November 30, 2006

Vill hún mig ekki?

Ég hallast að því Guðný vilji mig út af heimilinu. Ég er ekki alveg fullviss um það en það er ýmislegt sem gefur það til kynna. Eins og gærdagurinn. Ósköp venjulegur og lítið sem gerðist, þangað til ég lagði mig. Þannig er að ég var að lesa bók í rólegheitum inni í stofu og eitthvað virðist ég hafa lagt mikið á mig við lesturinn því ég steinsofnaði. Það hefur komið fyrir áður og ég hef aldrei fundið mig knúinn til þess að skrifa um það áður. Það sem á eftir gerðist er hins vegar vert að minnast á og vakti mig til umhugsunar hvort Guðný væri í alvörunni að fylgja eftir hótuninni "Ef þú kemur þér ekki út innan mánaðar, þá drep ég þig."

Ég vaknaði eftir um klukkutíma og það fyrsta sem ég tók eftir var að ég sá allt úr fókus. Gleraugun voru ekki lengur á nefinu á mér. Það er meira mál en margur heldur. Ég er nefnilega staurblindur án gleraugna. Þar sem ég hafði sofnað með þau að andlitinu þá þreifaði ég í kringum mig og á gólfinu fyrir neðan sófann. Engin gleraugu. Svo ég fór að hugsa, veit ekki á gott en stundum neyðist maður til þess. "Var ég ekki með gleraugun á mér?" Ég vissi að það stæðist ekki, hefði ekki einu sinni getað séð bókina í höndunum á mér án gleraugna. Lífinu lifi ég ekki án gleraugnanna svo ég skreið á stað í leit að þeim. Það gat ekki annað verið en þau lægu einhversstaðar á gólfinu í kringum sófann. Þar sem ég skríð um á gólfinu þá heyri ég eitthvað þrusk fyrir aftan mig. Ég sný mér snöggt við og sé skuggamynd Guðnýjar í dyrunum að stofunni. Hún segir við mig: "Ertu að leita að þessu?," og réttir út höndina til þess að sýna mér eitthvað. Ég er heppin að sjá höndina hreyfast úr fimm metra fjarlægð.

"Eru þetta gleraugun mín?," spyr ég. Ég býst við því að hún hafi kinkað kolli til samþykkis því hún sagði ekki neitt. Svo ég spyr hana aftur "ertu með gleraugun mín?" "Já," segir hún í þetta skiptið og ég heyri eitthvað skella á parketinu. "Hvað var þetta?," segi ég og sný höfðinu í allar áttir starandi út í tómið. "Úpps!," segir Guðný, "ég virðist hafa misst þau. Þetta er stórhættulegt. Það gæti einhver..." brothljóð " ...stigið ofaná þau ... æ æ æ." Ég spóla á stað á sleipu parketinu í áttina að henni. Þegar ég loks kemst upp að henni þreifa ég fyrir mér á gólfinu og finn þar gleraugun mín. Öll beygluð og glerin bæði brotin. Ég lýt upp til þess að reyna að sjá framan í andlit þeirrar Guðnýjar sem er svo ill að geta gert svona hlut. En ég þarf ekki að sjá framan í hana því kaldur illkvittinn hláturinn sem ég heyri koma frá henni segir allt sem segja þarf.

Ég er enn á hnjánum með leifarnar af gleraugunum í höndunum. Hún snýr sér við og býst til að ganga út úr stofunni en snýr sér við í dyragættinni og segir við mig: "Ég var ekkert að grínast. Ég vil þig út. Þú hefur verið varaður við. Næst verður það líkamlegt tjón." Svo gekk hún út.

November 29, 2006

Fokkblogger

Það er eitthvað að þessu bloggerdrasli. Þarf að finna mér annað. Get ekki bloggað, editað né gert fokk. Getur einhver bent mér á betri bloggdrasl?

