September 30, 2003

Æsispennandi stúdentapólitík!!!

Eins og öllum góðum stúdentum sæmir þá reyni ég hvað ég get til þess að fylgjast með hvað er að gerast í mínum hagsmunamálum. Það vill svo til að tvær fylkingar eru langstærstar og skiptast um það að fara með stjórn. Önnur heitir Vaka og hin heitir Röskva. Linkarnir hér að ofan leiða ykkur inn á síður sem hafa að geyma stefnumál þeirra fyrir veturinn. Þar sem ég var mikið var við í síðustu kosningum er sá tími sem hvor fylkingin fyrir sig eyðir í það að ata hina aur og yfirlýsingar um það að hagsmunum stúdenta væri betur varið hjá Lín heldur en andstæðingunum í Stúdentaráði.

Svo það sem ég spurði sjálfan mig nú er einungis þetta. Hversu mikill munur er raunverulega á stefnumálum fylkinganna? Kíkjum á það.

Byrjum á máli málanna, djöfullinn sjálfur í stofnanamynd Lánasjóður íslenskra námsmanna. Vaka segir ekki mikið frá því hvað þeir vilji gera en vill "ná frekari árangri". Röskva aftur á móti sparar ekki yfirlýsingarnar og ætlar að ná árangri á hverju einasta sviði. Hærri grunnframfærslu og frítekjumark og það að þjónusta Lín verði bætt eru meðal helstu mála. Býst samt við því að Vaka samþykki þessi mál sem mikilvæg.

Næsta mál er húsnæðis- og aðbúnaðarmál. Þar vill Vaka segir okkur það að biðlistar á stúdentagörðum séu langir og mikil eftirspurn eftir ódýru leiguhúsnæði á meðal stúdenta. Þá vitið þið það, hef ekki hugmynd um það hvort þeir ætli að reyna að útrýma biðlistum eða lengja þá? Ætla samt að reyna að tryggja nægilegt lespláss í byggingum skólans. Röskva vill bæta lesaðstöðu, fleiri stúdentagarða og lækka leigu á görðunum.

Þýðir ekki að stoppa hér þar sem krakkarnir hafa verið duglegir, snúum okkur því strax að næsta málefni sem er samkeppnisstaða HÍ gagnvart öðrum háskólum bæði erlendum og innlendum. Skemmst frá því að segja að hér eru báðar fylkingar með það að leiðarljósi að samkeppnisstaða HÍ verði styrkt. Ekkert sem hægt er að bæta við það.

Svo kemur að samskiptum kennara og nemenda. Röskva vill meiri nánd við kennara. Vaka vill aukið samstarf milli kennara og nemenda. Hér legg ég til að fylkingarnar taki höndum saman og stefnan verði tekin á "Nánara samstarf milli kennara og nemenda", þannig færi Röskva nándina og Vaka samstarfið.

Stefna fylkinganna í atvinnumálum eru alltaf áhugaverð og því skulum við skoða þau aðeins. Vaka leggur til aukins samstarfs við atvinnulífið þar sem stúdentar og Háskólinn verði að taka frumkvæðið. Röskva hallast að því að best væri að auka samstarf atvinnulífsins og Háskólans, jafnvel með skattaafslætti til handa fyrirtækjum. Ever had Deja vu???

Verð reyndar að skjóta því hér inn að mér finnst ég svolítið vera að endurtaka mig í sífellu. En við skulum nú ekki dæma of fljótt.

Það næsta sem ég rakst á er stefna fylkinganna í jafnréttismálum. Þar leggur Vaka til að áherslunum verði örlítið beint frá jafnrétti kynjanna og augunum beint að stöðu annarra hópa. Röskva vill halda áfram að styðja við bakið á þeim sem eru lesblindir, heyrnaskertir eða búa við annars konar fötlun. Þetta málefni gæti ég aðstoðað með ef báðir aðilar væru til í að hlusta á mig og ég geng þá út frá því að hóparnir sem Vaka talar um eru svipaðir og þeir sem Röskva vill aðstoða. Þetta gengur út á eina mjög auðvelda setningu, reyndar er ég furðu lostinn að enginn hafi tekið eftir því hvað hún gæti gert mikið. Pælið í þessu, Allir einstaklingar hafi jafnan rétt til náms. Berjist fyrir því að fá það samþykkt, þá ætti að vera auðveldara að krefjast umbóta ef umbóta er þörf.

