December 6, 2008

Klukkaður

Ég hef ekkert betra að gera þar sem kærastan er að saumaklúbbast með vinkonunum í Barcelona.

Eitt áður. Fékk jólagjöfina frá fyrirtækinu mínu í gær. Chivas regal, Hvítt, Rautt, Freyðivín og Romm. Svo 10 kíló af snilldar Jamón(skinka). Ég ligg upp í rúmi og faðma skinkuna. Mmmmm... skinka.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
-Pakkaafrgreiðsla BSÍ (Good times)
-Matvöruverslanir (Of fokking lengi)
-Bolaframleiðsla (www.cafepress.com/tobbalicious)
-Au pair (tæknilega ekki starf en hafði mikil áhrif á mig)

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
-Sódóma Reykjavík
-Veggfóður
-Punktur punktur komma strik (Verð að sjá hana aftur!)
-Astrópía

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
-Hringbraut 107
-Calle de Toledo 57
-Bræðraborgarstígur 15
-via Oberdan 6

3. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
-Kópaskarðsfellsbær (úthverfi borgar óttans anga af ikea)

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-Sardegna (allt stefnir í 6 skiptið)
-Gíbraltar (bara til að sjá apana)
-Bologna (Fótbolti og bjórhátíð)
-Bosnía og Herzegóvína

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
-CSI (Grissom)
-House
-30 Rock
-Baywatch (angar af menntaskólaárunum)

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
-www.facebook.com
-www.mbl.is
-www.guardian.co.uk/football
-www.elpais.com

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
-Pizza
-Beikon, beikon og beikon
-Pasta/spagetti
-Kjöt (geri ekki upp á milli)

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
-Stranalandia - Stefano Benni (búinn að þýða 70% af henni... klára það væntanlega aldrei)
-The Wasp Factory - Iain Banks
-Irwine Welsh (hann er ekki bók en ég les allt eftir hann)
-Chuck Palahniuk (sama hvað hann skrifar, ég les það)

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
-Hvaða strönd sem er á Sardiníu
-Bologna
-Stykkishólmur (Ræturnar)
-Vicente Calderon

November 21, 2008

Já já já

Allt í lagi. Ég hef ákveðið að taka mig á í þessum blessuðu bloggmálum. Og já ég er ennþá á lífi.

Veit ekki hvort ég eigi að kenna Facebook um þetta eða reiði yfir því að engin kaupir þessa drasl boli og bolla af cafepress.

Hvar eigum við að byrja á þessu nýja bloggi? Forest? Forest?

Allt í lagi. Ég fékk ekki ósk mína uppfyllta. Kvikindið hefur þurft að koma til vinnu hvern einast dag og þvælast fyrir mér og öllum öðrum en það lítur út fyrir að efnahagskreppan verði loksins til þess að hann verði látinn fara. Síðustu fregnir herma að hann eigi bara viku eftir í sætinu við hliðina á mér. Ég krosslegg fingur og vona það besta.

Tvær stuttar nýlegar sögur af stráksa.

Út af því að El Maestro var hættur að mæta í vinnuna á ákveðnu tímabili þá ákvað yfirmaður okkar að flytja sig upp á hæðina okkar til að geta fylgst með honum. Hann vildi endilega ná sér niður á fyrirtækinu sem borgaði honum 1500 evrur á mánuði fyrir að gera ekki rassgat.

Þannig var í þessari viku að yfirmaður okkar þurfti að fara til útlanda til að tala við nýja yfirmanninn sinn. Eitthvað misskildi El Maestro þetta. Hún þurfti að fara miðvikudag og fimmtudag en El Maestro mætti ekki í vinnu á þriðjudeginum. Yfirmaðurinn spyr mig klukkan þrjú hvort ég viti hvar El Maestro sé niðurkominn. Ég hef ekki hugmynd um það enda ekki búinn að yrða á hann síðan í ágúst. Ekkert fréttist af El Maestro það sem eftir lifir dags.

Þegar svo El Maestro mætir til vinnu á miðvikudeginum (á réttum tíma!) þá er það fyrsta sem hann spyr mig hvort yfirmaðurinn hafi verið á skrifstofunni daginn áður. Þegar ég tjái honum já, stressast hann allur upp og hvíslar "Helvítis!" að sjálfum sér. You can´t buy comedy like this in a store.

Seinni sagan er af síma. Eftir að yfirmaðurinn kom upp þá tók hún símalínuna yfir á skrifborðið sitt. Þurfum að deila einni símalínu saman. El Maestro nýtir hvert tækifæri sem hún fer eitthvað í burtu til þess að hringja í vini sína og kærustu. Það er bara að hann gleymir alltaf að stinga snúrunni aftur í samband í síma yfirmannsins. Sem leiðir það af sér að þegar einhver hringir í hana þá hringir síminn fyrir framan El Maestro. Það kætir mig óendilega þetta "Sorry" sem fylgir. Og hversu skertur þarf maður að vera til þess að geta EKKI lært af reynslunni.

