April 30, 2004

Lífsmottó

A bus station is where a bus stops. A train station is where a train stops. On my desk I have a work station.....
Ókeypis Pixies

Gef ykkur ókeypis tónlist. Munið að það er ekki ólöglegt að hlaða niður tónlist, einungis að senda frá sér. Pixies

Jóhanna vinkona talar um það að fólk geti einungis verið fallegt eða klárt. Hvað þá með svona stráka eins og mig sem eru einhvers staðar mitt á milli þess að vera fallegir eða klárir?

Tribute-tónleikar my ass!

Helgi og vinna framundan. Snilld.

Er það nokkuð illa gert að fara ekki á stefnumót vegna þess að hinn aðilinn er loðinn og stórbeinóttur? Ég myndi ekki verða sár ef mér væri neitað með útskýringunni, "Þú ert loðinn og alltof mjór." Stelpur eru bara það geðveikar að þær myndu verða ógeðslega sárar ef ég myndi t.d. segja; "Þú ert feit og loðin, glætan að ég fari á stefnumót með þér."

Stelpur þurfa að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér. Þá myndi ég kannski ekki vera að græta að meðaltali eina um hverja helgi.

April 29, 2004

14.000 á mann!

Fokk hvað ég verð að eignast hlut í Landsbankanum. 4 milljarðar eru nefnilega 4000 milljónir. That´s a lot of clams. Freakin' hell!
Tilgangur lífsins

Bill Hicks segir okkur frá tilgangi lífsins. The Flaming Lips spila undir. Takið þetta. Innanlands, svo það er engin kvóti.

Last Word (A Tribute)
Multisearching

Stundum slysast einhver annar hérna inn með því að treysta á leitarvélar. Dæmi frá þessum mánuði. Mér stendu ekki alveg á sama.

titpig
Heimspekileg forspjallsvísindi
Hjallastefna
Djúpsteikja
jarðaför leyfi vinnu
pamela anderson porno movie
(Svanhildur Hólm)
www.buid bear work shop.com
sturtuklefar
dolly. sheep
daddy long legs

Komið nóg, gæti haldið áfram í allan dag. Stay black my peoples.
I´ve got two words for you...

Shut the fuck up!

Gekk bara vel í heimspekilegum í gær. Skrifaði nógu andskoti mikið. Þá er það skítalskan í dag. Svo fer ég bara að einbeita mér að listamanninum tobbaliciousi. Nokkrar hugmyndir komnar:

1. Ganga um miðbæinn íklæddur jakkfötum. Hljómar kannski ekki merkilega en listin og þar af leiðandi snilldin fellst í því að ég verð með líters kókflösku sem hefur einungis að geyma botnfylli. Ég ætla að kalla verkið "Nútímamaðurinn"

2. Önnur hugmynd er að finna mér gott horn í miðbænum og búa til "stúdentalistaverk" úr núðlum. Ég verð alltaf með pott sem sýður núðlur. Svo getur fólk fengið listaverk búið til úr þeim núðlum, gegn vægu gjaldi. Ætla svo að þjálfa mig upp í það að skrifa ógeðslega smátt og þá getur fólk fengið áritaðar núðlur.

3. Þriðja hugmyndin er eiginlega sú sem mér finnst mest spennandi. Sama horn í miðbænum, engar núðlur. Vopnaður augnháraplokkara og íklæddur engu nema stuttbuxum. Svo geta gangandi vegfarendur keypt hár af líkama mínum. 50 kall fyrir hvert hár.

April 28, 2004

Ég vildi bara vera almennilegur!

Ég er alltaf að sjá nýja foreldra eyða fyrsta deginum með börnunum sínum á leikskólanum hér fyrir utan Eggert. Þar sem ég er góður strákur og mikið heima að gera svo sem ekki mikið ákvað ég að það væri almennilegt af mér að bjóðast til þess að fylgjast með börnunum fyrir foreldrana. Mér sýnist á öllu að fólk vilji greinilega ekki hjálp meðborgara sinna. Annaðhvort virtu þau mig ekki viðlits eða þá að mér var hótað heimsókn frá lögreglunni þegar ég kallaði í þau af svölunum. Ég vildi bara vera almennilegur. Almennilegheit kosta nefnilega ekki neitt. Nema heimsókn frá löggunni.
Prüfung

Það er próf í dag svo ég skrifa varla meira en þetta í dag. Búinn að velja nafn á dóttur mína sem fæddist fyrir þremur árum. Hef bara ekki getað fundið nafnið sem mér fannst eiga best við hana. Nú er það fundið:

Gógó Rín Þorvaldsdóttir.

G.Rín mín, til hamingju með nýja nafnið!!!

Þið hin getið skemmt ykkur við að púsla saman nöfnum. Nafnaleikurinn!
Grim

Fann einhvern veginn þessa síðu með Grim. Funny ass hell! Birti hér eina mynd og svo má klikka á linkinn fyrir neðan til að rúlla hægt og rólega í gegnum þetta.



Meira hér

April 27, 2004

Pixies - tónleikar

Ég elska internetið. Náði mér í kolólöglega upptöku af Pixies-tónleikum sem fram fóru þann 13.apríl 2004. Ég eeeeeeeeeelska hið svokallaða "alnet." 25 lög. Einir tónleikar. Yeashhh!!!!! Ef einhvern langar í verður hann/hún/það bara að koma í heimsókn. Annars á ég þá bara einn.
tobbalicious vikunnar

Í tilefni þess hversu mikið mér leiðist að skrifa ritgerð um gagnrýna hugsun hef ég ákveðið að starta hér nýjum lið. Hann mun kallast "tobbalicious vikunnar" og birtast hér...... já það er rétt hjá þér! Vikulega. Klárir krakkar sem lesa tobbalicious. Fyrsti tobbalicious vikunnar er maður stundarinnar:

David "tobbalicious" Hasselhoff.
Knightmare!!!!!!!!!!

Vs.

Það er til Guð og hann virðist ætla að framleiða mynd.

Quote: "Ben Affleck is the producers' first choice for that role, although sources have not confirmed whether he would be required to grow a mullet for the part."

Fann mynd af Davíð og Ben við upptökur á myndinni.

April 26, 2004

Ný gerð af bolum í búðinni!!!

Búinn að setja inn nýja gerð af bolum. Hinir ekki að seljast eins og skildi. Kíkið á þá
Tölvupóstur dauðans!

Fékk tölvupóst áðan frá Guði. Þar stóð einfaldlega; tobbalicious. Ég elska þig. Guð.

Ég tel þetta ótvíræða sönnun þess að ég muni deyja ungur.
Ekki fleiri greinar, takk!

Þorgrímur Þráinsson, fyrrverandi pin-up strákur doubledusch á Íslandi og núverandi starfsmaður Lýðheilsustöðvar skrifar grein í Moggann á laugardag. Ég ætlaði svo að sitja á mér að skrifa um þetta en.. hvað get ég sagt?.. Mér svelgist ekki oft á morgunkaffinu en á laugardag tókst Þorgrími að koma því öfuga leið með skrifum sínum. Förum bara í gegnum þetta.

Fyrirsögn: "Tíu bjóra og tvo banana, takk!" Hér býst ég við því að Þorgrímur hafi ætlað að vera fyndinn? Sýna það að þó hann sé intellektúel þá lumi hann á nokkrum svona sterkum bröndurum. Maður alþýðunnar þrátt fyrir mikla fræðilega hugsun.

Hræðsluáróður númer eitt: "Verði frumvarpið að lögum verður væntanlega hægt að kaupa léttvín og bjór í öllum verslunum, sjoppum og bensínstöðvum." Þorgrímur leiðréttir svo eigin hræðsluáróður í næstu línum á eftir: "Reyndar kemur fram í frumvarpinu að óheimilt sé að veita smásöluleyfi fyrirtækjum sem stunda blandaða smásöluverslun aðra en rekstur stórmarkaða eða matvöru- og nýlenduvöruverslunar."

Heilræði tobbaliciousar handa Þorgrími. Setningin hefði dugað svona: "..... væntalega hægt að kaupa léttvín og bjór í öllum verslunum." Meira þurfti ekki og ætla ég að líta á það þannig að restin hafi verið óskhyggja af þinni hálfu.

