May 30, 2003

Fuzzy no more!!!!

Skeggið er horfið. Hér á heimili mitt kom ung kona sem nemur hárskurð. Hún skar skeggið. Líkt og Samson forðum þá hafa kraftar mínir minnkað til muna. Nú glansar á kinnbeinin og verð væntanlega spurður um skilríki næst þegar ég versla mér sígarettur. Vinnufélagar mínir kætast þó því að mikillar öfundar hefur gætt í minn garð. Ekki margir sem geta státað af þessum vexti. Hvort sem talað er um skegg eða niður. Anyways þá býst ég við því að drukkið verði til heiðurs horfnu skeggi um helgina.

Hef ekki náð að blogga þessa vikuna þar sem ég er að vinna eins og dugleg stelpa í Amsterdam og varð því miður að fara á annað námskeið hjá verslunarveldinu. Komst þar að því að allt mitt hatur á Halli Hallssyni átti rétt á sér. Maðurinn er greinilega mitt andefni. Komst síðan að því að samstarfsmenn mínir hjá verslunarveldinu eru örlítið aftar en ég í þróunarsögunni. En hvað eru milljón ár í samanburði við aldur alheimsins? Af hverju kvel ég sjálfan mig á þennan hátt? Væri væntanlega skemmtilegra að fá einhvern til þess að kvelja mig í svefnherberginu klæddan leðurbrók með langa svipu. Gefur meira.

Já svo var ég líka veikur. Það er sumar og ég var veikur. Kenni þar um Halli Hallssyni og Eldhúspartýi fm957. Calling Dr. Kevorkian. Calling Dr. Kevorkian.

May 23, 2003

Botnleðja og bjór er góð leið til að fullkomna kvöld. Brillíant tónleikar hjá Botnleðju í gær. Vildi að það yrðu aðrir í kvöld en því miður kæmist ég ekki þar sem ég þarf að fara í stúdentsveislu. Þar verður á boðstólnum frítt áfengi svo það ætti að reddast. Frítt áfengi, how cool is that??? Lét skerða skegg mitt í gær einnig svo að stig loðnu í andliti mínu hefur lækkað verulega. Nokkur skegg þó enn á kinnunum en heyra brátt sögunni til. Var samt að spá í því hvor myndi vinna í sjómann, ég eða Magnús Ver? Komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi hakka hann í mig. Magnús Ver er kjelling.

May 22, 2003

Rokk í kvöld og vinna á morgun. Hvort ætli verði skemmtilegra???

May 21, 2003

Where´s my fucking cheese???

Hef ekki náð að koma upp úr mér einu einasta orði síðan 7 í gærkvöldi. Ástæðan er sú að ég var á námskeiði í gær hjá því verslunarveldi sem ég vinn hjá. Ég hefði svo sem gert mér grein fyrir því að það yrði slæmt. En ekki svona fokking slæmt. Amerískt sjálfshjálparnámskeið frá helvíti. AAAAAHHHHHHRRRRRRGGGGGHHHHHH!!!!!!!
Því fyrr sem eldingu lýstur niður á Hall Hallsson og hans hyski af innflytjendum á svindlkerfum frá hinu gullna landi í vestri því ánægðari verð ég. TJUUUFFFF! I spit on you! I spit on you again!
Svo ég snúi mér að því um hvað þetta fjallar allt þá er aðalinntak þessa námskeiðs byggt á teiknimyndasögu sem kallast "Hvar er osturinn minn?". Fjallar um fjórar persónur sem leita að osti í völundarhúsi. Ostur=peningar og völundarhús=heimurinn og/eða atvinnulífið. Þetta á að kenna okkur hvernig við getum orðið góðir starfsmenn og fengið meiri pening með því að draga ekki í efa breytingar sem fyrirtækið leggur til. Kaupið bókina!! Kaupið bókina!! Komið á námskeið!! Komið á námskeið!! Borgið okkur pening!! Meiri pening og þá fáið þið ostinn ykkar!!! Við erum öll villuráfandi sauðir sem þurfum á góðri stjórnun að halda. Fyrirtækið þitt=góð stjórnun. Ekki of sjálfstæður því þá taparðu ostinum þínum.

Þið marðar viðbjóðir!!!! Megi allt það rotna í heiminum hellast yfir ykkur og þið visna upp og deyja sem fyrst. Þið hafið ekkert handa heiminum. Heimurinn vill ekkert með ykkur hafa. Takið þessu viðbjóðslegu pýramídablekkingarvefi og troðið þeim upp í fokking ra....ha ha ha ah ha.

