June 29, 2005

Þetta heitir ritstuldur. En til að kveðja ykkur þá er það við hæfi.



Páfakötturinn
- Cucumeirius technicoloris -


Dýr mjög svo eigulegt og marglit: líkist þónokkuð páfagauki en einnig ketti. Hann er mjög félagslyndur og hægt er að halda hann heima hjá sér á fuglapriki (en enga keðju samt!). Ólíkur páfagauki, sem endurtekur líkt og vélmenni það sem hann heyrir, að því leyti að páfakötturinn ( verandi einnig köttur og því frjáls og engum háður ) segir hvað sem honum dettur í hug. Hér er dæmi um samtal milli Maramito, páfakattarins sem Kunbertus hélt í þrú ár á heimili sínu, og prófessorsins:

Kunbertus: Góðan daginn Maramito.
Maramito: Maramito skrapp frá.
Kunbertus: Maramito góður éta fræ.
Maramito: Þú getur sjálfur étið fræ.
Kunbertus: Maramito sæti sæti fugl.
Maramito: Maramito er fimmtugur og farinn að missa fjaðrir.
Kunbertus: Vill Maramito vatn.
Maramito: Maramito væri heldur til í bjór.
Kunbertus: Kúkúlú kúkúlú Maramito kúkúlú.
Maramito: Fyrirgefðu?
Kunbertus: Kúkúlú Maramito ánægður í dag.
Maramito: Ekki nógu ánægður með húsbóndann sem hagar sér eins og fífl.

Þetta er tekið beint úr bókinni sem ég er að þýða. Vonandi heyrumst við aftur....

June 25, 2005

Hiti

Það er heitt á skítalíu núna. Ég er nokkurn veginn að bráðna. Var í veislu í gær þar sem uppáhalds gestur allra var vatnsbyssan sem einhver kom með.

Gott ráð við hita nr. 1:
1) Keyptu þér vindil sem kemur í járnhylki.
2) Taktu vindilinn úr hylkinu.
3) Fylltu hylkið að 2/3 með vatni.
4) Settu hylkið inn í frysti.
5) Þegar vatnið er frosið í hylkinu, fjarlægðu þá hylkið úr frystinum.
6) Gyrtu niður um þig.
7) Stingdu hylkinu (ávala endanum fyrst) upp í rassgatið á þér.
8) Hysjaðu upp um þig buxurnar.
9) Kveiktu í vindlinum og reyktu hann með bros á vör.
10) Mundu að hylkið er endurnotanlegt.

Þetta er svona svipað og grindarbotnsæfingar, það tekur enginn eftir því hvað þú ert að gera. Og allt virðist einhvern veginn mun ferskara. Lífið í lit!!! Hey!!

Í gær var ég sem sagt í veislu.. sem væri ekki í frásögu færandi nema hvað... að ég var ekki að drekka. (Svona tobbalicious, þú ert búinn að brjóta ísinn. Var þetta nokkuð svo erfitt? Nei. Af hverju ertu að gráta? Hættu þessu! Þú ert ekkert smábarn! Er það?! Ertu smábarn? Kannski þess vegna sem þú drekkur ekki? Auminginn þinn! Litla smástelpa!! Með hor! Láttu mig ekki sjá þig framar! Pú-tú-í!!)

En í öllum veislum þar sem maður drekkur ekki þá verður maður alltaf að gera grein fyrir því af hverju maður er ekki að drekka. Svo eftir 200 skipti þar sem ég útskýrði það fyrir öllum að ég nennti því ekki, það væri bara of heitt. Sem það og var! Ótrúlegt.. 1 + 1 = 2. Hvurn hefði.. grunað?..

Svo.. ég orðinn pirraður og ekki bætti úr að allar þær stelpur sem ég bauð 3 evrur til þess að sýna á sér brjóstin voru ekki að henda einu sinni skoru í mig fyrir eina. Svo þá datt mér það í hug. Hin fullkomna ástæða til þess að drekka ekki og afsökun sem engin getur í raun hafnað. Viljið þið fá að vita hana? Ég skal gefa ykkur hana. Get ómögulega þagað yfir leyndarmálum. Manstu, Gummi, þegar þú (ha ha ha) meigst á þig á flugstöðinni?! Manstu? Ha Gunni? Manstu?

Hefði ekki átt að segja þetta.. en eins og ég sagði þá get ég ekki þagað yfir leyndarmálum.

En afsökunin er þessi. Segjast hafa séð geirvörtu á skÍtala sem líktist á einhvern óeðlilegan hátt Andrea Bocelli og eftir þá lífsreynslu er engan veginn hægt að drekka.

June 24, 2005

Gleði...

