June 29, 2006

Svolítið latur... ég veit.

Eftir hér um bil 30 ár geri ég mér grein fyrir því að það er auðveldara fyrir mig að kúka ef ég lyfti aðeins upp vinstri höndinni. Skrítið.

Gríptu nú vísa og líttu á þetta:

Kúúúúúúúl

Meira kúl

Þriðja kúl

Einhver bað um framhald af ferðasögunni. Bara þetta: Þýskir nýpönkarar sem eru það miklir pönkarar að þeir fljúga bara með lággjaldaflugfélögum! Eru fastir einhvers staðar á milli þess að vera pönk og goth. Of pönk fyrir goth og of goth fyrir pönk. Ætli þeir séu lagðir í einelti?

Keyptu nú vörur og vertu vinsælastur í vinahópnum. Það vilja miklu fleiri strákar og stelpur sofa hjá þér í þessum bolum. Það stendur á vísindavefnum og ekki lýgur hann.

June 22, 2006

Ferðasaga...

Svo var lent í hitanum. skÍtalía rúlar. Ég elska þetta land með sínum vel greiddu og plokkuðu karlmönnum og kvenmönnum sem fær hálfa frönsku þjóðina til þess að raða sér upp við landamærin og öskra: "Wha doe yoe 'ave öll ze beautföl wimmen? Wi will throeh baguettes at yoe if yoe doent send oever zoemm oeff ze beautiful wimmen!"

Ég nenni ekki að telja upp allt það sem ég var að gera þarna. Ég og marcella vinkona mældum út konur, hún ráðlagði mér við hverjar ég mætti tala og hverjar ekki. Hún er svo miklu betri en ég að spotta sætar stelpur. En þetta var ekki bara ferð til þess að glápa á og angra sætar stelpur heldur var hún líka til þess að drekka óhóflegt magn af áfengi og borða yfir sig af grillmat og pasta. Matteo sá um þá hlið. Ef þið eigið einhvern tímann leið um skÍtalíu þá skuluð þið endilega panta ykkur "Bistecca fiorentina" sem er einungis besta kjötflykki í heimi.

Það má ekki gleyma heldur hm. Horfðum á skÍtalíu spila gegn USA! USA! USA! og spila hræðilega en það að sitja úti á svölum með bjór og íslenskt brennivín bjargaði málunum. Mér fannst skÍtalarnir ekki nógu blóðheitir að horfa á boltann og var hrifnari af króötunum á barnum daginn eftir. Þar fer blóðheit þjóð.

Allt tekið saman. Gleði. Grill. Sól. Fallegt kvenfólk. Skemmtilegir og ALLS ekki fallegir karlmenn. Allt það sem ísland hefur uppá að bjóða. Skil ekki hvað ég var að fara út til að byrja með.

Og nú heldur búðargleðin bara áfram. Þá kemur spurningin: Er leyfilegt að bjóðast til að gera sérlegur aðstoðarmaður viðskiptavinar bara vegna þess að hún er stórglæsileg? Neita þar með öllum öðrum aðstoðar og hanga bara með henni. Ég hélt það. Takk.

June 21, 2006

Þýskir nýpönkarar rokka!!!

Jæja. Búinn að sofa úr mér þreytuna af því að ferðast. Mér virðist sem það sé einhvert samband á milli þess að eldast, eyða sjöhundruð klukkutímum á flugvöllum og þreytu. Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu? Nú biðla ég til þeirra sem hafa stundað klíniskar rannsóknir að upplýsa mig, við strákarnir í tengslanetinu værum til í að forvitni okkar yrði svalað. Hvað er betra en tengslanet, væntanlega grasrótin ekki satt?

Ferðasaga (lituð af fallegasta kvenfólki í heimi, dauðum tollvörðum og bjór).

Fimmtudagurinn á leiðinni út byrjaði glæsilega og endaði með baráttu við lykil og hurð sem neitaði að opnast. Nú hef ég oft flogið til útlanda en samt var ekkert sem gat undirbúið mig fyrir spurninguna sem ég fékk frá tollverðinum í Leifsstöð. Rétti honum passann minn og sá lítur á hann og myndina af mér og spyr: "Er þetta þitt vegabréf?" Hvernig ætti ég að svara þessari spurningu? Hvað gengur manninum til? Var verið að leiða mig í gildru? Mig fer að gruna hvernig þeim tókst að nappa þessa tvo kínverja um árið sem voru með fölsuð vegabréf. "Is this your passport mister chinese guy?" "No!" "Ahhhhh!!! You have a forged passport!! Gummi! Náðu í gúmmíkylfuna mína!" Sem betur fer hafði ég þó vit á því að kreysta upp úr mér svarið: "H....ha...á...já....á?" Slapp sem sagt naumlega við barsmíðar og réttarhöld sakaður um mansal. Þeir eru lúmskari en andskotinn þarna í keflavík.