Hættur í bili. Búinn að ná úr mér smá reiði og er því hættur við að fara heim til Halls Hallssonar til þess að berja hann. Maðurinn er samt holdgervingur alls þess illa sem við þurfum að þola í dag. Maðurinn er djöfullinn sjálfur.




May 20, 2003

Djöfull er maður alltaf að vinna maður....
Senditíkin tobbalicious eyðir nú öllum dögum í það að hendast fram og aftur í Reykjavík á litlum sendibíl. Og er þá örugglega farinn að vinna við það sem hann ætti að gera. Það er alla vegna samdóma álit þeirra kennara sem hafa kennt mér og alla þeirrra sem einhvern tímann hafa eitthvað þurft með mig að sælda. "Hættu þessu námi tobbalicious, reddaðu þér meiraprófinu og þá eru þér allir vegir færir.",
"Þú átt heima í sendibílnum. Það er komið nóg af því að þú sért að berja hausnum upp við stein í þessum menntamálum." og "Það er bara ekki fyrir alla að ganga í skóla." Þetta eru setningar sem ég hef fengið að heyra í gegnum tíðina og nú hef ég ákveðið að fylgja þessu og redda mér bara meiraprófi. Finna góða vinnu hjá Landflutningum eða einhverri góðri stöð hérna í bænum. Vegurinn verður mitt annað heimili og vindurinn fær að blása um mulletinn. Þannig var það sem Guð hafði hugsað sér himnaríki. Tíu hjóla trukkur og tattú á bakinu. AHHHHHHHhhhhhh.....Sweet smell of successssssssss....

May 18, 2003

Það er sunnudagur á Eggertsgötunni. Blindur og Skrámur hafa skemmt sér í allan dag að gera ekki rassgat. Bið eftir einkunum er að fara með okkur og spennandi að sjá hvort eitthvað komi frá Lánasjóðnum. Tobbaliciousi hefur þó tekist að ráða sig í fjórar vinnur í sumar og býst ég passlega við því að verða kolgeðveikur þegar líður á ágústmánuð. Samt sýnir þetta svo um munar hversu mikið góðæri er á þessu landi, maður þarf varla að gera neitt til þess að vinna sér inn smá pening. Býð svo enn eftir svari frá fimmtu vinnunni. Hana langar mig mest í svo að einkunnir og vinnubið leggur mig kannski áður en vinnurnar gera það. Sumarið leggst bara vel í mig held ég.

May 16, 2003

kominn aftur í vinnu. Skapa gjaldeyri sjáið þið? Fer svo að slá gras í kvöld. Búðin á morgun. Stefnir í það að vera sumar vinnunnar. "Suuuuumaariiiið er tíminn, þegar tobbalicious fer á stjá. Og starir á brjóstin fullur af þrá. ÓÓÓÓÓJJJJÁÁÁÁÁÁHHHHÚÚÚÚ"

May 15, 2003

Kominn aftur. Sterkari en nokkru sinni fyrr.
Búinn að vera góður dagur stefnir í það að ég fái launahækkun hjá því verslunarfyrirtæki sem ég hef verið að vinna fyrir í vetur. Lánasjóðurinn ætlar að borga mér meira heldur en áður leit út fyrir og ákveðin útvarpsstöð tók ekki illa í þá hugmynd að ég væri með þátt hjá þeim. Stefnir sem sagt í það að tobbalicious verði í vinnu hjá þremur fyrirtækjum í sumar. Verð að vinna eins og brjálæðingur. Það ætti að fara vel í Lánasjóðinn. Nú er bara að þrýsta á Bleikt og Blátt og reyna að fá þessa helvítis grein birta. Nú skuluð þið samt öll krossleggja fingur og hugsa vel til mín. Mig langar svo mikið að vinna í útvarpi svo allir að hugsa, "tobbalicious í útvarpið."

May 10, 2003

Þetta tvennt bjargaði deginum.