Í eitt af fyrstu skiptunum sem þetta kom fyrir þá ætlaði El Maestro aldeilis að redda þessu. Hann svaraði í símann sinn, bað viðmælandann að hinkra í augnablik, reif svo snúruna úr símanum sínum og stakk í síma yfirmannsins. Það sem ég heyrði þegar ég gekk út í sígarettuna var rödd hennar að reyna að kreista svar út úr dauðri símalínunni....

Sjáum nú til hvort ég haldi loforðið um meira blogg.

September 30, 2008

July 23, 2008

Nú er ég klæddur og kominn í hör

Æ. Hitinn maður! Hér eru einhverjar sextíu gráður yfir daginn og dettur niður í 50 yfir nóttina. En ég kvarta ekki yfir hitanum heldur fagna. Já, ég fagna honum því hörið er komið út úr skápnum.

Nú geng ég um götur skMadridar hörklæddur líkt og sá hörklæddi riddari sem ég hef alltaf fundist ég vera.

Hörsandalarnir gefa mér þá tilfinningu að göturnar hafi verið smurðar hunangsilmandi silki. Hvílík hamingja fyrir fæturna! Ekki skemmir fyrir sú kitlandi tilfinnng sem hörböndin sem liggja á milli tánna og strjúka ristarhárin veita þreyttum löppum eftir langan vinnudag.

Hörkvartarar eru eitthvað sem allir menn ættu að klæðast. Nærandi snerting þeirra við lærahárin hafa unnið kraftaverk á appelsínuhúðinni. Svo hleypa kvartararnir líka einungis köldustu golunni inn en skilur hitabylgjuna eftir fyrir utan.

Það er líka svo skemmtilegt hvað hörið býður upp á marga litamöguleika. Ég get eitt klukkustundum í það á morgnana að bera saman hvort fari betur, beige hörbuxur og hvítur hörbolur eða beige-bleikar hörbuxur og hvít hörskyrta hneppt upp að nafla.

Þetta er frelsið sem hörið hefur að geyma.

Ég rakst svo á lítinn stand í útimarkaðinum hér i hverfinu sem selur hör-aukahluti. Keypti mér skemmtilegt beige hörhálsmeni sem smellpassar við hvítu ermalausu hörskyrtuna. Hún passaði ekki við gullmenið sem ég hengdi á mig i vor, en hörið náði mestu þrjóskunni úr henni og gott ef það hefur ekki náð að temja hana fullkomlega.

Þetta getur nefnilega verið vandamál með hörið. Það er svo sterkt og sjálfstætt að ekkert getur unnið með því nema annað hör.

Ég veit að hnésíðar hörbuxur hafa nokkurn veginn verið einokaðar af kvenfólki yfir þrítugu. Með örlitlum tilfæringum og breyttu sniði þá hefur mér tekist að gera þær tvíkynja.

Oft þarf maður að skipta um umhvefi til að uppgötva hluti sem hafa verið í kringum mann alla ævi. "Hörið er betra en kaldur bjór í mesta hitanum." Þessi orð lét Voelli saeti(tm) falla í 12 ára bekk og ég held að ekki hafi hann nær sannleikanum komist.

Nú hvet ég alla karlmenn sem ég þekki að kíkja í næstu hörfataverslun á morgun og gíra sig upp.

Hörið er komið til að vera.

July 5, 2008

Tónlist

Af því að ég er getulaus þegar kemur að tónlist, ég get ekki strokið hringi á maganum á mér og klappað kollinum um leið, þá hlusta ég til að bæta upp fyrir taktleysið. Svipað og að drekkja sér í klámi þegar maður fær ekki að riða. Ekki satt?

Af því ég veit að þið hafið ekkert betra að gera, og ég er að flýja hitann, þá eru hérna lög til að skemmta ykkur í smástund.

Grandaddy - So you´ll aim towards the sky

Það er ekki hægt að hugsa sér betra lag til að slaka á við og syngja falsettu.


Bruce Springsteen - Thunder Road

Af því að þau okkar sem meikuðu það ekki í lífinu þurfum okkar "Maístjörnu"



Sahara Hotnights - Hot Night Crash

Hljóðfæri, 4 sætar stelpur og glymrandi gleðipopp. I´ll take ten!



Radiohead - Nobody Does It Better

Af því að þetta lag, bróður minn, Toyotan hennar Gönnsó og falskir tónar sýna fram á það að í lífinu þá eru það litlu hlutirnir þeir sem gera það skemmtilegt.



A Perfect Circle - Judith

Stundum er nóg að hafa bara kvenkyns bassaleikara. Ekki skemmir fyrir glymrandi rokk og texti fullur af ádeilu á kirkjuna.



A Perfect Circle - The Outsider

Af því að stundum hata ég lífið og fagurri rödd er erfitt að finna.



Queens Of The Stone Age - Song For The Dead

Í 7 mínútur í mars gleymdi ég mér í því að vera unglingur í þvögunni. Þetta sýnir líka að rauðhærðir og trommuleikarar hafa eitthvað fram að færa.



Muse - New Born

Þú ert mín gítarhetja. Með aukakaflanum sem þeir bæta við í lokin þá jaðrar þetta við fullkomnun. Ég held samt áfram leitinni.