November 28, 2006

Ítalskar kvikmyndir og eigin ljóðagerð



Hver segir síðan að maður geri
aldrei neitt. Hangi öll kvöld einn í bíó að horfa á ítalskar kvikmyndir. Ef
einhverjum langar með þá á ég einhvern helling af 2 fyrir 1 miðum. Næsta
bíókvöld er á miðvikudag. Náði reyndar að plata Voella Saeta(tm) með mér á aðra
myndina í gær. Það truflaði mig svolítið að hann var allan tímann að æpa "hvar
eru keeellingarnar?! Eru engar foxý keeellingar á þessum homma listamannamyndum
þínum?" Svo í hvert skipti sem eitthvað kvenkyns birtist á tjaldinu heyrðist í
þeim Saeta(tm) annaðhvort "Ljóóóóót!!!" eða "Sæææææt!" Ef aftur á móti karlmaður
birtist þá gólaði hann yfir allan salinn "Hooommi með brilljantín í hárinu!"



Þó svo ég væri kominn ansi langt niður í sætið í lok myndarinnar þá var þetta
allt í lagi. Ég var þó næstum því hlaupinn út þegar Voelli Saeti(tm) sneri sér
að eldri hjónum fyrir aftan okkur og spurði hvort þau héldu að aðalleikkona
myndarinnar væri rökuð að neðan eða ekki. Sem betur fer móðguðust þau og gengu
út svo ég gat klárað myndina. Veit ekki hvort ég leggi í það að bjóða Voella
Saeta(tm) með mér aftur.



Ég fékk reyndar svona 2 fyrir 1 um helgina líka. Tvær sem kölluðu mig hálfvita
en ein sem hrósaði mér.  Ef ég væri ekki svona vanur því að ókunnugar
stúlkur og/eða konur væru að  ráðast á mína persónu þá hefði ég móðgast.
Ætli það sé ekki bara fullvissa mín um hversu mikinn húmor kvenmenn myndu hafa
fyrir því að vera kallaðar hálfvitur sem gerir mig svona ónæman fyrir köllum og
árásum þeirra. Allir vita hversu rosalega erfitt er að móðga kvenmenn. Þá
sérstaklega með orðum. Ég held ég hafi aldrei nokkurn tímann á ævinni séð konu
móðgast eða reiðast út af einhverju sem sagt hefur verið við hana og þær virðast
engan áhuga hafa að leita skýringa í tvíræðum setningum. Þess vegna myndirðu
t.d. aldrei heyra konu segja "Hvað meinarðu með því?"



En nóg um skilningsríkar konur. Það líður að jólum. Samkvæmt áralangri hefð þá
hafið þið hjálpað mér við að velja jólakort til að senda til vina í útlöndum.
Málið í ár að ég get ómögulega gert upp á milli tveggja þema. Hvort er sætara,
selir eða apar? Setjið ykkar atkvæði í kommentakerfið. Apar eða selir? Selir eða
apar?



Þema 1 apar:
Jóla-apinn



Þema 2 selir:
Jóla-selur




November 27, 2006

Alltaf eitthvað nýtt!

Til þess að halda mér á tánum þá reynir ég alltaf að elta uppi kennslumyndbönd á netinu til að geta tekið þátt og jafnvel hafið vitsmunalegar umræður í partíum. Ég vil helst ekki halda þessum hlutum bara handa sjálfum mér svo mig langaði til þess að gefa ykkur tækifæri að vera "klári vinnufélaginn" í dag. Ég komst nefnilega að því að denim sem er einmitt bómullarefnið sem gallabuxur eru búnar til úr er inniheldur 2,4 kínverja, klór, örfínt sag og plast- og glerflöskurnar sem endurvinnslan neitar að taka á móti. Vinnsluferlið er einhvern veginn þannig að kínverjarnir eru settir í risastórar tromlur þar sem þeir eru afhýddir og þurrkaðir. Það skinn og hár sem fellur frá við þetta ferli er svo sent til pappírsverksmiðja þar sem það er notaði til þess að búa til óbleiktan pappír.

Kínverjabolirnir eru hins vegar fyrst kurlaðir og sendir svo áfram í brennsluofna (1800°) þar sem blandað er við þá efnum sem saman mynda olíukennda leðju sem svo er þvegin með klórblönduðu vatni til þess að losna við svarta litinn. Við þetta er nú blandað sagi auk þess sem vinnsla hefst við að þurrka efnið og rúlla þeim upp í risastórar rúllur. Á þessu stigi er for-denimið mjög líkt pappír en í næsta ferli þá er bráðnum plast- og glerþráðum sprautað með háþrýstitækni ofaná for-denimið. Þar af leiðandi, ef þú kíkir innan í buxurnar eru þær ljósari öðru megin auk þess sem denimið fær það útlit að það sé búið til úr örfínum þráðum.