Dilbert
Herman
Til hamingju með Ammælið!!!! Spörri Seríós
Tók smá hliðarspor frá lærdómi í gær og kíkti út á lífið. Þannig er mál með vexti að Spörri Seríós og hans hjásvæfa fögnuðu útkomu Eve-online. Spörri greyið hefur ekki sést heima hjá sér svo vikum skiptir. Erfitt líf að vinna. Aníhú þá buðu þau mér að samfagna með sér í fríu áfengi. Yeah. It´s so wonderful I´ll say it again. Frítt áfengi. Ég verð að þakka þeim óvígðu. Þetta var brilljant. Komst þó að því að margir af þeim sem Spörri vinnur með hafa ekki litið sól svo árum skiptir. Dare I say it???? Svolítið nördalegir. En besta fólk. Kunna að drekka en ekki að dansa. Því þurftum við Jó að dansa eins og mófós til þess að fylla upp í autt dansgólfið. Diskópar dauðans. Lenti meira segja í því að rökræða við D-Joðinn um þann merka tónlistarmann Prince. Frítt áfengi og diskó make tobbalicious a pahty boy!!! Týndi svo reyndar þeim óvígðu, náði ekki í Völund og var því kominn heim mun fyrr en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Hafði reiknað með því að geta kosið á heimleiðinni. Gekk ekki. Vaknaði svo í morgun við það að betri helminginn vantaði. Hélt hún hefði nýtt sér það að tobbalicious hafi verið á mörkum lífs og dauða og komið sér í burtu. Reyndist þannig að hún fór í próf og stóð sig víst með miklum ágætum.
Jó er annaðhvort voða góð eða ótrúlega grimm? Í gær skartaði Jó mestu brjóstaskoru sem sést hefur. Sló þar með Íslandsmet frænku sinnar Sillí frá því fyrr í vetur. Veit ekki hvort það hafi verið til að kæta nerðina eða sýna þeim svolítið sem fyrir þeim er aðeins til á internetinu og þeir komust í fyrsta skipti í snertingu við og sjúga nú þumalinn heima eftir alla þessa skoru. Spörri skartaði aftur á móti engri skoru. Þökk sé þeim óvígðu. Þau ætla að bjóða mér í ammæli í kvöld.

May 9, 2003

Mér datt svolítið í hug

Finnst einhverjum öðrum svolítið skrítið að Davíð Oddsson forsætisráðherra fær að gista einhverja daga í sumarhúsi forsætisráðherra Ítalíu á Sardiníu og nokkrum mánuðum seinna er skrifað undir samninga upp á fleiri milljarða við ítalskt fyrirtæki?
Datt út allt sem ég skrifaði. Svo þetta er það eina sem þið fáið.
Bleikt og Blátt birti svo ekki greinina mína.
Undirtónar svara ekki ímeilum.
Miðað við þetta þá hlýt ég að falla í prófunum líka.
"If this is going to be that kind of a party, I´m sticking my dick in the mashed potatos"
Ég veit hvað ég hef. Ég veit hvað ég fæ.

Þetta eru orð sem fólk á götunni notar. Reyndar var fyrsta spurningin "ertu ánægður með núverandi ríkisstjórn?" Því svaraði maðurinn neitandi. Þá var hann spurður "hvaða stjórn viltu sjá?", því svaraði hann núverandi. "Ég veit hvað ég hef. Ég veit hvað ég fæ."

Þá vil ég frekar fá þetta >hér. Völundur sendi mér þetta. Ætti að hvetja alla til þess að kynna sér til hlítar hálfleiðara og not þeirra.

May 8, 2003

hang-time
HANG-TIME


Hvaða ANIME BRJÓST ertu með?
brought to you by Quizilla
Djöfull getur verið leiðinlegt að læra. Ekki það að ég sé ekki "ógeðslega spenntur" að takast á við leiðinlega hluti. Það er eitt stærsti hlutinn af því að komast áfram í lífinu. Takast á við leiðinlega hluti en geta jafnframt séð í gegnum þá. Þá kemst maður áfram.
Get ekki beðið eftir því að þetta tímabil kosninga um ekkert ljúki. Þetta fólk sem er búið að fara í sturtu alla daga og greiða sér voða flott getur skriðið aftur ofaní holuna sína og hugsað um eigið rassgat í fjögur ár. Komið svo aftur nýgreitt og þrifið og talað um sömu hlutina aftur og aftur því aldrei finnst tími til þess að koma neinu í framkvæmd og því verða gjömul loforð ný og allt skal verða betra. Bara aðeins seinna. Vona svo sannarlega að þessir stjórnmálamenn og konur trúi því sem þeir segja. Ég held nefnilega að það sé enginn annar sem tekur þessu trúanlegu. Sjálfsblekking eins og hún gerist best. Á sunnudag þarf maður ekki lengur að hlusta á þetta svo að bjartari tímar eru framundan. Það er kannski þess vegna sem maður er svona fúll þessa dagana, það er ekki prófunum að kenna heldur að þurfa að horfa á hvern besservisserinn af öðrum gjamma oní hvern annan. Vona að þau finni frið við það að komast á þing. Held þó að enginn muni sakna þeirra ef þau hyrfu einn daginn af yfirborði jarðar.