Ég ætla að henda hér inn einu máli til viðbótar sem báðar fylkingar leggja áherslu á. Þetta eru mál sem lúta að öryggismálum nemenda........... Vitið þið það að ég nenni ekki að þykjast lengur. Nákvæmlega það sama. Bæta öryggismál við Háskólann þar sem þeim hefur ekki verið sinnt nægilega síðustu misseri. Enn eitt stefnumálið sem er hér um bil nákvæmlega eins orðað og fær mig til þess að velta því fyrir mér hvers vegna þær bjóða ekki fram saman?

Reyndar þá er eitt MJÖG STÓRT mál sem Röskva ætlar að berjast gegn en Vaka sýnir okkur nemendum þá lítilsvirðingu að minnast ekki einu sinni á það. Það eru skólagjöld, hvort taka eigi þau upp. Það vekur hjá mér óskaplega mikla reiði þegar Vaka, sú fylking sem fer með formennsku í stúdentaráði og sigraði í síðustu kosningum, minnist ekki einu orði á skólagjöldin í sínum stefnumálum. Ég vil einungis benda þessu góða fólki á það að ef það er þeirra vilji að taka beri upp skólafgjöld við Háskólann þá geta þau strax tekið út setninguna: "Eitt af mikilvægustu málum Stúdentaráðs er að tryggja öllum stúdentum jöfn tækifæri til náms, án tillits til kynferðis, efnahags, þjóðernisuppruna eða stöðu að öðru leyti." HVERNIG á það að hjálpa þeim sem sem búa við bágan efnahag að tekin verði upp skólagjöld???? Ekki segja mér það að skýringin yrði: "Lánasjóðurinn". Er sem sagt betra að nemendur þyrftu að taka hærri lán einungis til þess að "öðlast réttinn" til þess að stunda nám við háskóla? Hvar er þá jafnréttið? En hvað er ég að segja? Það er ekki alls víst að Vaka vilji taka upp skólagjöld, það er bara það að þeim fannst það ekki nógu merkilegt mál til þess að minnast á.

Ég ætla að senda póst til þeirra og fá þetta á hreint. Mér er ekki stætt á því að vera í sama skóla og fólk sem hugsar þannig.

Þannig að komið hefur í ljós að það eru tvær fylkingar í stúdentaráði sem geta ekki unnið saman en hafa þó óþægilega líkar skoðanir. Hvað eru þau að rífast um og af hverju þurfum við hinir stúdentarnir að vera dregnir með í vitleysuna? Nú þarf maður að skoða hvað gerist á fundum hjá þeim. Þangað til að ég hef fengið afstöðu Vöku í skólagjaldamálinu og lesið fundagerðir bið ég ykkur vel að lifa.

September 29, 2003

Jú, ég verð bara að sætta mig við að það er mánudagur.

Helgin er búin og skólaþunglyndi sækir í sig veðrið. BLEH!
Annars var þetta fínasta helgi. Byrjað á því að henda sér í BlúLagún með skítölsku mafíunni sem er orðinn 8 manna hópur. Of mikið segi ég og hef látið Ríkislögreglustjóra vita af því hvað er hér í gangi. Hann lofaði mér því að víkingasveitin yrði send í málið, reyndar ekki vopnaðir byssum, heldur yrðu gúmmíkylfur og piparsprey notað til þess að hafa hemil á þeim. Eníhú, þá var loksins hægt að éta um kl.10 á föstudagskvöld. Svo hófst drykkja. Var nú ósköp dannaður í drykkjunni enda eru þessir útlendingar ekki vanir því að drekka á íslenskan máta. Vildi ekki hræða þá. Svo var haldið út á lífið, heimsóttir staðir sem ég hef aldrei komið inn á og efast um það að ég snúi þangað aftur. Sá staður sem mest sló mig er Felix, eitthvað rangt við stað þar sem 85% gesta er klæddur í hvítt. Auk þess sem ég hef ekki náð mér almennilega eftir að hafa hlustað á eftirfarandi samtal inni á klósetti þar.

