt að vera. Falleg rödd og ljót orð eiga ekki saman.

Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og þessum: hvað hann sé ?sætur?, ?pen?, ?lekker?; þetta eða hitt sé ?vemmilegt?, ?kedelegt?, ?svart?, ?brogað?; hvað ?fríseringin sé óklæðileg?; hvað þessi kjóll sé ?himneskur? og að hrópa ?almáttugur? í annari hverri setningu.


Augun.
Hið þögla mál augnanna er öllum elskendum dýrmætara en nokkur orð og í einu augnatilliti getur falist meira en orð fá lýst, hvort sem það er ást, hatur eða fyrirlitning.

Það er oft hægt að kynnast manni betur á einu augnabliki, með því að líta í augu hans, heldur en með langri samveru.

Í augunum speglast sálin og ef augnaráðið er kæruleysislegt og flöktandi, má ganga að því vísu, að það óstöðuglyndi eigi sér rætur í sál mannsins.

Sama gildir auðvitað um konur.

Þú skalt varast að nota augu þín mikið til þess að hafa áhrif á þá, sem þú þekkir eigi. Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni.

Líttu altaf djarflega og með hreinskilni í augu annara og vertu eigi feimin né undirleit, því að þú hefir engu að bera kinnroða fyrir, ef þú kemur fram með siðprýði.

Á götum úti skalt þú líta djarflega framan í karlmenn en þú mátt eigi brosa framan í þá (ef þú þekkir þá eigi) né líta um öxl til að horfa á eftir þeim.
Póstur númer 1000

Hann er svolítið klámfenginn. Passið ykkur á vídeólinknum því hann er bara til þess að horfa á heima hjá sér með gluggatjöldin dregin fyrir. EN þvílík skemmtun!!! Wóha!!

Til þess að ljóstra leyndarmálinu þá er þúsundasti pósturinn minn um sódómaseringu. Nánar þá er hann um Tristan Taormino og lítil heimildarmynd um námskeið sem hún er að halda í sambandi við bók sína: "The Ultimate Guide to Anal Sex"

Ætli það sé ekki best að ég leyfi ykkur að horfa á þetta myndband. Passið ykkur bara á því að þetta er ekki fyrir viðkvæma.

Rassanámskeið
Út frá þessu fann ég hvað mig langar í í ammmmmmælisgjöf

March 23, 2006

Takið þetta til ykkar stelpur... fyrsti partur af u.þ.b. tíu

MADAMA TOBBA

LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM

II.
FYRIR UNGAR STÚLKUR

REYKJAVÍK
BÓKAFÉLAGIÐ NÝJA
1922

FÉLAGSPRENTSMIÐJAN
--------------------------------------------------------------------------------

Hvað er það, sem gerir konur yndislegar í augum karlmanna?
Eg er sannfærð um, að engin sú kona er til og hefir aldrei verið til, sem eigi hefir lagt fyrir sjálfa sig þessu líka spurningu einhvern tíma á æfinni, og þá helst meðan æskan og fegurðin voru í blóma sínum; þegar lífið brosti við og vonirnar voru sem bjartastar og himinháu skýjaborgirnar enn ófallnar, þá hefir þessi spurning komið fram í hugum allra kvenna og hver hefir reynt að svara henni eftir bestu vitund--með framkomu sinni.


Það er tilgangur minn með þessum bæklingi, að reyna að benda ungum og gömlum kynsystrum mínum á ýmislegt það, er verða mætti þeim til leiðbeiningar í umgengni og samlífi við karlmenn, og einkum hvernig þær eiga að hegða sér og haga til þess að verða yndislegar í þeirra augum.

Vitanlega verður þessi tilraun mín afar ófullkomin, enda eigi á hvers manns valdi að rita stóra bók um þessi efni, en á það er einnig að líta, að verðmæti bóka fer eigi eftir blaðsíðufjölda og orðamergð þeirra, heldur eftir hinu, hvort bókin ber á borð fyrir þjóðina heilnæmar og siðbætandi kenningar, hvort heldur eru um landbúnað eða ástamál.

