December 25, 2007

Litla jólabarn...

Veit þetta kemur öllum í jólaskapið. Opið hús í miðtúninu í allan dag. Kaffi og kökur.

Litla jólabarn

December 22, 2007

December 17, 2007

Jólaföndur!!!

Stressið að fara með þig? Langar þig að láta gott af þér leiða en hefur ekki fundið tíma til þess vegna anna? Nú getur þú hjálpað.

Geir Ól@fs var að gefa út nýjan disk. Það var svo mikill asi á Geir greyinu að hann týndi augabrúnunum í leiðinni!!!!



Hjálpaðu nú Geir að finna augabrúnirnar fyrir aðfangadag. Ég reyndi mitt besta og fann örlítinn neista í jólaskapinu.



Prófaðu! Sendu mér svo útkomuna á tobbik(hjá)gmail . tobbalicious barmmerki fyrir þann/þá/það sem kætir mig.

December 4, 2007

Handbrúða

Ég veit ekki af hverju en ég gekk út úr tiger með handbrúðu i gær. Mátaði hana og gat ekki tekið hana af höndinni aftur. Af hverju? Hvaða hræðilegu atburðir úr æsku eru að heimsækja mig núna? Er kominn tími til að leysa Voella Saeta(tm) úr læðingi og banka uppá hjá Steffensen? Óteljandi spurningar sem vakna við þessi ófyrirséðu innkaup. Hef þó eitthvað fyrir stafni þessi köldu haustkvöld, sit einn og greiði handbrúðunni og á langar samræður við sjálfan mig um kastljósið.

Talandi um samræður. Hvað er síminn að græða mikið á ári bara á spurningunni: "Hvar ertu?" Ég nýti mér almenningssamgöngur til þess að komast í og úr vinnu og hef uppgötvað að öll, jebb öll, símtöl í eða úr gemsum hefjast á orðunum "Hæ, hvar ertu?" Ég þarf ekki að minnast á að avarið við þessari spurningu er yfirleitt "Í strætó" þegar ég er að hlusta... í strætó. Það sem furðar mig kannski meira er að á milli 8 og 4 á daginn þá virðist fólk bera upp sömu spurningu.

Þannig að þegar börn/foreldrar/eiginkonur/eiginmenn/einhver hringir í gemsa á vinnutíma einhvers virðist það svo sjálfsagt að spyrja viðkomandi hvar hann er. Er þetta sönnun þess að ályktunarhæfni mannfólksins sé í ákveðinni hningnun? Eða hefur fólk kannski svona litla trú á því að þeir sem talað er við sé í vinnu? Í alvörunni, þetta er svo basic að það er ekki fyndið. 95% af okkur er í einhverja 300 daga á ári milli annaðhvort 8-16 eða 9-17 í vinnu og það fyrsta sem einhver gerir sem hringir í þig klukkan 14 er "hvar ertu?"

Ég veit að það er svipað að láta þetta fara í taugarnar á sér og spurninguna "þú hér?" En ekki hvar ef ég stend beint fyrir fokking framan þig? Hvar? Hvar?

Eftir sex ár í þjónustustörfum þá get ég líka upplýst ykkur um það að ef einhver segir við ykkur "nei er það ekki hún/hann sjálf/ur" þá hefur viðkomandi ekki hugmynd um hver þú ert. Mana ykkur til þess að reyna á þetta ef aðstæður leyfa.

Smá útúrdúr að lokum. Það var einhvern tímann mikil umræða um það í dagblöðum að fólk væri útatað í saurgerlum eftir að hafa byrjað á því að þurrka sér í klofinu og síðar í andlitinu. Eftir að hafa leigt núna með öðrum í næstum 3 ár þá hefur það reynst mér best að nota handklæði meðleigjandans til þurrka mér í klofinu og skorunni og nota mitt í andlit og hár.

November 22, 2007

Friðgeir talar opinskátt

Friðgeiri er margt annað til lista lagt en bara söngur. Hér er brot úr viðtali sem eitthvert héraðsjónvarpið átti við hann.

Búinn að bæta hljóðið. Mun betra núna.

November 21, 2007

Sumt er of mikið

Jæja. Friðgeir fær þá sínar 15 sekúndur. Þetta ætti að detta inn næstu daga. Verðum að redda tilskyldum leyfum og fara yfir málið með lögfræðingum okkar. Fylgist spennt með.

Annars getur fólk stundum fríkað mig algjörlega út. Var að rölta fyrir aftan nafntogaðan Íslending sem var að versla í búðinni minni um daginn og þegar hann teygði sig eftir stórri dós af Gunnars Mæjó þá heyrði ég hann raula fyrir munni sér: "Ég set gunnars á kónginn, þegar ég fróa mér! Ég set gunnars í rassinn, þegar mig klæjar þar!"

Ætli hann geri það í alvörunni? Eru fólki engin takmörk sett þegar að úrkynjun kemur? Ég er að fyllast af fordómum í ellinni. Heima hjá ömmu og afa um daginn þá slökkti ég á sjónvarpinu hjá þeim þar sem var verið að taka viðtal við einhverjar samkyngirndar konur. Ég held að gömlu hjónin hafi ekkert gott af því að horfa á svoleiðis fólk.

Salt jarðarinnar hún amma mín. Ef ég þarf einhvern tímann að láta bródera fyrir mig bindi þá er hún sú fyrsta sem ég mynda hafa samband við.

November 19, 2007

Alone

Ég er svo mikið að spá alltaf. Ætti ég að þora að hóra mér í eitthvað vídeó dæmi? Ég er á báðum áttum sko.

Helvítið hann Friðgeir er með atriði sem hann vill endilega koma á framfæri... viðtal sem var tekið við hann af einhverju Evu Maríu wannabe fyrir nokkrum árum.

Á ég að láta það eftir honum? Tjess? Hvað segir þú?

November 9, 2007

Alltaf að breyta

Jæja. Ég er búinn að vera tölwazzt svo mikið upp á síðkastið. Nú er það orðið officialt að ég er fluttur:

Nýja heimasíðan.

Ég er svona að vinna í þessu en þetta er að mestu komið. Ekki reyna að ýta á teyknymindyr strax. Það tekur einhvern tíma að koma þeim inn.

Á ég að skrifa smásöguna um sögu Kópaskarðs um helgina?

November 8, 2007

Alltaf að vinna í þessu

Ég er örlítið að vinna í smá hlutum ... svo fer ég að blogga aftur... keypti miða til skSpánar í dag. Flyt út þann 7. janúar næstkomandi.

Annars bara vinna ... ekki bara búðarvinna heldur líka önnur vinna. Sjáum til hvað gerist.

p.s. Af hverju byggði Gunnar I þessa risatyppaör til að benda fólki í hvaða átt litla kaffistofan er?
Alltaf að vinna í þessu

Ég er örlítið að vinna í smá hlutum ... svo fer ég að blogga aftur... keypti miða til skSpánar í dag. Flyt út þann 7. janúar næstkomandi.

Annars bara vinna ... ekki bara búðarvinna heldur líka önnur vinna. Sjáum til hvað gerist.

November 1, 2007

Innanbúðarhúmor

Áfram að Tölwizzast

Mér sýnist archive-ið vera að detta inn hægt og bítandi. Ég sé að ég þarf að henda öllu þessu myndadrasli inn aftur ... arrrgh!
Computer Wizzzzzzzzzzzzz

a.k.a. "Samráðsdrengurinn"

Náði að laga þetta einn með því að klóra mig niður í System32 möppuna og komast að því að msn var búinn að beina öllum google síðum til sín. Svona er heimurinn grimmur.

Talandi um grimman heim þá hlakka ég rosalega til vinnu á morgun. Þrátt fyrir að hafa harðneitað myndatökumanninum um upptöku af mér þá er ég nú pósterboy samráðsins.

Ég sagði það við Chazz og segi það aftur, ég rétt vona að Bílasalan Evrópa taki mér opnum örmum þegar ég fæ uppsagnarbréfið.

October 24, 2007

Enn eitt skúbbið!!!

Nú hefur Skjár Einn tekið til sýninga glænýjan þátt þar sem fullorðnir og börn kljást við miserfiðar spurningar. En eitt sinn átti það ekki að vera svoleiðis. Nei, aldeilis ekki.