Þorgrímur spyr svo: "Hvaða skilyrði þarf verslun að uppfylla til að teljast nýlenduvöruverslun?"
Ég, sem er þó enginn sérfræðingur, myndi segja það að hún þyrfti að selja nýlenduvörur. Þar af leiðandi nýlenduvöruverslun. Ekki satt?

Þorgrímur fer svo á flug: "Í frumvarpinu stendur að áfengið verði ekki selt í söluturnum, söluturnum með ís eða samlokugerð, matsöluvögnum og blaðasöluturnum. Hvar eru söluTURNAR í dag? Ef það eru hefðbundnar sjoppur,... Bíddu?, bíddu? Er eitthvað að smella hjá stráknum? Er hann að fatta að söluturnar eru sjoppur? "...munu þær þá ekki hætta að selja ís og búa til samlokur?"
Nei. okkar maður er ekkert að fatta. Þorgrímur. Ég vildi fá að benda þér á eitt hérna. Söluturn sem hættir að selja ís eða búa til samlokur myndi þá falla undir skilgreininguna söluturn og það vill svo skemmtilega til að frumvarpið segir að bannað sé að selja áfengi í söluturnum (ertu að fylgjast með?) og söluturnum með ís og samlokugerð. Svo ef þú tekur í burtu "með ís og samlokugerð," hvað er það þá?? Ertu með? Ef ekki þá skulum við bara snúa okkur að næsta atriði í greininni þinni.

Þorgrímur segir: "Í frumvarpinu kemur fram að afgreiðslutími skuli ekki vera lengri en til kl. 20.00." Í framhaldi af því eru nokkrar spurningar sem sækja að honum og ætla ég að svara þeim einni í einu.

Þorgrímur:"Munu stórmarkaðir og/eða nýlenduvöruverslanir loka verslunum sínum klukkan 20.00?" Nei, Þorgrímur, það tel ég mjög ólíklegt. Dæmi um verslun sem t.d. ekki þyrfti að loka (fimmtudagar vandamál). Hagkaup. En samt tel ég að 10-11 einskorði ekki afgreiðslutíma sinn við sölu áfengis. Ólíklegt.

Þorgrímur: "Ætla verslanir að hafa sérherbergi með áfengi sem verður læst kl. 20.00?" Af hverju ekki? Góð tillaga. Kem henni áleiðis.

Þorgrímur: "Verða rimlar fyrir rekkunum sem skella í lás kl. 20.00?" Þorgrímur! Þú ert uppfullur af góðum hugmyndum! Ég segi bara aftur, af hverju ekki? Sparar það að þurfa að byggja sérherbergi, ekki satt? Verslanir ættu kannski að hafa þig í liði með sér?

Þorgrímur kemur svo með eina frábæra: "Hverra er að fylgja þessu eftir?" I dunno? Lögreglunnar kannski? Hún, held ég að minnsta kosti, hefur séð um það til þessa? Gæti hún þá ekki tekið að sér að fylgjast með því hvort þessi lög væru brotin? Bara svona hugmynd.

Svo fer Þorgrímur á kostum: "Fyrir nokkrum misserum var niðurstöðum könnunar um afstöðu almennings til sölu á áfengi og bjór í stórmörkuðum flaggað víða. Líklega vegna þess að spurningin laut að stórmörkuðum." Bravó!, Þorgrímur, bravó!

Hann heldur svo áfram en nú með óskhyggju sína um að selja áfengi í hverri einustu sjoppu. "En hver er vilji þjóðarinnar ef selja á léttvín og bjór á nánast hverju götuhorni, eins og mun líklega gerast ef frumvarpið verður að lögum?" Þín óskhyggja, Þorgrímur, ekki vilji ríkisins.

Gullkorn frá Þorgrími: "Hver er afstaða ábyrgra foreldra sem eru undir stöðugum þrýstingi neyslusamfélagsins og áfengisauglýsinga - þótt þær séu bannaðar með lögum?" Hér held ég að Þorgrímur eigi við ÓÁBYRGA foreldra. Ábyrgir eru væntanlega ekki undir þetta ofurvald neyslusamfélagsins settir. ÁBYRGIR FORELDRAR UNDIR STÖÐUG ÞRÝSTINGI FRÁ ÁFENGISAUGLÝSINGUM??? Nei, Þorgrímur, það held ég ekki. Held þú sért eitthvað að miskilja orðið ábyrgur, ekki satt?

Svo koma spurningar frá Þorgrími sem ég skil ekki af hverju hann sendi ekki til lögreglunnar (þeirra sem eiga að fylgja eftir lögunum Þorgrímur.): "Hvar er eftirlitsaðilinn í þeim efnum? Vinnudegi lokið? Óþægilegt mál? Skortur á hugrekki? Eða hentar að hafa þessi mál aftast á "forgangslista"." Spurðu lögguna.

Nú ætla ég aðeins að hoppa yfir góðan kafla hjá Þorgrími og grípa aftur niður í greinina þar sem hann talar um drykkjuvenjur þjóðarinnar og það að hugmyndir þingmanna gætu að einhverju leiti byggst á frelsissjónarmiðinu.
Þorgrímur fær orðið: "Í siðmenntuðu þjóðfélagi verður að setja hömlur á frelsi því annars fer allt úr böndunum. Auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð - sem fæstir eru tilbúnir að axla."
Þorgrímur, Þorgrímur, Þorgrímur. Hvað get ég sagt? Í siðmenntuðu þjóðfélagi færi ekki allt úr böndunum, þar af leiðandi er það kallað siðmenntað. Í siðmenntuðu þjóðfélagi væru líka til einstaklingar sem tilbúnir væru að axla þessa ábyrgð. Ég ætla því að þú hafir, líkt og áðan, gleymt einu ó-i. Ósiðmenntuðu? Er það það sem þú vildir sagt hafa? Erum við sem sagt ósiðmenntað þjóðfélag? Vildi bara fá útskýringu á þessu. Finnst rosalega skrítið að tala um siðmenntað þjóðfélag sem myndi fara úr böndunum einungis vegna þess að lög um áfengi yrðu rýmkuð aðeins. Ætti siðmenntað þjóðfélag ekki að geta tekið á þessum málum? Samkvæmt Þorgrími erum við það alla vegna ekki.

Þorgrímur tekur líka á meðvirkni. "Í nánast hverri einustu fjölskyldu eru einstaklingar sem hafa lagt líf sitt og heilmargra annarra í rúst með áfengisneyslu. Mörg okkar horfa aðgerðarlaus upp á maka, feður, mæður, systkyni eitra allt í kringum sig, misþyrma tilfinningum. Við forðumst að tala um vandamálið og eftir erfiða helgi má ekki minnast á það þótt heimilisfaðirinn hafi haldið fjölskyldunni í heljargreipum - "undir áhrifum" eða hreinlega blindfullur. Allir eru meðvirkir. En frumvörp um aukið frelsi í þessum efnum hljóta að bjarga þjóðinni undan skaðvaldinum. Loksins!"
Fyrst. Ef þú horfðir aðgerðarlaus upp á þetta ert þú ekki ábyrgur og siðmenntaður einstaklingur. Annað. Þessi lög eiga ekki að bjarga einum né neinum, það er þinn miskilningur og kannski óskhyggja. Þessi lagasetning er kannski til þess að losa þá sem hafa stjórn á sinni drykkju og misnota ekki áfengi undan þeim heljargreipum sem ábyrgir og siðmenntaðir einstaklingar, eins og þú Þorgrímur, hafa haldið þeim. Mér sýnist þeir sem ætla sér að misnota áfengi þurfi ekki á þessu lögum að halda, þeir hafa bjargað sér hingað til. Þú átt ekkert heldur að vera að fela það ef þú heldur að íslendingar séu alkóhólistar upp til hópa... bíddu... "Í nánast hverri einustu fjölskyldu eru einstaklingar sem hafa lagt líf sitt og annarra í rúst með áfengisneyslu." Hvað er ég að segja? Þú sagðir það. Fyrirgefðu.