Nú er denimið tilbúið til niðurskurðar og við tekur ferli þar sem saumað er og hnappað og guð má vita hvað og örugglega vinnustaðahrekkja líka.

Þess má til gamans geta að nú eru einnig komnar á markað "lífrænt ræktaðar gallabuxur". Þá eru starfsmenn sem ekki lengur standa sig í starfi sökum aldurs eða vinnuslysa notaðir í vinnsluna. Í stað klórs er þá notað hár indíána, sem þegar það er sútað gefur af sér efni með svipaða eiginleika og klór. Í stað plast og glerflaska er notaður hvíta roðið sem finna má þeim hluta t.d. lúðu og kola sem vísar niður. Ég er ekki alveg viss um það hvort það sé roð, en það er alla veganna viðbjóðslegt að bragðið. Það sagði mér einhvern tímann fiskifræðingur að bragðið kæmi til vegna kínín-skorts á þeirri hlið sem aldrei vísaði að sólu.

En nóg af vísindum í bili njótið heil.


November 21, 2006


Yfirvaraskegg

Hér á heimilinu er allt í hers höndum. Bókatíðindi komu inn um bréfalúguna fyrir helgi og við höfum ekki náð Breka af klósettinu síðan. Hið endalausa rifrildi um klám eða erótík hefur enga merkingu á okkar heimili þar sem klámblaðið er bókatíðindi. Lýsingar á bókum og smækkaðar myndir af kápum gera Breka greyið brjálaðan. Það eru allar þessar sexý lýsingar á bókum sem fá geirvörturnar á honum til þess að standa út í gegnum lopapeysuna. Hann hefur ekki þorað að líta í bók, ekki eftir slysið með Tár, bros og takkaskór hérna um árið. Hvað er að mogganum að birta úrdrátt úr bókinni og vera ekki með aðvörun á undan? Hann grét samfleytt í fjóra daga og reyndi að skera sig á púls með rifnu viskustykki.

Nú les hann bara eina bók á ári. Bókatíðindi. En svipurinn á Breka þegar hann les þau segir allt. Og það að hann lesi þau inni á klósetti líka. Sveitt efri vörin og hálfglottið (ásamt geirvörtunum) gefa til kynna hversu mikið honum likar bókatíðindi. Svo eru það öskrin sem koma út um lokaðar baðherbergisdyrnar. "Hver er lítil hraðfleyg spennusaga?!" "Ég sé það bara á kápunni hversu frumleg og munúðarfull saga þú ert!" "Talaðu við Breka frænda og segðu honum frá sambandi höfundar og lesanda... ætlarðu með mig í dans á milli skáldskapar og veruleika?!" "Hárfínn húmor! Ughh! Tragísk örlög! Stílbragð! Kalt vatn! Skinns! Hörunds!" "Bráðlifandi og kraftmikil skáldsaga!" Þetta þurfum við að hlusta á um nætur þegar hann heldur að allir sofi.

Við stöndum ráðþrota gagnvart því hvernig við getum læknað hann af þessu. Er hægt að tala um að menn "lendi í bókmenntaumfjöllunarklámi"? Senda hann á Vog og vonast til þess að þeir nái að berja þetta úr honum. Gæti orðið spennandi verkefni fyrir Þórarinn Tyrfingsson. Álfurinn seldur haldandi á litlum bókatíðindum á næsta ári.

November 17, 2006

Formaður Neytendasamtakanna!

Helgin er að rúlla inn með vinnu og tónleikum. Svo það verður kannski lítið um að maður hangi niðrí bæ að dansa. Þó ég hafi kannski lítið dansað frá því að menntaskólaballinu hér fyrir einhverjum árum síðan. Ætli þau séu ekki um það bil 12? Gamall maður. Þá var ég einmitt að dansa við fyrstu kærustu mína. Nýsloppinn úr unglingabólum og nefið allt að losna við unglingabólguna. Lífið brosti við mér og 5 ára planið innihélt lögfræði og drauma um að verða formaður Orators. What is love? hljómaði úr hátölurunum og ég og kærastan sveitt á dansgólfinu. Það eina sem truflaði mig var 6.bekkingurinn sem starði óþægilega mikið á kærustuna mína. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki bara taka hana heim. Sem hann og gerði. En ég náði mér þó svo að það hafi örugglega verið átakanlegt að sjá mig hágrátandi á hnjánum á dansgólfinu á Hótel Íslandi þá nóttina.

