February 26, 2004

Kannski

Lofa því að læra meira. Samt veit ég það að ég á ekki eftir að gera það.
Lofa því að hætta að reykja. Geri það samt ekki.
Lofa því að fara út að hlaupa. Geri það ekki.
Lofa því að blogga meira. Veit að ég á eftir að gera það.

Komst að því að það eina sem ég hef gaman af þessa dagana er að reykja og blogga. Auðvitað fylgja með eins og 80 bollar af kaffi á dag til að ná óbragðinu af sígarettunum úr munninum. Á eftir að ná mér í þessa líka fínu gulu putta og kvennmannsmjaðmir af reykingum og löngum setum fyrir framan tölvuna. Auk þess sem ég anga af hvítlauk þar sem hér um bil það eina sem ég nenni að elda eru núðlur. Kommon! Ég bý einn og glææææææætan að ég nenni að standa tvo tíma fyrir framan eldavélina einungis til þess að slafra því svo í mig á 2 mín. Ekki séns. Þannig að hungur mitt og anorexíu-útlit er sjálfskaparvíti.

Ég held í þá von að ég sé að þessu til að geta einn daginn orðið listamaður. Þetta er mín píslarganga. Krabbameinið sem ég virðist einsetja mér að ná mér í lungun verður síðan ástæða þess að ég mála myndir líkt og þessa sem ég kalla "Hringur lífsins". Svo sem ég minimalísk ljóð til heiðurs meistarastykkjum bókmenntasögunnar. Þetta hér, "Fleur", er til heiðurs Patrick Süskind og bók hans Ilminum. Fyrir þá sem ekki þekkja söguna um "blómið" þá skal þeim bent á að það ku minn getnaðarlimur vera. Allir vita það líka að ilmur er ekkert annað en limur ritað á annann hátt. Því er einstaklega skemmtilegt hve þetta ljóð er tvírætt. Málfræðin myndi útskýra þetta á þennann hátt:

Ilmur Patrick Süskindar - limur tobbaliciousar
Ilm Patrick Süskindar - lim tobbaliciousar
Ilmi Patrick Süskindar - limi tobbaliciousar
ilms Patrick Süskindar - lims tobbaliciousar

Settu þetta í latnesku málfræðibókina þína og reyktu það!!! Þarna takast á tvö meistarastykki bókmenntanna. Ilmurinn og Limurinn. "Ég las um typpi tobbaliciousar en líkt og allir aðrir hef ég aldrei litið það augum." Er þetta klám? Eða er þetta erótík? Hver veit? Ég fer sem köttur um heitan eldinn. Þeir ná mér aldrei! Slyngur andskoti sem ég er í listinni. Svo þegar ég er búinn að ná fullkomnum tökum á kassagítarnum má P6 fara að vara sig.

February 25, 2004

Kerfisveita eða kerfi sveita????

Í fyrsta lagi. Skammir til þeirra sem héldu leyndum fyrir mér Bonnie 'Prince' Billy. Ég á vini sem telja sig vera kunnáttumenn um tónlist en..... puff.

Bjórmálaráðherra! Þú þekkir bassaleikarann í Sóma!!! Skamm fyrir að hafa aldrei spilað prinsinn fyrir mig.

Kiddi! Þú varst bassaleikarinn í Sóma! Skamm fyrir að hafa ekki látið Bjórmálaráðherra spila prinsinn fyrir mig.

Ritstjórinn! Þú vinnur við að dæma tónlist. Vannst með bassaleikaranum í Sóma og Bjórmálaráðherra! Ritstjóratitillinn er í hættu og óvíst hvort að eiginhandaráritanir meðlima Sóma rati nokkurn tímann til þín. Skamm!

Get ekki hætt að hlusta á helvítið. Ease down the road. I see a darkness. Master and everyone. Þetta er svo mikil snilld að þær jaðra við það að vera eiturlyf. Ávanabindandi andskoti! Mæli með lögunum Death to everyone, Just to see my holly home og Sheep.

Þar sem ég er alltaf að blogga um þetta helvíti sem ég kalla vinnu er best að halda því áfram. Stundum á ég svo mikinn rétt á því að verða pirraður í vinnunni. Talandi um samsæri sælgætisframleiðenda þá fer nú að líða að páskum. En páskar bjarga ekki fólki frá heimsku. Því miður var skeggjaði tógafíkillinn krossfestur á röngum forsendum. Til að gefa til kynna að páskar séu í nánd er sú staðreynd að framleiðendur sælgætis hafa komið fyrstu sendingu af páskaeggjum í búðina. "En af hverju ertu svona pirraður út af blessuðum páskaeggjunum?" Það sagði ég aldrei. Það er það sem kom á undan egginu sem pirrar mig. Sú staðreynd að annar hver viðskiptavinur þurfti að spyrja mig sömu spurningar í allt kvöld. "Ha?! Ertu kominn með páskaegg?"

Hvað meinar fólk? Hve.... Hvu... Af hve.... Arrrgh! Þau eru beint fyrir framan þig! Asninn þinn! Átti ég að segja nei? "Nei. Þessi hérna koma ekki fyrr en á föstudaginn." Þetta fer í hóp með spurningunni "ertu að vinna hérna?"...... sem mig langar iðulega að svara neitandi. Peysan sem ég er neyddur til að klæðast í vinnunni ber merki verslunarinnar að framan og aftan. Ef það er ekki nóg þá er ég líka með barmmerki sem einnig ber merki verslunarinnar. Sérstaklega gleður það mig þegar fólk læðist aftan að mér, hér skal taka það fram að merkið er ALLT bakið, og hrópar í eyrað á mér "Afsakið! Ertu að vinna hérna???!!!"
"Ha?! Nei ég er bara gangandi auglýsing fyrir fyrirtækið. Klæðist þessari glæsilegu gulu peysu til að undirstrika ást mína á því að versla hérna. Ef maður er ánægður með eitthvað á maður að miðla því til annarra. Ekki satt? Ef þú ert að leita að starfsmanni þá skaltu hafa augun opin fyrir stráknum sem er í bol frá samkeppnisaðilanum. Hann er að sýna hvar þú átt ekki að versla! Reverse pshycology maður!"