Nú ætla ég að ljúka þessu. Það eru margir aðrir punktar hjá Þorgrími sem fara, við skulum segja, örlítið í taugarnar á mér en ég ætla að láta mér nægja að taka fyrir einn í viðbót. Ég kalla það: "Þorgrímur ræðst á hið háa alþingi!"

"Á hinu háa Alþingi (innsk. tobb. Kaldhæðni Þorgrímur? Fansí.) liggja fyrir þrjú frumvörp sem lúta öll að tilslökunum í áfengismálum - sökum misskilinnar frelsisáráttu. Nái eitt eða fleiri fram að gangamun enn auka á áfengisböl þjóðarinnar (innsk. tobb. Fullyrðing dauðans. Sannanir fyrir þessu liggja væntanlega uppi á skrifstofu Lýðheilsustöðvar. Ásamt kúlunni sem sýnir inn í framtíðina.). Líklega munu einhverjir samþykkja frumvörpin með lokuð augun (vegna þrýstings hagsmunaaðila?), aðrir með bros á vör (til að fá klapp á bakið?), en í "í leiðinni" verður fjármagn til forvarna líklega aukið - svo að þingmönnum líði betur, sýni lit. Er aukið fjármagn plástur á sárið? Hvar er hugrekkið? Ábyrg afstaða?"
Róóóóólegur Þorgrímur, áður en þú sakar þingmenn um það að vera spillta(þrýstingur frá hagsmunaaðilum), ósjálfstæða(til að fá klapp á bakið) og óábyrga(Ábyrg afstaða?). Ég er viss um það að þingmenn kjósa um þetta eftir eigin sannfæringu. Það gera nefnilega einstaklingar í ábyrgu og siðmenntuðu þjóðfélagi. Þeir láta ekki hræðast af hræðsluáróðri og óábyrgum fullyrðingum.

Mér tókst ekki að hætta að blogga. Við skulum þakka Þorgrími Þráinssyni fyrir það. Þorgrímur, ég á ekki orð. Ekki fleiri orð, vildi ég sagt hafa.

April 25, 2004

Damien Rice...



Ég þarf aðeins að taka mér smá pásu frá þessu bloggi. Próf í gangi og svoleiðis. Ég ætlaði samt að leyfa ykkur að ná ykkur í smá tónlist í staðinn. Svona á meðan ég er í burtu. Eftir tónleikana með Damien Rice er ég svolítið ástfanginn af honum og leita um allt að tónlist með honum. Fann þessa síðu, sem hefur að geyma tónlist, video og fréttir af stráknum. Svo eru þessi lög tekin á tónleikum og í hljóðveri svolítið flott og ég hvet ykkur endilega til þess að ná ykkur í nokkur, kemur samt frá útlöndum svo passið kvótann.

Amie
Be My Husband
Cannonball/Hallelujah
Cheers Darlin'
Cold Water
Come Together
Creep
Delicate
Down To The River
Eskimo
I Remember
Lay Me Down
Love Hurts
Mercedes Benz
Moody Monday
Older Chests
Prague
Purple Haze
Revolution
7 nation army
The Blowers Daughter
Volcano
Your Ghost

Svo er hér video frá Letterman frá 14.04. Er ekki alveg viss með nýju greiðsluna hjá honum. I Remember

Kveð ykkur í bili. Farinn að þykjast læra.

April 23, 2004

Ætlarðu að taka við félagi?


Nýtt póstfang

Kominn yfir til gmail. Plássleysi á hotmail þá vonandi úr sögunni. Hér er nýja netfangið tobbik hjá gmail.com
Ég er svo hrifinn af sjálfum mér....

Var spurður að því um helgina af hverju í andskotanum ég hefði fengið mér þetta tattú. Það er bara svo ógeðslega flott. Ég held ég elski það.

Sumar komið

Búinn að fanga fyrstu býfluguna. Geitungur sem flaug inn til mín í gær en sá óreiðuna og ákvað að koma sér út aftur. Sé fram á skemmtilegt sumar við að losa íbúðina við hústökuflugur. Hvað gerði ég? Hvaða vúddú prestur er að senda herdeildir andsetinna flugna til þess að drepa mig? Er það eitthvað sem ég veit? Hugsa tobbalicious! Hugsa! Hef ég komist á snoðir um samsæri sem gengur út á það að mismuna fólki eftir háralit? Það verður gaman að velta vöngum yfir þessu í dag. Í stað þess að læra.

Nokkrir hlutir sem hafa verið að angra mig:
1. Ég er 27 ára. Kafloðinn á löppunum og rassinum en ekki með stingandi strá á náranum. Hvenær ætli sé eðlilegt að vera kominn með hár á nárann?
2. Er það ókurteisi að biðja vinkonu sína um handavinnu í bíó?
3. Er það ókurteisi að bjóða vini sínum handavinnu í bíó?
4. Af hverju reiðast stripparar svona yfir spurningunni: "En hvað myndir þú borga mér?"
5. Af hverju reiðast stelpur ef maður kemur upp að þeim á bar og spyr: "Anall?"
6. Sýnir það ekki fordómaleysi og opinn huga ef maður segir við stelpu, "þú ert geðveik, en ég myndi samt sofa hjá þér?"
7. Ætli ég myndi fá atvinnuleysisbætur ef útskýringin á því hvers vegna ég hætti í síðustu vinnu væri: Öryggismynavélarnar bættu 10 kílóum á mig?
8. Síðan hvenær var það útlendingahatur að byrja samræður svona: "Ertu frá Spáni? Eruð þið ekki alltaf að fá ykkur í anal af því þið vitið ekki hvað smokkar eru? Viltu fá að sjá smokk?"
9. Hver hefði ímyndað sér að piparsveinalífið hefði í för með sér svona mikla sjálfskoðun og snertingu?

Sá KillBill í gær. Mér hafði mjög gaman af henni. Skil samt ekki af hverju Uma dó svona snemma í þessum seinni helmingi? Svo fjallar myndi bara ekkert um hana, heldur miklu meira Bill. Svo er Bill ekkert drepinn? Mér finnst ég svolítið svikinn. Ef þið hafið ekki séð myndina þá skuluð þið ekkert lesa þetta, gæti spillt fyrir ykkur stemningunni að sjá myndina.

April 22, 2004

Bara smá í tilefni sumars

Orðabók Völundar, þess listasmiðs, hefur komið með skilgreiningu á setningunni: "Lepers in your head." Sú setning mun héðan í frá vera sögð á þessa leið: "Það er limafallssýki í höfðinu á þér". Íslenska er fallegt tungumál. Nýtum okkur það. Völundur vill líka koma því á framfæri sökum færslu frá mér í gær að spilafíkn er ekki spilagirnd. Þeir sem þjást af spilagirnd eru sjúkir einstaklingar og á ekkert skylt við þá listgrein sem spilafíkn er.

Ég bý uppi á þriðju hæð í voða fallegri stúdentageymslu. Stundum gleymi ég mér í gleðinni yfir því að koma heim þar sem bíður mín heill hellingur af............ tómri íbúð.... ???? Það er ekki fallegt. Ení wey.... Stundum gleymi ég mér og hleyp upp stigann og enda með hellu fyrir eyrunum að því ég hljóp svo hratt og hæðarbreyting var alltof mikil. Þoli ekki að fá hellu. Putti í eyra og reyna að geyspa. Geyspa er þá væntanlega faðir Geysirs??? Ekki?? Viss?? Alveg viss???

Linkur í tilefni sumars. Gleðilegt sumar!!!!!! ; =0 )

Innlits/Útlits linkurinn í boði Bjórmálaráðherra.

Bedda skrifar: "just when you think you've hit bottom, somebody hands you a shovel."

Ég myndi nota skófluna til að klappa honum létt á kinnina. Lífið gerir það við mig á hverjum degi. Það er að segja slær mig utanundir með skóflu. Asnalegt ef lífið væri alltaf að rétta mér skóflu! Ógesslega! full íbúð af skóflum, maður, sko, það, sko, væri, sko......

Best að hætta hér.

