August 28, 2003

Jæja, krakkar mínir.

Á Eggertsgötunni gengur allt sinn vana gang. Skóli er hafinn og hugsa ég ekki um neitt annað þessa dagana. Ja, kannski er eitt sem ég hugsa svolítið um þessa dagana.... hvað var það aftur? Bíddu, bíddu, þetta er alveg að koma.... Já núna man ég, BESTU MEST BRILLÍANT TÓNLEIKAR SEM NOKKURN TÍMANN HAFA VERIÐ HALDNIR.....EVER...AND EVER...AND EVER, EVER. Foo Fighters komu, sáu og gjörsigruðu. Þvílik andskotans snilld sem þetta var og er enn í huga mínum. Hvílík keyrsla á einu bandi. 17 lög á tveimur tímum. Aldrei stoppað fyrir utan tvisvar til þess að hæla landi og þjóð. Hvílíkur kraftur í einni hljónst. Þetta var í 5. skiptið sem ég sé þessa snilldarhljónst frá USA og bjóst nú við því að ég myndi skemmta mér, en..... þetta var eitthvað svo miklu meira.. svo miklu, miklu meira. Líkt og félagi minn Davíð sagði á tónleikunum þegar hann lýsti áhyggjum sínum á því að hann vissi ekki hverju hann ætti von á þegar hann spilaði á nýjum stöðum. Það væri aldrei að vita hvort áhorfendur stæðu eins og þvörur og létu ekkert í sér heyra. "Didn´t think it would happen. Because we´re pretty fucking good at this." Það eruð þið svo sannanlega Davíð minn, það eruð þið svo sannalega. Get ekki beðið eftir næstu tónleikum með þeim. Þó svo ég búist ekki við því að þeir geti toppað þetta. Þið sem ekki komust eigið alla mína samúð, önnur eins skemmtun verður aldei aftur hér á landi. Svo mikið er víst.

August 26, 2003

tí hí hí hí hí hí... Dave Grohl og ég saman maður...

Það er ekki oft sem ég missi mig. Fer að hágrenja líkt og smástelpa og missi mátt í tal- og skynfærum og útlimum þar að auki. Það gerðist samt áðan þegar ég var sakleysislega á gangi á Laugaveginum og hitti ekki ómerkari mann en fokking andskotans Dave Grohl. Dave FOkkking Grohl og ég á Laugaveginum saman!!!!! FOkking hell hvað ég missti mig..... algjörlega... kom ekki orði út úr mér fyrr en eftir eitthvað sem mig minnir að hafa verði 5 mínútur.... er ekki enn búinn að ná mér þið fyrirgefið... shit... Dave eins og ég vil kalla hann, þar sem við erum eiginlega orðnir vinir núna.. já, ég myndi segja það.. VINIR. Næ ekki helvítis glottinu af mér. Andskotinn sjálfur. Starstruck eins og lítil lesbía.... og samt er mesta gleðin eftir.. það að fá að sjá helvítið uppi á sviði á eftir. Húsið opnar klukkan 19 félagar og ég ætlast til þess að sjá ykkur öll þar.

Dave og tobbalicious á Laugaveginum saman... phifff!! Hvað verður það næst???

August 25, 2003

Góðar smokkaauglýsingar.

Endurnýtanlegur
Eliminator
Skóli......

Ekki í rauninni byrjaður en samt. Get ekki beðið eftir morgundeginum. Nú er bara að læra alla textana fyrir gleðina sem gerist á morgun. Loksins loksins.

August 21, 2003

Sá bíl um daginn sem mikill húmoristi á. Á honum stóð "Ný skylinn". Hagði ekki hjartað í mér að benda honum á vitleysuna.

"Vinkona mín" sem tekur alltaf með mér strætó, kallar alltaf á mig yfir allann vagninn STRÁKSI! STRÁKSI!, spurði mig um daginn hvort ég vissi til klukkan hvað Félagsþjónustan væri opin.

Tvisvar í röð hefur það nú gerst að fólk hefur læðst aftan að mér í búðinni, hljóðlátt sem tígrar, og þegar munnur þeirra nam við eyra mitt hvíslaði það með fullri raust AFSAKIÐ!

