February 27, 2007

Faux pas, my friend

deEza var eitthvað að dást að mér um daginn að geta hangið inni á móður minni. Við hittumst aldrei svo það hjálpar til. Sameiginlegt átak til þess að forðast árekstra. Nema þegar matarboð eiga sér stað, þá er von á rifrildi og þá yfirleitt er það mér að kenna. Ég virðist ekki kunna mig í návist fjölskyldunnar. Verð því feginn þegar gönns flytur út því þá losnum við við þessi leiðindi. Sem þyrftu í raun ekkert að vera leiðindi ef hún væri bara örlítið meira opin. Ég var bara að lýsa fyrir henni, bróðurnum og kærastinu hans, ástinni minni, skáldsöguna/kvikmyndahandritið sem ég er að vinna í. Ég er mjög tekinn af þessu verkefni og á það kannski til að verða ögn ákafur þegar ég renni í gegnum söguþráðinn og skipti á milli persóna.

Sagan sem fjallar um venjulegt fólk sem dregið er inn í mjög svo óvenjulega atburðarrás þegar þau verða að takast sameiginlega á við illkvendið Salóme Þorkelsdóttur sem hefur sankað að sér auðtrúa meðlimum í JC-Ísland og ætlar að sprengja jörðina ef Bubbi Morthens ekki ullar í lulluna á henni. Þegar kemur að uppgjörinu og almúgi Íslands með Helga Björns sér til aðstoðar reynir að sannfæra Bubba um að hann verði að gera þennan litla hlut til þess að jörðin og þeir sem hana búa eigi framtíð þá stend ég upp og baða út öngum og fell í nokkurs konar trans þar sem ég hendist á milli persóna.

Þið sjáið það kannski fyrir ykkur. Þau þrjú sitjandi við matarborðið, hálfkláraðir ísar í skálunum og örlítil gufa sem stígur upp úr kaffibollunum. "Björt mey og hreeeiiiiiin..." hljómar undir og ég kófsveittur, rauður í framan og mikið niðurfyrir:

kvenmannsrödd: "En Bubbi. Hugsaðu um börnin! Eiga þau ekki rétt á sömu framtíð og þér bauðst í æsku?"
Bubbi situr með gítarinn og fiktar sig áfram með lag í smíðum. Lítur hægt upp á mannfjöldann fyrir framan sig og svo til hægri hliðar þar sem Helgi Björns stendur berfættur með fætur örlítið í sundur.
"Helgi minn. Er þetta lið með þér?"
Helgi lítur flóttalega á Bubba. "Þetteh ereh eðde-ender. Íeg gereh ehllt ferer eðde-enderner."
"Þú ert orðinn mjúkur með leiklistinni Helgi."
"Letteh....kkeh sveneh Bebbeh."
Uppgjafarstuna fer yfir hópinn þegar Bubbi lítur aftur niður á gítarinn og byrjar að glamra. Helgi lítur til baka og yppir öxlum. Hann virðist sjálfur hafa gefist upp.
Bubbi hefur upp raustina. "Ha! Ha! Ha! Sko. Þetta er ósköp einfalt. Ég er Bubbi Morthens! Sjáið bara Þingvelli. Ég hef aldrei samið lag um Þingvelli. Ég hef líka aldrei ullað í lullu og ætla ekki að byrja á öðru hvoru núna. Simpelt keis krakkar mínir."

Hér truflar Gönns mig og spyr "hvað er að ulla í lullu?" Ég svolítið hissa svara "sleikja píku mamma mín."
Þá kárnaði gamanið. Eitthvað um það að ég ætti ekki að vera að tala um svona hluti fyrir framan litla drenginn. Ég bendi henni á að hann sé orðinn 19 og ætti að geta höndlað þetta. Skiptums á einhverjum orðum í viðbót en svo endaði kvöldið í algerri þögn. Hún talaði þó við mig daginn eftir. Eitthvað sem hún ekki gerði í nokkrar vikur eftir að ég bauðst til að kenna bróður mínum að raka á sér punginn í miðjum hádegisverði á laugardegi.

February 26, 2007

Precious things

Nenni ekki að koma með langa feðasögu. Hápunktur alls var að vera fastur í útlandinu Englandi í tvær nætur. Ef ég hefði ekki getað hjakkast á deEzu þá hefði þetta verið.... hvað?.... að gista hjá henni og hanga með henni... hvað hélst þú?... skítugur, skítugur strákur! Fékk að gista hjá henni og komst svo loks til skSPánar. Tapas, fótbolti og kossar. Lýsir því sem fram fór. Fékk svo þrísome á leiðinni heim. Enn og aftur hjá deEzu með smá hjálp frá Fr. Dóru.

Ferðasögu lokið... nema... varð vitni að hér um bil slagsmálum gamalmenna. Sem væri ekki frásögu færandi nema hvað annar þeirra var dvergvaxinn og haltur! Dyravörðurinn sem skildi þá að var á sextugsaldri líka svo nú veit ég hvernig árshátíðin á Grund lítur út. Snilld.

