December 25, 2007

Litla jólabarn...

Veit þetta kemur öllum í jólaskapið. Opið hús í miðtúninu í allan dag. Kaffi og kökur.

Litla jólabarn

December 22, 2007

December 17, 2007

Jólaföndur!!!

Stressið að fara með þig? Langar þig að láta gott af þér leiða en hefur ekki fundið tíma til þess vegna anna? Nú getur þú hjálpað.

Geir Ól@fs var að gefa út nýjan disk. Það var svo mikill asi á Geir greyinu að hann týndi augabrúnunum í leiðinni!!!!



Hjálpaðu nú Geir að finna augabrúnirnar fyrir aðfangadag. Ég reyndi mitt besta og fann örlítinn neista í jólaskapinu.



Prófaðu! Sendu mér svo útkomuna á tobbik(hjá)gmail . tobbalicious barmmerki fyrir þann/þá/það sem kætir mig.

December 4, 2007

Handbrúða

Ég veit ekki af hverju en ég gekk út úr tiger með handbrúðu i gær. Mátaði hana og gat ekki tekið hana af höndinni aftur. Af hverju? Hvaða hræðilegu atburðir úr æsku eru að heimsækja mig núna? Er kominn tími til að leysa Voella Saeta(tm) úr læðingi og banka uppá hjá Steffensen? Óteljandi spurningar sem vakna við þessi ófyrirséðu innkaup. Hef þó eitthvað fyrir stafni þessi köldu haustkvöld, sit einn og greiði handbrúðunni og á langar samræður við sjálfan mig um kastljósið.

Talandi um samræður. Hvað er síminn að græða mikið á ári bara á spurningunni: "Hvar ertu?" Ég nýti mér almenningssamgöngur til þess að komast í og úr vinnu og hef uppgötvað að öll, jebb öll, símtöl í eða úr gemsum hefjast á orðunum "Hæ, hvar ertu?" Ég þarf ekki að minnast á að avarið við þessari spurningu er yfirleitt "Í strætó" þegar ég er að hlusta... í strætó. Það sem furðar mig kannski meira er að á milli 8 og 4 á daginn þá virðist fólk bera upp sömu spurningu.

Þannig að þegar börn/foreldrar/eiginkonur/eiginmenn/einhver hringir í gemsa á vinnutíma einhvers virðist það svo sjálfsagt að spyrja viðkomandi hvar hann er. Er þetta sönnun þess að ályktunarhæfni mannfólksins sé í ákveðinni hningnun? Eða hefur fólk kannski svona litla trú á því að þeir sem talað er við sé í vinnu? Í alvörunni, þetta er svo basic að það er ekki fyndið. 95% af okkur er í einhverja 300 daga á ári milli annaðhvort 8-16 eða 9-17 í vinnu og það fyrsta sem einhver gerir sem hringir í þig klukkan 14 er "hvar ertu?"

Ég veit að það er svipað að láta þetta fara í taugarnar á sér og spurninguna "þú hér?" En ekki hvar ef ég stend beint fyrir fokking framan þig? Hvar? Hvar?

Eftir sex ár í þjónustustörfum þá get ég líka upplýst ykkur um það að ef einhver segir við ykkur "nei er það ekki hún/hann sjálf/ur" þá hefur viðkomandi ekki hugmynd um hver þú ert. Mana ykkur til þess að reyna á þetta ef aðstæður leyfa.

Smá útúrdúr að lokum. Það var einhvern tímann mikil umræða um það í dagblöðum að fólk væri útatað í saurgerlum eftir að hafa byrjað á því að þurrka sér í klofinu og síðar í andlitinu. Eftir að hafa leigt núna með öðrum í næstum 3 ár þá hefur það reynst mér best að nota handklæði meðleigjandans til þurrka mér í klofinu og skorunni og nota mitt í andlit og hár.