Að svo mæltu sný eg mér að efninu og bið þig að fylgjast með mér og veita þeim bendingum athygli, sem eg vil gefa þér, til þess að þú getir orðið yndisleg í augum karlmanna, einkum þó unnusta þíns eða eiginmanns.

Já, hvað er það, sem gerir konur yndislegar í augum karlmanna?

Það eru eigi fötin, hatturinn, skórnir eða fingurgullin. Og það er heldur eigi fegurðin ein. Gyðju-fríð kona getur verið svo köld á svipinn--svo albrynjuð stærilæti og stolti--að fegurð hennar hrífur engan karlmann.

Það sem gerir konuna yndislegasta í augum karlmanna er blíða hennar og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar, ást hennar og næmur skilningur á öllu því göfgasta í tilverunni, fórnfýsi hennar og sjálfsafneitun, sem glöggast kemur fram hjá mæðrum við börn þeirra. Alt þetta myndar einskonar geislabaug, er sumar konur bera svo sýnilega með sér og hefir göfgandi en um leið töfra-mikil áhrif á karlmennina, vermir hjörtu þeirra og opnar þeim nýja heima og nýtt útsýni yfir lönd ástarinnar.

Sumar konur virðast fæddar með þeirri hamingju að vera pilta-gull, en eigi eru þær að fremur meiri mannkostum búnar en hinar, enda eru þess mörg dæmi, að bestu kvenkostirnir sitja auðum höndum á akri ástarinnar og fá eigi að hafst--af ýmsum ástæðum.

March 20, 2006

Þögn er sama og samþykki

Ég hef ekki haft neitt að segja. Allar hugmyndir einhvern veginn sveima um hausinn á mér en ég næ bara ekki í þær. Gæti verið vinnunni að kenna. Ég er orðinn blindur búðarstarfsmaður aftur. En mér datt eitt skemmtilegt í hug og var skammaður fyrir annað.

Atr. 1: "Ef þú setur þúsund kassastarfsmenn við þúsund búðarkassa og lætur þá stimpla inn tölur þá myndur þeir að lokum ná að slá inn fullkomnasta strikamerkiskóða sögunnar."

Atr. 2: Aldrei og þá meina ég aldrei segja við stelpu og kærastann hennar sem eru að kaupa tvo pakka af dömubindum; "Það er naumast að maður er á túr!" Öskur og skammir fylgja.

Þetta var póstur númer 998. Sá þúsundasti fer að nálgast. Einhverjar hugmyndir?

March 9, 2006

Nú veit ég hvernig þér líður....

.... Villi Vill. Var nefnilega að ljósrita lokaritgerð frá öðrum háskólanema. Spurning hvort maður fari alla leið og skili henni inn með mínu nafni? Er ég nógu mikill Villi?

March 7, 2006

Gleymdi einu

Ég veit það eru sumir sem nenna ekki að lesa langar færslur frá mér svo hér kemur ein stutt. Það er skemmtilegur lítill bæklingur sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Þar segir að þvagleka megi meðhöndla. Jæja, skít má líka handleika en mér dettur ekki í hug að gera það.

Farinn að þrífa á mér hendurnar. Mér finnast þær skítugar.
Til hamingju!... Þjóðarbókhlaðan

Svo... ég er eitthvað að hanga á Þj.bk.hl. um daginn og ákveð í einhverri vitleysu að ljósrita bók sem ég er að þumbast við að þýða. Hún er 60 opnur og mér finnst gott að hafa svona auka eintök á mér til að gefa vinum og vandamönnum. Svona nafnspjald... nema... já, það er rétt hjá þér... bók. Þú klappaðir sjálfum þér í huganum er það ekki? Gott. Gott. Svo ég kaupi mér ljósritunarkort hjá starfsmanni og komst að því, mér til ómældrar gleði, að eitt hvítt A4 blað kostaði 10 krónur. Sem sagt 600 kall fyrir ljósritunarkortið en svo þurfti ég líka að leggja inn 100 krónur í "tryggingu" ef mér skyldi detta í hug að láta mig hverfa með kortið.