Er einhver annar búinn að sjá tilganginn með þessum auðkennislykli? Ég er búinn að útiloka flestar tilgátur og hallast nú að tveimur ástæðum fyrir því að þetta var sett á laggirnar. Annað hvort er kbanki banki og co búnir að kaupa himnaríki og í hvert skipti sem þú þrýstir á takkann þá deyr engill eða sjálft tækið er fyllt að innan með pólóníum og þegar þeir sjá að þú ert búinn að greiða upp yfirdráttinn þá hleypa þeir því út og ganga frá þér. Þeir eru tilbúnir að fara alla leið.

Eins og femínistar. Það virðist sem öllum klámsíðum á netinu hafi verið lokað eftir að bændasamtökin sögðu hingað og ekki lengra. Mér finnst þetta fínt. Getum við nú ekki bannað bretum að koma til landsins því þeir eru á móti hvalveiðum? Hvað með bandaríkjamenn víst þeir eru að drepa saklausa borgara í sínu heilaga stríði gegn hækkandi bensínverði? Nú er ráð að stofna þverpólítiska nefnd sem getur ákveðið fyrir okkur hver má koma til landins og hver ekki. Á hverjum flugvelli gætum við svo hengt upp plakat með fyrirsögninni "You are not welcome!" og á eftir fylgdi listi af starfsgreinum og skoðunum sem við teldum ekki sæma okkar hreina og góða landi. Farinn að skoða klám. Skemmtið ykkur.

February 8, 2007

Farinn.

Belgískur bjór og franskar konur! Ég er farinn til skSpánar!

February 7, 2007

<span style="font-weight:bold;">Ég var bara í pásu maður!</span>

Hvað er þetta? Smá pása út af vinnu, kærustu og almennum leiðindum. Reyndi að brjóta það upp með því að sleikja hráa kjúklinga í vinnunni svo ég gæti orðið frægur fyrir það að vera fyrsti Íslendingurinn til að næla sér í fuglaflensu. Sá forsíðuna á dv í hillingum og brjálaðar grúppíur sem eltu mig á röndum til þess að næla sér í tvær mínútur af alsælu með hinum ekki svo vel niðurvaxna "Fuglaflensugaur." Það næsta sem ég komst því var einhvern neðanmálsklausa í dagbók lögreglunnar þar sem þeir stoppuðu mig við að eltast við gæsir á túninu fyrir framan Háskólann. Mér finnst ég hálfsvikinn. Maður getur nálgast fíkniefni, barnaperra og klám út um allt en ekki skitna fuglaflensu. Cazz, ef þú gætir reddað þessu þá væri það algjör snilld. Þarf bara smá, ekkert til að drepa mig, bara nóg til að ég verði frægur.

Fór meira að segja á bókasafnið í gær. Ekkert í sambandi við fuglaflensuna, reyndi einu sinni að sleikja bókaverði og bókanjerði á gerðasafni til að ná mér í flensu... þetta lið er svo sótthreinsað af bókasafnssetu að það er ekki einu sinni hægt að ná sér í flösu hvað þá flensu af þessu liði. En mér leið samt eins og ég væri að skrá mig í kúrsinn "samkyngirnd 101" með allan catalóginn frá Páli Óskari og danskar málfræðibækur. Svona svipað og Hörður Torfa sjötíuogeitthvað nema hvað þá var engin Páll Óskar heldur bara Katla María.

Og nú eru það bara útlönd! Önnur pása sem sagt yfirvofandi. HaddiThor má samt alveg vera rólegur því ég kem vonandi aftur. Fæ meira að segja að gista hjá fyrrverandi á leiðinni heim. Innslag í fílófaxið 19-20 feb 2007: "Muna það að hella sig vel fullan, reyna við fyrrv. með tækninni "Buxur á hælum. Hlaupa hana uppi. Æpa: "Manstu eftir þessum?! Langar þig að snert´ann?! Ég sé alveg að þú vilt snert´ann!"""

Ef þið saknið mín hræðilega mikið á meðan ég er í burtu þá er hægt að minnka sársaukann með því að líta við heima hjá Voella Saeta(tm) en hann ætlar einmitt að vera með fjáröflun til styrktar enduropnunar rúntsins. Hann og félagi hans, Einir Eimar Hilmisson ætla að lesa upp úr verkum Dostojevskís og er gestum og gangandi boðið að líta við og fá sér kaffisopa og hlýða á lesturinn. Ég hef litið við á æfingum og ég verð að viðurkenna að ég hughreifst af tilfinningalegri nálgun þeirra á ritverkum Dostojevskíj... ar? ... is?.. . Gestaþraut líka: Hvenig í fokkinu beygist karlmannsnafnið Einir í fleirtölu?

Engiljón Blævar Embrek .... ??? ... Que?! Ó góður guð gefðu mér eignist drengur!!!!