Hvað gerði ég rangt til að eiga svona skilið? Þegar fólk kannski starir á 60 stk. af páskaeggjum frá tveimur fyrirtækjum, lítur á mig og spyr: "Eru að koma páskar?" Það sem ég furða mig mest á, þar sem kassinn var kaffæruður af bolluvöndum um helgina, að hafa ekki fengið eins og eina: "Er að koma bolludagur?" eða "Varstu að fá bolluvendi?"

Ákvað að hefna mín á samstarfsstúlku minni seinna á vaktinni. Þegar hún kom skjálfandi inn úr kuldanum blá í framan af kulda spurði ég hana hvort það væri kalt úti. Gladdi mig örlítið að fá að sjá sama svipinn á henni og ég hafði verið með límdann framan í mig allt kvöldið. Allt er samt þegar þrennt er og því fær einhver frá mér spurninguna "ertu í tíma?" í tíma á morgun og næst þegar ég fer í bíó ætla ég að spyrja þann sem situr við hliðina á mér hvort hann sé í bíó. Ég má líka.

Einn hlutur sem mér finnst betra að segja á íslensku en ensku. Bein áras á einhvern hljómar mun betur en direct attack á einhvern.

Er búinn að tala svo mikið við fyrrverandi meðleigjanda minn síðustu daga að ég stenst ekki mátið að setja þetta hér inn.

February 24, 2004

Nú er að velja!

Er ekki búinn að reykja síðan í gær. Sem á að vera gott mál. En ástæða þess að ég er ekki búinn að reykja síðan í gær er sú að ég á bara ekki pening. Sem er ekki gott mál. Því nú á ég ekkert að borða heldur. Svo veit ég að ef ég redda mér pening þá er miklu líklegra að ég kaupi mér sígarettur heldur en mat. Svo ég vil ekki redda mér pening fyrir mat því ég veit ég á eftir að eyða honum í sígarettur. Þetta verður því barátta á milli þess að deyja úr næringarskorti eða hætta að reykja. Berjist!, börnin mín. Það elska ég meira sem sigrar. Hinir hæfustu lifa af og allt það.

February 23, 2004

Ease on down the road

Will Oldham sér mér fyrir tónlist. Tók út hjúkkuna því hún var ekki að blogga. Setti inn nýjan hlekk í staðinn. Með stelpu. Sýnir hversu mjúkur ég er að verða. Með aldrinum. Stefni að því að komast í Séð og heyrt áður en árinu líkur.

- Hefur aldrei borðað lakkrís!
- Guð sagði mér að fara í meðferð út af trúleysi!
- Yatsí-maðurinn ógurlegi (24 tímar - 5 teningar)
Rólegheit á bolludegi

Þegar maður vinnur með stórbeinóttum einstaklingi á maður aldrei að grípa bolluvönd og slá í kvikindið hrópandi "bolla! Bolla! Bolla!" Hún hafði lítinn húmor fyrir því og þegar ég neyddist til að afgreiða í tvo tíma vegna þess að hún var inn á lager hágrenjandi, muldrandi í sífellu "hjartalausa helvíti," þá sá ég sjálfur ekki húmorinn í því. Bolluvendir eru sem sagt af hinu illa. Mig grunaði það nú svo sem ekki en í röngum höndum eru þeir hárbeitt vopn. Það verður víst haldin fundur í vinnunni út af þessu. Eitthvað að kynna fyrir mér hugmyndafræðina á bakvið námskeiðið og bókina "Við erum öll fallegir einstaklingar. -það vita það bara ekki allir." Verslunarstjórinn hringdi alveg brjáluð. Tveir gaurar frá öryggisdeildinni mættu til að hugga stelpuna og halda síðan ræðu yfir mér. "tobbalicious, hvað gekk þér eiginlega til??" Ég skömmustulegur svaraði: "Bara svona smá grín." "Síðan hvenær hefur það verið talið grín að leggja vinnufélaga í einelti í vinnunni? Þú ættir að skammast þín! Taktu tíu armbeygjur fyrir Kaupás! Tíu armbeygjur!" Ég lét mig falla til jarðar og hóf beygjurnar. Öryggisdeildargaurarnir yfir mér: "Einn Kaupás! Tveir Kaupás! Tveir Kaupás! Tveir Kaupás! Kallarðu sjálfan þig kaupásstarfsmann! Kysstu skóna mína! Kysstu þá! Nei, staddu upp og kysstu mig. Já... kysstu mig og kallaðu mig Jón Ásgeir. Þú elskar greinilega svona mikið Baug! Baugshóra! Baugsmella!"

Mér fannst sko ekkert gaman á vaktinni í gær. Aðallega út af þessu.

Annað sem ég hef uppgötvað við að eiga samskipti við fólk í vinnunni er að fólk hefur gaman af því að endurtaka það sem ég hef rétt nýlokið við að segja. Tökum nokkur dæmi:

Viðskiptavinur: "Geturðu skipt þessu fyrir mig?"
Ég(Vinur viðskipta): "Ertu með kassakvittun?"
V: "Er ég með kassakvittun?"
Ég: "Ég get ekki skipt þessu nema þú sért með kassakvittun."
V: "Geturðu ekki skipt þessu nema ég sé með kassakvittun?"
Ég: "Nei."
V: "En þú getur alveg selt þetta aftur."
Ég: "Ég veit. Mér er bannað að taka við vörum nema kassakvittun fylgi með, þannig eru bara reglurnar."
V: "Eru reglurnar bara þannig?"

Yfirleitt á þessari stundu er ég farinn að stara svolítið út í loftið óskandi þess að mig sé bara að dreyma. Þá reyna þeir að biðla til samvisku minnar. Ha ha ha ha ha. Ég vinn í matvörubúð. Samviska hvað er það? En þegar fullorðið fólk fer að biðla til samvisku annarra kemst maður líka að því að þau eru bara stór börn.

V: "Ertu viss um að þú getir ekki skipt þessu fyrir mig?"
Ég: "Já."
V: "Alveg viss?"
Ég: "Já."
V: "Gerðu það! Ég fékk þetta í gjöf og hef ekkert með þetta að gera." Gengur ekki ef þú ert með lítra af mjólk.
Ég: "Talaðu við yfirstjórn fyrirtækisins ef þú ert ósáttur. Ég get.. Ég má bara ekki skipta þessu fyrir þig."
V: "Sko. Þú byrjaðir á því að segja, "ÉG GET," svo bara bættirðu við, ekki."
Ég: "Ha? Hvað meinarðu?"
V: "Ég er alveg viss um það að þú getur vel skipt þessu fyrir mig. Þú hefur alveg valdið til þess." (Biðla til mikilmennskubrjálæðis míns sem ég öðlast við það að hafa lyklavöld í matvörubúð.)