Gestur 1(talandi um vin sinn): Maður pissar bara ekki á puttana, skilurrru?
Gestur 2: Já.
Gestur 1: Þetta er eins og Eiður Smári.
Gestur 2: Að hann hitti alltaf?
Gestur 1: Ha? Já, hann hittir alltaf. En skilurrru, maður gerir það sem maður fær borgað fyrir að gera? Maður pissar ekki á puttana.

Ef einhver getur bent mér á tilganginn? Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju vinur þeirra fær borgað fyrir það að pissa ekki á puttana á sér?

Laugardagurinn var svo meira eins og allir aðrir laugardagar. Drukkið með Listasmiðnum Völundi ásamt PíTí og Berki. Svo var það 22 fram að sólarupprás. Svo Nonni til þess að eiga nóga orku til að labba heim.

P.s. Þakkir fær sú góða stúlka sem labbaði upp að mér á Hverfisbarnum til þess eins að segja mér að ég væri gullfallegur. Endurbyggði sjálfstraustið hjá mér. Næ ekki glottinu af andlitinu og á ekki eftir að ná því næstu vikurnar. Held ég eigi aldrei eftir að komast að því hvað sá góði maður sem borgaði henni til þess að gera þetta heitir en ég þakka samt fyrir.

September 26, 2003


Oft var þörf en nú er nauðsyn!!!!!!

Ó....mega biður fólk að gefa það sem Guð vill. 30.000 krónur félagar. Fyrir alla þá sem gefa 30.000 krónur er "gjöf", fjórar spólur "vandaðar" spólur, Matteusarguðspjallið eins og það leggur sig. Fjórar videóspólur sem eru FJÓRIR klukkutímar að lengt. Ótrúlegt en satt!! Hvað tæknin getur troðið á eina spólu!!! Þeir sem gefa 120.000 krónur fá FJÓRA pakka af þessu vandaða safni. Krakkar mínir, "sjálfboðavinna" kostar sitt og því er nauðsynlegt að "fjárfesta" í nýjum sendi handa "Stöðinni okkar". Annars verður sendirinn bara úreltur!!!

What I am to you is not real
What I am to you you do not need
What I am to you is not what you mean to me
You give me miles and miles of mountains
And I'll ask for the sea

September 25, 2003

Mín alþjóðlega klíka skiptinema hefur dregið mig út til þess að varpa einhverju sem líkist matardisk í átt að annarri manneskju. Sá hinn sami grípur og varpar svo frá sér disknum til einhvers annars. Mun athæfið kallast "Frísbí". Dæmi nú hver fyrir sig hvort þetta sé sá hluti alþjóðavæðingarinnar sem leggi þetta hreina og óspillta himnaríki í rúst?

Íslandi allt! Út með "frííííísbííí".
auk þess sem ég legg til að þeir sem klipptu til lagið í Corolla auglýsingunni verði klipptir. Hvað á textabrotið "It´s such a moonlight, dancing, in the moonlight!" að þýða?
Hello, my name is Thoorwoldoer.

Alþjóðlegt kvöld í gær. Skítalarnir buðu í mat og rosso. Fínasti matur og ekki var áfengið að spilla fyrir. EN samt verð ég nú að segja það að ekki finnast leiðinlegri né meiri kjaftatíkur heldur en skamerískar stelpur. They really can´t shut up! Það hafa allir gott af því að tala, ekki er ég að banna neinum að gera það. Allt er samt best í hófi og það að leyfa öðrum að komast að er góður og gildur siður. Auk þess sem "þetta fólk" verður að venja sig á það að tala í einhverri tóntegund sem hið mannlega eyra nemur. Allt í einu er allt fullt fyrir utan af hundkvikindum sem heyrðu kallið og flokkuðust að rótinni. 21 skameríkana sem hættir aldrei að tala. Weapons of Mass Destruction right there for ya'll. Fínn dagur samt í dag svo það þýðir ekki að láta þetta draga sig niður.