Þetta er ástæða þess að ég hef ekki náð að skrifa neitt hér síðustu daga. Lífið sýgur krakkar mínir. Er bara að komast að því núna.

August 14, 2003

No, he´s a pirate.

Djöfull er maður búinn að vera latur að skrifa. Kvaddi Albínóann í gær, farinn til Baunalands að læra fleirmiðlun. Sá snilldarmyndina "Pirates of the Caribbean". Johnny Depp er ekkert minna en snillingur. Allir í bíó. Styttist óðum í skóla. Meira hef ég ekki að segja. Flúrið verður reyndar meira kúl með hverjum degi. Sem þýðir að ég verð meira kúl, þó það virðist ótrúlegt þá er það satt. ÜberKühl! Herr ÜberKühl!

August 8, 2003

Þessi texti á svo vel við þessa dagana.

The major problem- one of the major problems, for there are several - one of the many major problems with governing people is that of whom you get to do it; or rather of who manages to get people to let them do it to them.
To summarize: it is all a well known fact, that those people who most want to rule people are, ipso facto, those least suited to do it. To summarize the summary: anyone who is capable of getting themselves made President should on no account be allowed to do the job. To summarize the summary of the summary: people are a problem.
And so this is the situation we find: a succession of Presidents who so much enjoy the fun and palaver of being in power that they very rarely notice that they´re not.
And somewhere in the shadows behind them - who?
Who can possibly rule of no one who wants to do it can be allowed to?
Það er einhver frædei í manni. Ekki hægt að neita því. Lenti í því í gær að þurfta að vísa einhverju pari á sjötugsaldri út úr búðinni. Sökum ölvunar. Klukkan var hálf átta. Það er eitthvað við það sem virkar rangt. Braut upp daginn. lovs ya!
Búðu til þitt eigið bílnúmer.

August 7, 2003

Í dag er ég breyttur maður

Ég er svo über glaður í dag. Því í gær fékk ég mér tattú. Á belginn. Flottasta tattú ever. Ég veit að ég var búinn að tala um það að fá mér tattú af úlf sem væri búinn að rífa í sundur á mér skinnið og kæmi stökkvandi á móti, en ég hætti við það. Fannst það ekki vera nógu áberandi. Nú geta allir aðrir hætt við það að fá sér tattú því ég er kominn með það flottasta. Fokk samt hvað það var sárt. Jónsi þú hafðir rétt fyrir þér, maginn er versti staður í heimi til að fá sér tattú. Náði samt að halda aftur tárunum. Maður er svo rosalegur karlmaður, skiljið þið? Eníhú, þá gæti ég ekki verið fokking ánægðari með sjálfan mig, nú er bara að draga afa gamla til Fjölla því ég veit að karlinn vill fá sér kommúnistastjörnuna á upphandlegginn. Þokkalega hvað afi minn er brilljant kúl kall.

August 6, 2003

Kominn með eitthvað smá til að getað bloggað. Ekkert grænt lengur. Bú hú!

August 1, 2003

tobbalicious er einn í heiminum!

Það er ekkert að gerast. Ekki neitt. Ég sit í vinnunni og reyni að hugsa um eitthvað að gera, en það gerist ekki neitt. Ég held að það gæti verið að einhverjir úr Rvk séu farnir út úr bænum en ég vil ekki fullyrða um það. Dauði og djöfull maður. Svona dagar eru einungis til þess gerðir að draga úr manni allann mátt, maður sekkur dýpra og dýpra í letina(ekki það að hún sé ekki til staðar hjá manni fyrir) og endar á því að stara tómur út í loftið(meira en venjulega). Það er einmitt á þessum dögum þegar ég uppgötva að ég gerist sekur um einn versta glæp sem til er. Það að stara út í loftið með kjaftinn galopinn, það er nefnilega ekkert ljótara heldur en það, fyrir utan kannski að vera opinmynntur og samvaxinn. Nenni ekki einu sinni að röfla lengur. FFWD please.