December 6, 2008

Klukkaður

Ég hef ekkert betra að gera þar sem kærastan er að saumaklúbbast með vinkonunum í Barcelona.

Eitt áður. Fékk jólagjöfina frá fyrirtækinu mínu í gær. Chivas regal, Hvítt, Rautt, Freyðivín og Romm. Svo 10 kíló af snilldar Jamón(skinka). Ég ligg upp í rúmi og faðma skinkuna. Mmmmm... skinka.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
-Pakkaafrgreiðsla BSÍ (Good times)
-Matvöruverslanir (Of fokking lengi)
-Bolaframleiðsla (www.cafepress.com/tobbalicious)
-Au pair (tæknilega ekki starf en hafði mikil áhrif á mig)

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
-Sódóma Reykjavík
-Veggfóður
-Punktur punktur komma strik (Verð að sjá hana aftur!)
-Astrópía

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
-Hringbraut 107
-Calle de Toledo 57
-Bræðraborgarstígur 15
-via Oberdan 6

3. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
-Kópaskarðsfellsbær (úthverfi borgar óttans anga af ikea)

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-Sardegna (allt stefnir í 6 skiptið)
-Gíbraltar (bara til að sjá apana)
-Bologna (Fótbolti og bjórhátíð)
-Bosnía og Herzegóvína

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
-CSI (Grissom)
-House
-30 Rock
-Baywatch (angar af menntaskólaárunum)

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
-www.facebook.com
-www.mbl.is
-www.guardian.co.uk/football
-www.elpais.com

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
-Pizza
-Beikon, beikon og beikon
-Pasta/spagetti
-Kjöt (geri ekki upp á milli)

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
-Stranalandia - Stefano Benni (búinn að þýða 70% af henni... klára það væntanlega aldrei)
-The Wasp Factory - Iain Banks
-Irwine Welsh (hann er ekki bók en ég les allt eftir hann)
-Chuck Palahniuk (sama hvað hann skrifar, ég les það)

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
-Hvaða strönd sem er á Sardiníu
-Bologna
-Stykkishólmur (Ræturnar)
-Vicente Calderon