Þannig gengur þetta fyrir sig í litlu búðinni minni. Myndi ganga vel ef ekki væri fyrir fólkið sem slysast þangað inn.
Vissi það

My inner child is six years old today

My inner child is six years old!


Look what I can do! I can walk, I can run, I can
read! I like to do stuff, and there's a whole
big world out there to do it in. Just so long
as I can take my blankie and my Mommy and my
three best friends with me, of course.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

February 21, 2004

Ólympíuleikar ????

Ég og Jó-Vicious erum búin að standa okkur vel. Sóttum, í mínu nafni, um farseðil til Aþenu með Íslandsbanka og Sjóvá-Almennum. Hér birtum við okkar ástæðu hvers vegna við eigum skilið að komast til á Ólympíuleikana.

Það hefur verið ósk mín að geta litið augum þann draum sem ólympíuleikarnir eru. Þar eru samankomnar fyrirmyndir okkar unga fólksins. Á þessum tímum þar sem fjölmiðlar eru uppfullir af neikvæðum fréttum um eiturlyfjainnflutning, sakamál og almenna hnignun þjóðfélagsins þurfum við nú, sem aldrei fyrr, að endurvekja trúnna og gleðina sem fylgir hinum sanna íþróttaanda. Hvers eigum við að gjalda? Er það okkur unga fólkinu að kenna að fáein rotin epli komist upp með það að verða þess valdandi að unglingar þurfi ævinlega að verða fyrir fyrirfram gefnum fordómum hinna fullorðnu. Okkar er framtíðin og það okkar vilji að sú framtíð verði glæst og landi og þjóð til sóma. Það eru grundvallar mannréttindi að við fáum tækifæri til þess að sýna verðleika okkar og með framtaki framsýnna fyrirtækja, eins og ykkar, mun sá draumur okkar unga fólksins loks finna sér heimili. Saman munum við snúa við þeim ranghugmyndum sem þjóðfélagið hefur oft gefið sér sem sannleika í sambandi við unga fólkið sem mun erfa þetta land.

Meðmælendur mínir eru eftirfarandi: Jóhann K. Jóhannesdóttir blaðamaður, Eyjólfur Reynisson skrifstofumaður, Guðný Þorvaldsdóttir verkamaður og Daníel Helgason námsmaður og vinur. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég vinni.

Sækið um hér

February 18, 2004

Einn.. en samt ekki.

Það er á dögum sem þessum sem ég sakna Paolo litla. Fyrir þá sem ekki vita er Paolo lítill munaðarlaus drengur sem býr fyrir utan heimili Deezu á eynni Sardínu. Langt, langt suður í höfum. Þar sem pálmar vaxa villtir og börnin klæðast tötrum. Paolo var alltaf jafn samviskusamur og mættur á hornið sitt á slaginu átta til að betla sér inn svo sem eins og einn bolla af matarolíu, jómfrúar að sjálfsögðu, eða sígarettu til að ná úr sér óbragðinu af versta hungrinu. Ótrúleg harka í þessum smástrákum þarna úti. Þeir virðast ekkert þurfa að borða.

Ég er nú ekki hjartalaus maður og laumaði nú endrum og eins að honum eins og tveimur sígarettum til þess að geta fengið að sjá gleðina og þakklætið sem skein úr augu litla atvinnuleysingjans. Hafði líka gaman af því að segja honum frá því að svona myndum við aldrei láta koma fyrir á Íslandi. Þar gæti hann týnd nautasteikur og meðlæti af næsta tré. Hann þyrfti aldrei að upplifa hungur. "Hugsaðu þér nú Paolo minn, þrisvar á dag myndirðu borða fylli þína. Naut, lamb og fiskur í öll mál. Ég er orðinn hungraður af því að hugsa um allann matinn sem bíður mín þegar ég fer til baka. Kannski ég fái mér eitthvað að borða? Sjáumst Paolo minn."

Svo skildi ég við strákinn og kom mér vel fyrir á næsta pizzustað og... jú fékk mér tvær pizzur, svona til heiðurs Paolo. Hvað ég hafði llíka gaman að því að segja honum svo frá því þegar ég hitti hann á bakaleiðinni hversu góðar pizzur væri hægt að kaupa sér þarna í heimaborg hans. "Ef þú værir nú bara að vinna Paolo minn? Hugsaðu þér hvað þú gætir keypt þér margar pizzur þá!" Svo lét ég hann hafa eina sígarettu til þess að sýna honum að í þessum harða heimi er til fólk sem veit enn hvað samhjálp er.

Paolo litli. Nú hugsa ég til þín á þessum rigningardegi í Reykjavík. Sendi þér eina andlega sígarettu. Vonandi reykirðu hana af sömu áfergju og þú gerðir þegar ég stóð við hlið þér og sagði þér frá hinum gullnu högum Íslands. Láttu nú ekki slá að þér.

Er annars þunnur af síþreytunni í dag. Var nefnilega í vinnu í gær. En líkt og marga aðra daga þá fann ég mér skemmtilega hluti að gera til þess að eyða tímanum meðan ég var á vaktinni. Fann upp leikinn: "Rauðir foreldrar." Leikreglur eru mjög auðveldar og þær útskýri ég örlítið seinna. Fyrst að þátttakendum. Börn: 1-3 (ef börnin eru fleiri en þrjú getur leikurinn orðið blóðugur). Foreldrar: 1-2 (best ef þau eru saman hjónin). Herra Gjafmildur (Í þetta skiptið var það ég). Tæki: Hlutir sem börn girnast. T.d. leikföng eða nammi. Má ekki vera ókeypis, helst á meira en 1000 krónur. Leikreglur eru mismunandi eftir því hvort spilað er eftir handbókinni eða þá fyrir lengra komna, Panama-reglur. Reglur handbókarinnar ganga út á það að leyfa leiknum að stjórnast af sjálfum sér. Herra Gjafmildur hefur leikinn og lætur síðan eftir börnum og foreldrum hvernig útkoman verður. Getur orðið stutt en oft verður leikurinn jafnvel enn skemmtilegri fyrir vikið þar sem aldrei er hægt að vita hvaða aðferð þátttakendur nota til þess að koma fram sínum vilja. Dæmi:

Foreldrar og börn verða að vera í 1-2 metra radíus frá Herra Gjafmildum.
Herra Gjafmildur:"Þú ert nú svo sætt barn að mér finnst að pabbi þinn ætti að kaupa handa þér blöðru!"
(ekki óalgengt að hér fáir þú að sjá undrunarsvip á andliti foreldris)
Nú er best að halda augnsambandi við barnið og bera fram þessa stuttu en hnitmiðuðu spurningu sem hittir barnið beint í hjartastað.
Herra Gjafmildur: "Finnst þér það ekki?" (Nú skal færa augun frá barninu og yfir til foreldris. Þannig fær barnið ráðrúm til að velta spurningunni fyrir sér og foreldri gefst ekki ráðrúm til að kæfa hugsanir barnsins í fæðingu.)

Hér með er þátttöku Herra Gjafmilds lokið. Mikilvægt að sama hvað gerist þá má Herra Gjafmildur ekki mæla við foreldri. Leikurinn verður að stjórnast af sjálfum sér. Foreldri skal virt að vettugi en Herra Gjafmildur hvattur til þess að lofa barnið t.d. með setningum á borð við: "En hvað þú ert nú sætt barn" eða "Myndarleg(ur) stelpa/strákur og vel uppalið." Mikilvægt að látast ekki taka eftir orðaskiptum foreldra og barna. See no evil, hear no evil. Svo er bara að láta leikinn hafa sinn gang og njóta.

Panama-reglur bjóða upp á meiri þátttöku Herra Gjafmilds. Leikurinn hefst á svipaðann hátt en eftir það er Herra Gjafmildur hvattur til þess að taka afstöðu með barninu og vera óhræddur að rífast við foreldrið. Sem dæmi skulum við halda leiknum áfram þar sem frá var horfið. Barninu hefur verið bent á hlutinn sem það girnist og foreldri horfir á þig með undrunarsvip. Hér er jafnvel betra að sleppa því að ná augnsambandi við barnið og stara beint í augun á foreldri þegar spurningin, "finnst þér það ekki?," er borin fram. Á þessari stundu eru foreldrarnir gjarnir á að svara stutt og laggott "Nei!" Þá er best að nýta sér skemmtilegasta hlut mannlegs eðlis, samviskunar. Dæmi frá því í gær er til dæmis:

Herra Gjafmildur: "Hvað? Elskarðu ekki barnið þitt? Á það ekki skilið það besta?"
(Nú er barnið eiginlega orðið aukaleikari og ef ekkert sem hægt er að nýta sér í rifrildinu við foreldrið kemur upp úr því skal það virt að vettugi. Enda vitum við öll að börn eru skítugir litlir hálfvitar sem nenna ekki að vinna sbr. Paolo hér fyrir ofan.)
Hér hættir foreldrum til að vilja mótmæla en það skal kæft í fæðingu.
Foreldri: "Já, en....."
Herra Gjafmildur: "Það er þá góða foreldrið! (Snúa sér að barni) Ólíver Twist litli, hvað þú fengir nú gott heimili hjá mér. (Snúa sér nú aftur að foreldri og hrista hausinn) Hvernig getur ein skitin blaðra skipt svona miklu máli? Það er á þessum stundum sem fólk sýnir sinn innri mann."
Foreldri: "En ég var ekki að segja að ég vildi ekki barninu mínu vel! Ég elska barnið mitt!"
Herra Gjafmildur: "Hvers vegna er þér þá svona mikilvægt að græta það? Þér er alveg að takast að græta mig. Mér er hugsað til þeirra foreldra sem ekki hafa efni á því að kaupa gjafir handa börnunum sínum. Lepja dauðann úr skel og standa svo tímunum saman í biðröð fyrir utan hjá Mæðrastyrksnefnd til þess eins að fá einn pakka af haframjöli! Þú! (látið u.þ.b 2-3 sek líða) Ættir að skammast þín!"

Á þessari stundu er best að reiða fram náðarhöggið. Þar sem ég vinn í búð náði ég í blöðruna og rétti barninu. Lét með fylgja orðin: "Gjörðu svo vel, þeir taka þetta reyndar af laununum mínum en mér er alveg sama. Þú átt hana skilið. Takk fyrir viðskiptin! Vonandi sjáum við ykkur hér aftur!" Ef þið eruð einungis kúnnar er gott að spyrja afgreiðslumanninn hversu mikið viðkomandi hlutur kostar, rétta fram peninginn eða kortið og segjast ætla að fá einn. Passið þó að foreldri komist ekki að til að trufla viðskiptin. Rétta svo barninu hlutinn og segja eitthvað í líkingu við: "Gjörðu svo vel litli engill." Verið óhrædd að koma með eitthvað jafnvel væmnara en þetta. Panama-reglurnar bjóða upp á óteljandi möguleika. Látið hugarflugið ráða ferðinni og leitist við að fá sem mesta skemmtun út úr leiknum. Til þess er hann.

February 16, 2004

Hjónadöfullinn

Um daginn kom upp að mér stelpa og spurði/sagði við mig: "tobbalicious. Þér finnst þú svolítill gæi ekki satt?" "Nei," sagði ég. Mér finnst ég ekkert voðalega mikill gæi nefnilega. Spurði hún mig þá hvort ég teldi sjálfan mig ljótan. Nei ég er ekki ljótur samkvæmt minni skilgreiningu á því hvað ljótur er. "Hvað ertu þá?" Bara venjulegur. Kannski of? Er alla vegna að lenda í því helvíti oft að fólk gengur upp að mér og finnst það kannast við mig. Ég myndi skilgreina mig þannig. Maðurinn sem allir hafa séð áður en kannast samt ekki við. Koma andlitinu ekki alveg fyrir sig. Man á tímabili leit ég út alveg eins og pólfarinn Haraldur Örn. Gleymi aldrei þegar ég í mesta sakleysi gekk frá Seltjarnarnesi til Rvk og miðaldra kona kastaði á mig kveðjunni: "Á ekkert að klífa fleirri tinda????!!!!!!!!" Brá svo mikið að ég fór að skellihlæja. Hvað annað er hægt að gera?