April 21, 2004

360°

Panoramamyndir alls staðar úr heiminum. Mér finnst þær assgoti góðar og vona að þið skemmtið ykkur við að skoða þær.

Linkurinn er hér.
Brosi bara

Íslendingar eru svooooo miklar hórur. Þar með er ég líka dreginn inn í það. Gegn mínum vilja. Ég hef sagt það áður að ég er neyddur til þess að hlusta á Bylgjuna, næst verstu útvarpstöð í heimi, í vinnunni. 957 er og verður verst í heimi. Hrollur. Eníhú, þá er ég sem sagt að hlusta á Bylgjuna í vinnunni og tek eftir því að það er verið að spila eitthvert versta lag í heimi á klukkutíma fresti einungis vegna þess að það er Íslendingur sem syngur það og það vann í keppni þar sem útlendingar tóku þátt. Ég er að tala um þennan viðbjóð af danska lagi sem tekur þátt í evróvisjón. Hvílík hörmung. Í alvörunni, það er ekkert lag í laginu. It´s a waste of space. Af hverju finnst dagskrárgerðarfólki (þetta er örugglega í spilun á Rás2 líka) það knúið til þess að spila viðbjóð bara að því það er Íslendingur sem syngur það? Af því það vann þessa blessuðu keppni í Danmörku? Gátuð þeir bara ekki látið kjurrt liggja? Hugsað með sér; Ók, lagið er ömurlegt og greyið strákurinn sem syngur það þarf að lifa með það alla ævi. Hendum því bara og látum sem ekkert hafi gerst. Þessi undankeppni í Danmörku átti sér ekki stað og strákurinn á kannski möguleika á því að koma heim í heimsókn án þess að verða strítt á þessu.

Talandi um það að tala. Stundum kemur það fyrir að ég tala við fólk. Gerist ekki oft en stundum gleymi ég mannhatrinu og slysast til að eiga samræður við ókunnuga. Reyndar var gærdagurinn svoooo mikil undantekning frá öðrum dögum. Glotti eins og íþróttaálfurinn allan helvítis tímann sem ég var í vinnunni. Brennivínsgalsi kominn í mann fyrir helgina kannski?

Ég er ekkert að blekkja sjálfan mig. Veit það að ég er miklu meira kúl heldur en allir aðrir. Fæddist bara þannig og verð að lifa við það. Öfundsýki annarra er náttlega eitthvað sem ég verð að eiga við á hverjum degi en ástin sem ég ber innra með mér og náungakærleikur eru það sem stoppar mig í því að erfa það við þá. Samt átti ég skemmtilegar umræður við viðskiptavin í búðinni. Byrjaði reyndar ekkert vel en rættist úr því. Eins og alltaf byrjaði þetta á því að karlinn réðist á mig vegna þess að ég var ekki rakaður. Stelpur, rólegar, veit ég er rakaður á bringunni, náranum og rassinum en ég er yfirleitt með svona kúl Sverrir Stormsker brodda framan í mér.

Þeir stand þrír við kassann, karlinn sem er að tala við mig og svo tveir aðrir fyrir aftan hann í röðinni. Karlinn er búinn að vera með eitthvað "smalltalk" sem mér hefur tekist að svara með já og nei svörum. Allt í einu breytist samt á honum svipurinn og hann bendir á mig:

"Af hverju getur þú nú ekki verið svona snyrtilegur líkt og þessi hérna tveir?" Bendir svo í áttina til þeirra.
Hvað átti ég að segja? Latur? Mamma dó og ég hafði ekki tíma til þess að raka mig því ég var að undirbúa jarðaför? Horfði í augnablik á þá sem stóðu fyrir aftan hann og þá rann upp fyrir mér ljós.
"Af því að ég," bendi á sjálfan mig, "er ekki jafn samkyngirndur og þeir!" Benti á þá. Undurnarsvipur á þeim og karlinum. Tók smá áhættu með þessu en var nokkuð viss í minni sök til hvaða kyns þeir girntust.
"Þú getur ekkert fullyrt um það að karlmenn séu endilega samkyngirndir af því þeir eru vel til hafðir og rakaðir."
"Víst! Hey!, strákar, eruð þið eitthvað að ulla upp í hvorn annann?"
Strákarnir horfðu í áttina til mín. Svo á hvorn annan. "Ertu að tala við okkur?"
"Já. Þó þið séuð hommar þýðir ekki endilega að þið séuð heyrnalausir er það?" "Sérðu," sagði ég við karlinn, "þykjast merkilegri en við og neita að svara bara að því þeir tilheyra minnihlutahóp! Ómerkilegir andskotar. Svarið bara spurningunni og hættið þessum stælum."
"Láttu nú strákana vera. Þér kemur þetta ekkert við."
"Ég myndi veðja milljón upp á það við Eið Smára að þeir eru samkyngirndir. Eiður myndi ekki skjóta sér undan þó líkurnar væru á móti honum. Ekki miðað við það sem maður les um hann í DV."
"Ertu nú að ráðast á Eið Smára? Stolt þjóðarinnar. Besta íþróttamann sem við höfum haft frá því Gunnar Huseby var og hét!"
"Ég er ekkert að ráðast á Eið. Hann er enginn hommi eins og þeir tveir hérna."
"Ég var ekki að tala um það! Ég er að tala um það að þú ráðist á þá staðreynd að hann eigi við spilafíkn að etja. Þó svo það sé ekkert einu sinni víst."
"Spilafíkn??? Ertu að tala um spilagirnd?"
"Spilagirnd er ekki orð. Hættu að nota það."
"Spilagirnd er víst orð og það sem meira er að ég las það í DV að þeir sem eru samkyngirndir eru 30% líklegri en gagnkyngirndir til þess að vera haldnir spilagirnd. Ekki lýgur DV. HA? Strákar, segið honum það!"
Strákarnir, frekar fúlir á svip, sögðu ekkert.
"Ætlið ekki að svara?"
"Viið höfum ekkert við þig að segja. Er einhver annar að vinna hérna?"
Ég ætlaði að líta á karlinn til þess að fá staðfestingu á hrokanum í þeim en sá ekkert nema bakið á honum þar sem hann var kominn út og hálfnaður yfir götuna á leið heim til sín.
"Sjáið hvað þið gerðuð! Hann fór. Þoldi þetta ekki lengur. Ef ég væri ekki að vinna hérna myndi ég gera það sama! Það er að segja fara, ekki vera með hroka. Hroki er leiðinlegur."
"Í alvörunni, er einhver annar með þér á vaktinni sem getur afgreitt okkur? Þú ert hrokafullur, dónalegur og, hreint út sagt, hálfviti."
"Ha? Á dauða mínum átti ég von.. en ekki þessu. Þeir segja það að andlegt ofbeldi sé aðallega á heimilinu og einelti í skólunum en mér sýnist þið vera duglegir að stunda það hér, á mér, á vinnustað mínum! Ég sem er bara að reyna að vera svolítið kammó? Ég vil ekki að þið verslið hérna. Komið ykkur út. Þið eruð komnir í bann. Megið ekki koma hér inn í eitt ár. Það ætti að kenna ykkur! Heyriði lagið sem er í útvarpinu? Stjörnuhrap með Kung Fú. Þið ættuð kannski að hafa þennan texta í huga áður en þið ákveðið að ráðast svona á saklausa, góðviljaða manneskju!"

"Himnasæng felur mig hjá þér
Stjörnuhrap sem enginn annar sér
Því þú opnar fyrir sálina í mér

Þú ert þú og ég er ég
Við saman leggjum lífsins veg
Mín von er sú að ég og þú
Göngum alla leið."

"Þetta eru orð sem hafa bjargað mörgum manninum frá glötun! Komið ykkur núna út!"

April 20, 2004

Ég játaði sömu trú og þessir menn.

