September 22, 2005

Ástin og myndavélin mín

Hvað er ekki búið að gerast frá því að við heyrðumst síðast? Fór sem sagt í ferðalag til frakklands og gerði lítið annað en að liggja á ströndinni og reyna við ellilífeyrisþega á ströndum Nice. Það virðist sem bæði í frakklandi og skÍtalíu þá fer gamalt fólk á ströndina til að líta hafið í síðasta skipti áður en það fer til síns heima og deyr. "Sá hafið. Ég er tilbúinn að deyja."

Eftir frakkland var það svo milano. Á einhverja vini það sem ég vildi kveðja þó svo ég væri ekki mjög spenntur fyrir milano. Himininn er alltaf brúnn í milano. Fyrsti dagurinn var týpískur milanodagur. Eyddum honum í bílnum í umferðinni. Svolítil umferð í milano. Skaust sem sagt á milli prufa fyrir hinar ýmsustu módelskrifstofur. Kominn á samning hjá lítilli skrifstofu og fyrsta verkefnið verður væntanlega að auglýsa blautklúta fyrir hin viðkvæmu svæði karlmanna.

Ég skemmti mér eins og hóra í mílano. Þrjú kvöld á þremur mismunandi stöðum og síðasta kvöldið varð ég yfir mig ástfanginn. Yfir mig. Hef ekki misst mig svona frá því að ég leit mína fyrrverandi fyrst augum fyrir mörgum mörgum árum. Ég hætti ekki fyrr en ég fæ hana. Til íslands. Vonandi. Kannski.

Eftir mílanó var svo haldið heim á leið til að fagna bjórnum. Bjórhátíð í Sasso Marconi sem allir sem lásu þetta blogg fyrir ári síðan ættu að muna eftir. Joe DiBrutto spilaði fyrir gesti og það sem hélt mér gangandi var að kvikindið mundi eftir mér frá því í fyrra. Labbaði upp að mér fyrir tónleikana og heilsaði upp á mig. Ég elska þá, þeir elska mig. Við giftum okkur seinna.

Nú bíð ég bara eftir því að fara heim. Reyndar stoppa ég í London í nokkra daga til þess að heilsa upp á Maxim og Ailsu. Tek Marcellu með mér og vona að hún og þýski læknirinn rífist ekki allan tímann. Kannski að ég kaupi mér nýtt plakat?

Ef ekki fyrr þá heyrumst við á Íslandi. Vantar gistingu og vinnu. Ef einhver veit um eitthvað.

Kynnist þessari hljómsveit: Toxic Tuna

September 14, 2005

Enregistrer en mode Bruillon

For i hradbanka adan thar sem a skerminum stod: einn af hverjum tiu vidskiptavinum thessa hradbanka er raendur. I'm one of the lucky nine.

Her er sol. Her er himinblatt haf. Vondur is en god bakari.

Eg get svo svarid thad ad nota utlenska stafi vid ad blogga er eins og ad kuka standandi, otholandi.

Reyni allt sem eg get til thess ad sofa hja gestgjafa minum. A morgun er thad svo milano... ut ad drekka med ofurmodelum. Sidan aetla eg ad skila mer heim i bolognadalinn og drekka fra mer allt vit adur en eg fer heim.

Eg gaeti sagt vid islendinga thad sem eg segi vid hvern einasta frakka sem reynir ad tala vid mig: I hate your country, I hate your language but most of all I hate your face.

Thessi her er tileinkadur bjormalaradherra: Enn langar mig ekki heim.

September 9, 2005

Af því ég elska ykkur

Nú er förinni heitið til Frakklands á morgun. Verð viku í Nice að sleikja sólina og dansa nakinn með baquette undir hendinni. When in Rome. Nú er ég orðinn nokkuð sjóaður í því að nota evruna, þar sem hún er gjaldmiðill skÍtalíu, en ég er mikið að spá í því þar sem ze french nota hana líka hvað gengið á henni sé í frakklandi? Hún er eitthvað um sjötíukall hérna en þar? Ég hringi bara í bankann til þess að spyrja að því.

Svo er ég líka að plana framtíðina. Aldrei of seint í rassinn gripið líkt og Karló meðleigjandi minn segir. Sá nefnilega gaur um daginn með gat í hálsinum, væntanlega eftir reykingar, og hann notaðist við svona rafmagnshólk einhvern sem hann lagði upp að gatinu til þess að tala og út kom þessi fína róbótarödd sem talaði ítölsku. Ég er nefnilega að spá í því ef þetta kemur fyrir mig hvort það sé hægt að fá svona hólk sem talar íslensku? Ef maður ferðast, kemur hann þá með margtungumálastillingu? Þetta er eitthvað sem gaman er að spá í. Hringi upp í TR til þess að komast að þessu.

U.þ.b. þrár vikur eftir. Enn langar mig ekki heim.

September 3, 2005

Stundum verður maður að rjúfa þögnina

Leitarvélar eru yndislegar. Þær gera lífið þess virði að lifa því. You sorry bastard. Sorry sorry bastard. Að einhver hafi slysast inn á síðuna með því að leita að "brjóst"



Hér er hún. Gó kreisssssssííííí

aaaa... ha... ha ha... HA AH HA HA HA HA HA HA!!!!! You sorry bastard!!!

September 1, 2005

Spegill

Ég ætlaði að vera búinn að koma mér til frakklands. Það verður samt að bíða í eina viku þar sem hálf fjölskyldan er á leiðinni. Ætla að túristast með þeim um alla skítalíu. Veit ekki hvað meðleigjendurnir segja um allar þessar konur... það verður bara að koma í ljós, ekki satt?

Fór í íslendingapartý fyrir tveimur dögum. Staðfesti það að mig langar ekkert heim. En það er að gerast hvort sem er. Þannig að ég ætla að elska það að koma heim. Meira en fokking lífið.

Svo ætla ég líka að taka mér mánaðarfrí frá þessu blessaða bloggi. Tölvan fer að fara heim og ég hef hvort sem er lítið að segja. Heyrumst eftir mánuð.