Ég hef undir höndunum, og ætla að leyfa ykkur að hlusta á hana, upprunalegu útgáfuna af auglýsingunni fyrir þáttinn. Nú náði ég ekki að redda auglýsingaspjaldinu sjálfu þar sem því hafði verið eytt en ég bjó til nýtt svo þið hefðuð eitthvað sjónrænt með þessu.

Nú er bara spurning, hvor útgáfan hefði nælt í meira áhorf?



Hérna er svo auglýsingin sem hefði átt að fara í loftið:

"Ert þú skarpari en...?"

September 25, 2007

Kúreki.... með kindum samt

Það er eitthvað sem fær mig til þess að brosa allan hringinn eftir helgi þar sem mér var hótað líkamsmeiðingum, ég var spurður hver væri kærasti minn, kýldur af stúlku, haus barið í stól af stúlku, loforðu um 4 lítra af ormasmyrlsi, tvisvar hent af baki hests, 25 metrar á sekúndu og rigning, brennivín, nokkur hundruð kindur, einn breti, reyktur hani og pönnukökur. Takk kærlega fyrir mig Thorarensen.

Nú þarf ég bara að bíða í eitt ár eftir næstu réttum.

September 21, 2007

Helgin þá eða?

Þá er vinnuvikan hér um bil að enda komin. Hvern hefði grunað. Ég hef setið sveittur við að mála áru-portrait af börnum fræga fólksins. Á miðvikudag réðst ég í það mikla verk að mála áru barna Pittsins og Jólísins. Ég er ekki viss um að ég sé búinn að ná mér ennþá. Hvílík ára! Þessir krakkar eiga eftir að hafa mikil áhrif í framtíðinni. Litasamsetningin í árum þeirra kom mér líka í opna skjöldu. Þetta er sama túrkish-skotna litasamsetning og Michael Landon var frægur fyrir í sinni áru. Ég gæfi mikið fyrir þann hæfileika að geta með reiki ýtt undir vöxt og þroska slíkrar árusamsetningar. Það leikur hrollur um líkama minn að hugsa um þetta. Það er svo sannarlega líkamsrækt tilfinningagreindar að takast á við svona stórt áruverkefni.

Mig langaði kannski að hleypa ykkur inn í helgina með þessari vinjettu sem kallaði á mig að hún vildi á blað í gær. Mér finnst viðfangsefnið eiga vel við þessa tíma sem við upplifum þessa stundina.

Skútan

Þeir höfðu siglt svo dögum skiptir til þess að finna hina einu og sönnu opnu leið á milli meginlandsins og ættjarðarinnar. Undir tungsljósi bjartrar haustnætur barðist um í huga þeirra hver hluturinn yrði. Fjörðurinn bauð þeim góðlátlega inn og Ný-Íslendingurinn sagði þá svo sannanlega til Fáskrúðs komna. Laun ný-sjómannsins er vanþakklæti og áfram biðu borgarbúar spenntir frétta.

September 19, 2007

teyknymind, eyns og ý gamla daga



Smjör

Það getur verið erfitt að finna leiðir til þess að eyða deginum þegar honum fylgir engin vinna. Netið hjálpar en það er ekki hægt að hanga þar inni í 24 tíma á dag. Reyndi það einu sinni en vaknaði upp við vondan draum þegar ég var orðinn frægur sem "Jesus Christ Superstar-gaurinn." Hafði tekist í einhverjum transi að taka sjálfan mig upp á vefmyndavélina syngjandi alla helvítis rokkóperuna. Öll hlutverk og hvert einasta dansspor. Hrollur.

Í dag reyni ég miklu frekar að halda mig við hluti sem skaða engan nema sjálfan mig. Eitthvað sem inniheldur líkamsrækt, líkaminn er hof og allt það. Ég fékk einhvern tímann boxpúða í ammmmælisgjöf fyrir mörgum árum sem ég hef aldrei notað. Mér finnst að hnefana eigi einungis að nota á lítil börn og hunda, spari, ekki dauða hluti sem geta ekki svarað fyrir sig.

Um daginn dró ég hann út úr geymslunni til þess að prófa eitthvað algjörlega nýtt. Mér hafði nefnilega dottið í hug, þegar ég lá milli svefns og vöku, að hægt væri að sameina innhverfa íhugun og grísk-rómverska glímu. Ég held að þetta hafi ekki verið reynt áður. Einhvers konar Thai-chi útfærsla á glímu jafnvel?

Eftir að ég hafði kveikt á reykelsum og undirbúið mig andlega fyrir átökin, kastaði ég mér á pokann sem lá fullur eftivæntingar á gólfinu. Þar sem við áttumst við ég og pokinn í einhverjar mínútur, hvorugur ótvíræður sigurvegari, fór ég að taka eftir leiðinlegum brunasárum sem ég hafði náð mér í yfir mest allan líkamann.

Ég býst við að bæði hafi verið um að kenna því hversu stamt parketið hjá guðnýju er og offorsa mínum við glímuna. Ég sá það samt að þetta gengi ekki. Það er alltaf svolítið óþægilegt að útskýra sár sem hljótast af tilraunakenndum tómstundum. Ég man enn hvernig þau störðu á mig í vinnunni þegar ég útskýrði fyrir þeim að ég svæfi með beikonsneiðar á andlitinu til að vinna gegn hrukkumyndun og gefa raka.

Mér datt í hug að nota hné- og olnbogahlífar en ég verð svo rosalega meðvitaður um að klæðast þeim að ég næ ekki fullkominni hugarró. Glíman var til einskis. Hugur verður að fylgja thai-chi glímu ef maður vill ná árángri.

Lausnin lá, líkt og svo oft áður, inni í ísskáp. Með því að bera smjörlíki á helstu staði líkamans sem eiga á hættu að særast þá verður glíman leikur einn. Nú get ég glímt við pokann svo tímunum skiptir án þess að líkaminn verði fyrir tjóni. Smjörlíkið virkar sem stuðpúði á stamt parketið og engu máli skiptir hversu mikill offorsi fylgir leikum, smjörlíkið tekur á því öllu.

Endilega prófið.

September 17, 2007

Blöðruhálskirtillinn

Var rétt í þessu að gera mér grein fyrir því að hægt er að syngja "Ég er kirtillinn. Ég er blöðruhálskirtillinn. Ég er blöðruuu-háááls-kiiiirtiiiillinn" við Sting lagið "Englishman In New York."

Er hægt að byrja mánudag betur?

September 6, 2007

Er ekki kominn tími á myndir? Svona til þess að sanna að ég hafi í raun farið til útlanda.



August 30, 2007

Ég elska starfið mitt

Þar sem ég er starfandi stjóri í fyrirtæki hér í bæ þá lenda svona gullmolar á borðinu hjá mér:


sæll,

50 Euro ? afhverju er ekki hægt að skipta þeim hjá ykkur, þegar kúnnar eru að versla hjá ykkur ?

verð að segja, þið eruð aular.. sem nennið ekki að vera með góða þjónustu við ykkar kúnna því "að að er svo mikið vesen" eins og ykkar starfsmaður sagði og var með kjaft.

aular.


Ég virði hann fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að benda okkur á það hvernig við getum bætt okkur.

August 19, 2007

Jävla!

Kominn til skSverige. Her er allt fullt af ljoshaerdu folki. Ammaeli i allan gaerdag og afsloppun i dag. Thungarokk a morgun med Testament. I heard gay rumours about them. Heim a miggudag.

Thad verdur heitt a konnunni i midtuninu, endilega litid vid. Farinn ad saenskast.

July 31, 2007

Vaffanculo!!!

Er á lífi. 40 stiga hiti í Madrid og ekki sundlaug thar sem sígaunar bada sig í sjónmáli. Thá var betra ad hanga vid strondina. Thó svo ég hafi verid bitinn af marglittu, skadbrenndi mig á oxlunum og med minnsta typpid á strondinni. Madur getur ekki alltaf unnid. Nú er ad reyna ad finna ódýra leid til frakklands og/eda skÍtalíu.

Viva españa.

July 21, 2007

Farinn í sumarfrí


Gunnar I. Birgis kann að syngja. Sýnir fram á að vera í góðri snertingu við kvenlegu hliðina í sjálfum sér:

Pamela

July 19, 2007

Brottför

Nú líður að því að ég endurnýja kynni mín við Bidé-menningu skEvrópu. Ekkert jafn hressandi og setjast á bidéinn snemma á köldum sumarmorgnum skSuður-Evrópu... kemur deginum á stað að skvetta köldu vatni á kinnarnar til að koma sér á stað. Mmmmm mmmmm mmmmm... það er betra núna eftir að ég fattaði hvernig á að nota bidéinn. Á Portúgal í gamla daga notaði ég hann sem öskubakka þegar ég sat á klósettinu. Líka til að bleyta upp í tannburstanum þegar ég multitaskaði á klósettinu. Ungur og vitlaus! Ha ha ha.

