January 30, 2008

Goðsögn ei meir

Ég get staðfest það sem marga hefur grunað, það er til einn samkyngirndur rúmeni. Hann auglýsti eftir strák til þess að deila með honum herberi hér í Madrid.

Á dauða mínum átti ég von en að til væri samkyngirndur rúmeni!

Atvinnuviðtal á morgun svo ég mun spássera um göturnar með smellubindið og gel í hárinu á morgun.

Fann listaverk í madrid sem er ekkert nema hönd sem réttir þér fingurinn. Velkominn til Madridar félagi!

January 29, 2008

Smáauglýsingar

Stundum þá rekst maður á eitthvað í hinu daglega lífi sem gjörbreytir því hvernig maður hélt að raunveruleikinn virkar. Ég er haldinn þeim "galla" að telja mína sýn á lífið sem heilbrigða. Eftir að hafa skoðað smáauglýsingar með íbúðum til leigu þá verð ég að viðurkenna að örlítill efi hefur laumað sér inn. Er minn hugsunarháttur of íhaldssamur? Missti ég af lestinni? Framþróun án blinds?

Eftirtaldar auglýsingar rakst ég á þegar ég var að leita mér að húsnæði hér úti í Madrid. Nú vil ég ekki falla í þá gildru að dæma. Kannski er þetta það sem koma skal. Mér fannst eitthvað ótrúlega Voelli Saeti(tm) við þessar auglýsingar. Ef hann ætti að auglýsa eftir meðleigjanda þá er ég 99% viss um að hann myndi henda inn svona auglýsingu.

Fjórar auglýsingar sem fengu mig til að efast um raunveruleikann:

1. Herbergi, 100 evrur á mánuði.
Ég er verkamaður. Fullorðinn með góðar tekjur. Ég auglýsi eftir mjög fallegri stúlku til að leigja herbergi í íbúðinni minni. Verður að vera falleg.

2. Herbergi, 150 evrur á mánuði.
Alvörugefinn maður auglýsir eftir myndalegri stúlku, helst einhleypri, sem vill leigja ódýrt herbergi. Ef þú átt kærasta má hann ekki koma í heimsókn. Ekkert vandamál ef vinkonur þínar vilja koma í heimsókn. Þær eru mjög velkomnar.

3. Herbergi, ekkert verð gefið upp.
Ég er 27 ára. Hef herbergi til leigu í rúmgóðri íbúð sem þú getur fengið í skiptum fyrir einstaka kynlíf. Aldur þinn skiptir ekki máli.

4. Herbergi, 400 evrur á mánuði.
Halló. Erum með herbergi til leigu fyrir 400e á mánuði. Stelpa, grænmetisæta, má ekki reykja, vinir mega ekki gista, verður að virða meðleigendurna, engin partý, verður að taka til eftir sig, engir hasshausar eða letingjar.

Ef ég væri bara stelpa... þá hefði íbúðin verið fyrir löngu fundin.

January 27, 2008

Jæja félagar

Þrjár vikur liðnar. Tvær vikur fóru í það að leita að íbúð. Það var ævintýri. Hvað sagði Helgeh Bjeess? Fee lee lee lee lee eeeveeenteeereee eeenn geeereeest!

Það er erfitt að vera skítugur útlendingur í útlandinu. Íbúðirnar of margar, of dýrar, of litlar og að lokum vildi mig enginn því alltaf var það þannig að samleigjandi þess sem talað var við vildi ekki útlending í íbúðina. Aldrei sá sem talað var við.

Að lokum þá fannst íbúð. Stór hóra. Erum 5 í íbúðinni og ég sé varla nokkurn tímann þá sem búa með mér. Þrír skSpánverjar og ein skÞjóðverji. Hún fór að gráta þegar hún heyrði að ég talaði skspænsku eftir einungis 3 vikur. Hún er á þriðja árinu og hefur ekki enn náð tökum á tungunni.

Svo er leikaraparið. Legz akimbo! Þau eru par... ég veit ekki hvort hún sé leikari líka. En hann er Legz Akimbo. Fær eitthvað lítið að gera í leikhúsinu núna og ferðast því til suður-skspánar til að taka þátt í brúðubílnum fyrir börn fyrrverandi þegna máranna.

Svo er það adidas. Hvað get ég sagt? Drengurinn hefur gaman af því að klæðast hvítum íþróttagöllumö, sletta "Man Tan" framan í sig og skokka á hárgreiðslustofuna til að hressa upp á strípurnar.

Þetta lítur bara vel út. Nú er það annars konar "Casting". Þeytist á milli atvinnuviðtala. Þetta er góð lífsreynsla. Nú er ég búinn að læra það til dæmis að margar atvinnumiðlanir hringja í þig og bjóða þér í "viðtal" einungis til þess að segja þér síðan í lokin.. "reyndar þá erum við ekki með neina vinnu handa þér akkúrat núna. En við hringjum í þig!" Í síðasta viðtali, sem hafa öll farið fram á skspænsku, þá var hún ekki alveg nógu hrifin af því að ég talaði bara 4 tungumál. Fannst lítið til þess koma og sagði: "Gott og vel, enska, ítalska, íslenska og svolítil skspænska, en geturðu talað rúmensku?"

Ég get þó lítið kvartað. Þau hringja í mig og bjóða mér. Er enn að bíða eftir því að komast í "klíkuviðtalið." Þau fresta því viku eftir viku. Krossleggjum nú fingur og vonum það besta.

Madrid er snilld og hér á ég heima:(fyrir þá sem þekkja Madrid þá má sjá á þessu korti Plaza Mayor og Puerta de Sol... nær freaking miðbænum kemst ég ekki.)

Ver mapa más grande

Bis später! (ef ég man rétt skþýskuna)

January 23, 2008

Hey!!

¿Hvad er málid med útlond madur?

Er á lífi. Kominn med íbúd... á vidbjódslega gódum stad. Of gódum. Atvinnuvidtol í fullum gangi. Lofa ad koma med langa og leidinlega sogu sídar.