Stolið frá þessum link

"Regrettably, the spirit of "tolerance" seems to have a strong grip upon the American psyche. It may take a family tragedy to awaken parents to the reality of what is happening to their sons. Will parents have to endure the trauma of discovering their son has been molested by a homosexual Scout leader or infected with AIDS before they realize that "tolerance" of homosexuality leads to death?"
--Rev. Louis P. Sheldon
--------------------------------------------------------------------------------
"The long-term goal of Christians in politics should be to gain exclusive control over the franchise. Those who refuse to submit publicly to the eternal sanctions of God by submitting to His Church's public marks of the covenant--baptism and holy communion--must be denied citizenship, just as they were in ancient Israel."
-- Gary North - Political Polytheism: The Myth of Pluralism, Tyler, TX: Institute for Christian Economics, 1989, p. 87
--------------------------------------------------------------------------------
"The Christian community has a golden opportunity to train an army of dedicated teachers who can invade the public school classrooms and use them to influence the nation for Christ."
--D. James Kennedy, "Education: Public Problems and Private Solutions," Coral Ridge Ministries, 1993
--------------------------------------------------------------------------------
"I'm an old-fashioned woman. Men should take care of women, and if men were taking care of women (today) we wouldn't have to vote."
State Sen. Kay O'Connor, Kansas Republican--September 28, 2001--Kansas City Star
--------------------------------------------------------------------------------
"Satan uses homosexuals as pawns. They're in, as you know, key positions in the media, they're in the White House, they're in everything, they're in Hollywood now. Then, unfortunately, after he uses them, he infects them with AIDS and then they die."
Anthony Falzarano, PFOX, Janet Parshall's America, 2/27/96
--------------------------------------------------------------------------------
"Gays who practice oral sex verge on consuming raw human blood"
-- Paul Cameron
--------------------------------------------------------------------------------
"We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity. We weren't punctilious about locating and punishing only Hitler and his top officers. We carpet-bombed German cities; we killed civilians. That's war. And this is war."
--Ann Coulter, This is War column, Sept. 13, 2001
--------------------------------------------------------------------------------

Ég held ég sé búinn að finna þessi gereyðingarvopn sem talað var um. Runni litli hefði aldrei þurft að leggja af stað yfir lönd og höf til að leita þau uppi. Þau voru í bakgarðinum hjá honum allan tímann. Kræst (þar fór himnaríki) hvað þetta lið er illa leikið af vanþróaðri hugsun. Svona lítur þá þriðji heimurinn út ef hann væri hugsun en ekki lönd.
Rólegur dagur

Komst að því að skjólstæðingurinn er ekki einungis heimsfrægt módel heldur er hann líka dansari á skemmtistað. Dansar um á þröngri sundskýlu í búri. Ég er ekki enn búinn að mynda mér skoðun á málinu. HA! HA! HA! HA! HA! HA! HA! HA!

Komst líka að því að á vikudvöl sinni hér á landi tókst kærustu hans að sofa hjá þremur vinum hans. Á síðustu þremur dögunum eftir að skjólstæðingurinn henti henni út af heimilinu.

Skjólstæðingurinn er kominn með íslenska kærustu. Hann sést varla lengur úti á lífinu því hann er heima að passa fyrir hana barnið.

Reyndar er saga að segja frá því. Ég nefnilega fór til hans fyrir tíu dögum til að taka þátt í veislu heima hjá honum í tilefni þess að svíi sem við þekkjum var kominn í heimsókn til landsins. Veislan gekk vel nema hvað skjólstæðingurinn er meira í símanum heldur en venjulega. Við tveir erum síðan eitthvað að reykja saman og skjólstæðingurinn tjáir mér það að "helvítis kéllínginnnnn" sé með einhverja stæla, að hrista á honum eistun eins og skÍtalar eru svo gjarnir á að segja. Kominn tími til að losa sig við hana.

Hann hefur ekki sést síðan. Upptekinn að passa barnið fyrir hana. Þetta sýnir bara að þó hann sé módel þá hefur hann líka sínar mjúku hliðar.

Samt fínn titill í símaskránni, módel og barnapía.

April 19, 2004

Hvað væri hann annað? Það er að segja sonur kóngsins.

Svíakóngur og sonur hans prinsinn í kappakstri á sænskum þjóðvegi.

Sonur hans prinsessan væri bara asnalegt.
Flott að vera kona!

Dagurinn í gær var einn af þessum dögum sem ég spáði í því hvers vegna allt þetta fólk væri að þvælast fyrir mér? Sama hvað ég gerði og hvert ég leit þá var alls staðar fólk að trufla mig og pirra. Gamla góða "Fólk er Fífl" pælingin. Bara eitt dæmi. Nú vinn ég í verslun sem opin er 24 tíma á sólarhring. Sem ég held að sé einhvað um það bil einn sólarhringur? Ekki alveg viss. Nóg um það. Þar sem þetta var fyrsta helgin sem búðin er opin þannig er búið að setja stórt og mikið skilti á vegginn fyrir framan innganginn og þar að auki er skilti á gangstéttinni fyrir framan búðina sem tilkynnir viðskiptavinum og í raun hverjum þeim sem á leið framhjá þessa breytingu á opnunartíma. Fólk langar til þess að tala um þetta. Allt í lagi. Það er gott að tala, svo segir finnskur stígvélaframleiðandi. Vissi það áður en ég mætti á vaktina að við þessu væri að búast. Samt getur maður ekki annað en dáðst að samskiptahæfileikum fólks.

"Er opið hjá ykkur allan sólarhringinn núna?" EN EKKI HVAÐ??? Hvað segir skiltið fyrir utan? Hvað? HVAÐ?!! Var mikið að spá í það að svara þessari spurningu með stuttu Ha?-i. "Glætan að það sé opið allan sólarhringinn! Hvenær ætti ég þá að sofa? Gæti það sko aldrei, verið í vinnu 24 tíma á dag. Þú ert nú bara eitthvað ruglaður."

Ef einhver ætlar að hefja þessa umræðu er þá ekki hægt að orða þetta á annan hátt? Er ekki sniðugara að sýna fram á það að þú sért sæmilega meðvitaður einstaklingur og lestrakunnátta þín sé yfir meðallagi? Segja það bara beint út. "Mikið rosalega lýst mér illa/vel/ekkert á þessa sólarhringsopnun hjá ykkur." Búinn að koma þinni skoðun á framfæri og umræðunni hefur verið komið af stað. Hjólin farin að snúast og spjallið gæti farið á hvorn veginn sem er, illa eða verr. Ekki hefurðu spjall við gleraugnagám eins og mig með orðunum: "Ertu með gleraugu?" Augljóst. En kannski er það málið? Fólk nennir ekki lengur að hugsa og þess vegna vill það bara taka þátt í spjalli sem gengur út á retorískar spurningar?

Nú hlýtur bara að vera að fólk hafi séð skiltið fyrir utan og ákveðið að tala um þetta "merkilega" mál. Varla, alla vegna vona ég, hefur fólk ákveðið að spyrja að því í óspurðum fréttum hvort við ætluðum að hafa opið allan sólarhringinn?

"Sjáum nú til? Ég var búinn að tala við hann um veðrið, vöruúrvalið og það að hann sé alltaf órakaður í vinnunni.... hmmmm? Ætlið þið að hafa opið allan sólarhringinn? Ææææ..... af hverju spurði ég að þessu? Hugsa áður en þú framkvæmir. Nú horfir hann á mig eins og ég sé ógeðslega vitlaus. Vissi það að ég myndi klúðra þessu einhvern veginn. Kann þessa spjall-tækni ekki. Ætti ég að hlaupa út án þess að borga?"

Ekki það að fólk megi svo sem spyrja að hverju því sem það vill. Frjálst land. Myndi bara óska þess að þau væru ekki að eyða mínum tíma í svona vitleysu.

Fífl helgarinnar verða þó að teljast mæðgurnar sem komu með barnabarnið í verslunarleiðangur. Þar fór barn sem ekkert á eftir að verða úr. Leiðinlegt að segja það, en stundum er hægt að sjá það á fyrstu árum einstaklings hvað verður úr honum. Þvílík fjölskylda. Reiðin... tekur.... yfir. Argasta helvíti. Krakkinn hefur verið svona 4-5 ára og helvíti góður í því að ýta barnakerrunum sem finna má í búðinni. Það var eftir að því verki var lokið sem allt fór úrskeiðis og í um það bil 3 mínútur blasti við mér heimsendir við kassann.