Mér finnst óþægilegt þegar Voelli Saeti(tm) stoppar fólk í sturtu í sundi og bendir fólki á klofið á mér. Hvað gengur honum til? Af hverju þarf hann líka alltaf að bæta við: "Sérðu þriðju geirvörtuna á þessum!"

July 18, 2007

Tileygða er ekkert grín

Ég lifi með skömm. Kann samt ekki að skammast mín. Ég hef gert mitt besta til þess að fela þessa skömm mína en oft á dag kemur það fyrir að ég gleymi mér í hita leiksins og við hverjum sem vill sjá blasir við... tileygða mín.

Á hverjum morgni undirbý ég mig fyrir daginn með því að stunda æfingar til þess að koma auganu á réttan stað. Þær súrefnisfirrtu æfingar næga yfirleitt til þess að halda því í skefjum fram að hádegi. En eins og flestir vita þá er mataræði mikilvægur partur í því að halda tileygðu í skefju. Próteinríkur matur og mikil vatnsdrykkja hefur talsverð áhrif á það hvort að augað haldist innan ásættanlegra marka tileyðu, þá erum við að tala um 3-7% skekkju sem erfitt er fyrir aðra manneskju að meta hvort um tileygðu sé að ræða eða ekki. Ég tel óþarfa að ég minnist á hversu mikilvægt andlegt jafnvægi er til þess að halda sjúkdómnum í skefjum.

Margir minni menn en ég hafa fallið í þá gryfju að gefast upp og látið sjúkdóminn algjörlega ráða lífi sínu. Þeir sjá kannski hversu hinir rangeygðu þessa þjóðfélags hafa fengið á sig "kynþokkafulla"-stimpilinn og eru litnir frekar jákvæðum augum af hinum almenna borgara. Af hverju ein "eygða" er tekin fram yfir aðra skal ég ekki dæma um, það veltur náttúrulega af tískustraumum og ríkjandi fordómum í þjóðfélaginu. En sem betur fer fyrir okkur sem þjáumst af þessum hræðilega sjúkdómi þá hefur ákveðin vakning átt sér stað og í dag má sjá fleiri og fleiri koma út úr skápnum og flagga stoltir tileygði sinni. Frægir einstaklingar eins og Paris Hilton, Jónsi og margir fleiri eru í farabroddi fyrir því að fá tileyðu viðurkennda sem ásættanlegan útlitsgalla.

Til þess að breiða boðskapinn út og koma öðrum sem enn fela sig í skömm þá hef ég eytt síðustu vikum í það að setja saman flokk af sjálfshjálparbókum. Ef mér tekst ekki að finna útgefanda þá mun ég gefa þetta út sjálfur þar sem ég hef fundið fyrir mikilli eftirsókn í þessar bækur. Það virðist sem æ fleiri séu að horfa í eigin augu og sjá votta fyrir tileygðu. Til hamingju félagar! Velkomnir um borð! Ef þig vantar hjálp og vilt kannski renna í gegnum eina af sjálfshálparbókunum sendu mér þá endilega póst og ég kem með hana persónulega heim til þín. Þær bækur sem eru tilbúnar eru: "Hvar er Valli tileygði?"(Markhópur 4-11 ára), "Tileyðga er ekki kynsjúkdómur" , "Jesús var tileygður! - Úrdrættir úr biblíunni." og "1001 andlit - förðun með tileygðu"

Koooooooooooma svoooooooooo!!!
Hér er mynd af mér og bachelhorinu:

July 3, 2007

Handa geimverunni tjess... crouchigol!!!!



Sorrí með tónlistina...
Hættu svo að væla.

June 19, 2007

Drukkna í vinnu

Ég reyni mitt besta að henda einhverju hérna inn. Er samt að drukkna í vinnu. Bara mánuður eftir. Svo er það skSpánn og skÍtalía og skFrakkland og skDanmörk og skSvíþjóð. Sný væntanlega heim sólbúnn og sællegur með óvæntan gleðigjafa í formi kynsjúkdóms til baka.

Hver veit nema von sé á sumarskúbbi með uppáhalds skarðsstjóra okkar allra. Sem minnir mig á að ég er byrjaður að semja Lofsöng kópaskarðsbúa: "Sól skín skært í skarði kársnesbrautar"

"Kópaskarð! Kópaskarð! Kópaskarð!
Íslands kærasta þúfubarð.
Players, Papco, hamraborg!
Pústkó... hvílík sorg!"

Fyrsta erindi og þarfnast smá vinnslu.

June 11, 2007

Keyptu bol maður!

Búðin ekkert að ganga? Ég er að meina mína búð... ekki búðina mína. Hún gengur fínt. Samt ættirðu að muna eftir því að kaupa g-streng eða bol áður en þú ferð að sofa í nótt. Friðar samviskuna og vísindamenn hafa komist að því að fyrir hvern einn bol sem ég sel þá frelsar guð 5 einstaklinga úr helvíti. Ómögulegt að nokkur tapi í þeim viðskiptum.

Það var kominn tími til að koma myndinni örlítið neðar, koma einhverju skemmtilegra inn. Það er líka frídagur í vinnunni í dag svo ég tek því rólega. Búinn að fylla baðkarið af rauðvíni, kveikja í hárlokk til ilmgjafar og sötra íslenskan móhító til að ná úr mér stressinu frá helginni. Maður verður stundum að vera góður við sjálfan sig og njóta lífsins.

Þrátt fyrir hellings vinnu um helgina þá gaf ég mér tíma til að fagna Stórammæli Voella Saeta(tm)(tm). Það var bara ein leið til þess að fagna því. Við klæddum okkur því í samstæðu hvítu hörjakkafötin, með lausa sniðinu og þröngu skálmunum, belgísku fjöllita súkkulaðislegnu silkiskyrtunum og skelltum okkur á salsakvöld niður í bæ. Ef salsa á einhvern tímann vel við, þá er það í stórafmæli. Við dönsuðum svo tímunum skiptir eins nálægt kvenfólki og við þorðum. Annars reyndum við bara að looka cool og forðast augnsamband.

Kvöldið endaði snögglega þegar Voelli Saeti(tm) rak augun í Krumma Gunnlaugs og reyndi með miklum sannfæringarkrafti að telja Krumma trú um það að heimurinn væri nú loks tilbúinn að taka á móti Böðlinum og skækjunni II. Einhver gestanna hafði greinilega hlerað samtalið því mikil múgæsing átti sér stað og u.þ.b. 30 tóku sig til og drógu Voella Saeta(tm) úr á hörinu. Engar áhyggjur Voella Saeta(tm) og hörinu heilsast vel.

June 7, 2007

Hefði þetta farið jafnvel í landann?

Það hafa væntanlega allir tekið eftir hinum glæsilegu auglýsingum Landsbankans um íslenska fótboltann. Færri vita hins vegar að stefnan var svolítið öðruvísi þegar fyrsta uppkasti var skilað inn. Og talandi um það, þá komst tobbalicious yfir það uppkast eftir eftirgrennslan í undirheimum auglýsingastofa klakans. Ég er ekki alveg viss um þetta:

May 30, 2007

Sérlegur útsendari k@stljóss í tilfinningaklámi

Það er merkilegur andskoti að þegar ég slysast til þess að horfa á k@astljós, þá verð ég alltaf að þjást í gegnum eina tilfinningaklámsfrétt. Er rétt að kalla þetta fréttir? Köllum það bara tilfinningaklám. Sex ára heimspekingar eða gamalmenni sem enn hafa heyrn. Sælukliður í Kórahverfi og allir ánægðir. Samt er gaman að sjá hver fær alltaf að ráðast á þessar uppsprettur tilfinninganna. Hvernig myndi manni líða ef á hverjum einasta ritstjórnarfundi þá er leikþátturinn nokkurn veginn svona:

Ritstjóri: Sigmar, það er viðtal við sjávarútvegsráðherra út af niðurskurði í kvóta. Jóhanna þú tekur viðtalið við gaurinn sem rekur barnaklámssíðuna úr kópaskarði og Seljan þú tekur viðtal við Davíð Oddsson út af þessu með að vera kominn út úr skápnum. Ragnheiður... svo þurfum við að fá einhvern til að taka viðtal við lækni og sjúklinginn hans á Akureyris, en það vill einmitt svo skemmtilega til að þeir eru nafnar!

Ég veit ekki með ykkur en mig væri eitthvað farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Kannski væri ekki sama traust gagnvart mér og öllum hinu "alvöru" fréttamönnunum. Ég hálf vorkenni henni. Svipað og að vinna á Macdonalds og vera í því mikilvæga verkefni að sjá til þess að fyllt væri á saltið. "Eldhúsið er enginn staður fyrir þig eins og er, þú ert ekki búin að vinna hérna nema í þrjú ár."

Ekki það að "alvöru" fréttamenn á Íslandi séu eitthvað annað en stökkpallur fyrir hvaða gúbba sem er til þess að koma skoðunum sínum á framfæri án þess að þurfa að styðja þær eitthvað frekar. En fokk hvað Logi Bergm@nn er samt sætur!
Snilldin sem er kóngurinn og ég

May 29, 2007

Ég farða á mér hnakkann

Er það eitthvað óeðlilegt? Mér finnst það mikilvægt að aðrir fái smá augnayndi með í kaupæti með sæta bollurassinum. Núna erum við að tala saman. Loks búinn að ná ákveðinni sátt við kosti mína. Meikaður hnakki og bollurass... ég setti það alla veganna inn sem kosti í nýjustu atvinnu-umsókninni. Útlit hefur svo mikið að segja. Það lærði ég um helgina. Kannski lærði ég það of mikið.

Á borðinu mínu á Hótel Broadway gekk stafræn myndavél og allir voru að dást að myndalegu strákunum sem stúlkan hafði tekið myndir af. Þetta var kannski ekki Twilight Zone, en mikið rosalega var Tínu Törner tónlistin sem glumdi um allt frá sviðinu ekki að hjálpa til. Maður reynir að vekja sjálfan sig með því að klípa í geirvörtuna en stundum hjálpar það ekki til. Var eitthvað að spá í því hvort ég ætti að taka upp ipodinn og láta hann ganga með kyrr og hreyfimyndum af misjafnlega fáklæddum og glenntum stúlkum af internetinu, en það er stundum erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti.

Ég deyfði mesta sjokkið með áfengi og hallaði mér síðan að næsta borði og bauð konu á sextugsaldri upp á ókeypis bjórinn sem var í boði í nafni vinnufélagans sem sat við hliðina á mér. Honum virtist ekki skemmt. Mér var það. Ólíkir menningarheimar maður.

May 28, 2007

Alveg rólegur

Þriggja daga helgi... langt síðan það hefur gerst. Ég hef alla vegna nýtt tímann vel og gert nánast ekki rass frá því ég hljóp úr vinnu á föstudag. Enn í talsverðu sjokki eftir að hafa heyrt skítugar sögur af ómannúðlegri notkun sleifar á föstudag. Fólk getur verið sjúkt í hausnum.

Laugardagur var svo nýttur í það að prófa nýja gerð vindlinga. Áfengið flaut og sígaretturnar líka. Hefði ekkert á móti því að vera boðinn í svona teiti um hverja helgi.. þarf ekki að versla mér sígarettur næstu daga. Camel natural flavor... sama hvað það heitir ef það er frítt.

Ég er aftur kominn á þann tímapunkt í lífinu að stúlkur finna sig knúnar til þess að ranghvolfa augunum í áttina að mér. Hvað er málið með það? Sama hvaða stúlku ég bað um ókeypis sígarettupakka í veislunni þá urðu þær að ranghvolfa augunum þegar ég bað um pakka. Ég rétt vona að sígaretturnar hafi ekki verið á þeirra kostnað. Þetta væri svo sem skiljanlegt hefði ég verið að biðja um símanúmerið þeirra í leiðinni en svo slæmt var það nú ekki. Meira að ég hafi greinilega staðið fyrir sjónlínu þeirra á eitthvað meira spennandi.

Ætla að nýta mér þessa lífsreynslu og semja ljóð um höfnunina.

May 24, 2007

Runnin mesta reiðin

Mikil leiðindi í gær. Svona er lífið og maður verður bara að lifa með því.

Þá er það komið í ljós að vegna samviskusemi minnar verð ég í mánuð í viðbót í vinnu. Svo er það bara blossi. Blossast um evrópu á heitasta tíma sumars. Lofa að væla ekki yfir hita.

Á meðan er bara að þrauka er það ekki.

May 23, 2007

Mongólítar

Aldrei að breyta aftur.
Meira hórvíti..

... ef þessi helvítis komment koma ekki inn þá er ég fokking hættur.
Argasta hórvíti!

Af hverju langaði mig til að breyta um útlit? Nú koma kommentin ekki inn. Glæsifreakinlegt.

May 21, 2007

Ný búð!!!



Langar þig í bol eða g-streng með mynd af Ásgeiri Kolbeins en fannst hana ekki á internetinu? Nú hefurðu tækifærið:



Dramadrottning

Mánudagar eru yndislegur hlutur. Veita manni yl í hjarta líkt og tapsárir framsóknarmenn. En ég er ekki í vinnu þannig að ég geng um íbúðina klæddur einungis í hlýrann og leyfi gustinum að leika um tjöruna sem fagnar frelsinu.

Þessa dagana er ég að reyna að skipuleggja hvað ég eigi að gera í atvinnuleysinu. Á maður að ferðast? Leggja í andlega og fjölmenningarlega púkkið? Gera eitthvað ótrúlega flippað eins og að heimsækja Snickers-verksmiðjurnar, sjálfboðaliðast við að mæla fitumagn fyrirsæta fyrir sýningar, reifa sig í gengum evrópu með ferðatösku fulla af alsælu og glow-stick?? Ahhhhhhhhhhhh!!!!! Of margir möguleikar.

Ein spurning. Er einhver annar strákur þarna úti sem hefur lent í svipuðum aðstæðum og ég. Það eru alla veganna tvær fyrrverandi kærustur mínar sem neituðu að munnmakast fyrr en ég væri búinn að setja mig í þeirra spor. Önnur lét mig sjúga banana í hálftíma áður en hún hellti sig yfir mig og spurði mig í sífellu hvort þetta ætti virkilega að stuðla að jafnrétti í okkar sambandi. Jafnrétti? Ég að sjúga á banana og hún hefði í mesta lagi þurft að sjúga eitthvað sem er álíka og skólagúrka á stærð... ein af þessum minni skólagúrkum samt.

Hin klæddi mig í nærföt af sjálfri sér og tróð mandarínum ofaní brjóstahaldarann og lét mig ganga um fyrir sig. Svo kastaði hún í mig krónum og hrópaði: "dansaðu litli kveeeeeeeeen-maður!! Þú ert bara lítill kvenmaður!! Ha ha ah!"

Eru allar stelpur svona?

May 15, 2007

Er atvinnuleysi kynþokkafullt?

Stundum fær maður bara nóg. Dagurinn í dag býst ég við að hafi verið minn nóg-dagur. Byrjaði alla vegna á því að ég sagði bara upp. Þjónustustörfin hafa bara ekki lengur þennan undraverða og leyndardómsfulla sjarma sem þau eitt sinn höfðu. "Hvert fór kynþokkinn? Hvar ertu búðin sem ég þrái? Oh! Oh! Eilífðin! Hvar eru kassinn minn og strimill?" Söng ég einhvern tímann á árshátíð með Árshátíðarbandinu "Næsti gjörrusovell!" Við vorum brjálaðir búðarstarfsmenn með og vildum sigra heiminn með færni okkar í að skipta um kassastrimil á undir 3 mínútum og að kunna að minnsta kosti 34% strikamerkja utanað.

En nú er allt breytt. Atvinnuleysi blasir við. Ég myndi alla veganna ekki ráða skítugan fyrrverandi búðarstarfsmann til starfa. Ég er haldinn fordómum gagnvart þeim. Ég hef átt í of miklum samræðum við þá í gegnum tíðina. Kannski...ég hafi lent í fordómum gagnvart þeim mér óafvitandi. Rosalegt hvað maður er berskjaldaður gegn þessum hlutum.

Hvað tekur við? Mun ást mín á vinjettum og böski leiða mig út á hina hálu en menningarlega gefandi braut vinjettu-trúbadorsins? Á Laugaveginum með vinjettukaffi á brúsa og vinjettukonfekt, kyrjandi vinjettur við undirleik íslensku fiðlunnar. En fiðlan sú tónar einstaklega vel með vinjettum.

Allt þetta tal um vinjettur hefur svo sannanlega lyft mér upp. Er eitthvað sem vinjettur geta ekki? Estrógen-kikk sem ég fæ þegar ég kasta fram retoriskum spurningum! Farinn að setja á mig dömubindi.

May 6, 2007

Er þetta ljótt að gera?

Rifjar upp gamla tíma þegar maður var ungur og saklaus. Linkur

May 4, 2007

Heilagur sannleikur

Gott að ykkur líkar tónlistin. Mér finnst hún æðisleg, enda er ég æðislegur. Ætti mér að líða illa yfir því að finnast ég æðislegur, ég held ekki. Ég veit samt ekki hvað er að koma yfir mig með vorinu. Horfi slefandi á allt með sítt hár og stór brjóst. Kom sér heldur illa þegar ég horfði á pípara inni í búð um daginn girndaraugum. Gott ef af öskrum hans mátti ekki skilja að ég yrði brátt bráðkvaddur eftir að berja hausnum á mér í hnúana á honum. Kræst. Ætli áfengi verði bara ekki að duga til þess að berja þetta úr mér. Er búinn að strompreykja núna í að verða viku til þess að fylla rækjuna af tjöru en hún virðist andsetin. Andsetin af vori og síðhærðu fólki án dúnúlpu.

Ég var reyndar stoppaður um daginn og mér bent á að rennilásinn lægi eitthvað vitlaus í buxnaklaufinni og vísaði út. Þegar ég svaraði að ég væri í hnepptum gallabuxum horfði gamla konan á mig og roðnaði og missti út úr sér eitt stutt "æi." Mér er svo sem sama. Hef reynt að forðast þetta síðustu daga með því að nota tvöfalda límbandið í vinnunni til þess að líma hann fastan við sekkinn. Ef ég er samt mikið að hlaupa og svitna í vinnunni þá verð ég yfirleitt að skipta í hádeginu. Líka þegar ég fer á klósettið. Þeir segja að brennt barn forðist eldinn og eftir að hafa migið með rækjuna límda fasta við sekkinn þá reyni ég það ekki aftur. Það góða við það var að ég fékk að fara fyrr heim úr vinnunni. Ómögulegt að hafa starfsmann sem angaði líkt og núllið flakkandi um á milli viðskiptav***.

Mikið rosalega hata ég þá maður. Alltaf skal ég líka ná að rífast við konur á aldrinum fimmtugs til sextugs. Ótrúlegt. En maður sækir kannski í slagsmálin hjá þeim sem næstir eru manni í þroskastigi.

April 24, 2007

Allir hjá öllum púntur is

Lífið er yndislegur hlutur sem aldrei má taka sem sjálfsögðum hlut. Eitt sinn hélt ég mig nokkuð öruggan á föstudegi að ég myndi taka við betur launaðri og meira krefjandi stöðu hjá mikilsvirtu fyrirtæki hér í bæ, eða þangað til mánudeginum að ég komst að því að Voelli Saeti (tm) hafði send póst á allir@fyrirtækið.is með titlinum "berist til tobbaliciousar" og viðhengið mynd af 4 ára frænda hans nöktum. Þremur vikum síðar þegar ég hafði losnað úr gæsluvarðhaldi og fengið mér leyninúmer tókst mér samt sem áður að fyrirgefa honum. Það skilja bara ekki allir húmorinn manns. Ég ætlaði að hefna mín einhverjum mánuðum síðar með því að gera nákvæmlega sama hlut nema í póstinum sjálfum átti að fylgja linkur á dýraklámssíðu. Eitthvað klúðraðist það og linkurinn vísaði á ókeypis klámsíðu og Voella saeta(tm) var þakkað fyrir af yfirmönnum sínum með launahækkun og fyrirtækisbíl.

En í dag erum við sem betur fer vaxnir upp úr svona strákapörum. Í dag hlustum við á Wagner, drekkum dýrindis rauð- og hvítvín frá Chile og ræðum saman um bækur nóbelsverðlaunahafa. Þetta er allt hluti af því að fullorðnast. Enda liggur okkur á að fullorðnast. Það eru bara fimm ár eftir. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að heimurinn muni farast eftir fimm og hálft ár. Eftir að hafa horft á viðtal við Dan Burisch þá er ég þess fullviss að heimurinn muni enda frá og með 22. des 2012. Þá munu síauknar rafsegulbylgjur í geimnum valda því að náttúruleg ormagöng víðs vegar á jörðinni og svo kallaðir Looking Glass-sjónaukar, sem geta séð inn í framtíðina, beisla allri sinni orku inn að möndli jarðar og pólskipti munu hefjast. Að auki mun jörðin færast af tímalínu eitt yfir á tímalínu tvö. Eins og allir geta séð þá mun þetta hafa í för með sér mikla eyðileggingu og yfir fjórir milljarðar manna munu farast í þeim hörmungum sem ganga munu yfir. Öll von er þó ekki úti, nokkur hluti mannkyns eða um einn þriðji mun komast af og hefja nýtt líf á öðrum hnöttum. Einn flokkur þeirra, hinn norræni, mun fyrst flytja til Mars en halda svo áfram leið sinni og ná að lokum að setjast að á Oríon. Þetta hefur Dr. Dan frá einmitt þeim sama þjóðflokki en þeir hafa í þúsundir ára komið ó heimsóknir til okkar í gegnum áðurnefnd ormagöng.

Eina spurningin sem eftir stendur er þessi: "Einhverjar stelpur þarna úti sem hafa alltaf langaði til að sofa hjá mér en hafa ekki þorað að spyrja?"

April 18, 2007

Glaður?



Ég var sakaður um það í dag að vera óþolandi lífsglaður. Á hvaða eiturlyfjum eru þessir unglingar í dag? Veit ekki fúlari mann en sjál... bíddu nú hægur það er ein kona sem ég þekki sem er fúlari. Veit ekki næst fúlari mann en sjálfan mig. Mér tókst þó að nýta tækifærið til þess að kenna þeim nokkrar staðreyndir um lífið yfir höfuð. Nú ganga þau um Búðina með hangandi haus og vonbrigði í röddinni. Ég, aftur á móti, er skælbrosandi núna. Það eina sem ég sagði var að um 25 ára aldurinn þá hefði ég fattað að lífið hefði ekki mikinn tilgang og þetta væri bara spurning um að reyna að brosa meira en grenja þangað til maður myndi deyja. Það þýddi heldur ekkert að reyna að punga út börnum til þess að réttlæta tilvist sína, þau myndu hvort eð er svíkja þig síðar á ævinni og aldrei heimsækja þig á elliheimilið.



Ætli ég eigi aldrei eftir að fá þessa kitl tilfinningu í rassinn og hringja í guðnýju, allur sveittur og æstur, með yfilýsingar um "ég er loksins tilbúinn í börn! Farðu að prjóna vettlinga á barnabörnin!" Þetta virðist allt ætla að leka frá mér. Ég  er samt með þá útskýringu að ég sé bara ekki nógu eigingjarn til þess að eignast börn. Ok. Ég veit það myndi hjálpa ef ég væri ekki hreinn sveinn ennþá. Samt sem áður þá væri ég að gera öllum börnum í heiminum svo mikinn óleik með því að eignast barn. Ég yrði svo yfirburða besti pabbi í heimi að öll önnur börn myndu hata börnin mín og foreldrar þeirra fyllast öfundsýki út í nánast fullkomnar uppeldisaðferðir mínar. Ég er í raun að gera heiminum greiða með því að eignast ekki börn. Heimur, þetta er mín gjöf og verður mín arfleið.



Ég er mikið að spá í það þessa dagana að segja skilið við Búðina. Mér hefur yfirleitt aldrei liðið betur heldur en akkúrat þegar ég er nýbúinn að stökkva. Held ég sé búinn að fá nóg af því að vera bónus-sálfræðingur fólks sem heldur í alvörunni að fólk í þjónustustörfum sé ekki sama um þeirra vandamál í lífinu.





April 16, 2007

Chazz!!!! Pant fá að vera með ef þú tekur þetta að þér.

Hvaðan er myndbandið? Game on baby!!

Hey! Hættið þessu!

Vá hvað ég væri til í að vera lónsvörðurinn sem þarf að stoppa fólk að ríða í bláa lóninu.

Modest Mouse diskurinn og Kings of Leon eru að halda mér réttu megin við geðdeyfðarmörk.

Eru kosningar farnar að snúast algjörlega um skoðanakannanir? Hvað með málefni? Verð ég að skila auðu ef enginn hringir í mig til að fá mína skoðun?

Tryggingarfélagið sem bauð mér betri kjör af því þeir hringdu í mig og sögðu mér svo að ég myndi ekki fá jafn góð kjör ef ég myndi sjálfur leita eftir þjónustu þeirra má búast við að ég finni mér annað félag.

Það er vor í lofti andskotinn hafi það! Koma svo! Ég er kannski bara svona fúll af því að Voelli saeti(tm) sagðist bara vera vinur minn af því ég væri með lítið typpi og það veitti honum ómælda gleði. Mér er svo sem slétt sama. Þannig er bara lífið. Það eru ekki allir jafn vel hlaðnir. Það pirraði mig meira að vera kallaður snípurinn í sturtu í menntaskóla. Stelpur geta verið svo grimmar!
Mjöll meining

Pétur björn og jón voru æðislegir á föstudaginn. Bættu algjörlega upp fyrir vonbrigðin með Blonde Redhead.

Farinn að lifa lífinu.

April 10, 2007

Áróðurinn heldur áfram!

Ég er mikill áhugamaður um álfabikar og fann þetta skemmtilega kennslumyndband á netinu. Ég kýs að kalla það: "Það sem þú þorðir ekki að biðja kærustuna um að sýna þér." Þetta myndband er á skspænsku og kannski fáir sem ná hvað hún er að segja. Það er allt í lagi. Í stuttu máli er hún eitthvað að tala um tengslanet, launamisrétti og prjónaskap. Njótið:

April 9, 2007

Páskarnir gætu tekið við af jólunum

Margir sagnfræðingar eru sammála um að Jesús, eða D.J. ZúZ líkt og hann kallaðist áður fyrr, hafi ekki verið annað en skítugt ástandsbarn frá hersetu rómverja í Palestínu. Allir vita hvað varð úr Palestínu þegar hún óx úr grasi og veldur hún nú mér og fleiri löghlýðnum borgurum ómældri angist í hjarta og óöryggi vegna útbreiðslu hryðjuverka þaðan. Hver veit hvenær við lendum í hryðjuverkum? Það hlýtur að styttast í það, ég finn það á mér.

Finnst ykkur þetta ruglingslegt? Það gæti verið að ég sé enn undir áhrifum af sýrunni sem Guðm. Steingrímsson var að skrifa í fréttablaðið um páskana. Ég vil byrja að þakka honum fyrir að benda mér á að ég sé svona rosalega sólginn í vinnu að ég hef ekki tekið mér frí um páskana. Kannski þá líka um jólin Guðmundur? Gott ef þú gætir látið mig vita. Ég veit það núna til dæmis þegar ég var að vinna á skírdag hvað allir sem mættu til vinnu voru að tala um hversu miklir aumingjar aðrir íslendingar væru að vinna ekki á þessum degi. Það heyrðist ekki eitt orð um hvað fólk vildi miklu frekar vera heima hjá sér. Það virðist bara eins og fólk í þjónustustörfum hreinlega sækist í vinnu líkt og fíklar í eiturlyf.

Það skal ég láta þig vita minn kæri Guðmundur að það var ekki mín ákvörðun að hafa opið á þessum dögum. Það skal ég líka fræða þig um að þeir sem tóku þessa ákvörðun voru allir heima hjá fjölskyldunni yfir páskana. Svo kannski var það von þeirra sem eru í fríi heima hjá sér um gróða og þörf þeirra sem fastir eru í vinnu um nokkra þúsundkalla í viðbót um næstu mánaðarmót sem stjórnar þessu? En hvað veit ég. Ég hafði nefnilega ekki tíma til að liggja yfir námsbókunum yfir páskana. Ég var að vinna sjáðu til. Páskalambið fékk ég svo seinna um kvöldið þegar ég kom heim. Það heitir að vera fátækur námsmaður.

Hvaðan færðu að út að þeir sem vinna í hvað lægst launuðustu og vanþákklátustu störfunum séu með einhvers konar sameiginlegu átaki að reyna að taka réttmætt frí af restinni af þjóðinni? Er það þetta sem flaug í gegnum kollinn á þér þegar þú verslaðir í matinn á skírdag? "Mikið rosalega virðist erfitt fyrir þetta fólk að taka sér frí! Kann það ekki að slappa af og njóta lífsins?" Ætlarðu kannski að nota þetta þegar þú ferð í rúntinn með Samfó á vinnustaði að kynna málefnin? Prófaðu að benda þeim á að slappa af um páskana. Þetta sé ekki hægt með okkur Íslendinga, við verðum að kunna að slappa svolítið af. Ekki reyna að koma því yfir á goðsögnina um hversu rosalega eljusamir Íslendingar eru að þeir séu í vinnu um páskana. Hver einn og einasti þeirra hefði verið heima ef þeir hefðu átt möguleika á því. Ég skal hugsa til þín þegar ég verð í vinnu allan mánudaginn. Af því ég virðist bara ekki getað slitið mig eitt augnablik frá vinnu.

Að hugsa sér að þetta blogg átti nú bara að vera um nýjustu uppfinningu mína. Með hjálp frá Voella Saeta(tm). Hann átti hlut að máli og fær smá kredit. Nú verður heimurinn tekinn. HEIMURINN!! Við erum stórhuga núna, höfum þegar rætt við Davið Scheving sem býr að ómældri reynslu frá Sólar/Icecola-árum sínum og svo hafa einnig helstu MBA-sérfræðingar landsins sagt þetta einstaklega spennandi hugmynd. Hver er hún? Hver er hún? Rólegur félagi... hér birtist hún í fyrsta skipti og þar sem einkaleyfið er ekki enn gengið í gegn þá treysti ég á að þið misnotið ekki þessar upplýsingar.

Hinn íslenski mojito
eða Öxar við ána

1 teskeið sykur.
Safi kreistur úr tveimur kartöflum (50 ml.).
4 blöð af íslensku söl.
50 ml. Íslenskt Brennivín.
50 ml. Egils Sódavatn eða eftir þörfum.

Gott er að kremja söl með gaffli og maka í botn glasins. Til að gera drykkinn jafnvel enn girnilegri má skera rófu niður í báta og setja ofaní til skreytingar. Svo er bara að njóta!

March 30, 2007

Vika með stúlku..

Farinn að sækja stúlkuna til keflavítis. Svo er ég dottinn í það.

March 28, 2007

Hálfur maður?

Hef ekki getað bloggað vegna anna. Búinn að plokka annað hvert hár af öllum líkama mínum. Mér finnst breytingin ekkert rosaleg en finn fyrir minni vindmótstöðu í verstu kviðunum. Þetta kalla ég að lifa... og læra í leiðinni.

March 13, 2007

teyknymind... langur tími maður.

Íslenskar krónur!

Það er eitthvað svo uppbyggilegt að eiga í hér um bil útistöðum við gamalmenni. Eins og allir vita þá kunna gamalmenni ekki að hlusta og það veldur oft vandræðum. Í gær t.d. bað gamalmenni mig um að skipta fimmhundruðkalli. "Í krónur," sagði gamla konan. Ég horfði á hana í forundran og bað hana að útskýra betur fyrir mér. Þá greip hún frammí fyrir mér og hér um bil öskraði "krónur! íslenskar krónur!" Ég ætlaði ekki að fara að láta hana hafa 10 krónubúnt þar sem ég var nokkuð viss um að hún vildi ekki fá fimmhundruðkallinn í krónum. Ég reyni mitt besta til þess að trufla hana og komast að til að fá út úr henni að minnsta kosti hvort hún vilji hundrað- eða fimmtíukalla. Það gengur mjög hægt þar sem gamla konan heldur á þessum tímapunkti að ég viti ekki hvað íslenskar krónur eru og sé eins og allir unglingar farinn að hugsa í evrum.