Þegar maður gerir ýmsa hluti þá verður maður að færa fórnir. Í gær fórum við út í sveit. Planið var að fá sér sundsprett í á hérna rétt fyrir utan Bologna og grilla svo á eftir. Ég var spenntur að komast aðeins út úr boginni og ennþá spenntari að geta loksins fengið mér sundsprett.

Svo við fórum upp að þessari viðbjóðslega flottu á og stungum okkur ofaní. Hér verð ég að taka fram að hún var viðbjóðsleg. Falleg að sjá að utan en þegar þú varst kominn ofaní leit málið öðruvísi út. Sígarettustubbar og annað rusl flaut í ánni en við vorum ekkert að láta það trufla okkur. Kominn tími á að hætta að vera svona sótthreinsaður. Á skÍtalíu borða ég blóðugan kjúkling og syndi í menguðum ám. Ef ég dey... þá dey ég.

Syntum og sleiktum sólina allan daginn og nutum lífsins til fullnustu. Gaman gaman. Nema þegar kom að því að fara heim. Þá fór eitthvað í vélinni á bílnum svo við vorum föst rétt rúmlega 20 kílómetra fyrir utan borgina. Leeeeeengst upp í sveit. Um hánótt. Með moskítóflugum. Helling af þeim. Ekki náðist í dráttarbíl sem gat farið með okkur til Bologna svo við þurftum að hanga í bílnum og bíða eftir því að einhver kæmi að sækja okkur. Á meðan var veisla hjá moskítóflugunum. Cazzo!!! Bakið á mér er eins og hraun. Það er ekki óbitinn fermillimetri á bakinu á mér. Reyndar hafa komið fram hugmyndir sem telja að þetta séu ekki moskítóbit heldur lítil skordýraegg sem lúmsk skordýr hafa laumað inn undir húðina á mér í gærkvöldi þegar við grilluðum við ána.

Varðeldur og grill sem ég þurfti að borga með húðinni á mér og þar af leiðandi útlitinu. Ohhhh! My beautiful back!!! En það skiptir ekki máli. Dagurinn var góður. Get ekki beðið eftir því að verða stunginn aftur!

Fokk hvað þetta var nú leiðinlegt.

June 20, 2005

Það var káfað á mér!!!

Mér líður ekkert svo illa. Varð fyrir kynferðislegri áreitni og ég verð að segja að mér fannst það ekkert niðurlægjandi. Eins og segir þarna í þarna dótinu þarna... mennirnir eru ekki allir eins og sumir þeirra örlítið kannski ekki alveg eins og hinir þá líka. En ég og skítalía erum þá kannski jöfn eftir að ég var sakaður um tilraun til naugðunar um daginn eftir að hafa skellt kossi á enni einnar vinkonu Kjöru. Sem mér finnst svolítið skondið þar sem við kossinn brá henni svo rosalega að hún tók ekki eftir því að ég var á fullu að káfa á brjóstunum á henni og hrópaði upp yfir mig "Wúllí! wúllí! wúllí!" (ég vil fá að taka það fram hérna að ég er kannski að grínast.)

Sorglegur dagur á laugardag. Þó hann hafi endað ágætlega. Það var stórleikur hér í borginni... Bologna mætti Parma (Parmegiano, pezzo di merda!) í leik um hvort liðið myndi falla um deild. Bologna vann fyrri leikinn 0-1 á heimavelli Parma og allt leit vel út. Þurftum bara jafntefli til þess að bjarga okkur frá falli. Gekk ekki. Lokaniðurstaða 0-2 fyrir Parma og Bologna því fallið niður í B-deild og nokkuð ljóst að það verður ekki farið á völlinn á næstu leiktíð. EN leikurinn var ekki það merkilegasta við laugardaginn, aldeilis ekki. Það merkilegasta er að ég fékk í fyrsta skipti á ævinni að þefa af táragasi. Það er ekki skemmtilegt. Óþefur af því.