Annars var ég að tala við Jovicious(sú sem ekki bloggar) og við komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu að við ættum að gerast hryðjuverkamenn. Eða ljóðskáld. Þá myndum við ná að gera eitthvað uppbyggileg í sambandi við alla þessa sjálfsvorkunn og þá fyrirlitningu sem við berum til þessa lands. Nú vantar mig bara minn Ósama sem lofar mér að í himnaríki bíði mín 40 pör af ónotuðum gleraugum og allt það skegg sem mig lystir í. Þá vitið þið hvað ég geri við skeggið eftir að hafa rakað það af.


September 24, 2003

Af því að ég er svo rosalega fátækur námsmaður hef ég ákveðið að eyða bæði jólum og áramótum í allt öðru landi. Þar er ódýrt að lifa og góður matur. Tvær ástæður sem liggja eiginlega að baki, önnur er sú að Deeza litla býr þar núna og mig langar svo ógurlega að fara að heimsækja hana. Hin ástæðan er einfaldlega Deeza. Svo það þýðir ekkert að koma í ammæliskaffi þann 25.des, því ég verð ekki heima. Þetta gæti jafnvel reddað hjá mér vetrinum. Vonandi. Annars er matur og rauðvín hjá nýja skítalanum í kvöld, þurfti meira að segja að sleppa því að horfa á leik með Lívepú því boðið að koma og sjá hann kom of seint. Bissí tobbalissí sungu bítlarnir. Þeir eru frá lívepú nefnilega og ég fæddur í stykkishólmi, eruð þið að sjá tenginguna? Rosalega er þetta lítill heimur.

September 23, 2003

Heima er best!

Ef einhver getur reddað mér starfi úti á Ítalíu og helst tekið þetta ár fyrir mig í háskólanum þá yrði ég mjög þakklátur. Ekki það að mig langi ekki til að vera hér heima og læra. Mig langar bara miklu meira í hitt sko. Svo endilega sendið mér pening eða flugmiða eða bara hvað sem er. Komið mér bara héðan burt.

September 22, 2003

Danni ROKK!!! er bróðir minn. Linkur á hann kominn hér inn. Listagóður gítarleikari og hefur barasta sæmilegasta tónlistarsmekk.
Yeke-Yeke

Þegar maður er allt í einu einn í kofanum fer maður voðalega mikið að spá í framtíðinni. Sýnist ég hafa fundið hinn fullkomna frama, linkurinn hér að ofan er nefnilega á snilldarsíðuna hennar Yeke-Yeke sem greinilega er hæfileikarík kona. En það er einmitt málið, hún er KONA en ég er KARL (eða svona karllíki). Þarna er skarð sem ég sé mig vel geta fyllt.

tobbalicous: Singer-Boxer AND Fashion designer. Lyftir mér svolítið upp að hafa loksins fundið frama eftir að eilífðarvélin fór ekki í gang. Það er samt eiginlega ekki mér að kenna sko. Helvítis afturhaldsseggirnir hjá Raunvísindastofnun svöruðu beiðni minni um að fá örlítið magn af andefni með eftirfarandi. "Nei. En endilega kíktu til okkar og við getum leyft þér að taka í höndina á and-tobbaliciousi sem býr í vídd samliggjandi okkar. Ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar eða beiðnir skaltu endilega senda þær á tomas.ingi.olrich@althingi.is ." Hvernig er hægt að ætlast til þess að einhver framþróun verði á þessu landi ef þetta er ráðandi vísindastétt hér???????
En ég á þá alla vegna til sölu lítið notað þvottavél. 1300 snúninga. Íslenskar leiðbiningar. Aukahólf á henni sem á stendur "andefni" sem í raun þarf ekki að nota.
Nú hvet ég alla sem mig þekkja að koma í heimsókn, alltaf kaffi á könnunni. Nenni ekki lengur að hanga hérna einn heima. FOkking boring.