May 7, 2003

Fukkitt. Nenni ekki að blogga og hvað þá að læra. Fukkitt
Ef einhver nennir að blogga fyrir mig þá má nota helvítis kommentakerfið til þess. Endilega segið frá því hvað ég er að gera.
ég er sko alltaf á leiðinni að blogga meira. Það stendur bara svo á að ég er alltaf að þykjast læra til að friða samviskuna. Svo ég reyni að blogga ekki því ég er svo "rosalega" upptekinn. Ég er samt að hugsa til ykkar sem líta hérna inn. Þið eruð best. Vildi svo gjarnan detta í það á laugardaginn. Held ég þurfi þess til að halda sönsum. Verð þó að reyna að læra smá. Gera líkt og forsætisráðherra Góðbjórs. Skrifa ritgerð. Mín verður aðeins styttri en hans. Vona ég.

May 4, 2003

Sá það hræðilegasta í heimi rétt áðan. "Ungir" sjálfstæðismenn voru með mestu hræðsluáróðursauglýsingu sem sést hefur í tuga ára. Nú eru þeir að hræða sauðsvartan almenning frá því að hefja umræðu um inngöngu í Evrópubandalagið. Sjómenn helstu evrópulanda bíða víst í ofvæni að komast á miðin okkar og ræna frá okkur fisknum. Þó svo að samkvæmt reglum evrópubandalagsins yrði ákvörðun um úthlutun kvóta tekin hér hjá ríkisstjórninni. Nema þá að þeir hafi svona rosalega lítið álit á stjórnvöldum hér og búist hreinlega við því að þeir gefi frá okkur kvótann??? Hér með heiti ég því að kjósa aldrei það fólk sem kemur nálægt svona viðbjóðs hræðsluáróðri. Það að hagræða sannleikanum til þess að fá sínu fram er svo sem allt í lagi. EN ÞAÐ AÐ LJÚGA HREINLEGA FRAMAN Í ÞJÓÐINA SÝNIR HVERS KONAR FÓLK ÞETTA ER. Viðbjóður.
Ég ætlaði að halda áfram þar sem frá var horfið í síðasta bloggi... ég var nefnilega truflaður og gat ekki klárað.

Þetta "Unga"-fólk er svona eins og litlar stelpur að leika Barbí. Búið að klæða þau í voða fín föt og láta þau hafa voða góða punkta til þess að tala um. Svo er bara að toga í strenginn sem er aftan á þeim og út koma skemmtilegar setningar sem markaðsmenn flokkanna hafa reiknað út að hafi áhrif. "Lækkum skatta", segja þau. "Meiri völd til unga fólksins", "Léttvín og bjór í verslanir". þessu eigum við síðan að gleypa og Ísland verður besta land í heimi af því að liltar strengjabrúður stóru karlanna ætla að koma sér á þing.
Dæmi nr.1: Guðlaugur Þór Þórðarsson. Var þessi maður einhvern tímann ungur??? Ég man ekki eftir honum öðru vísi en hann er í dag. Eins og hann hafi dottið út úr móður sinni fullklæddur í jakkafötunum með ásjónu fertugs karlmanns. Meðan aðrir krakkar á leikskólanum átu sand hefur hann verið að lesa "Bláa-kverið" og undirbúa sig undir líf í alþingishúsinu. Get ekki séð hann sem ungan og get því ómögulega kosið hann á þeirri forsendu.
Dæmi nr.2: Björgvin G. Sigurðsson. Í alvörunni, hvað er málið með hann??? Hvað er málið með röddina??? Á maður að taka hann alvarlega sem "ungan" stjórnmálamann af því að hann leggur sig allann fram við það að tala með djúpri rödd? Það að sjá "ungan" mann tala eins og sjötugur bæjarstjórnarmaður frá 20 manna þorpi lengst inni á miðhálendi er sorglegt. Ef það er það eina sem hann hefur fram að færa, þá er atkvæði mínu betur varið í annað.
Dæmi nr.3: Margrét Sverrisdóttir. Fertug móðir í Vesturbænum er ekki ungt fólk. Meira segi ég ekki. Veit ekki af hverju þeim datt það í hug að þeir gætu komið henni á framfæri sem "ungum" sjórmálamanni/konu. Ef þú ert nær mömmu minni heldur en mér í aldri þá hefurðu ekkert að gera með ungu fólki. Það er sorglegt.
Dæmi nr.4: Páll Magnússon. Endilega kíkið á allar auglýsingar framsóknar sem kynna hann sem "ungann". Svipað og þegar 2 eru lagðir saman við 2 og útkoman verður 5. Does not compute.