Steini Plastik var að skrifa um það hversu mikið hann hati stelpur en samt ekki. Verð að taka undir með honum. Ég hata líka stelpur. En kannski ekki af sömu ástæðu og hann. Ég skal segja ykkur sögu. Viljið þið fá að heyra eina sögu. Flestir sem mig þekkja hafa heyrt hana en kannski slysast einhver hér inn frá Frakklandi sem hefur ekki heyrt hana.

Málið er einhvern veginn svona að fyrir nokkrum vikum ákvað ég að gerast samkynhneigður. Skyndiákvörðun sem átti að bjarga mér frá andlegri hnignun og þar að auki var ég búinn að skilgreina konur sem geðveikar og karlmenn vitlausa. Fannst betra að tveir vitlausir væru saman heldur en vitleysingur sem stjórnað væri af geðsjúklingi. Undirbúningurinn gekk aðallega út á það að horfa á friends og reyna að finna fyndinn punkt í þáttunum og dansa nakinn einn heima við tónlist Dolly Parton. Húmorinn fann ég ekki í friends og skipti því yfir í Will og Grace. Eftir það lagðist ég reyndar í þunglyndi enda ekkert fyndið við þá þætti. Requiem for a dream er hin besta gamanmynd í samanburði við þann hrylling sem W&G eru. Gat þó alltaf sett Dolly á og tekið gleði mína aftur. "Working 9 to 5!" Það er ekki laust við að mig langi til að dansa núna... nakinn að sjálfsögðu.. er einhver önnur leið til að dansa og finna það frelsi sem dansinn gefur af sér? Held ekki.

Undirbúningur gekk sem sagt nokkuð vel hvað mig sjálfan varðaði en ég vissi að mín helsta hindrun lægi í að sannfæra aðra. Eftir 6 ár í sambandi með stúlku vissi ég að margir myndu ekki vilja trúa. Teldu þetta einungis enn einn brandarann sem tobbalicious léti frá sér, ekki hægt að taka þennann mann alvarlega. Barst þó óvæntur liðsauki frá strák sem var með mér í menntaskóla. Við skulum kalla hann "Hrollinn" til þess að viðhalda nafnleynd. Sá tjáði óumbeðinn öllum útlendingunum, sem ég eyði miklum tíma með þessa dagana, að ég væri pottþétt hommi. Enda hefði ég alltaf verið að reyna við hann meðan við vorum saman í skóla. Reyndi ítrekað að kyssa hann og káfa á rassinum á honum. Ekki var ég neinn maður til að mótmæla honum. Passaði mjög vel inn í þá sögu sem ég var að spinna. Takk Hrollur.

Hvað gera samkynhneiðir einstaklingar líka. Þeir safna að sér kvenkyns vinum og spjalla um álfabikara og saumaklúbba. Svo ég hóf að sanka að mér stelpum til að spjalla við um þessa hluti. Það átti eftir að koma í bakið á mér. Enda gerði ég ekki ráð fyrir því hversu ótrúlegur Kassanóva ég er. Það er einhver ferómón leki hjá mér. Gryfjan sem ég gróf fyrir viðgerðir á bílnum dugar ekki til þess að gera við ferómónleka. Því miður. Þannig að eftir að hafa eytt góðum tíma með nýju vinkonunum kom súrealískast vika lífs míns. Tvær vinkonur. Tveir kærastar. Tveir dagar. Báðar tjá mér þær að það sé best að við hittumst ekki aftur. Hvers vegna?, spyr ég. Kynferðisleg spenna á milli okkar, segir önnur og segir að hún skemmti sér það vel að tala við mig að henni finnist hún vera að halda framhjá kærastanum sínum í huganum. Hvað í andskotanum? EN! ég var ekkert að reyna!! Við vorum bara að tala saman! Jæja. Þannig verður það bara að vera. Þangað til daginn eftir þegar hin vinkona mín sagði mér að við yrðum að hætta að hittast. Því hún væri hrædd um að láta sig falla í freistingu og halda framhjá kærastanum sínum.

Hvað í andskotanum gerði ég? Andskotinn hafi það. Óska þess nú að hlutirnir hefðu gengið upp hjá mér og Hrollinum í gamla daga. Lífið væri þá mun auðveldara. Eina hefði ég höndlað. En ekki tvær. Jú, kannski ég höndli alveg tvær. Þetta er fyndið. Ekki hægt að segja annað.

Mér finnst þetta álíka fyndið og þegar ég var um það bil 16 ára og upp að mér kom stelpa niðri í bæ og sagði við mig: "Þú ert einmitt svona týpa sem pabbi minn vill að ég komi með heim!" Hugsaði með mér úr hvers konar úrkynjuðu fjölskyldu kemur hún? Pabbinn að senda dótturina niður í bæ til að færa honum unglingsdrengi!!! Ullabjakk! Sagði henni að ég hefði lítinn áhuga á eldri mönnum og hún yrði því að finna einhvern annan. Ég væri ekkert leikfang fyrir karlmenn á aldrinum 45-55. Þú skítuga stelpa úr þinni skítugu fjölskyldu!!!

February 15, 2004

FOkk

Bloggaði helling en íslensku stafirnir duttu út svo ég sagði Fokkitt. Þið fáið sem sagt ekki að lesa um ævintýri helgarinnar. Tapaði þó húfunni, röddinni og ærunni á föstudag. Til hamingju með ammælið mamma!

February 14, 2004

Halló!

Tekið á því of. Föstudagur maður. Föstudagur. Grímuball í kvöld. Er ekki enn kominn með búning. Sjáum hvort ég nái að sauma eitthvað áður en ég fer út.

