December 19, 2005

Úrslitin komin. Allir sáttir.

Fimm og níu unnu. Sendi þær bara báðar. Eða allar ef ég verð í nógu góðu skapi. Ykkur vil ég hins vegar óska góðra jóla með þessari teyknymind hér: Jólabarn. (Það verður að hækka í græjunum!!!!!!!!!!)

Ætti að koma ykkur í gírinn fyrir jólin.

December 16, 2005

Jólakortakosning

Nú líður að jólum og til þess að geta talist almennilegur Íslendingur þá er nauðsynlegt að ég sendi útlendingunum mínum öllum jólakort. En HVAÐA JÓLAKORT??? Ég get ekki gert upp á milli þeirra og verð að snúa mér til ykkar. Þið vitið best! Kjósið nú það sem ykkur finnst fallegast og bera með sér mestan kærleik. Takk.

Eitt
Tvö
Þrjú
Fjögur
Fimm
Sex
Sjö
Átta
Níu

December 13, 2005

Tvær teyknymindyr

Eytt (Breytti og fékk þennan dóm um hana: "þessi blindi fáviti hefur greinilega málað þetta með rassgatinu - Listamaðurinn")

Tvö
Söngkonur eiga hug minn allan

Verð bara ástfanginn af þeim. Skil það ekki.

Vantar fleiri blogg til að lesa. Dílítaði einhverjum sem voru hættir bætti einni við og lét deEzu hafa stóra stafinn sinn. Það ætti þá ekki lengur að trufla þig að sjá ekki stóran staf í nafninu.

Ég er orðinn útlendingahóra aftur. Tók ekki nema rúmlega mánuð og ég er kominn á fullt í það að skemmta útlendingum með skrípalátum og sorgmæddum kvæðum. Fór í þetta fína útlendingapartý á föstudaginn og dansaði af mér sex kíló og þar með bakverkinn og kæfisvefninn. Heilbrigður næturjazzballett með sígarettu í einni og bjórglas í hinni. Ekki einu sinni Nonni og það að hafa dýft hendinni ofaní sósuna og sleikt hana af líkt og höndin á mér væri ís að bráðna meðan ég beið eftir bitanum sjálfum, náði að bæta á mjaðmirnar á mér sem verða óbarnburðarvænni með hverjum deginum.

Hvað var ekki í þessu partíi. Allra þjóða kvikindi og einn spánverji með. Náði meira að segja að snapa mér rifrildi við einhvern hollending um hversu mikið ghetto breiðholtið væri. Svo er maður að væla yfir aðgerðarleysi!

Þá hef ég einnig ákveðið að deyja einn. Ég hef ekki í mér að reyna við tvær stelpur í einu og vil ómögulega þurfa að gera upp á milli þeirra. "Er verið að gera gys?", spyr einn á meðan annar spyr: "ertu að narra mig?" Fokk hvað ég vildi það. Annað yrði væntanlega langlínusamband sem ég nenni ekki að standa í. Alls ekki. Og hitt er vonandi ekki símanúmerið hjá fyrrverandi kærasta hennar sem hún hatar og heldur að við yrðum góðir vinir af því við vekjum sömu velgjutilfinningu hjá henni þegar hún sér eða hugsar um okkur.

Að deyja einn er fínn valkostur.

December 12, 2005

Fyrirsögnin kemur í lokin

Afsakið hléið. Hér hefur ekkert net verið en nú loks er heimilið orðið nettengt. Húrra fyrir því. Húrra fyrir rigningu og þá sérstaklega húsum sem gráta.

En það er kannski ekki netleysið sem hefur verið að halda mér frá bloggi, nei það er frekar að heimilið hefur verið í stigmagnandi taugaáfalli sem síðan náði hámarki á laugardaginn. Hér höfðum við verið í stöðugu sambandi við Kína(Hérað á Spáni held ég) að fylgjast með okkar konu í Kína. Myndir á veggjum, bíllinn útkrotaður með stuðningyfirlýsingum og sex metra hár tólf metra breiður borði sem við bræðurnir gerðum úr pasta-fiðrildum, glimmeri og matarlit(þó sérstaklega grænum og gulum til heiðurs þjóðfánanum íslenska). Nei. Við tókum okkur enga pásu frá lærdómnum heldur gerðum þetta á nóttunni til þess að tapa engum tíma.

Vikan er svo sannarlega búin að vera æðisleg og við fjölskyldan misstum okkur svo algjörlega á laugardaginn þegar Unnur (eða eins og við fjölskyldan kölluðum hana; Falun-fegurðardrottningin) innsiglaði svo titilinn. Við vissum að hún myndi vinna. Alltaf. Enduðum svo kvöldið á því að keyra niður Laugaveginn og þeyta bílflautuna Unni til heiðurs.