September 19, 2003

Perfection is my middle name.. and whatever rhymes with eloquent?
Ekki hafa margir sótt um það að hjálpa mér á ögurstundu í mínu lífi. Nema hvað mamma er búinn að sækja um stöðuna 12 sinnum, alltaf undir öðru nafni. Meikar ekki diff. Ritstjórinn býður tobbaliciousi á tónleika í kvöld. Bjór drukkinn eftir þar í einhverju húsi úti í bæ. Vinna á morgun. Þar fór helgin maður. Annars má fólk alveg láta sjá sig í kaffidrykkju hér á Eggertsgötunni. Ekkert leiðinlegra heldur en að þurfa að hanga einn heima og hafa engan til að tala við. Ekki það að ég geti ekki haldið uppi samræðum við sjálfan mig svo dögunum skiptir. Fyrir utan það þegar ég slóst óvart við sjálfan mig út af einhverju smáræði. Þurfti að fara upp á slysó og láta sauma, dálítið erfitt að útskýra fyrir þeim hvað gerst hafði.

Annars væri það nú gott ef fólk gæti séð sér fært um það um helgina að keyra framhjá heimili Sigurðar Kára og grýta eins og þremur eggjum í gluggana hjá honum. Þegar eggjakastinu er lokið skal bíða þangað til hann kemur út í glugga og hrópa þá að honum "HEPPINN!!!"

September 17, 2003

Ætli ég verði ekki að auglýsa eftir stúlku til þess að koma tvisvar til þrisvar sinnum í viku til þess að neyða ofaní mig grænmeti og passa upp á það að ég sé ekki að blanda saman hvítum og mislitum þvotti. Get skipt um perur og er nokkuð laginn með skrúfjárn. Umsónir sendist til tobbik@hotmail.com.
My heart's in my head... and it still knows how to pound.

Jæja þá er best að æla út úr sér ferðasögunni. Reynum að halda henni í innan við 860 línum.

Dagur eitt(10.sept.). Flogið til Englands. Alltaf þegar við fljúgum til Englands finnst okkur alveg nauðsynlegt að gista í þessu litla sveitaþorpi í útjaðri Lundúna. Tíuþúsund fermetrar af glæsilega lögðu Marmararúmi sem innfæddir kalla því skemmtilega nafni "floor".
Dagur tvö(9/11). Fórum í hungurverkfall og neituðum að ganga um borð í flugvélina nema allir þeir sem játuðu heiðingjahátt yrðu reknir frá borði. Kallaði á einhver leiðindi, en reddaðist að lokum. Flogið til Ítalíu. Fórum til uppáhalds borgar okkar á Ítalíu, kannski ekki borg heldur svona lítið sjávarþorp í suðurhlutanorðurstrandar alpanna. Genúa heitir þorpið og er aðallega þekkt fyrir mikil skrílslæti þegar G8 hátíðin er haldin þar. Menn bara missa sig í svokölluðum "Gúmmíkylfu og slökkvitækjadansi". Endar reyndar yfirleitt með því að einhver er skotinn tvisvar í hausinn af stuttu færi og keyrt yfir hann. Þá er hátíðin eiginlega búin. Eða stemmningin.
Dagur þrjú, fjögur og fimm. Étið. Svo flaug Deeza í burtu. Held hún sé hér.
Dagur sex. Flogið heim.
Dagur sjö. Hef skriftir á leikriti sem ég hef nefnt "Beðið eftir Deezot". Mun taka tæplega ár í skrifum, en byrjunin lofar góðu. Spenna, tollfrjáls bjór og stúdentagarðar. Hvað er hægt að biðja um meira?