February 13, 2004

Svolítill sannleikur

"Everyone's afraid of their own life
If you could be anything you want
I bet you'd be disappointed, am I right?
No one really knows the ones they love
If you knew everything they thought
I bet that you'd wish that they'd just shut up
Well, you were the dull sound of sharp math
When you were alive
No ones gonna play the harp when you die
And if I had a nickel for every damn dime
I? have half the time, do you mind?
Everyone's afraid of their own lives
If you could be anything you want
I bet you'd be disappointed, am I right?
Am I right? And it? our lives
It's hard to remember, it? hard to remember
We're alive for the first time
It's hard to remember were alive for the last time
It's hard to remember, it? hard to remember
To live before you die
It's hard to remember, it? hard to remember
That our lives are such a short time
It's hard to remember, it? hard to remember
When it takes such a long time
It's hard to remember, it? hard to remember?My mom? God is a woman and my mom she is a witch
I like this
My hell comes from inside, comes from inside myself
Why fight this
Everyone's afraid of their own lives
If you could be anything you want
I bet you'd be disappointed, am I right? "

February 12, 2004

Ástæðan fyrir því að ég velti fyrir mér hvort ég eigi rétt á mér í bloggheimum. Some folks are better than others.

Breiðletranir (Ég held í alvörunni að þetta sé orð en þarf að spyrja ER að því) eru frá mér komnar. Líka það sem skrifað er innannnnnnnnn sviga.

Gleði, gleði, gleði
Jæja, loksins kom út úr öllum prófunum og allt gekk svona í sómanum. Ég er ekkert smá ánægður með það. Svo ég monti mig þá var ég meira segja með næsthæstu einkunn (tekið frá botninum) í stjórnmálahagfræðinni hjá Hannesi, og er auðvitað himinlifandi yfir því. Mér finnst bara fínt (Ha???) í skólanum og er ánægður (Ha? Nú er ég hættur að skilja!) með alla kúrsana, gott að sjá hylla undir lokin á þessu. ég hef engan veginn verið nógu duglegur að blogga og skal reyna að bæta mig.

Vaka er byrjuð kosningabaráttu sína og líst mér svona þrælvel á listann. Ég og Addi kynntum hann á Þjóðleikhúskjallaranum um síðustu helgi og vonandi gekk það vel. Við höfðum farið í vísindaferð með stjórnmálafræðinni til Hafnarfjarðarbæjar og vorum því léttir í kynningunni og rokna gír. Tókmum við atriði úr Bold and the beautiful þar sem Addi tók Sally Spectra, svo eftir var tekið, og ég Stephanie Forrester. Einhverjir höfðu gaman af þessu, þó ég held að við Addi höfum nú haft mest gaman af þessu. Þennan sama föstudagsmorgun og listinn var kynntur var ég í morgunsjónvarpinu og gekk það vel. Alltaf gaman að koma í þann frábæra þátt (Komment væri fyndið. En setningin maður. Vóha! Áfengi fer ekki inn fyrir mínar varir fyrr en þessi setning er komin út úr mínum kolli. Frábæra þætti.... hvað verður það næst?).

Ég fór í mat til mömmu Erlu í vikunni og átti með fjölskyldunni góða kvöldstund. Það var alveg æðislega notalegt(hmmm????) þar og sátum við vel framyfir miðnætti (You naughty boy!).

Þá gerðist sá gleðilegi atburður í gær að Þóra vinkona mín Pétursdóttir og maður hennar og góðvinur minn, Tryggvi Hallgrímsson eignuðust fallega dóttur klukkan korter í þrjú í gærdag. Óska ég þeim hjartanlega til hamingju.

Annars er ég með ýmislegt spennandi (Yeah.... right) á prjónunum og segi frá því við betra tækifæri....;-) (It was your 15 min. of fame... betra tækifæri gefst ekki... vona að þú takir það ekki nærri þér.)

February 11, 2004

Lifandi blogg

Er á lífi eftir endurskipulagningu íbúðarinnar. Nú sést ekki í snúru. Fyrir tveimur tímum sást bara í snúrur og ekkert annað. Svona er maður nú duglegur. Nema alltaf þegar ég er það ekki. Sem gerist dálítið mikið alltaf.

Nú veit ég að ég þekki þrenn pör sem gifta sig í ár. Er ég búinn að fá boðskort? Nei hver fer svo sem að bjóða mér í brúðkaup? Ég sem hef tekið upp hvern einasta þátt af brúðkaupsþættinum Já af hverju ekki ég er til í að gera næstum hvað sem er til að komast í sjónvarpið. Búinn að vera með töflufundi heima hjá mér og held brúðkaupsmöppu þar sem ég nú búinn að setja upp fjórar útgáfur af draumabrúðkaupinu. Vonast til þess að Spörri sá er við Jó er kenndur setji síðan upp fyrir mig tölvuteiknaða mynd af hvernig þetta gæti farið fram. Maður verður að vera viðbúinn öllu. Þetta er STÆRSTA STUND í lífi hvers ungs manns. Dagurinn sem okkur var ætlað að upplifa! Ástæða þess að við göngum um á þessari jörðu, skoðum klám á netinu og drekkum kaffi. Allt þetta gerum við einungis til þess að einn daginn getum við beðið við altarið, örlítið góðglaðir, nikkað til gesta sem ganga inn í kirkjuna (svona "ÉG er að GIFTA mig ekki þú, auminginn þinn!" nikk) og horft síðan á þá GUÐSGJÖF sem gengur inn gólfið með væntanlega sauðdrukkinn föður sinn við hlið sér sem hristir hausinn og hugsar með sér: "Öll þessi ár sem ég reyndi að leggja henni línurnar til að hún kæmist nú þokkalega frá þessu lífi og hún velur sér þetta viðrini sem eiginmann. Kenni móður hennar um þetta! Mental note: Berja helvítið!" Hvað ég get ekki beðið eftir að gifta mig.

En þá vildi ég bara koma því á framfæri að það er ekki mér að kenna þó ég komi óboðinn í öll þessi brúðkaup í sumar. Kófdrukkinn og reyni við brúðirnar í kirkjunni. Firri mig allri ábyrgð enda geta þær bara sjálfum sér um kennt að hafa ekki boðið mér. Helvítis aumingjar allir saman. Pútúí. Pútúí.

Ég er samt ekkert að láta þetta fara í taugarnar á mér. Miklu meiri maður en svo. Helvítis fífl.