Ljósritunin gekk eins og í sögu og ég gekk út með ljósritaða sögu, sextíu blaðsíður, sem kostuðu meira heldur en bókin, litaprentuð með harðri kápu kostaði upphaflega. Hún kostaði 6,5 evrur sem á gengi dagsins í dag er u.þ.b. 516 krónur íslenskar. Ég afsakaði það með sjálfum mér að það væru aðflutningsgjöld sem orsökuðu þessa hækkun bókarinnar frá því að vera fallega innbundin, litaprentuð bók í það að vera fallega götuð, svart-hvít, möppu-innbundin stuldur á höfundarrétti. (ég ætla samt að reyna að bæta það upp með því að gefa þetta út). Þessu eintaki kom ég svo til kennarans míns, sem er að fara yfir þetta, og var bara nokkuð sáttur þrátt fyrir okrið.

Þangað til ég þurfti að ljósrita hana aftur. Keypti sama kortið sem kostar 700 kall en lofar mér 60 einingum og 100 kalli til baka þegar kortið er komið aftur í öruggt skjól bakvið borð útlána og upplýsinga hjá Þj.bk.hl. Í þetta skiptið hafði ég unnið heimavinnuna mína og ákvað að koma bókinni á 30 bls. með því að ljósrita báðum megin, þá gæti ég líka átt það inni seinna ef ég þyrfti að ljósrita hana jafnvel einu sinni enn.

Þessi hugsunarháttur, komst ég að, kallast draumórar.

Eining, samkvæmt Þj.bk.hl., er ekki A4 blaðið sem kemur út úr ljósritunarvélinni heldur sú hreyfing sem afritunarljósið framkvæmir á leið sinni undir glerplötunni og sá verknaður sem fellst í því að dreifa örþunnu blekryki á hvítt blaðið. Til þess að gera langa sögu stutta þá hafði ég sparað Þj.bk.hl. 30 A4 og tíma einnig þar sem þessi nýja aðferð tók u.þ.b. 1/4 af tíma gömlu aðferðarinnar, ein opna ein blaðsíða. En kostnaður minn við hvert blað sem lak út úr vélinni hafði aukist úr 10 krónum í 20. Hefði ég prentað tvær opnur á hverja síðu blaðsins, það er hægt því ég er að leitast eftir því að fólk geti skoðað myndirnar en ekki textann, þá hefði ég einungis notast við 15 blöð en kostnaðurinn við hvert útprentað blað hefði þá verið 40 krónur á hvert blað. 40 krónur fyrir eitt skitið A4-blað!!!!

Er Þj.bk.hl. að treysta sem sagt á mig, að ég sé það samviskusamur að ég ætli að setja það á minn kostnað að spara þeim blöð og tíma og þar af leiðandi peninga? Eru þessir menn og/eða konur á eiturlyfjum?

Nú veit ég það að ég á eftir að ljósrita bókina aftur og, já, ég ætla að gera það uppi á Þj.bk.hl. En í þetta skiptið er ég ennþá betur undirbúinn en áður. Nú ætla ég að nota sem fæst blöð í ljósrituninni sjálfri en svo þegar henni er lokið þá ætla ég að opna bakkann þar sem auðu blöðin sem bíða notkunar eru geymd og ég ætlað að taka mér A4-blöð þangað til heildarfjöldi ljósritaðra og auðra blaða er kominn upp í 55 blöð. Þau 5 sem ég skil eftir getur Þj.bk.hl. litið á sem greiðslu upp í bleknotkun. Ef ég tek bara bókina sem dæmi þá sjáið þið að kostnaður við að koma 60 opnum á 5 blöð (hægt en ólæsilegt) þá er kostnaðurinn 120 kall á blað og það ætti að duga vel upp í kostnaðinn á bleki.

March 3, 2006

teyknymindyr

Ég er í almennu þunglyndi. Svo við leyfum teyknymindunum að tala: