May 26, 2008

Hey! Heyyyyjjjjjjjj!

Það er erfitt að reyna að blogga þegar maður skemmtir sér ágætlega. Þegar ég vann í búð þá hafði ég yfir nógu að kvarta og var, held ég, miklu duglegri við þetta. Það er samt alltaf hægt að grafa eitthvað upp til þess að kvarta yfir.

Forest. Forest, Forest, Forest. Greyið. Það kemur mér sífellt á óvart hversu skertur hann er. Hann skalf allur og mætti á réttum tíma síðustu tvær vikur þar sem hann var að skíta á sig yfir því hvort hann fengi nýjan samning. Nú víst að þau voru það vitlaus að ráða hann í þrjá mánuði í viðbót ætlaði hann að gerast vinur minn aftur. Hann er núna búinn að reyna að stunda einhliða samræður við mig frá því hann fékk samninginn.

Ég held mig enn fast við það að tala ekki við hann. Hann kallar á mig, ég leyfi honum að kalla að minnsta kosti þrisvar, og ég segi "hvað?" Þá kemur eitthvað út úr honum, ég vinn á meðan og hendi inn "mmm hmmm" öðru hvoru. Svo endar það á því að hann lætur út úr sér eitthvað óendanlega vitlaust og ég stari á hann með viðbjóði þangað til hann snýr sér undan og þykist vinna. Honum fannst það reyndar alveg rosalega fyndið í fyrstu og bað mig endilega að gera "þetta" andlit aftur.

Hann er nú yfirleitt sveittur og fölur við vinnu, vegna þess að hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera og svo er hann ekki að skilja af hverju ég vil ekki tala við hann. Honum finnst hann svo fyndinn, skemmtilegu og menntaður.

Nóg af Forest. Nú að bretanum. Hér flutti inn breti fyrir eitthvað meira en mánuði síðan sem ég held að sé alveg að gefast upp. Greyið er að gera sér grein fyrir því að skSpánn er ekki skBretland. Allt ömurlegt hérna. Hann vælir stöðugt yfir því að fá ekki að ríða og hversu ömurlegt sjónvarpið á skSpáni er. Það að hann fær ekki að ríða hefur væntanlega ekkert með það að gera að hann hætti að drekka rétt eftir að hann kom hingað út og fer þar af leiðandi aldrei út úr húsi nema til þess að vinna. Vinur hans kom í 5 daga heimsókn og þeir eyddu meiri tíma í að horfa á myndir í tölvunni heldur en úti að glápa á stelpur.

Við reyndum að hjálpa honum um síðustu helgi, það var Madrídarhátíð og u.þ.b. 200 þúsund manns á haugafylleríi rétt fyrir utan íbúðina, og buðum honum með. Partýljónið þakkaði gott boð en vildi frekar fara á karnival (það voru ekki einu sinni leiktæki) rétt hjá þar sem ég vinn.

Ég og Leikarinn fórum og skemmtum okkur konunglega við að glápa á stelpur og smakka margar tegundir áfengis. Tókst meira að segja að ljúga að einhverjum að Ísland væri borg á vesturströnd skÁstralíu.

Besta saga þeirrar helgi er samt ekki af mér. Á mánudaginn síðasta klukkan 9:30 að morgni var slökkvilið Maðríðar kallað að blokk í úthverfunum. Það væri svo sem ekki til frásögu færandi nema hvað... þegar þeir ruddust inn í íbúðina þá tók á móti þeim kókaínverksmiðja sem logaði, eigandi íbúðarinnar (og væntanlega kókgræjanna líka), tveir naktir og/eða tvær naktar kynskiptingahórur og fyrrverandi eiginkona íbúðareigandans æpandi óyrði að þeim öllum.

Af hverju er mér aldrei boðið? Helvítis skSpánn!

May 17, 2008



Nóg af vinnu. Hingað til höfuðborgar Norður-Afríku komu tveir góðir menn í heimsókn fyrir 2 vikum síðan. Voelli Saeti(tm) sem er þekktastur fyrir það að hafa náð sér í nálgunarbann á Amsterdam og El Fiber Otico(tm) sem þekktastur er fyrir hið ógleymanlega slagorð sitt: "Nice ham!".

Þá má sjá á myndinni hérna fyrir ofan. Tæknilega séð eru þetta sönnunargögn. Það er ólöglegt að taka mynd af lögreglunni hér í þriðja heiminum. Ef vel er að gáð má sjá að Voelli Saeti(tm) er búinn að hlaða í hnefa og u.þ.b. 5 sekúndum seinna lágu báðar löggur á stéttinni með hendur á nára. Voelli Saeti(tm) stóð yfir þeim dansandi og söng: "Eitt í punginn! Þá er hann sprunginn! Í-sa-land! Í-sa-land! Í-sa-land!"

Á hlaupum komumst við undan. Voelli Saeti(tm) notaði mexíkósku fjölskylduna sem hann hafði hótað með okkur út á lífið til þess að skýla okkur fyrir byssukúlunum. Þeir hafa hræðilega lítinn húmor löggurnar hér. Sagan af mexókósku fjölskyldunni er annað mál. Úti á miðri götu rákumst við á heila fjölskyldu sem Voelli Saeti(tm) dró með sér og hélt henni föngum langt fram á morgun við að halda glasinu og sígarettupakkanum fullum.

Annars var þetta venjuleg túristarútína. Mikið af áfengi, mat, list, nautaati og knattspyrnu. El Fiber Otico(tm) nýtti sér tækifærið og fór í klukkutíma á dag og nuddaði sér upp við stúlkur, konur og ekkjur í metróinu. "Virkar geng flugþreytu," var svarið sem hann gaf okkur þegar við drógum hann út úr metróinu á hverjum degi.

Svo var það nautaatið. Það er meiri skíturinn maður. Ekki er það list (líkt og spanjólarnir skilgreina það) og álika mikil íþrótt og boccia. En Voelli Saeti(tm) skemmti sér konunglega. Það var allt þetta blóð sem rann og ekkjurnar tvær sem brostu til hans þegar hann slefaði blóðþorsta og heimtaði meir. Við reyndum að róa hann niður með meira áfengi en það virtist hafa öfug áhrif.

Það kemur blóðinu alltaf á stað að hafa 40 þúsund manns öskrandi "Fuera!" að blóðþyrstum Íslendingi sem reynir að komast inn í nautaatshring. Bolinn lá dauður og Voelli Saeti(tm) ætlaði að "ganga betur frá honum heldur en þessir auðnuleysingjar." Hélt því fram að hann hefði sé bolann hreyfa klaufarnar. Hann var þvalur viðkomu, Voelli Saeti(tm) ekki bolinn, og sveittur af þorsta. Hann þyrsti í meira blóð og ég sver að úr augum hans láku tár. Ekki venjuleg tár þess sem vill smyrja sig blóði dauðrar skepnu. Eftir að 15 öryggisverðir og óeirðalögregla höfðu barið Voella Saeta(tm) til hlýðni og við gist í einhverja tvo tíma í fjósinu á bakvið, var okkur lokst hleypt út. Voelli Saeti(tm) spurði í sífellu hvað við hefðum gert honum og af hverju hann væri með kylfuför um allan líkamann.

Restin af heimsókinni var frekar tíðindalítil. Einn meðleigjandin bankaði uppá hjá mér fyrir viku síðan og sagði mér að kærasta sín, sem leigir einnig með mér, hefði ekki þorað út úr herberginu sínu eftir "atvik" með Voella Saeta(tm) og El Fiber Otico(tm) inni í eldhúsi. Þau vilja núna fá að vita með mánaðar fyrirvara ef aðrir vinir mínir koma í heimsókn. Það er ómögulegt að fá hana til að útskýra hvað gerðist og ef við minnumst á "atvikið" þá starir hún klukkutímum saman út í loftið og raular með sjálfri sér eitthvað bull.

Svo ef einhvern langar í heimsókn... þá hefur markið verið sett. Það er ætlast til þess að það verði gengið enn lengra og helst að bretinn þurfi á áfallahjálp að halda að næstu heimsókn vina minna lokinni.

p.s. Það er nú fullreynt, tel ég, að það að kasta sneið af hráskinku í stelpu og bjóðast til þess að "sleikja hana af ef þú kemur heim með mér" virkar ekki. Voelli Saeti(tm) notaði þetta grimmt alla dagana.

May 15, 2008

Á hraðri uppleið

Það virðist sem hið nýja líf sem ég valdi mér fyrir nokkrum mánuðum sé allt að ganga upp. Ég pakkaði töskum fyrir fjórum plús mánuðum með miða til skSpánar og loforð um atvinnuviðtal. Það atvinnuviðtal fór vel, nema hvað vinnunni sjálfri var frestað um óákveðinn tíma.

Við tók löng og leiðinleg leit að nýrri vinnu, með allt að þremur atvinnuviðtölum á dag, sem skilaði sér í litlu nema hrósi á skspænskukunnáttu minni og svo hinu klassíska svari "Við hringjum." Allt virtist stefna í áttina að djúpsteikingarpottinum á MacD. með hinum innflytjendunum. Ljósu lokkarnir virtust ekki vera að heilla nokkurn mann.

Svo gerðist það fyrir tveimur og hálfum mánuði að ég fór í tvö viðtöl. Annað þeirra var þjónustustarf sem hefði þýtt grænan búning og tólf tíma vaktir á flugvellinum að benda drukknum túristum á hvar klósettin eru. Hitt var starfið sem ég vinn við núna.

Ég er reyndar enn á "lærlings" saming og verð að bíða í þrjá mánuði í viðbót þangað til eitthvað gerist. En ég var kallaður á fund í gær og get ekki leynt því að ég er að springa úr stolti.

Þegar mér var boðin vinnan þá sögðu vinnuveitendur mínir að starfið yrði í mesta lagi 9 mánuðir en líklegast þá myndu þeir bara taka mig í 6 mánuði. Svo ég hef haft það á bakvið eyrað og var að gera mig líklegan til þess að hefja aftur leit til þess að ganga að einhverju vísu að næstu þremur mánuðum liðnum. MacD eða flugvöllurinn.

En að viðtalinu. Ég var búinn að spyrja fyrir um það bil viku hvort að mér yrði boðinn annar samningur og tjáð að svo yrði. Ég hélt því að fundurinn í gær yrði bara staðfesting á því og lítið annað. Que wrong I was.

Mér sýnist á öllu að ég sé ekki á leiðinni heim í stórmarkaðinn aftur. Yfirmaður minn tjáði mér í gær hvernig framtíð mín á skSpáni muni líta út og ég er nokkurn veginn öruggur með vinnu hér næstu fimm árin.

Mér verður sem sagt boðinn nýr samningur núna til þriggja mánaða hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Þar sem þau geta ekki veitt mér launahækkun með þriggja mánaða samningi þá ætla þau að gefa mér vikufrí á fullum launum, sem ég á engan rétt á. Það var nokkurn veginn það sem ég vildi svo ég var sáttur við þetta tilboð. Hélt líka að við myndum tala um lítið annað í viðbót. Þá hófst einræða yfirmanns míns sem skildi mig eftir án orða og með bros nokkurn veginn útfyrir eyru.

Svona lítur þetta út: Þriggja mánaða samningur, með launuðu fríi og hún er að reyna hvað hún getur til þess að ég fái einhverja launahækkun líka. 45% líkur á því svo ég býst við að það gerist lítið í þeim málum, verður plús ef eitthvað.

Að þessum þremur mánuðum liðnum þá verður mér boðinn nýr 6 mánaða samningur með góðri launahækkun, frídögum og annaðhvort tek ég verkefnið algjörlega að mér eða þá að ráðinn verður gúppi í staðinn fyrir mig og ég tek að mér yfirumsjón með verkefninu. Fer allt eftir því hvernig gengur með þá vinnu sem við stöndum í núna.

Þessu er ekki lokið. Að þeim 6 mánuðum liðnum þá ætti verkefninu nokkurn veginn að vera lokið. Eða þá að einn gúppi ætti að geta staðið í því. Þá bíður mín annað starf hjá fyrirtækinu sem sér um tæknilegu/tölvu hliðina á verkefninu. Þar bíður mín varanlegur samningur og vinna við verkefni í allri skEvrópu að koma upp forritum sem þeir eru að setja upp. Ég þarf reyndar að fara í atvinnuviðtal til þess að fá starfið, hjá manninum sem bauð mér það. Eins og yfirmaður minn sagði í gær, "ef þú mætir í viðtalið, þá færðu starfið."

Sá böggull fylgir skammrifi að ég þarf að skeina Foresti í þrjá mánuði í viðbót.

Svo eitthvað virðist ég vera að gera rétt. Hún vildi nokkurn veginn tryggja það að ég vissi að þeir vildu ekki missa mig. Til þess að setja þetta örlítið í samhengi þá er spanjólan og hennar vinir allir enn á sex mánaða samningum eftir 2-4 í vinnu hjá sömu fyrirtækjunum og þurfa yfirleitt að bíða fram í síðustu viku samningsins til að fá svör um framtíðina.

Ég viðurkenni það fúslega að ég er örugglega óþolandi stoltur af sjálfum mér núna.

May 10, 2008

Góðlátleg skinka

Ég hef ekkert að gera þangað til á mánudag... svo ég ætti kannski að blogga.

Laaaaaangur tími. Ég var eiginlega búinn að gleyma því að ég væri með blogg. Bloggið var í upphafi hugsað til þess að sleppa grimman veruleikann með því að gleyma sér í rugli. Nú er allt breytt. Mér finnst lífið ekki alveg jafn leiðinleg og áður. Ekki það að ég sé sáttur, hell no! Ég fattaði lífið þegar ég var um það bil 16 ára and it just doesn´t get better. Sem mér finnst æðislegt, því vinnufélagi minn er í krísu.

Það er til margt fólk í heiminum sem ég þoli ekki. Sá listi er langur og ég nenni ekki að eyða orðum í hann. Það er hins vegar bara einn maður í heiminum sem ég hata. Vinnufélagi minn. Hann trónir einn á listanum yfir fólk sem ég hata.

Byrjum á byrjuninni. Við vorum báðir ráðnir í þetta verkefni sem ég er að vinna í núna. Viljandi nota ég ég. Málið er að við erum ráðnir á svipuðum forsendum, báðir með nám í tungumálum og einhverja þekkingu á forritun og html. Það er ekki ætlast til þess að við séum að forrita neitt en við þurfum að hafa einhvern skilning á tölvum og forritun. Hann laug engu í viðtalinu því hann hefur fulla trú á því að hann hafi þessa þekkingu á tölvum og líka tungumálum.

Það var á degi tvö sem upp komst um þekkingu Forest, eins og ég kalla hann núna, á html-tungumálinu. Hann spurði mig hvernig ætti að setja inn hlekki og myndir, um það bil það auðveldasta sem hægt er að setja inn. Það hefur síðan komið í ljós að fyrir honum þá er möppukerfið í windows einhvers konar útfærsla af undirstöðuatriðum kjarneðlisfræði.

Ég nenni ekki að fara of mikið í smáatriði en hlutir sem flækjast fyrir Forest eru til dæmis heimasíður. Við þurfum að notast við tvær mismunandi heimasíður til þess að ná í gögn og aðra þeirra notum við einnig til þess að skár villur sem við finnum í forritinu sem við vinnum við. Nú eftir meira en tvo mánuði veit Forest ekki muninn á þessum tveimur síðum. Svo vern spyr hann ráða? Mig auðvitað. Þrisvar á dag.

Ég kallaði hann ekki alltaf Forest. Fyrstu þrjár vikurnar gerði ég mitt besta til þess að vera góður við hann. Hann hins vegar allt til þess að fá mig geng sér. Fyrstu þrjár vikurnar kallaði ég hann Eiginkonu mína. Hann gat bara ekki án mín verið, hverja einustu sekúndu hvers einasta dags fimm daga vikunnar. Ég ákvað það reyna að þrauka þetta út án þess að missa stjórn á skapinu, því samningar okkar verða endurnýjaðir núna um næstu mánaðarmót, með því að hætta að tala við hann. Ég hef ekki talað við hann núna í einn og hálfan mánuð. Ekki að það hafi stoppað hann í byrjun sjálskipaðrar þagnar minnar. Hann hélt áfram að tala við mig án þess að gera sér grein fyrir því að ég svaraði aldrei til baka í eina viku. Í annari vikunni var eitthvað farið að skýrast fyrir honum að ég svaraði aldrei og loks í þriju viku gerði hann sér grein fyrir því að sambandi okkar væri lokið. Seint fatta sumir en fatta þó.

Talandi um það að fatta. Hann er að gera sér loks grein fyrir því um hvað vinna snýst. Ekki það að hann viti hvað það er að vinna. Önnur saga.

Hann er alveg ónýtur greyið. Hann var búinn að gera sér allt aðra hugmynd um vinnu heldur en átta tíma á dag, fimm daga vikunnar að gera eitthvað fyrir fyrirtæki sem í lok mánaðarins borga þér pening fyrir þessa tíma. Hann gat ekki alveg útskýrt fyrir mér hvað annað hann hélt það væri, nakin teboð eða hvað, það eina sem kom upp úr honum var: "Tobbi, ég hélt bara að vinna væri annað en þetta."

Forest er nefnilega "háskólamenntaður." Það er enginn búinn að fræða hann um eitt né neitt. En mkið rosalega er hann samt klár eftir allt þetta háskólanám. Hann er nefnilega uppfullur af kenningum, tilvísunum og óendanlega heimskum fullyrðingum um tungumál. Núna veit ég til dæmis að ekkert annað tungumál en spænska hefur sá, which, il cui. Spanjólan, sem er menntaður umhverfisfræðingur (veit ekki), ætti að breyta markmiðum sínum og leita sér að vinu sem ekki tengist umhverfisfræðum og samkvæmt Forest er ekki hægt að útiloka möguleikann á því að 3ja ára barn hafi þann andlega þroska að taka byssu að heiman og skjóta annað 3ja ára barn á leikskólanum. "Við getum ekki útilokað möguleikann á því að hann hafi gert þetta viljandi." Beint kvót.

Það eru vonandi bara þrjár vikur eftir af okkar samstarfi. Ég er búinn að spyrja og veit að ég fæ nýjan samning núna í þessum mánuði. Ég trúi ekki að hann fái sinn endurnýjaðan. Til að setja nuninn á okkur í samhengi þá er hver hluti sem við þurfum að klára samansettur úr 90 spurningum sem við þurfum að setja upp á frönsku. Ég kláraði á föstudag spurningu númer 62 í mínum hluta. Forest, eftir að ég hafði sagt honum allt sem hann þarf að gera, er búinn með um það bil 90-95% af fystu spurningu síns hluta.

Ég hef þolinmæði í þrjár vikur í viðbót.