Einstein litli og þær Curie-mæðgur eru sem sagt komin upp að kassanum og Einstein búinn að standa sig eins og hetja að ýta kerrunni á undan sér. Þær hafa auðvitað fulla trú á því að þarna fari tilvonandi Nóbelsverðlaunahafi og treysta honum því fyrir því að koma vörunum upp á kassann. "Einstein," segja þær, "settu þetta upp á kassann." Hvað gerir Einstein litli? Auðvitað það sem lá beinast við, teygði sig upp í munninn á sér og tók út hlauptennurnar sem hann var að japla á og skellti á færibandið. Curie-mæðgurnar horfa á mig með þessum, "Guuuuuuuð hvað börn geta verið vitlaus en samt verður maður að hlægja að því það er svo rooooosalega skemmtilegt!" Til að bjarga málunum og aðallega sér frá meiri skömm er Einstein tjáð: "Nei, ha ha ha, það sem er í körfunni." Einstein litli veit að það næsta sem hann gerir skiptir öllu máli. Curie-mæðgur myndu ekki fyrirgefa önnur mistök. Hann rétti því fram litlu höndina sína, gott ef hún skalf ekki lítið eitt, rétti úr litlu fingrunum og læsti þeim um hlauptennurnar. Leiftursnöggur snúningur til vinstri og sælgætið var komið á réttan stað, ofan í körfuna. Stoltið leyndi sér ekki í andlitinu á litla snillingnum. Búinn að leysa þessa erfiðu þraut og varla eftir neinu að bíða nema taka við hóli þeirra Curie-mæðgna.

Mæðgurnar horfðu aftur á hvor aðra og hlógu. Ég hló ekki. Mæðgurnar voru þó ekki á því að gefast upp á Einstein litla. Smá byrjunarörðuleikar en þetta hlyti að koma á endanum, ekki satt? "Nei, úr körfunni á kassann, Einstein litli. Vörunar sem eru í körfunni eiga að fara upp á kassann. Snöggur nú!" Hvað gerir okkar maður? Teygir sig enn og aftur í helvítis hlaupið og skellir því á færibandið! Ekki gefa honum annan séns! Ekki gefa honum annan séns! Ekki gefa honum annan séns! er það eina sem fer í gegnum kollinn á mér. Hann er fyrir löngu búinn að sanna það að hans hæfileikar liggja í þvía að ýta, ekki færa hluti frá einum stað á annann. Mæðgurnar gefast sem betur fer upp á snillingnum og ákveða að taka málin í sínar hendur. Taka vörurnar sjálfar úr körfunni og leggja á færibandið. Það er bara eitt sem er örlítið að trufla mig þar sem ég byrja að renna vörunum í gegnum skannann. Hlaupið er enn á færibandinu og móðir drengsins gerir enga tilraun til þess að viðurkenna tilvist þess eða veru þar nema með þeim hætti að raða vörunum snyrtilega í kringum það. Þarna liggur það, rennblaut af munnvatni Einsteins og það sem verra er þá er munnvatnið farið að leka niður á færibandið og pollur búinn að myndast í kringum það.

Vörunum renni ég samviskusamlega í gegn og reyni eftir besta móti að ná ekki augnsambandi við þær mæðgur. Hlaupið er samt þarna ennþá og þær sýna enga tilburði til þess að ætla að losa mig við það. Vörurnar komnar í poka og enn er hlaupið þarna. Ætla þær í alvörunni að fara án þess að losa mig við þetta? Kannski er góð ástæða fyrir því að drengurinn er þvílík mannvitsbrekka? Loks þegar ég hef gefið upp alla von og sé fram á það að viðbjóðurinn verði minn að þrífa tekur mamma Curie af skarið og fjarlægir hlaupið, eftir stendur pollurinn og skítugur putti mömmunar sem bendir á hann og spyr: "Áttu nokkuð svona sprey?" Ég sagðist redda því, þakkaði þeim kærlega fyrir komuna og bað þær vel að lifa. Verður þess valdandi að undrunarsvipurinn fer að festast á mér ef ég þarf alltaf að eiga í höggi við svona einstaklinga þegar ég slysast í vinnuna.

Spurning dagsins: Hver er andstæða stóls?

April 16, 2004

They´re like.... Sons!... Of DAUGHTERS!

Þegar maður er í háskóla á maður alltaf á hættu að heyra setningar líkt og þessa: "Kafka-esque að senda bækur í gegnum tollinn". En er það ekki einmitt það sem háskólanám gengur út á? Nota svona fansí-pansí-setningar til þess að slá ryki í augu samnemenda þinna. They´re stupid anyway and don´t know what the hell you´re talking about. "Clash of the titans!" Af hverju hendir enginn einhverju svona í mig? Held það sé auðvelt að losa sig út úr svona samtali, bara spyrja viðkomandi hvað í andskotanum hann sé að tala um.

"Viltu mjólk út í kaffið?"
"Nei. Það er nefnilega svolítið George Orwell-esque hugsun í því að fá sér mjólk. Samyrkjubú, kommúnismi og allt það."
"Hvað ertu að tala um?"
"Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir! Stalín-esque hugsun. Fylgist ekkert með sögu maður?"
"Nei. Auk þess sem það er Dýrin í Hálsaskógi-esque að segja að öll dýrin eigi að vera vinir. Stalín? Vinir? Held að hann hafi ekki átt neina."

Ef þið hafið verið að velta þvi fyrir ykkur hvers vegna ég hafi ekki skrifað mikið síðustu daga þá hef ég svör á reiðum höndum. Væru það ekki slagsmál? Kannski ekki slagsmál en alla vegna eitt högg? Mamma væri kannski að spyrja mann að einhverju fáránlegu eins og það hvort maður ætli ekki að finna sér kærustu og koma svo með barnabörn handa henni. "Ég er með svör á reiðum höndum, mamma mín." BÚMMM! Steinliggur kellingin og allir sáttir.

Ekki búinn að skrifa. Halda sér við efnið tobbalicious. Ef ég væri hollenskur þá væri ég örugglega kallaður tobbalicioous. EFNIÐ tOBBALICIOUS!! Haltu þér við það! Ástæða þess að ég hef ekki skrifað mikið síðustu daga er sú að ég er nýkominn úr aðgerð. Já. Fór á spítala og lét skera mig upp. Mér hefur nefnilega fundist það síðustu mánuð sem það vanti örlitla fyllingu í líf mitt. Ekki það að líf einstæðingsins sé ekki skemmtilegt og frjálst. Það segir mér t.d. enginn hvenær ég fari að sofa. Ræð því sko alveg 100% sjálfur. Nema hvað. Hefur sem sagt fundist ég innantómur, sjálfstraustið í minna lagi og vantað almennt upp á gleðina. Svo ég fékk mér sílikon og líður svo miklu betur núna. Reyndar á þessari mynd er ég enn svolítið bólginn eftir aðgerðina en bólgan á eftir að hjaðna. Stundum þarf maður svolitla hjálp til þess að koma sér aftur á rétta braut.

Nenni ekki meiru. Heyrði útvarpsauglýsingu frá þeim merka skinkuframleiðanda, Búrfelli. Það er ljótt að ljúga.

Búrfell. Betra verð. Ætti að frekar að vera: "Búrfell. Ekkert kjöt" eða "Búrfell. Bara mergur." Rétt skal nefnilega vera rétt.

April 14, 2004

Gleði og gaman

Gekk framhjá skrifstofu í gær þar sem á stóð: "Málflutningar og fasteignasala." Mér finnst rökrétt að bæta við sig fasteignaviðskiptum ef maður stendur á annað borð í flutningum.

Hvað erum við að flytja?!! MÁL!!!
Hvað erum við að selja?!! FASTEIGNIR!!!

Svona er gott viðskiptavit. Ég hefði klúðrað þessu. Ég hefði stofnað fyrirtækið: "tobbalicious: Málsala og fasteignaflutningar." Fyrirtæki sem sérhæfði sig í sölu á póstulínsmálum og flutningum fasteigna. Flytur fasteign og færð bolla í kaupbæti. Það er ástæða fyrir þvþi að ég fór ekki í viðskiptanám. Mér tækist örugglega ekki að selja augasteinana eða lifrina úr mér á svörtum markaði. Kann bara ekki þessa list sem það er að selja hluti. Tekst samt alltaf að kaupa eitthvað sem ég hef engin not fyrir.