Lærdómurinn sem draga má af þessu ferðalagi er þessi: Alltaf þegar dvalið er lengur en tvo klukkutíma á flugvöllum erlendis skal maður alltaf heyra í hátalarakerfinu "Would Dr. Mbasa recently arrived from Zimbabwe contact airport information." Aldrei klikkar það að ekki er nóg að hann sé "Doktor" heldur eru þeir líka alltaf klæddir í prestskrúða.
Svo skuluð þið endilega passa ykkur á því að benda aldrei og hía á konu klædda í burkha. Kallar á vandræði, morðhótanir og eitthvað á það að heil fjölskylda kallar í sífellu á þig "THINNER". Hvað er eiginlega með það?

p.s. Thooooreigh vinkona mín heilsaði mér í flugvélinni. Reyndar veit ég ekkert hvort við séum vinir, það var eiginlega bara þannig að hún settist við hliðina á mér, sá ég var að lesa bók skrifaða á erlendu tungumáli og rétti fram spaðann með orðunum, "Hetló, mæ neim ís Thooooreigh!". Svo ég tók bara hressilega í hann á móti og sagði sí svona "Já hæ, ég heiti Tobbi!" Hún og vinkona hennar færðu sig annað. Hlýt að hafa lyktað eitthvað illa?
Dagur se
Helló! Mæ neim iss Thooooreigh.
Ég er víst kominn heim aftur frá Ítalíu... ætli ég verði þá ekki að fara að segja ykkur ferðasöguna.. inniheldur konur í búrkha og Thooooreigh sem kemur frá Íslandi. Meira síðar.

September 10, 2003

Er á leiðinni til Ítalíu. Fylgi þangað kærustu minni. Hún verður þar en ég sný aftur. Svo við sjáumst hér aftur eftir viku. Æsispennandi ferðasaga bíður ykkar krakkar mínir. Gangi ykkur allt í haginn á meðan en spáið aðeins í þessu hér, "Working mothers. How do they do it?????".

September 4, 2003

Ef að einhver hefur tekið eftir því þá er búinn að vera einhver lægð yfir þessu blessaða bloggi hjá mér. En það er góð ástæða fyrir því þar sem ég er búinn að finna upp á hinni fullkomnu skemmtun. Hér á eftir fylgir lýsing á henni. Hjálpaði mér að hætta að drekka.

1. Valin skal góð tónlist með þéttum kántrýtakti. Helst þá að hann gengi einhvern veginn svona; Dúmm-dúmm-dúmm-dúmm........ dúmm-dúmm-dúmm-dúmm. Þessi taktur verður að haldast allann tímann annars tapast gleðin og sú góða stemmning sem þetta gengur út á.
2. Nú er lagt út á gólfið. Staða tekin, vinstri tær skulu vísa líkt og vísir á klukku í áttina að 10. Þær hægri í átt að 14. Hin klassíska tíumínúturyfirtíu. Því næst eru hné beygð þangað til horn milli gólfs og rass verður 120°. Þessari stellingu skal haldið og mega til dæmis hælar aldrei lyftast frá gólfi.
3. Því næst að efri helmingi líkamans. Bak skal vera beint og höfuð vísa beint fram. Ef dansfélagi tekur einnig þátt í gleðinni þá skal augnsambandi haldið allann tímann sem dansað er. Lyftið nú upp höndum en verið þó viss um það að hnefar vísi ávallt í átt að gólfi. Lyftið þeim þangað til upphandleggir standa beint út frá búk og framhandleggur myndar 90° horn við upphandlegg og vísar þannig beint að gólfi.
4. Nú er stellingin komin og ekkert eftir nema að DANSA! Það er gert með því að il hægri lappar er lyft frá gólfi og látin stappa niður í takt við taktinn sem talað var um í byrjun. Ef takturinn deyr aldrei þá deyr dansinn aldrei. Þeir sem treysta sér til geta farið alla leið og hreyft efri hluta líkamans með. Hann er þá hreyfður upp og niður á munaðarfullann hátt. En munið það krakkar að allt er gott í hófi og bið ég ykkur því um það að ganga hægt um gleðinnar dyr og ALDREI fara út fyrir þær leiðbeiningar sem hér eru. Menn hafa slasað sig illa og veit ég um lítinn strák í Breiðholtinu sem aldrei á eftir að dansa aftur. Góða skemmtun!