Það varð allt vitlaust þegar leiknum lauk. Bologna-búar voru ekki ánægðir með úrslitin. Skiljanlega. Þegar um það bil 5 mínútur voru eftir byrjaði að rigna inn á hlaupabrautina, milli stúkunnar og vallarins, blysum og sætum. Það voru reyndar ekki nema u.þ.b. 20 manns sem voru að kasta blysum og öðrum hlutum. Svo einhvern veginn tókst þeim að finna bekk sem þeir notuðu til þess að brjóta gler til þess að komast inn á völlinn. Allan tímann stóð löggan í hóp og horfði í mestu rólegheitum á. Þangað til þeir fyrstu (þeir voru ekki nema tveir sem komust í gegn) komust inn á völlinn. Þá voru kylfur og táragas notuð til þess að hafa hemil á liðinu, nema hvað þegar löggan er að skjóta táragashylkjum á þennan fámenna hóp við glerið neðst í stúkunni þá missi ein löggan stjórn á sér og skýtur hylkinu lengst upp í stúkuna þar sem róleg fjölskyldufólk var að fylgjast með því sem fyrir neðan fór fram. Einn mjög svo óheppinn áhorfandi fékk hylkið beint á brjóstkassann. Ái. Við þetta tæmdist stúkan enda ekki skemmtilegt að þurfa að anda að sér táragasi. Við japinn vorum þarna aðeins til hliðar og fengum þef af gasinu. Svíður eins og sýfillis. Nema bara í nefið. Þá létum við okkur hverfa og löbbuðum heim niðurlútir. Samt skrítin tilfinning að labba burt frá vellinum með þyrlur sveimandi yfir og fleiri hundruð löggur gráar fyrir járnum út um allt. Man ekki eftir að hafa lent í því heima.

Reyndar fórum við ekki heim strax. Það var mexíkóskkönskkóskkönsk veisla í götunni á leiðinni heim. Þar drakk ég í fyrsta og síðasta skipti á ævinni Mezcal. Mexíkanskt brennivín með ormi í flöskunni. Matteo, vinur minn, sá til þess að sturta orminum í sig. Hann veldur engum ofskynjunum. Hann er bara markaðstrykk. Svindl segi ég. Var bara að komast að því. Notaður líka til þess að fela það ef Mezcalið er illa gert með óbragði. Vínið hafði alla vegna áhrif og ég fékk gefins sombrero hatt sem ég geng núna alltaf með og dansa mexíkanska þjóðdansa. Damn sexí by the way.

Þarf að fara að skipuleggja sviðakvöld. Hér verða borðuð svið í dag eða á morgun. Þá ætla ég líka að reyna við japanska stelpu. There is a first time for everything.

June 18, 2005

Fastur uppi á fjalli

Grillið gekk vel. Falleg hæð hér fyrir utan og nóg að borða og drekka. Nema hvað þegar kom að því að fara heim komumst við að því að bílstjórinn hafði látið sig hverfa. Hann var hvergi að sjá og svaraði ekki í síma. Reddaðist með því að skipta hópnum niður á vespur og reiðhjól. Öll komumst við að lokum heim.

Búinn að spila fótbolta og svitna eins og skítur í þessum hita sem er hér núna. Gleði gleði!! Moskítóflugurnar eru mættar. Nokkur bit komin á "Musterið" eða "Hina vel smurðu vél" Verst að ég var búinn að gleyma því að maður á ekki að klóra sér í þessu. Gerir illt verra. Ef þetta verður óþolandi þá sker ég bara af mér löppina. Þannig reddast allt! Ég lofa!

June 17, 2005

Grill á grill ofan

Grillveisla í hæðum bolognaborgar í kvöld. Líkt og "stúlkan sem ég þekki" veit þá geta þetta verið stórkostlegir hlutir. En tekur á líkamlega og andlega. Við skulum óska körfuknattleiksliði Bologna til hamingju. Þeir eru skÍtalíumeistarar. Fögnuðum því í gær.

Á morgun er svo leikur upp á líf og dauða fyrir knattspyrnulið borgarinnar. Tap þýðir önnur deild. Sigur eða jafntefli fyrsta deild. Ég verð á vellinum og reyni að hvetja eins og ég get. Eða get ég það?

Átti skemmtilegt samtal við skÍtala í gær:
Ég: "Hvaðan ertu?"
Hann: "Puglia. Alveg lengst niður í suðri."
Ég: "Hmmm. Mér hefur alltaf fundist fólk frá suður-skÍtalíu vera frekar skítugt fólk."
Hann: "HA?!"
Ég: "Nei. Bara að grínast."

Hann lamdi mig ekki svo ég slapp ágætlega frá þessu. Farinn í grill.

June 14, 2005

Vespa!

Þá er stelpan farin. Held ég hafi náð að skemmta henni vel.. ég og aðrir. Það má ekki skilja skítalana út undan. Það væri ljótt. Þeir áttu sinn þátt í því að skemmta henni. Sýndi henni það helsta sem er að sjá í borginni en fór ekki með hana upp í turninn. Ég ætla að líta þannig á það að hún hafi ekki nennt því.

Fórum í fjallgöngu og létum haltrandi gamalmenni rústa okkur bæði á leiðinni upp og svo aftur niður. Ung? Kannski ekki. Gerðum eiginlega ekki rassgat fyrr en síðasta daginn. Þá var farið í ís, kaffi, líkkjör og pizzu. Það helsta sem ítalía hefur upp á að bjóða. Nema hvað ég fór með hana í grillveislu líka. 200 kíló af kjöti, 20 lítrar af rauðvíni og 25 660ml bjórflöskur. Við fimmtán sem vorum í veislunni náðum að klára þetta allt. Segið svo að við séum ekki klár!