Velti því fyrir mér hvort ég eigi að fara í mál við Bylgjuna? Fyrir ranga auglýsingu og svikin loforð. Málið er að það rúlla auglýsingar hjá þeim á 2mín fresti þar sem þeir lofa "aðeins það sem þú vilt heyra" og "Bestu lög allra tíma!" Ég hef ekki áhuga á að heyra 1/26 af þessum lögum sem þeir spila og þetta í sambandi við bestu lög allra tíma...... hmmmm?..... It's raining men????.... Enrico Iglesias???.... danska júróvisjónlagið???...
Ég leyfi mér að efast.

Þetta gerir bara svo lítið úr mér líka fyrir framan viðskiptavinina. Er að afgreiða á kassanum og allt í einu glymur um alla búð: "Bara! Það! Sem! Þú! Vilt! Heyra!!!!!" Kylie Minogue nýbúin að flytja Lucky in Love. Ég eldrauður í framan og horfi afsakandi á viðskiptavininn.

"Mig langaði ekkert að heyra þetta lag"
"Ha?"
"Mig langaði ekkert að heyra þetta lag sem þeir voru að spila. Hef aldrei fílað Kylie. Ekki einu sinni nýja dótið frá henni. Þó svo hún hafi átt góða spretti í nágrönnum þá hef ég aldrei náð að tengja mig við hana sem söngkonu. Fín stelpa samt örugglega? Vil bara ekki að bylgjan sé að alhæfa svona um mig."
"Um... eh?... hvað ertu að tala?"
"Það sem þau voru að segja, sko!"
"Hvað?"
"Bara það sem þú vilt heyra! AS IF!! Ég meina.... sko ókei!.... það dettur náttúrulega inn eitt og eitt lag með abba sem maður raular með. En það er bara svo mikil gleði í abba, fattarðu mig? Maður stenst eiginlega ekki kraftinn sem þau bera með sér."
"Nú misstirðu mig alveg... hvað kemur abba þessu máli við? Af hverju skiptirðu bara ekki um stöð? Ef þetta fer svona í taugarnar á þér."
"Nei... ég get það ekkert! Fyrirtækið segir að það eigi að vera á bylgjunni! Ég verð kannski bara rekinn eða eitthvað?"
"Rekinn fyrir að skipta um útvarpstöð? Ertu nú viss um...."
"USSSSSS!! Ekki svona hátt. Veggirnir hafa eyru, ef þú veist hvað ég meina?"
"Veggirnir hafa eyru?!"
"Já! Brostu í myndavélina og vinkaðu. Allir vinir hérna inni. Engin vandræði. Erum við ekki vinir? Viðskiptavinir? Bara gott spjall á milli félaga. Ha? Viðskiptafélagar jafnvel? Kom onn maður! Ekki láta mig líta illa út. Ég skal.... ég skal borga þér þúsund kall ef þetta fer ekki lengra."
"Þú þarft ekkert að borga mér neitt. Ég þarf að koma mér. Takk fyrir."
"Hey! Láttu ekki svona. Tvö þúsund. Ég vil ekki missa vinnuna. Komdu aftur! Tvö þúsund og ég skal endurgreiða þér pokann!"

April 13, 2004

Dagarnir sviku mig

Fokking prófið er á næsta þriðjudag! Eitthvað að ruglast á dögum. Dögun með bubba. Dögum með tobbaliciousi. Var víst í drykkju með Damien Rice á sunnudag án þess að gera mér grein fyrir því. Meira að segja Damien Rice gerði sér ekki grein fyrir því. Hver er Damien Rice? Veit það varla sjálfur lengur.
Hátíð í bæ

Ég er alltaf svolítið sorgmæddur þegar páskarnir eru liðnir. Taka niður allt páskaskrautið. Þarf svo að henda mér í annað próf í dag. Gekk mjög vel í síðustu viku og vonast til þess að prófið í dag gangi líka vel. Á bara eftir að komast að því hvenær það er. Annars vel undirbúinn. Ég er að reyna að koma mér aftur í skrifgír en það gengur frekar hægt.

Þarf að komast að því hvenær prófið er svo við heyrumst seinna.

April 7, 2004

Ég er hérna enn

Ætlaði að reyna að koma einhverju frá mér svo ég gæti komið mér út tölvunni á morgun. Próf sko. Leiðinlegt að koma of seint í það vegna þess að ég var í tölvunni. Að blogga.

Samt er ég frekar tómur núna. Kannski er ég bara að hugsa of mikið um eitthvað að skrifa? Eins og þegar maður reynir allt hvað maður getur til þess að sofna. Brillíant leið til þess að sofna ekki, þar af leiðandi brillíant leið til að blogga ekki að krefjast þess af sjálfum sér að skrifa. Svo nú stari ég á puttana á mér og segi: "Skrifið!" Þeir stara á móti og krefjast þess að fá svör og/eða leiðbeiningar frá heilanum. Þannig er það þá. Fastur í rifrildi á milli puttanna og heilans. Þarf fólk alltaf að vera að rífast í kringum mig? Bú hú hú. Verum bara vinir strákar! Við þurfum að vinna saman! Kannski á morgun?

Ætla að reyna að róa strákana niður. Gengur ekki að hafa svona ósætti á heimilinu.

April 6, 2004

Túsdei

Rólegt. Læri undir próf núna. Verður maður ekki að ná þessu? Ég held það sé betra.

Fæ alltaf tvo gaura inn í búðina þegar ég er á vaktinni sem stund furðulegustu innkaup í heimi. Annar þeirra kaupir sér alltaf einn banana og þykkmjólk. Á meðan hann á í þessum stórinnkaupum fer hinn og fyllir einn poka af klökum. Vona að hann sé ekki á einhverjum svona Atkins-klaka kúr. Held það sé voðalega lítið af vítamínum og fjörefnum í klökum.

Farinn í skólann að leyfa bekknum mínum að hlusta á skÍtalska tónlist.

Það er eitthvað mjög undarlegt við það að vera 27 ára í háskólanum og hafa látið út úr sér þessa setningu. Erfitt líf.

April 5, 2004

tobbalicious varningur!!!!

Ég er svo mikil hóra! Búinn að setja andlitið á mér á boli og annað. Kíkið endilega á búðina.

Deeza farin aftur til skÍtalíu. Soldið dapur yfir því, enda er hún fín stelpa.

Kaupið endilega tobbaliciousboli handa vinum og vandamönnum. Þeir eiga það skilið!

April 2, 2004

Tilfinningar

Sá auglýsingu fyrir dömubindi í gær. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað þegar auglýsingin var á enda blasti við mér: "XXXXXX skilur tjáningu líkama þíns."

Hvernig er líkaminn að reyna að tjá sig?

Jo-vic segir: hann grætur blóði yfir vonsku mannanan

Deeza segir: þarf að fara í kaffi... heyri í þér á eftir!

Svo þessi litla könnun mín gefur mér ekki neitt. Konur hræðast það greinilega að uppljóstra of miklu og eru ákveðnar í því að ég gefi mér mínar eigin niðurstöður. Hvað gerðist svo? Fyrir tveimur tímum síðan setti ég á mig dömubindi og lét lagið alparós með Vilhjálmi og Ellý Vilhjálms á rípít. Nú tveimur tímum síðar hef ég farið í gegnum allann tilfinningaskalann og verð að viðurkenna að: MIG GRUNAÐI ÞAÐ ALDREI! Er þetta að vera kona? Hef ég uppljóstrað leyndarmálið á bakvið konuna? Fundið svarið við spurningunni sem karlmenn hafa spurt sig frá upphafi: What the fuck´s wrong with them?