Stúlkan fyrir aftan gömlu konuna faldi sig á bakvið séðogheyrt með risaglott á vörunum yfir óförum mínum. Það var engin leið að fá konuna til að segja hvaða útgáfu af klinki seðlabankans hún vildi. Þangað til fimm mínútum síðar og helling af þolinmæði minni kastað út um gluggann að hún loks muldrar eitthvað um hundraðkalla. Ég get svo svarið að á þessum tímapunkti var næstum liðið yfir stúlkuna sem reyndi hvað mest hún mátti að halda niðri í sér hlátrinum. Gamla konan fékk loks hundraðkallana sína og ég reyndi að halda aftur af skjálftanum sem var kominn í hnúana á mér. Kerlingin byrjar að raða í pokann og lítur til baka yfir röðina sem hefur myndast og spyr undrandi "talaði ég eitthvað óskýrt?" Röðin eins og hún leggur sig svaraði öll einum róm: "Nei, alls ekki."

Þetta er reynsla sem maður býr að seinna á ævinni. Setti inn nýja færslu á cv-ið þar sem ég benti á einstaka þolinmæði mína þar sem ég hefði ekki kýlt elliæra gamla konu í andlitið fyrir að vita ekki hvaða klink hún vildi.

March 11, 2007


Helgi helgi helgiNýtti mér helgina og kíkti á nýju sölu varnarliðseigna. Er núna stoltur eigandi 64 notaðra smokka sem fundust í einhverri kyndikompunni uppi á velli. Hvað ég ætla mér með þá veit ég ekki en kannski ég geti selt þá aftur með einhverjum gróða á internetinu. Ég skal viðurkenna að ég lagði ekki mikla hugsun í þetta þegar ég keypti þá. Svona spur of the moment hlutur. En þetta er svo sannanlega ævintýri og hefur vakið hjá mér lítinn vonarneista um framtíðina.

Sem slökknaði næstum því þegar Voelli Saeti(tm) var að segja mér slúður úr hásklnm. Þannig virðist sem karlkyns nemendur við skólann séu orðnir svo þreyttir að ideal karlmaður íslenskra kvenna á aldrinum 19-32 ára séu annaðhvort pólskir farandverkamenn eða afgreiðslumenn á kassa í matvöruverslunum að þeir séu farnir að veita hverjir öðrum kynferðislega greiða til að bæta upp kvenmannsleysið. Þeir eru víst farnir að bjóða öðrum karlmönnum úr sömu deild heim í mat og einn snöggan. Nú hef ég ekki fengið að sjá myndir en vinsælt er að jafnvel fjórir eða fimm hittist, sitjast í hring, loka augunum og taki þéttingsfast um félagann sér á hægri hönd. Þannig verður ekki neinn misskilningur á því að þeir séu samkyngirndir. Enda eru þeir ekki samkyngirndir, þeir eru bara að bregðast við þeirri leiðinlegu nýjung stúlkna að bíða þar til óþrifnir og bólugrafnir nemendur hsklns komist í góða vinnu.

Þannig velja þær sér víst maka. Eftir tekjum. En eins og allir vita þá eiga þær alltaf lítinn búðarstarfsmann, pólskan verkamann eða álversstarfsmann svo til eigin nota þegar eiginmaðurinn er í vinnu. Hvort þetta eigi eftir að hafa áhrif á stefnu stjórnmálaflokka þegar kemur að því að flokka fólk eftir hreinleika gena veit ég ekki. Við höfum tæknina (ÍE) en þar á bæ eru menn hræddir um að Íslendingabók fari í tómt rugl þegar genunum hefur verið stokkað upp aftur.

March 6, 2007

Samheiti

Ekki ætlast til að fá þjónustu með orðunum: "Strákur! Þjónustan hérna er hræðileg, þetta er allt miklu betra í Hag.. ."

Mín vegna máttu skottast í þá verslun. Þeir mega eiga þig.

March 1, 2007

Straumur

Horfði á samstarfsfélaga hringja úr gemsanum sínum í gær. Hún hringdi og sagði "Ég er að verða batteríslaus!". Ég horfði á hana og beið eftir því að hún félli fram á borðið og úr símanum bærist "ertu þarna? Halló! Ástin mín?" Það gerðist ekki og hún virtist að mér sýndist alveg fullhlaðin.

February 27, 2007

Faux pas, my friend

deEza var eitthvað að dást að mér um daginn að geta hangið inni á móður minni. Við hittumst aldrei svo það hjálpar til. Sameiginlegt átak til þess að forðast árekstra. Nema þegar matarboð eiga sér stað, þá er von á rifrildi og þá yfirleitt er það mér að kenna. Ég virðist ekki kunna mig í návist fjölskyldunnar. Verð því feginn þegar gönns flytur út því þá losnum við við þessi leiðindi. Sem þyrftu í raun ekkert að vera leiðindi ef hún væri bara örlítið meira opin. Ég var bara að lýsa fyrir henni, bróðurnum og kærastinu hans, ástinni minni, skáldsöguna/kvikmyndahandritið sem ég er að vinna í. Ég er mjög tekinn af þessu verkefni og á það kannski til að verða ögn ákafur þegar ég renni í gegnum söguþráðinn og skipti á milli persóna.

Sagan sem fjallar um venjulegt fólk sem dregið er inn í mjög svo óvenjulega atburðarrás þegar þau verða að takast sameiginlega á við illkvendið Salóme Þorkelsdóttur sem hefur sankað að sér auðtrúa meðlimum í JC-Ísland og ætlar að sprengja jörðina ef Bubbi Morthens ekki ullar í lulluna á henni. Þegar kemur að uppgjörinu og almúgi Íslands með Helga Björns sér til aðstoðar reynir að sannfæra Bubba um að hann verði að gera þennan litla hlut til þess að jörðin og þeir sem hana búa eigi framtíð þá stend ég upp og baða út öngum og fell í nokkurs konar trans þar sem ég hendist á milli persóna.

Þið sjáið það kannski fyrir ykkur. Þau þrjú sitjandi við matarborðið, hálfkláraðir ísar í skálunum og örlítil gufa sem stígur upp úr kaffibollunum. "Björt mey og hreeeiiiiiin..." hljómar undir og ég kófsveittur, rauður í framan og mikið niðurfyrir:

kvenmannsrödd: "En Bubbi. Hugsaðu um börnin! Eiga þau ekki rétt á sömu framtíð og þér bauðst í æsku?"
Bubbi situr með gítarinn og fiktar sig áfram með lag í smíðum. Lítur hægt upp á mannfjöldann fyrir framan sig og svo til hægri hliðar þar sem Helgi Björns stendur berfættur með fætur örlítið í sundur.
"Helgi minn. Er þetta lið með þér?"
Helgi lítur flóttalega á Bubba. "Þetteh ereh eðde-ender. Íeg gereh ehllt ferer eðde-enderner."
"Þú ert orðinn mjúkur með leiklistinni Helgi."
"Letteh....kkeh sveneh Bebbeh."
Uppgjafarstuna fer yfir hópinn þegar Bubbi lítur aftur niður á gítarinn og byrjar að glamra. Helgi lítur til baka og yppir öxlum. Hann virðist sjálfur hafa gefist upp.
Bubbi hefur upp raustina. "Ha! Ha! Ha! Sko. Þetta er ósköp einfalt. Ég er Bubbi Morthens! Sjáið bara Þingvelli. Ég hef aldrei samið lag um Þingvelli. Ég hef líka aldrei ullað í lullu og ætla ekki að byrja á öðru hvoru núna. Simpelt keis krakkar mínir."

Hér truflar Gönns mig og spyr "hvað er að ulla í lullu?" Ég svolítið hissa svara "sleikja píku mamma mín."
Þá kárnaði gamanið. Eitthvað um það að ég ætti ekki að vera að tala um svona hluti fyrir framan litla drenginn. Ég bendi henni á að hann sé orðinn 19 og ætti að geta höndlað þetta. Skiptums á einhverjum orðum í viðbót en svo endaði kvöldið í algerri þögn. Hún talaði þó við mig daginn eftir. Eitthvað sem hún ekki gerði í nokkrar vikur eftir að ég bauðst til að kenna bróður mínum að raka á sér punginn í miðjum hádegisverði á laugardegi.

February 26, 2007

Precious things

Nenni ekki að koma með langa feðasögu. Hápunktur alls var að vera fastur í útlandinu Englandi í tvær nætur. Ef ég hefði ekki getað hjakkast á deEzu þá hefði þetta verið.... hvað?.... að gista hjá henni og hanga með henni... hvað hélst þú?... skítugur, skítugur strákur! Fékk að gista hjá henni og komst svo loks til skSPánar. Tapas, fótbolti og kossar. Lýsir því sem fram fór. Fékk svo þrísome á leiðinni heim. Enn og aftur hjá deEzu með smá hjálp frá Fr. Dóru.