Ja. Kvöldinu lauk ekki alveg þannig. Við fjölskyldan settumst niður eftir Laugavegsför okkar í betri stofuna og fengum okkur grænt te til að skola niður mestu sigurgleðinni og ná hjartslættinum niður. Þar sem við sátum og hugsuðum um hversu heppin við værum að vera Íslendingar þá ákvað ég að taka jólin snemma í ár. Ég sneri mér að Dannilíuzi litla bróður(ekki svo samt, 18 sko) og sagði við hann: "Danni finnst þér ekki æðislegt að jólin skuli vera að koma og Unnur hafi unnið titilinn?" "Jú," sagði hann, "mér finnst það æðislegt! Æ-hæ-hæ-ðislegt!" Svo ég, jólabarnið sem ég er, nikkaði létt í öxlina á honum og sagði: "Gleðileg jól, Danni minn, og til hamingju með það að vera ættleiddur."

Er að horfa á Drop the dead donkey þessa dagana. Fannst eitthvað svo ótrúlega fyndið við setninguna: "All this talk about the female orgasm! Before all this feminist movement women used to just lie on their backs and be greatful!" Fyrirlítið mig út af kvenfyrirlitningunni ekki fegurðinni!

December 2, 2005

Extra! Extra!

Til hamingju Blaðið! Fyrirsögn frá því í gær: "Sérhannaðir hlutir persónulegri en fjöldaframleiddir." Riiiiii... nei bíddu... Reeeeaaaallly??!!!!!

Svo er ég farinn að hafa áhyggjur af Fréttablaðinu. Það er orðið eins og allar stelpur sem ég hef sofið hjá, kemur aldrei.

Farinn í spurningarkeppni. ----kaup, skírn og ammmmmmmæli á morgun og laufabrauð á sunnudag. Og ég sem á að vera að læra. ha! Ha ha! HA! HA! HA!HA!

December 1, 2005

Ætlaði en svo er ég svo þreyttur í hausnum

Gott að refsa 99,9% þjóðarinnar af því að 30 manns voru að misnota íbúfen.

Gott að refsa 99% þjóðarinnar með því að leyfa ekki sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum.

Rennur upp fyrir mér að stundum hata ég að búa hér. Forrrrrrrrrrrrrrrræðisihyggja dauðans.

Svo leiðist mér svona hálfkák... ekki vera að leyfa sölu á áfengi ef það er heilsuspillandi. Banna það alveg. Líka reykingar. Ef það er viðurkennt að þetta fari illa með þjóðina þá hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af stjórnvöldum að þau banni þessa hluti. Áfengi er hættulegt og heilsuspillandi en það er í lagi að kaupa það á milli 11 og 18. Annars ekki því það fer illa með fólk. Sígarettur máttu kaupa en það er bannað að sýna þær af því að þær fara svo illa með fólk. Banna þetta alveg eða leyfa þetta alveg.

Rosalega vorkenni ég þeim sem voru að misnota íbúfen og parkódín. Nei ég var bara að grínast. Ég vorkenni þeim ekki neitt!! Ekki staf! Ég hef heyrt yndislegar sögur af göngum lýðheilsustofnunnar og landlæknisembættisins. Vandinn er úr sögunni!! Til hamingju Íslendingar! Flest allir sem voru að misnota þetta lögðu sér leið í apótek um daginn og komust að þvi að ekki væri hægt að fá þessi lyf nema gegn lyfseðli og ákváðu þess vegna að það líf sem þau höfðu valið sér væri ekki þess virði lengur að lifa. Þau eru öll komin í vinnu í dag, keyptu sér íbúð, stofnuðu fjölskyldur og hyggja jafnvel á framboð til Alþingis í næstu kosningum. Enn einn sigur ríkisvaldsins! Húrra! Húrra! Húrra! Húrra!

Nú þurfum við að banna eitthvað annað samt. Eða gera það lyfseðilskylt. Því eins og hefur sannast þá er besta leiðin til þess að berjast gegn ávana- og fíkniefnum að banna þau eða gera lyfseðilsskyld. Fíklar neita t.d. að kaupa eiturlyf nema að fá kvittun og vita til þess að virðisaukaskatturinn hafi skilað sér til ríkisins og fíklar hafa aldrei lagt leið sína til læknis til þess að fá skrifað upp á vímuefni. ALDREI!

Við búum í besta landi í heimi. Til hamingju við!!