Svaf alla leiðina til london og eins og alltaf þegar ég sef í flugvélum vona ég að morgunviðurinn hafi ekki látið á sér kræla. En ég gerði mig að nógu miklu fífli á stansted til þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum. Málið er að ég hafði einhverja átta tíma til þess að eyða í stansted og eftir einhverja tíu kaffibolla var ég orðinn helvíti þyrstur og þar sem írland er heimaland guinness ákvað ég að núa þeim þvi um nasir og fá mér guinnes í englandi. Þeystist á barinn og pantaði bjórinn. Fann laust sæti og spurði tvo menn sem sátu við borðið hvort ég mætti ekki tylla mér hjá þeim til þess að reykja með bjórnum. Þeir kinka jákvætt kolli og ég geri mig tilbúinn til þess að setjast. "En hvað gerist þegar bakpokar gera árás?!!!" Með bjórglasið í hægri hönd og bakpokann á hægri öxl á eftirfarandi atburðarrás sér stað: Bakpoki rennur af hægri öxl. Alla leið niður hægri upphandlegg og tekur sér stöðu í svonefndri olnbogabót (ef á fæti heitir það hnésbót þá hlýtur það að vera þannig!). Nú er líkaminn skrítið fyrirbæri og svo virðis sem þegar þungur hlutur tekur sér óvart stöðu í olnbogabótinni þá þeytast framhandleggur, lófi og fingur í átt að líkama. Prófaðu að slá í olnbogabót og sjáðu hvað gerist. Með fullt glas af bjór í hendinni þá er mjög líklegt að þú blotnir. Sem ég gerði. Allt glasið fór í andlitið á mér. Eftir nokkur vel valin blótsyrði á hvorki meira né minna en fjórum tungumálum (segið svo að háskólanám borgi sig ekki) náði ég að þurrka bjórinn úr augunum á mér og sjá mér til mikillar gleði að ALLUR barinn er að horfa á mig. Ég held að kynþokki hafi ekkert með það að gera. Ég tylli mér í bjórvott sætið og hugsa með mér að ég geti alla veganna drekkt sorgum mínum í þeim einum þriðja bjór sem eftir er í glasinu. Einhver réttir mér bréfþurrku og ég strýk framan úr mér restina af bjórnum. Þá gerist svolítið skrýtið, það er risablóðblettur í þurrkunni. Tekur þá nefið á mér sig ekki til og ákveður að fá þessar risablóðnasir. Það er jökulá af blóði sem rennur úr nefinu á mér og þarna sit ég einn og yfirgefin í útlandinu, bjórvotur með blóðnasir og engan stað til að fela mig á. Sem betur fer þá get ég hlegið að þessu í dag.

Hrósið fær annar gauranna sem sat á borðinu þar sem ósköpin dundu yfir. Hann rakst á mig seinna á öðrum stað í flugstöðinni og gaf mér thumbsup-merki. Sýnir hvað við karlmennirnir erum samrýndir.

June 15, 2006

Farinn til skÍtalíu

Ef allt gengur að óskum kem ég ekki heim aftur, annars kominn heim í gleðina á mánudag. Scheisse. Áfram Ísland!

June 14, 2006

Allt að smella

Búinn að ná toppnum. Þurfti að afþýfa pissublautan róna í búðinni í gær. Eitt það kynþokkafyllsta sem ég hef gert á ævinni.

Kvartbuxurnar og sandalarnir tilbúin til brottfarar og einungis nauðsynlegt að klára nokkra tíma i vinnu og kannski dansa örlítið við sjálfan mig inni í herbergi áður en ég legg í hann.

Ef ég læt ekki heyra í mér þá er ég bara í útlöndum að bera út gleðiboðskapinn og selja hugmyndina að fríríki á keflavíkurflugvelli til útlendinga.