Ferðasögu lokið... nema... varð vitni að hér um bil slagsmálum gamalmenna. Sem væri ekki frásögu færandi nema hvað annar þeirra var dvergvaxinn og haltur! Dyravörðurinn sem skildi þá að var á sextugsaldri líka svo nú veit ég hvernig árshátíðin á Grund lítur út. Snilld.

Er einhver annar búinn að sjá tilganginn með þessum auðkennislykli? Ég er búinn að útiloka flestar tilgátur og hallast nú að tveimur ástæðum fyrir því að þetta var sett á laggirnar. Annað hvort er kbanki banki og co búnir að kaupa himnaríki og í hvert skipti sem þú þrýstir á takkann þá deyr engill eða sjálft tækið er fyllt að innan með pólóníum og þegar þeir sjá að þú ert búinn að greiða upp yfirdráttinn þá hleypa þeir því út og ganga frá þér. Þeir eru tilbúnir að fara alla leið.

Eins og femínistar. Það virðist sem öllum klámsíðum á netinu hafi verið lokað eftir að bændasamtökin sögðu hingað og ekki lengra. Mér finnst þetta fínt. Getum við nú ekki bannað bretum að koma til landsins því þeir eru á móti hvalveiðum? Hvað með bandaríkjamenn víst þeir eru að drepa saklausa borgara í sínu heilaga stríði gegn hækkandi bensínverði? Nú er ráð að stofna þverpólítiska nefnd sem getur ákveðið fyrir okkur hver má koma til landins og hver ekki. Á hverjum flugvelli gætum við svo hengt upp plakat með fyrirsögninni "You are not welcome!" og á eftir fylgdi listi af starfsgreinum og skoðunum sem við teldum ekki sæma okkar hreina og góða landi. Farinn að skoða klám. Skemmtið ykkur.

February 8, 2007

Farinn.

Belgískur bjór og franskar konur! Ég er farinn til skSpánar!

February 7, 2007

<span style="font-weight:bold;">Ég var bara í pásu maður!</span>

Hvað er þetta? Smá pása út af vinnu, kærustu og almennum leiðindum. Reyndi að brjóta það upp með því að sleikja hráa kjúklinga í vinnunni svo ég gæti orðið frægur fyrir það að vera fyrsti Íslendingurinn til að næla sér í fuglaflensu. Sá forsíðuna á dv í hillingum og brjálaðar grúppíur sem eltu mig á röndum til þess að næla sér í tvær mínútur af alsælu með hinum ekki svo vel niðurvaxna "Fuglaflensugaur." Það næsta sem ég komst því var einhvern neðanmálsklausa í dagbók lögreglunnar þar sem þeir stoppuðu mig við að eltast við gæsir á túninu fyrir framan Háskólann. Mér finnst ég hálfsvikinn. Maður getur nálgast fíkniefni, barnaperra og klám út um allt en ekki skitna fuglaflensu. Cazz, ef þú gætir reddað þessu þá væri það algjör snilld. Þarf bara smá, ekkert til að drepa mig, bara nóg til að ég verði frægur.

Fór meira að segja á bókasafnið í gær. Ekkert í sambandi við fuglaflensuna, reyndi einu sinni að sleikja bókaverði og bókanjerði á gerðasafni til að ná mér í flensu... þetta lið er svo sótthreinsað af bókasafnssetu að það er ekki einu sinni hægt að ná sér í flösu hvað þá flensu af þessu liði. En mér leið samt eins og ég væri að skrá mig í kúrsinn "samkyngirnd 101" með allan catalóginn frá Páli Óskari og danskar málfræðibækur. Svona svipað og Hörður Torfa sjötíuogeitthvað nema hvað þá var engin Páll Óskar heldur bara Katla María.

Og nú eru það bara útlönd! Önnur pása sem sagt yfirvofandi. HaddiThor má samt alveg vera rólegur því ég kem vonandi aftur. Fæ meira að segja að gista hjá fyrrverandi á leiðinni heim. Innslag í fílófaxið 19-20 feb 2007: "Muna það að hella sig vel fullan, reyna við fyrrv. með tækninni "Buxur á hælum. Hlaupa hana uppi. Æpa: "Manstu eftir þessum?! Langar þig að snert´ann?! Ég sé alveg að þú vilt snert´ann!"""

Ef þið saknið mín hræðilega mikið á meðan ég er í burtu þá er hægt að minnka sársaukann með því að líta við heima hjá Voella Saeta(tm) en hann ætlar einmitt að vera með fjáröflun til styrktar enduropnunar rúntsins. Hann og félagi hans, Einir Eimar Hilmisson ætla að lesa upp úr verkum Dostojevskís og er gestum og gangandi boðið að líta við og fá sér kaffisopa og hlýða á lesturinn. Ég hef litið við á æfingum og ég verð að viðurkenna að ég hughreifst af tilfinningalegri nálgun þeirra á ritverkum Dostojevskíj... ar? ... is?.. . Gestaþraut líka: Hvenig í fokkinu beygist karlmannsnafnið Einir í fleirtölu?

Engiljón Blævar Embrek .... ??? ... Que?! Ó góður guð gefðu mér eignist drengur!!!!

January 22, 2007

Ertu fallinn, berlínarmúr?

Hvað myndi ég gera án vinnunar? Hún er mér ávallt hugleikin 24 tíma á dag. Verð að afsaka það að geta ekki bloggað þar sem kærastan heldur mér á netinu í æsispennandi samtölum.

Kannski ég hætti bloggi vegna kærustu? Er það einhver veiki?

January 17, 2007

Mig vantar....

.. eitthvað. Langt síðan ég hef litið hérna inn. Spennandi hlutir að gerast sem veita lífi mínu fyllingu. Mmmmm mmmmm mmmm. Sá helsti verandi vinna mín í þjónustustarfi. Ég hef algjörlega misst álit mitt á heilbrigðiskerfinu. Svo virðist sem þúsundir ósjúkdómsgreindra geðsjúklinga fái að ráfa um götur borgarinnar og skipta peningum fyrir vörur og/eða þjónustu.

Ég held þetta sé að versna með hverju árinu. Þá sérstaklega vegna þess að eldri borgarar virðast fá að flakka miklu meira um sjálfir en áður. Stóð ekki í Gráskinnu að "læsa á eldra fólk sem náð hefur sextugu í dimmu röku herbergi og hleypa einungis út á jólum, páskum og sumarjafndægrum." ?

Minnir að ég hafi eitthvað lært um það í mr. Ekki viss samt. Ætla að slútta þessu stutta innslagi til að minna á að ég er enn á lífi... langt kominn í fertugt... með sögu úr raunveruleikanum. Mínum.. hann er oft furðulegri en skáldskapur.

Þannig er að í mínu starfi þarf yfirmannsréttindi til þess að skila hlutum. Ekki merkilegur hlutur en er þess valdandi að krakkarnir sem slysast inn í vinnu trufla mig óendanlega mikið. Einn daginn er ég að gera eitthvað yfirmannslegt eins og að bora í nefið á mér þegar það er bankað á dyrnar á búrinu sem ég er inni í og ungur starfsmaður biður mig að aðstoða sig því að á kassanum er kona sem vill skipta líters gosflösku í hálfs líters. Gott og vel segi ég. Skokka á kassann og undirbý mig til þess að stimpla inn aðgangsorð mitt til að skila stóru flöskunni. Eftir um það bil tvo tölustafi heyrist í starfsmanninum við hliðina á mér: "Ja. Sko. Hún er ekkert búin að kaupa þessa stóru."

Ég elska lífið. Ég elska unglinga. Drottinn blessi heimilið.

January 8, 2007

Hérna eru myndir!

Myndir komnar úr ammælinu. Á von á því að fá fleiri bráðlega.

Njótið

January 2, 2007



Næ ekki af mér brosinu

Er enn í gleðivímu frá ammælinu. Ég ætlaði að biðla til þeirra sem voru með myndavélar í veislunni að senda mér... ef þeir nenna... myndir frá herlegheitunum. Emailið er eins og áður tobbik hjá gmail.com .

Nú er að athuga hvað þetta ár hefur uppá að bjóða. Bring it on eins og myndin sagði.