Ég fyrirgaf henni og komumst við þrjú að ágætis samkomulagi þar sem ég fékk dagana en hún gisti svo hjá honum. Og einhverjum vinum hans held ég líka. Ég fékk það samt aldrei staðfest. En miðað við fjölda karlmanna sem var teiknaður inn á myndina hjá henni í faununni þá mátti skilja ýmislegt. Það sem kom mér kannski á óvart var hversu margir vina minna voru teiknaðir þar. Þeir hafa ekkert viðurkennt og segja að þetta hafi greinilega bara verið eitthvað grín hjá teiknaranum.

En nóg um menntaskólaárin. Bestu ár ævi minnar. Ég þarf að takast á við vandamál dagsins í dag. Þetta dæmi að bróðir minn eigi kærustu er að þvælast fyrir mér. Ég veit að hann saurgar sig ekki með því að stunda kynlíf. Enda tókum við bræður þá ákvörðun að hann myndi bíða þangað til eftir giftingu. En hún aftur á móti sendi mér eitthvað sem kallast bulletin á wasteofspacinu mínu þar sem hún talar um það að stunda kynlíf!! Ætti ég að segja honum frá þessu?


November 15, 2006

Karlaklúbburinn konan

Hvað er málið með þessar nýju tölvur frá hp? Persónulegar tölvur? Auglýsingarnar veittu mér svo mikið öryggi. Mér fannst ég loks laus undan oki vírusa, barnaperra og glæpamanna á netinu. Fullkomið öryggi í svörtum og gráum plastpakka með smekklegri og þægilegri axlatösku. Mér fannst ég hafa himinn höndum tekið upp úr kassanum. Þangað til ég kveikti á henni. Þá komst ég að því hversu persónuleg hún er. Of mikil fyrir mína litlu sál og engin aðgát höfð.

Hún gerir ekkert annað en að móðga mig. Frá fyrsta skjá sem birtist ("til hamingju Einstein! Ég hafði enga trú að þér tækist að kveikja á mér, svo það er kannski von? Ég sagði kannski, auminginn þinn!")og í hvert einasta skipti sem ég opna nýjan glugga eða forrit. Ég er að skrifa þetta blogg uppi í hskla því ég þori ekki að kveikja á nýju tölvunni minni. Ég er að brotna niður. Molna öllu heldur. Ég þoli þetta ekki lengur. Ég reyndi að skila henni en mér var bent á það af sölumanninum að þeir hefðu sagt þetta í auglýsingunni. Tölvan er persónuleg og ég verði bara að lifa með því.

Sem dæmi get ég ekki lengur sett myndir úr myndavélinni inn á hana. Tölvan ræðst á hverja einustu mynd með niðrandi ummælum um fjölskylduna og vinina. Og hæfileika mína til þess að taka myndir. Milljón mömmubrandarar sem eru ekkert annað en skítugar athugasemdir um hana. "Mamma þín tekur það í rassinn", "Mamma þín er helvíti fjölhæf! Bæði feit OG ljót!" og "Mamma þín og tveir rónar inni á klósetti á Langabar í gær! Viltu sjá vídeóið?". Hvaða sadista datt þetta í hug?

Er þetta framtíðin? Hún tekur mig upp með vefmyndavélinni og spilar fyrir mig með ummælum eins og: "Ég er nörd, skjóttu mig.", "Aumkunarverðara en Heiðar á gólfinu í hótelherbergi á Akureyri", "Hengdu þig! Hengdu þig! Hengdu þig!" og "Kokkálaður í beinni! Hvern er hún að sjúga núna?" Mér finnst mér enginn greiði gerður með þessu. Ég er hægt og sígandi að sökkva ofaní þunglyndi. Ætli þetta sé ástæðna fyrir því að Denise Richards henti sinni tölvu út um gluggann? Ég tími ekki að henda minni. Ég á enn eftir 47 afborganir. Tvöhundruð þúsund kall fyrir persónulegar athugasemdir. Niðrandi persónulegar athugasemdir.