Hér birti ég dagbókarfærslur mínar meðan á tilrauninni stóð:

9:15. Dömubindið frekar óþægilegt. Farinn að svitna þar sem það snertir. Lagið samt veitir mér gleði. Syngja tobbalicious! Syngja!
9:20. Aaaaalpaaaaaróóóóóós. Aaaaalparóóóóós. Aldrei ljúki þín saaaaaaaagaaaaaaaaaa!
9:28. Ólýsanleg þörf til þess að baka köku. Hmmmmm? Ætli það sé til eitthvað súkkulaði í húsinu? Best að þrífa. Tekur hugann af súkkulaðinu.
9:32. Hvernig tókst mér að raka mig undir höndunum án þess að taka eftir því? Og hita vaxtækið? Er dömubindið að ná yfirhöndinni? Verð að berjast á móti.
9:43. Búinn að ná smá af þessari helvítis appelsínuhúð af lærunum á mér. Rakakremið er ekki sem verst. Mig vantar reykelsi.
9:56. Endurskipulagði aðeins íbúðina. Vantaði liti. Svaraði 20 færslum á femin.is og bjó til síðu handa Visku Nótt og Elí Elís á barnaland.is. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
10:08. Í hverju á ég að vera í kvöld? Ég á ekkert í skápnum! Hringdi í mömmu og spurði hvort hún vildi koma með mér í Kringluna og Smáralind. Ég eeeeeeelska að kaupa mér föt. Pantaði mér tíma hjá kvensjúkdómalækni á mánudaginn.
10:26. Vissi ekki að síðan hjá cosmo hefði að geyma svona mikinn sannleika! Af hverju benti mér enginn á þetta fyrr? Þið eruð búin að halda mér í myrkrinu allan þennan tíma. Verð að kaupa mér Bacardi Breezer fyrir partíið í kvöld. 10 manna úrslit í American Idol. Ætli maður geti kosið héðan frá Íslandi?
10:34. Aaaaaaaaaaalpaaaaaróóóós!
10:41. Af hverju eru karlmenn svona skilningssljóir? Hvílíkir apar! Ja, nema kannski Beckham? Hann er sko maður sem er í góðu sambandi við bæði sína innri konu og svo líka konuna sína. Húúúúún er ekkert smá heppin að eiga svona yndislegan mann! Svo sakar ekki að hann er með bestu lærin í boltanum. Hann þyrfti sko aldrei að setja klósettsetuna niður! Ég myndi fyrirgefa honum það. Var að skoða Hello! áðan með nýju myndunum frá húsinu þeirra í Madríd. Hann hefur svo góðan smekk!
10:53. Ekkert komið í bindið ennþá? Ætti ég að fara að hafa áhyggjur? Ég er í skóla og hef ekki tíma fyrir barn. Kannski ég skreppi út í apótek og kaupi mér svona þungunarpróf? Ætli þau séu alveg 100%??? OOOOOOOHHHHHH! Hvað var ég eiginlega full um síðustu helgi? Ætti ég að hringja í hann? Láta hann vita? Nei, ég fæ Jóhönnu vinkonu til að gera það fyrir mig. Hún er svo góð í svona. Trúi því ekki að þetta sé að koma fyrir mig!
10:55. Af hverju er ég að gráta? Bú hú hú hú. Ég er bara svo full af tilfinningum! Það er svo erfitt að vera kona í dag! Það skilur okkur enginn!

Komið af. Guuuð minn almáttugur. Þetta reyni ég ekki aftur. Hvernig í andskotanum útskýri ég það fyrir strákunum í boltanum að ég er hárlaus á líkamanum? Fyrir utan þessa litlu rönd sem ég er með á náranum. Þetta er ekki fyndið. Hvern hefði grunað að eitt dömubindi væri svona hættulegt. Það kann svo sannanlega að hlusta og greinilega gefa ráð líka. Ég fer ekkert í boltann í dag. Ekki svona rakaður. Hvað ætli það taki langan tíma fyrir hárin að vaxa aftur?
Förum í skemmtilegan leik

Lesendur! Nú ætlum við að leika okkur saman. Feels like I´m talking to myself. Eníhú. Allir sem hafa gaman að góðri skemmtun ættu nú að setja sig í stellingar. Leikurinn er mjög einfaldur. Það eina sem þið þurfið að gera er að virkja góða skapið og muna að hláturinn lengir lífið. Svona fer leikurinn fram: Hnefi hægri/vinstri handar er krepptur en vísifingur þó skilinn útundan. Hann er látinn vísa beint upp í loft. Nú er vísifingur(sem ávallt skal vísa beint upp) færður upp að nefi. Broddur nefs skal nema við efstu kjúku fingursins. Nú er höfuð fært hægt til hliðanna, líkt og þú sért að neita barni um sleikjó. Þannig ætti nefbroddurinn að rekast létt utan í fingurinn í hvert skipti sem breytt er um stefnu.

Þannig er leikurinn og frekari útskýring á honum kemur þegar fólk hefur gefið mér til kynna að það hafi prófað hann. Kommentakerfið væri þá sniðugt til að segja frá því. Vona að þið skemmtið ykkur.

April 1, 2004

Íþróttaiðkun

Þvílíkt duglegur þessa dagana. Fór tvisvar í sund. Ef það er eitthvað sem ég elska við að fara í sund þá er það að standa í sturtu umkringdur öðrum karlmönnum. Bíddu?....... lesum þetta aftur... ok.... Nei! Ég var sko að meina allt annað. Ég vildi meina að ég hata það... ééééég eeeer sko svona eingin hommi. Ég er nefnilega ekkert almennilegur hommi en eftir eina ginflösku þá er aldrei að vita hvernig skemmtunin endar. Hvern er ég að plata? Varla að ég nái að klára fyrsta sopann áður en ég er farinn að veifa seðlum framan í bláókunnuga karlmenn til þess að fá þá til að káfa á geirvörtunum á mér. Ég ætti kannski að hætta núna? Meðan ég held enn reisn...... sem... ég.... þarf... aðeins... að... fara á klósettið... ... ...
....
....
....

Kominn aftur! Var nefnilega á klósettinu......... að?.....að?.... að kúka! Já! Ég var þar inni að kúka. Hvert var ég kominn í sögunni? Sturtuklefar og karlmenn. Best að ég byrji bara aftur. Nýr titill og allt.

Sturtuklefar og karlmenn

Svo ég er mikið í sturtum með öðrum karlmönnum þessa dagana. Sem er góður hlutur tel ég. Til þess að komast í samband okkar á milli. Rækta sameiginlega karlmennsku og allt það. Karlmenn eru aldrei nánari en akkúrat á þeim tímapunkti þegar þeir eru naktir og þaktir sápu í sturtu. Þannig var það einmitt um daginn þar sem ég stóð milli tveggja karlmanna og sápaði mig. Fór örlítið að velta fyrir mér hvað myndi gerast? Hvað myndi gerast ef ég segði allt í einu: "Þetta finnst mér best strákar! Það má nefnilega segja að ég sé áleggið í samlokunni, ekki satt?" Hvað myndi gerast ef ég læti út úr mér: "Mér líður alltaf best svona í miðjunni!"? Ég held að strákarnir myndu nú bara taka vel í það. Við erum svo rosalega líbó á þessu.

Ég ætlaði að kynna hér nýjan þátt í þessu bloggi. Listasmiðurinn Völundur er ekki einungis lunkinn við að reisa hús heldur á hann það til að lauma inn nýjum orðum í íslenska tungumálið með einstaklega skemmtilegri orðasmíð. Við gefum boltann yfir til Völandar(?) Nei. Þetta hljómar eitthvað skrítið. Völundurs(?) Eitthvað skrítið við þetta líka. Orðabók Völundar, gjörið þið svo vel.

Völundur velti því fyrir sér eftir að hafa séð orðið barnagirnd í Fréttablaðinu hvort þeir sem hallast til eigin kyns væru þá samkyngirndir? Þeir sem legðust með búfénaði væru þá að sama skapi haldnir fégirnd.

Hvetur nú Völundur alla sem vettlingi geta valdið að skipta út orðinu hneigð og koma inn í tal- og ritmál orðinu girnd.

tobbalicious tekur undir með Völundi. Hann sem gagnkyngirndur maður lýsir yfir stuðningi við réttindabaráttu samkyngirndra. Erum við hvort eð er ekki öll tvíkyngirnd inn við beinið?