Eitt í viðbót. Var ég eitthvað að misskilja líffræðikennslu í grunnskóla eða heita beinin tvö í framhandleggnum ekki öln og snípur? Ég sé fyrir mér ljóslifandi skýringarmyndir, örvar og neðanmálstexti, þar sem þessi orð komu fram. Ég alla vegna hnakkreifst við Voelli Saeti(tm) um daginn að ég myndi brjóta á honum fokking snípinn og ölnina ef hann færi ekki í lögguna. Það skýrir líka af hverju karlmenn finna aldrei snípinn á kvenmönnum, þeir eru bara að leita á vitlausum stað. Svo ég ætla að gera ykkur stóran greiða strákar. Prófið næst að sleikja og erta framhandlegginn á stúlkunni. En passið ykkur að hitta á rétt bein! Það hefur enginn ertst (????) við að láta sleikja á sér ölnina. Svoleiðis fólk er líka kallað perrar og við viljum ekki vera að hanga með þeim.

June 12, 2006

Þrír dagar í skÍtalíu og gleði

Ég er alltaf að leita að gleðinni annars staðar. Nú er fílófaxið mitt með nokkuð einfaldar færslur. Muna að mæta í vinnu. Muna að horfa á fótbolta. Verður þannig væntanlega fram í miðjan júlí. Fyrir utan þessa nokkra daga á skÍtalíu. Þá verða færslurnar: Muna að drekka meira rauðvín og reyna við allt sem hreyfist.

Hér eru nokkur vídeó sem halda mér glöðum þessa dagana:

Otis:


Randy Watson:


Óðsöngur til kvenna:


Dansæði!!!:

June 7, 2006

Hvað er málið með fúlu vinkonuna?

Vá hvað það var tekið á því um helgina. Kannski of mikið. En eins og sagt er þá er það gott fyllerí ef engin hefur migið í sig eða misst auga. Hvorugt gerðist og því verður að líta á það þannig að helgin hafi heppnast vel. Völli sexý(tm) gat meira að segja bætt nýjum hlut í "Voelli Sexy(tm)´s Personal Kama Sutra Diary" Hún er ekki erfið og ætti að vera á færi allra að prófa: "Nonnasósunuddið - einstæða móðirinn tekur sér þá stöðu líkt og hún væri Snorri á selnum. Með annarri hendi heldur hún á nonnabita og reynir að sporðrenna honum á sem stystum tíma. Sósan sem lekur niður og á bak selsins (sem var Völli Sexý(tm) í þetta skipti) er þá notuð sem nuddolía. Allir vinna þar sem stúlkan nær að seðja mesta hungrið og Völli sexý(tm) losnar við mestu vöðvabólguna sem hann náði sér í með því að nota lyklaborð sem ekki er hannað með tilliti til réttrar líkamsstöðu."

Það er um að gera að reyna þetta. Koma svo.

Annars var ég svo stoltur af mér um helgina. Tóks á einhvern undraverðan hátt að græta ekki stúlkuna sem ég var að reyna við. Hún brosti meira að segja til mín. Hvað klikkaði? Ég hef ekki hugmynd. Jú annars þá hef ég góða hugmynd um hvað klikkaði. Yndislegur hlutur sem ég get einungis kallað "Vinkonuna!!!" með stóru vaffi og þremur upphrópunarmerkjum.

Vá hvað þetta er pirrandi og leiðinlegur hlutur. "Hún vill ekkert tala við þig!!" en... ég var að tala við hana og hún virtist alveg vera sátt við það.. "Nei! Taktu bjórinn þinn aftur! Hún vill hann ekkert! Farðu svo bara!!" Hvað er málið? Róleg á því að vera sækó! Alveg róleg. Örlítið færri breezerar næst kannski? Hvað ef þetta gerðist einhvers staðar annars staðar? Stígur upp í strætó, borgar og biður um skiptimiða hjá strætóeklunni og það næsta sem þú veist er að út úr engu kemur sveittur kvenmaður með rauðar kinnar og öskrar á þig: "Hún vill ekkert gefa þér skiptimiða! Skilurðu þetta ekki?!! Komdu þér svo í burtu!!" "En ég ætlaði bara að fá skiptimiða.." "Já en hún vill ekkert gefa þér skiptimiða!!"

Komum þessu meira út af börunum og inn í hversdagslífið. Tveir einstaklingar mætast úti á götu. Strákur sæmilega snyrtilegur til fara snýr sér að stúlku og spyr "Fyrirgefðu en ekki gætirðu sagt mér hvar bergstaðarstræti er?" Að drífur þriðja einstaklinginn sem er greinilega mikið niðri fyrir og æpir að drengnum "Hún vill ekkert segja þér hvað bergstaðarstræti er! Skilurðu ekki neitt?! Þú getur bara farið með þetta götukort þitt eitthvað annað!! Burt!! Farðu þarna perrinn þinn!!"

Náði að skrifa þetta blogg með nonnann í annarri hendi.