Ég óska þess að hp hætti að hafa tölvurnar sínar svona persónulegar. Þær meiða og særa.

November 14, 2006

Stífkrampasprauta

Kærastið er farið heim. Held ég lifi það af. Nú verð ég að koma mér til skSpánar sem fyrst. Sjáum til.

Voelli Saeti(tm) bað mig um að vera með klámfengið blogg. Þetta er handa þér félagi: Margrét Eir. Regína. Hera Björk. Skottastu nú inn á klósett skítugi strákur.

November 11, 2006

November 4, 2006

Eddlevan

Helgin er að koma. Engin vinna um helgina. En ég sé fram á ferðalag á morgun til keflavítis. Bubbi Morthens International hefur að geyma handa mér óvæntan glaðning. Ég veit reyndar ekki hvort mér verður hleypt inn þar sem einhver misskilningur varð á milli mín og öryggisvarða síðast þegar ég leit þar við. Reyndar skil ég ekki hvað málið var þar sem ég spurði einungis hvort það hefði verið með í útboðinu að þau þyrftu að skúra líka. Skúra þau ekki Kringluna? Af hverju þá ekki Bubba Morthens International líka? Eitthvað talað um móðgun við ríkisstarfsmenn og guð má vita hvað. Rólegir félagar.

Voelli Saeti(tm) snýr aftur úr víkingi. Hann er allur víraður eftir að hafa eytt heilli viku í það að elta uppi pólverja uppi á hálendinu. Þar sem hreindýrin hafa öll verið skotin og rjúpuna má ekki veiða þá nýta veiðimenn sér allan þann fjölda pól- og kínverja sem leika lausum hala á austurlandi og elta þá uppi með bambusprikum og berja þá. Mér finnst þetta ómannúðlegt og örlítil villimennska í þessu en þangað til veiða má rjúpuna aftur þá fellst ég svo sem á rök Voella Saeta(tm), "Hvað á ég annað að veiða?"

Talandi um óeðlilega hegðun. Konur og lyktareyðir fyrir klósett? Einhver? Ég er ekki að skilja. Ætti ég að gefa guðnýju svoleiðis í jólagjöf? Ef mig minnir rétt þá var fyrrv. líka haldin sömu fíkn. Eru einhver hormón í þessu sem konur sækja í? Í búðinni hef ég oft séð hóp af kvenkyni fyrir framan þessar vörur en hafði svo sem aldrei spáð almennilega í þetta. Þrátt fyrir að ég hafi að minnsta kosti þrisvar þurft að hringja á sjúkrabíl eftir að liðið hafi yfir kvenkyn sem opnað hafði umbúðirnar af einum lyktarvökvanum, helt því í poka og andað að sér. Ætli ég þurfi að hafa samband við Kompás og láta þá rannsaka þetta? Ég væri tilbúinn að ganga með falda myndavél ef það yrði til að uppræta þessum hættulega leik sem kvenkyn virðist vera að stunda.

Ég var svolítið áhyggjufullur áðan þegar guðný var að þrífa klóstið og ég stend yfir henni reykjandi með kaffibolla og hún á hnjánum með svampinn á lofti og getur ekki hætt að sturta niður. Með nefið upp við plaststykkið með vökvanum hvíslandi í sífellu að búnaðinum: "Hver elskar mamma sín?", "eigum við smá rush hand mömmu?" og "ég vildi að ég gæti gifst þér ferski sítrusilmur". Með því að dangla aðeins í hana og draga hana út af klósettinu og læsa þá lagaðist þetta en nú situr hún katatónísk í sófanum og segir ekki orð. Ef það lagast ekki á morgun þá hef ég samband við sérfræðing.

November 1, 2006

Sigurbogi

Er að vinna í ammæli. Búinn að senda út einhver boðskort. En mig vantar helling af emailum til þess að klára dæmið. Langar einhvern í ammæli? Í fyrsta lagi þá langar mig geðveikt til að bjóða þér en mig vantar bara meilið þitt. Sendu mér línu á tobbik hjá hotmail eða gmail og ég sendi þér boðskort til baka.