Nú tekur við eitthvað annað. Vonandi nennir hún að segja betur frá þessu. Ekki ljúga samt.

June 8, 2005

Heimsókn!

Er að fá mína fyrstu heimsókn! Á morgun! Búinn að taka til og allt. Maður verður að taka til fyrir þessar stelpur. Þekkið hana ekki. Bara stelpa sem ég þekki. Hættu þessu! Svo vonandi að ég geti sýnt henni eitthvað skemmtilegt á meðan hún er hér. Kannski ég fái hana til þess að labba með mér upp í turninn sem er hérna fyrir utan húsið. Verð að koma mér þar upp. Hann er of nálægt.

Veisla í kvöld. Hellingur af líffræðistelpum sem eiga eftir að tryllast þegar þær sjá nýju greiðsluna. Ég á eftir að þurfa að berja þær frá mér! Díses maður, þessar stelpur eru brjálaðar.

June 7, 2005

Man ekki... var puttinn brotinn?

Kominn úr klippingu. Glæsilegur! Fokk, ég gæti sleikt sjálfan... mmmm! mmm!.. ég bragðast jafnvel betur eftir klippinguna. Sá samkyngirndi benti mér á að það væri mér fyrir bestu ef ég væri ekki mikið að beygja mig niður eftir hlutum. Hann ætti erfitt með að hemja sig eftir að hafa séð mig svona nýklipptan. Svo ég læsti mig bara inni í herbergi. Ætti að vera öruggur þar... nema hann sé inni í skáp?! Bíddu...

...nei, sá hann ekki. Held þá áfram. Er að koma mér inn í skÍtalíulífið aftur. Gengur vel fyrir utan hvað ég man ekki rassgat hvað allt þetta fólk heitir. En næ að feika það ágætlega að þykjast vita nöfnin á þeim. Það hefur ekki verið komið upp um mig ennþá. Þau vitlaus eða ég klár? (ekki svara!)

Nú hverfur japinn eftir rúman mánuð. Ég á eftir að sakna hans.. hann treystir svo mikið á mig. Heldur að ég viti allan andskotann og... bíddu.. af hverju er ég ekki búinn að rukka hann fyrir það? Andskotans vitleysa! Muna að rukka hann á morgun. Annars líður mér illa fyrir hans hönd, það eina sem hann vill prófa á meðan hann er í Evrópu er að sofa hjá evrópskri stúlku. En nú átta mánuðum síðar hefur ekkert gerst enn. Vandamálið er samt ekki bara að kannski valdi hann vitlaust land til þess að pikka upp stelpur eða að hann er of feiminn til þess að reyna við stelpur eða að hann verður alltaf yfir sig ástfanginn af erasmusstúlkum sem eru farnar til síns heima. Nei. Vandamálið er að hann er að treysta á mig. Ég sem veit álíka mikið um það að pikka upp stelpur og skammtafræði.

En ég reyni að hjálpa. Hjálpa er ekki rétt orð. Gefa ráð?... nei... ekki alveg. Ég er meira að blekkja hann til þess að halda að ég viti eitthvað. Og það gengur vel. Of vel. Alla vegna hefur hann ekki einu sinni kysst stelpu enn. Ég verð að benda honum á að ég hafi ekki hugmynd um þessa hluti. Greyið. Á morgun kaupi ég handa honum smokka læt hann hafa 50 evrur og bendi honum á hvar hórunnar halda sig. Ætti að virka.

Annars er það að frétta að ég fékk svona fansí bók til þess að skrifa í frá Deezu og kannski nýti ég mér tækifærið og skrifa eitthvað í hana? EN það hræðir mig. Svo keypti ég líka bók sem mig langar til þess að þýða. Það hræðir mig líka.

Kannskimögulegajafnvelgætiverið að ég láti bara slag standa. Eða þá að ég kúki á mig. Hvort ætli sé betra?

June 6, 2005

I draw blank

Er á lífi. Ekkert að gerast og mér dettur ekkert í hug. Þannig er það bara. Lét reyndar bjóða mér á Bruce Springsteen. Það voru fínir tónleikar. Akústik ("Ha! Syngur hann þá ekki?") og Bruce stóð sig eins og hetja. Hefði varla getað gert betur sjálfur. Svo talaði hann skítölsku fyrir skÍtalana. Annars hefðu þeir ekki skilið rassgat.

Kannski ég skelli mér í klippingu í dag. Svona er lífið æsispennandi.