E-N-í vei! Langt síðan ég hef skrifað eitthvað skemmtilegt um skjólstæðinginn. Maður lifandi hvað hann er svolítið mikið helling farinn að fara svolítið í rasshárin á mér. Við erum búnir að þekkjast í 4-5 mánuði og ég get bara ekki feikað það lengur. Bara svo oft sem ég get átt samræður við mann um stelpur eða þá hvar eigi að detta í það um helgina. Hann getur ekki eða vill ekki tala um aðra hluti. Ég hallast að því fyrra. Honum er lífsins ómögulegt að tala um annað og algjörlega tilgangslaust að reyna að byrja umræður um annað. Hann bara hlustar ekki. Í síðustu viku tók svo steininn úr helvítinu. Ég set þetta hér í rétta tímaröð og samræðurnar eru orðréttar nema hafa skal í huga að í hvert einasta skipti sem ég svaraði kvikindinu var komið svolítið meiri pirringur í röddina heldur en daginn áður.

Þriðjudagur. Skjólstæðingur: "Tobbi, hvað gerum við um helgina? tobbalicious: "Ég geri lítið. Þarf að vinna."
Miðvikudagur. S: "Tobbi, hvert förum við í partý um helgina?" t: "Veit ekki, ég þarf að vinna."
Fimmtudagur. S: "Tobbi, er ekki drykkja um helgina?" t: "Nei! Þarf að vinna! Laugardag og sunnudag."
Föstudagur. S: "Hvert förum við í kvöld?" t: "Lítið sem ég geri. Vinna á morgun."
Laugardagur(tobbalicious í vinnu. Síminn hringir.). S: "Kemurðu heim til mín í mat?" t: "ÉG ER Í VINNU og fer aftur á morgun í vinnu."
Sunnudagur(tobbalicious í vinnu. SMS). S: "Kemurðu á kaffi." t: "VINNA. VINNA. VINNA. VINNA." S: "Hittumst við þá á morgun?"

Hey! Ég veit ekki með ykkur en það er einhvers staðar þarna sem ég missti þolinmæðina. Freaking mother! Ég hef nú haldið ró minni hingað til og reynt að halda mér á pólitískt réttu nótunum þegar ég hef verið að útskýra pirring minn á skjólstæðingnum en hallast nú að þeirri skilgreiningu sem Nicoletta vinkona mín kom með. Hún sagði orðrétt: "tobbalicious ég held hann sé bara heimskur." Nær sannleikanum komumst við ekki held ég.

February 10, 2004

Latur? Nei, látið ekki svona!

Veit ég er búinn að vera latur að skrifa en það er ástæða fyrir því. Þannig er mál með vexti að inn til mín er flutt unnusta mín Friðlíf Klökk Blöndal. Þurftum að skreppa til Akureyris að sækja það litla dót sem hún átti. R&B safnið var það sem ég hafði augun á enda er það nauðsynlegt til þess að ástin fái að blómstra að hlusta á smá R og B á kvöldin. Henti því öllum gömlu diskunum mínum enda voru ég og Friðsemd Klökk sammála um það að þetta vari ekki að gera mér gott, alltaf hlustandi á þetta graðhestarokk og ról. Svo fer ég með henni í klippingu á fimmtudaginn. Kominn tími til kannski að ég losaði mig við þessa síðu lokka sem ég hef verið með alltof lengi. Við tökum svo margar ákvarðanir saman. Það er gaman.

Hvað var ég annars að gera um helgina? Vinna. Drekka. Skemmta mér. Allt saman í vinnunni. Enn og aftur búinn að reiða verslunarstjórann og enn og aftur hef ég ekki hugmynd um það hvað ég gerði vitlaust. Eða rangt. Svona var þetta á öryggismyndunum:

Þrjár stúlkur á aldrinum 8-10 koma að kassanum með nammi sem ég vigta. 30 sekúndum seinna sjást þær hágrenjandi hlaupa út úr búðinni. Samtal okkar var einhvern veginn svona, ef mig minnir rétt:

Stelpur: "Heyriði! Þetta er Britney sem er að syngja!"
Ég: "Britney?! Þið vitið að hún var gift um daginn. Bara til þess að geta fengið sér að ríða!"
Stelpur: "Hvað meinarðu?"
Ég: "Já, hún er bara skítug hóra eins og allar stelpur. Einn daginn verðið þið líka skítugar hórur!!! SKÍTUGAR HÓRUR, HEYRIÐI!!!!!!!"

Hvað í þessu litla samtali gæti hafa grætt þær? Hef ekki hugmynd um það. Ekki eins og ég hafi sagt eitthvað móðgandi. Búinn að fara yfir þetta í huganum mörgum sinnum og finn bara ekkert að því sem ég sagði við þær.

Svo er ég búinn að kenna útlendingunum nýjan hlut, aðallega til þess að efla hjá mér sjálfstraustið. Í hvert skipti sem þau sjá mig verða þau að syngja fyrir mig línuna: "Sugar, sugar how you get so fine?" Þrisvar og svo verða þau að nefna að minnsta kosti 4 hluti sem þeim finnst gera mig að sætasta og bestast strák í heimi. Af því ég er það en stundum vill maður fá að heyra það. Það er ekki nóg að ég segi það fyrir framan spegilinn heldur að aðrir viðurkenni það.

February 5, 2004

Klikkið hér því þetta er kúl. Næstum því jafn kúlt og ég.

Sem sagt búinn að bæta við tveimur linkum. Annar er á síðu sem listasmiðurinn Völundur benti mér á. Strákarnir í Tíví onn ðe reidíó að skrifa. Hinn er á stelpu. Veit vel að stelpur kunna ekki að skrifa en ég er alltaf að vonast til þess að þær nái því einn daginn. ÁFRAM STELPUR!!!!! Mjúkur hann tobbalicious.
Ljúfar stundir

Ég er eins og ég hef áður sagt mikill áhugamaður um það að vinna í matvörubúðum. Þarf ekki á peningunum sem ég fæ fyrir vinnu mína því lánasjóðurinn sér til þess að bankareikningur minn er ávallt vel fullur af nýstraujuðum 8000 köllum. Vissi ekki að það væri kominn seðill með Halldóri Laxness en svo virðist nú vera. Fór nebblega í bankann í dag og þeir létu mig hafa hann. ætlaði reyndar bara að taka út 2000 kall en þeir heimtuðu það að ég tæki 8000 kallinn. Það væri miklu meira töff fyrir mig því ég væri sko enginn smá töffari. Hlakka ekkert smá til að fara á barinn á eftir og splæsa bjór á alla vini mína. Nei... ókei.. ég á enga vini. Hélt ég gæti kannski platað ykkur ef þið væruð að lesa þetta hratt.. en þið eruð svo klár sko. Gerið það fyrir mig að segja ekki mömmu frá því. Færi ekkert alltof vel í hana. Ég er nefnilega búinn að segja henni að ég var kosinn vinsælasti og best klæddi strákurinn í Háskólanum. Ekki gera það fyrir mig. Gerið það fyrir hana.

