January 22, 2007

Ertu fallinn, berlínarmúr?

Hvað myndi ég gera án vinnunar? Hún er mér ávallt hugleikin 24 tíma á dag. Verð að afsaka það að geta ekki bloggað þar sem kærastan heldur mér á netinu í æsispennandi samtölum.

Kannski ég hætti bloggi vegna kærustu? Er það einhver veiki?

January 17, 2007

Mig vantar....

.. eitthvað. Langt síðan ég hef litið hérna inn. Spennandi hlutir að gerast sem veita lífi mínu fyllingu. Mmmmm mmmmm mmmm. Sá helsti verandi vinna mín í þjónustustarfi. Ég hef algjörlega misst álit mitt á heilbrigðiskerfinu. Svo virðist sem þúsundir ósjúkdómsgreindra geðsjúklinga fái að ráfa um götur borgarinnar og skipta peningum fyrir vörur og/eða þjónustu.

Ég held þetta sé að versna með hverju árinu. Þá sérstaklega vegna þess að eldri borgarar virðast fá að flakka miklu meira um sjálfir en áður. Stóð ekki í Gráskinnu að "læsa á eldra fólk sem náð hefur sextugu í dimmu röku herbergi og hleypa einungis út á jólum, páskum og sumarjafndægrum." ?

Minnir að ég hafi eitthvað lært um það í mr. Ekki viss samt. Ætla að slútta þessu stutta innslagi til að minna á að ég er enn á lífi... langt kominn í fertugt... með sögu úr raunveruleikanum. Mínum.. hann er oft furðulegri en skáldskapur.

Þannig er að í mínu starfi þarf yfirmannsréttindi til þess að skila hlutum. Ekki merkilegur hlutur en er þess valdandi að krakkarnir sem slysast inn í vinnu trufla mig óendanlega mikið. Einn daginn er ég að gera eitthvað yfirmannslegt eins og að bora í nefið á mér þegar það er bankað á dyrnar á búrinu sem ég er inni í og ungur starfsmaður biður mig að aðstoða sig því að á kassanum er kona sem vill skipta líters gosflösku í hálfs líters. Gott og vel segi ég. Skokka á kassann og undirbý mig til þess að stimpla inn aðgangsorð mitt til að skila stóru flöskunni. Eftir um það bil tvo tölustafi heyrist í starfsmanninum við hliðina á mér: "Ja. Sko. Hún er ekkert búin að kaupa þessa stóru."

Ég elska lífið. Ég elska unglinga. Drottinn blessi heimilið.

January 8, 2007

Hérna eru myndir!

Myndir komnar úr ammælinu. Á von á því að fá fleiri bráðlega.

Njótið

January 2, 2007



Næ ekki af mér brosinu

Er enn í gleðivímu frá ammælinu. Ég ætlaði að biðla til þeirra sem voru með myndavélar í veislunni að senda mér... ef þeir nenna... myndir frá herlegheitunum. Emailið er eins og áður tobbik hjá gmail.com .

Nú er að athuga hvað þetta ár hefur uppá að bjóða. Bring it on eins og myndin sagði.