Ég legg til að stjórmálaflokkar endurskoði viðhorf sitt til "ungs fólks". Ekkert af þessu fólki talar sama tungumál og ungt fólk. Markaðsmenn flokkanna reyna svo að búa til voða flottar auglýsingar með þessu "unga" fólki sem á að hitta í mark. Því miður kunna markaðsfyrirtækin ekki tungumál unga fólksins heldur svo að auglýsingarnar enda með því að hljóma eins og samræður í sápuóperu. Illa framsett og þvingað.
Hvernig væri það að þetta "unga" fólk reyndi að mynda sér eigin skoðanir og bjóða sig fram á þeim forsendum. Þá væri kannski þess virði að hlusta á hvað þau hefðu að segja? Mér finnst alla vega leiðinlegt að þurfa að hlusta á þetta eins og þetta er núna, svona lélegar framlengingar af skoðunum helstu ráðamanna flokkanna.
Ég og þið erum betri en það að láta bjóða okkur þetta.

May 3, 2003

Tölvunarfræði 2.

Hljómar sem æsispennandi framhaldsmynd. En ég verð því miður að svekkja ykkur. Þetta er það sem ég er að læra. Læra smæra. Tékkið endilega á Michael Moore, hann er nefnilega helvíti lunkinn náungi. Bæði fyndinn og temmilega málefnalegur. Kannski er það einungis þetta vinstur hjarta mitt sem slær örar við að lesa hámenningalegar umræður sem ganga út á það að gera lítið úr lakasinnuðum forseta.
Ný skilgreining í stjórnmálum. Vinstur-stjórn eða laka-stjórn? Hvort á maður að kjósa? Ekki nema að maður kjósi þá flokka sem hallast að keppi? Makalaust hvað maður er alltaf að endurskipuleggja sjálfan sig. Maður jórtrar þetta með sér næstu vikuna áður en haldið verður í kjörklefann til að skila auðu.

Það er þó eitt sem ég verð eiginlega að koma af hjarta mínu. Nú eru allir flokkar að bjóða fram "Ungt fólk á þing". Þessir flokkar sauða eiga að gjörbylta þjóðfélaginu með framsæknum hugmyndum um Útópíu. Ég hef þó skoðað allar þessar auglýsingar og öll þau tonn af bæklingum sem berast inn á heimilið og hef ekki enn rekist á einn einasta mann eða konu sem ég get talið unga. Einhvern sem ég get samsvarað mér við og greitt þar með atkvæði mitt.

Þetta "Unga"-fólk er svona eins og litlar stelpur að leika Barbí.

May 2, 2003

Erste prüfung búið. Gekk ágætlega þakka ykkur. Byrja að læra fyrir næsta krakkar mínir. Þó ætla ég að gefa ykkur hér það sem komið er í handritið af kvikmyndinni minni.
Byrjun. Hér kemur kynning á helstu persónum. Guðrún verður þó stór. Á alla vegu.
Svo kemur meginmál. Þar gerist helling af hlutum og Guðrún notar ostinn.
Loks kemur að risi. Þá leysist úr öllu.
Endirinn er ekki alveg á tæru þó svo að lokaorðin verða, "1.maí, félagar. 1.maí." Fade out.
Þetta er verk í vinnslu. Kemur allt í ljós á næstu vikum.
Ef að þetta sýnir ekki hversu illa er komið fyrir okkur. Gott að hafa allt á hreinu, rétta forgangsröð. Held maður ætti að smíða sér geimskip og reyna að komast sem lengst í burtu. Hérna er linkurinn.
Það er mofo próf í dag. Óskið mér góðs gengis. Sure as hell going to need it. Nei, nei þetta fer allt á besta veg. Búinn að ákveða það að ef illa gengur útskýri ég hvað fellst í "snowballing" og "dirty sanchez". Það ætti að hækka einkuninna um eitthvað. Sýnir hvað ég er stærðfræðilega þennkjandi í klámleitun á hinu svokallaða "alneti".
Orðið Cocksucker útleggst einhvernveginn svona á tvíundarmáli:
1000011 1101111 1100011 1101011 1110011 1110101 1100011 1101011 1101010 1110010
Þá vitið þið það. Alltaf að læra eitthvað nýtt ekki satt?
Dirty Sanchez

Þetta er það sem koma skal. Funní skítur.

May 1, 2003

1.maí félagar. 1.maí.

Þetta verður lokasetningin í myndinni minni. Nú er bara að semja allt sem á að koma fyrir framan þessa setningu.