Það kom fyrir í búðinni um daginn að einhver stal pakka af Condis. "Ja, hvernig komust þið að því," segið þið þá. "Gaman að segja frá því," segi ég þá. Enda er áralöng og óeigingjörn vinna mín við að bæta mig sem starfsmaður loks að bera einhvern ávöxt. Leyndarmálið viljið þið væntanlega fá upplýst, ekki satt? Glaður gef ég ykkur atvinnuleyndarmálið: Fann tóman kassa af kexinu í búðinni. Lá bara þarna. Átti ekkert að vera þar sem ég fann hann sko. Rak strax augun í hann. "Condis-kex á ekkert að vera með kattarmatnum í hillu! Hvað þá opinn pakki!" Svo eftir að við tvö sem vorum á vaktinni höfðum rætt þetta okkar á milli, lokuðum nú auðvitað búðinni á meðan og hringdum í öryggisdeildina til að gefa skýrslu á meðan, komumst við að þeirri niðurstöðu að líklegast væri skýringin sú að einhver fingralangur gamlingi hefði verið hungraður í smá súkkulaðikex og því opnað pakkann til að gæða sér á innihaldinu.

Það sem ég er meira að pæla í núna er hvað þjófurinn gerði við innihald pakkans. Át hann heilann pakka af súkkulaði á 5 sek inni í búðinni? Hvers konar súkkulaðiskrímsli var þetta eiginlega? Kalli búinn að missa súkkulaðiverksmiðjuna í hendur Baugi og hungrar nú svo í súkkulaðið sem hann áður teygaði af krönum sinnar gömlu verksmiðju að hann þarf að stunda leiftursúkkulaðiát í helstu matvörubúðum landsins til að svala fíkninni?
Eða stakk þjófurinn heilum pakka af súkkulaðikexi í vasann á Millet-úlpunni sinni? Hver hefur áhuga á því að japla á súkkulaðikexi með vasaló á? Nú er ég ekki að segja að lóin sé eitthvað heilsuspillandi eða hættuleg, ég líkt og margir aðrir hef látið mig fallast í freistingu og bragðað á þeim sætu hnoðrum sem nafli minn hefur myndað í gegnum árin. Maður á alltaf að smakka! Ég er sko ekkert fokking matvandur. En heill pakki af Condis vafinn í ló.... það myndi ég sko aldrei éta. Kíkið því endilega á kexið sem ykkur verður kannski boðið næstu daga. Aldrei að vita nema það sé svolítið loðið:

"Má nokkuð bjóða þér upp á illa fengið og loðið kex?"
"Nei takk, ég er að reyna að draga aðeins úr lónni."

Ég er kominn aftur.

Svo krakkar mínir. Hélduð að þið væruð laus við mig. Aldeilis ekki! Ég er búinn að "fjárfesta" í nýrri tölvu. DVD og allur andskotinn. Nú er bara að bíða eftir næstu útsölu hjá Exxxotica. Klámið sko. Ástæðan fyrir því að ég er svona tæknivæddur. Sem minnir mig á það að ég verð eiginlega að ná tali af þessum stelpum þarna sem voru að kæra klámdreifingu Pennans. Penninn er einungis með stöff fyrir áhugamenn. Ég skal sýna ykkur klám stelpur mínar. Ég á nóg af því og er óhræddur við að sýna það öðrum, enda óendanlega gefandi persóna. Komið nú endilega í heimsókn til mín stelpur. Ég á svolítið sem ég hef heyrt marga nota orðið "sjúkt" en ég vil frekar líta á það sem Listrænt. Listrænar náttúrulífsmyndir.

Eníhús. Þá er að reyna að virkja þessi æxli sem ég kalla hugsanir til að koma einhverju á þessa blessuðu síðu.

Það sagði mér eitt sinn maður sem ég bjó hjá og ég lít mjög upp til, svo mjög að nú er altari honum til heiðurs á Eggerti sem ég bið til á hverju kvöldi, að maður þyrfti að eiga vinkonu til þess að fara með í bíó. Svo ég fann mér vinkonur, tvær, því ég er gráðugur. Önnur til að fara með í bíó og hina til að tala um bækur og tónlist. Svo sem engin skaði í því. Hélt ég. Því stundum kemur lífið manni svolítið á óvart, gætum jafnvel sagt að það komi aftan að manni. Hér er alla vegna mynd af mér þegar ég fékk tíðindin. Þangað til á morgun.

Ég kayfti mér talva!

Veit ekki af hverju ég vil endilega koma mér í meiri fjárhagsvandræði. Keypti mér tölvu í gær. Nú hefst vandamálið við að koma henni í gagnið. Stúdentagarðarnir vilja ekki hleypa mér inn á netið nema tvisvar á dag svo mér sýnist að næstu dögum verði eytt í það að hringja í skrifstofu þeirra. Gleði. En styttist þá í að maður bloggi kannski.

February 2, 2004

Fuglaskoðun

Ætla að kíkja í bíó í kvöld. Fagna því að ég virðist ekki alveg jafnvitlaus og ég lít út fyrir að vera. Fékk síðustu einkunnina í dag og held því íbúðinni þangað til í sumar. Sem er gott mál. Helgin fín og myndi svo sannarlega skrifa um hana ef ég væri ekki í tölvu uppi í skóla. Leiðindarmál að hafa ekki tölvu heima hjá sér þegar maður hefur aðgang að ókeypis "alneti". Tölvukaupaferðalag sem ég þarf greinilega að leggja í. Ekki það að ég eigi pening til að kaupa mér tölvu en finnst einhvern veginn eins og ég geti ómögulega lifað án hennar. Fökkk hvað maður lætur plata sig.

Ekki skamma mig þó ég bloggi ekki. Fórnarlamb aðstæðna. Ég.