Bill Hicks - Last Word(A Tribute)

Af því að eitt sinn var ég uppfullur af hatri en er nú að breytast í miðaldra krippling. "Er kripplingur með einu p-i?" Enough said.

July 3, 2008

Ég gafst upp...

Í gær gafst ég endanlega upp. Forest er búinn að vera samanlagt heilan dag frá vinnu þessa vikuna. Annaðhvort í aukapásum eða með því að mæta klukkutíma of seint og fara klukkutíma fyrr.

Þegar hann mætti enn og aftur klukkutíma of seint í gær, settist niður fyrir framan tölvuna sína og vann í tvær mínútur áður en hann kallaði yfir til mín. Því eins og hann sagði, "Hvernig get ég verið með auka lausn í skspænsku útgáfunni?"

Við erum í því að uppfæra lausnir á verkefninu okkar, hann ber saman skensku og skspænsku á meðan ég ber saman skensku og skfrönsku. skEnska útgáfan er fullbúin og því útilokað að nokkur önnur útgáfa af lausnum geti haft auka lausn. Hann fullyrðir þetta samt sem áður og "segist ekki skilja upp né niður!"

Ég nenni ekki að hlusta á hann fussa við hliðina á mér og spyr hann hvaða spurningu sé um að ræða. "Síðasta," segir slúbbert og ég kíki á hana. Bæði tungumál eru með nákvæmlega jafnmargar lausnir. Ég vitandi hvaða mann Forest hefur að geyma segi: "Það er ekki síðasta spurningin, er það?" Kemur þá ekki í ljós að það er önnur spurning sem Forest er að glíma við. Ég lít á hana og rek augun í vandann. Tvær síðustu lausnirnar í skensku útgáfunni voru merktar sem solution 4 á meðan skspænska útgáfan sagði solution 4 og 5.

Ég horfði á hann... "svona er þetta," sagði ég og tók mig til og pantaði fund með yfirmanni okkar.

Forest á skv. þeim fundi einungis 2 mánuði eftir af vinnu hjá þessu fyrirtæki. Gleðifréttirnar fyrir mig eru þær að hann verður líklegast færður niður um tvær hæðir hjá yfirmanni okkar svo ég þurfi ekki að eiga við hann.

Ljósið á enda ganganna blasir við. Hann vill ólmur fá að vita hvað gekk á milli mín og yfirmannsins á þessum fundi. Nú brosi ég framan í hann og tek ólmur þátt í þeim samræðum sem hann vill eiga um næsta samning sem "við" fáum. Pabbi hans er nefnilega búinn að segja honum að þeir verði að gera sex mánaða samning við okkur næst. Hann er líka búinn að tjá mér að fyrirtækið sé algjörlega hátt okkur svo ég þurfi engar áhyggjur af því að hafa að þau geri ekki við okkur nýjan samning.

Ég hef tvo mánuði til að æfa mig í undrunar-andlitum og "Neeeeeeeiiiiii! Ég trúi því ekki!"

Fann ekki atriðið sem ég grét yfir í gær svo þið verðið að sætta ykkur við að gráta yfir þessu:

June 25, 2008

Toppnum náð

Ég get ekki haldið þessu aftur af mér. Forest náði toppnum í dag. Ef hann getur betur en þetta... nei... ég neita að trúa því.

Þannig er að við verðum að skipta um leyniorð á 45 daga fresti. Þetta ætti ekki að vera erfitt þar sem þetta er ekki annað en að slá inn gamla leyniorðið og slá tvisvar inn nýtt.

Foresti tókst að klúðra þessu í dag. Þegar tölvan tjáði honum að þau tvö skipti sem hann sló inn nýja leyniorðið þá lokaði hann bara glugganum og reyndi að slá sig þrisvar inn með leyniorði sem hann hafði ekki enn staðfest.

Þannig að í klukkutíma i dag komst snillingurinn ekki inn í tölvuna sína á meðan unnið var í því að búa til fyrir hann nýjan aðgang.

Bara til að sýna fram á snilligáfu hans þá útskýrði hann söguna fyrir mér. Hann vissi allan tímann að hann var að gera eitthvað vitlaust... en hélt bara áfram og vonaðist til þess að þetta myndi "reddast."

Hann spurði mig í biðinni hvort hann gæti ekki bara skráð sig inn í aðra tölvu, ekki með neitt virkt aðgangsorð, og sú tölva myndi þá byrja alla þá vinnu sem hann var með í gangi í sinni tölvu. Word og fleira myndi poppa upp með síðurnar opnar á sama stað.

Ég er búinn að halda aftur af mér í fjóra mánuði. Á morgun fer ég og tala við yfirmann okkar. Þetta gengur ekki lengur. Maðurinn er aljörlega vonlaus. Ég læt ekki einu sinni fara í taugarnar á mér þau 5-10 persónulegu símtöl sem hann hringir, á dag, úr símanum sem er skráður á okkur tvo.

Ég get ekki unnið með honum lengur. Hann eða ég? Sjáum hvað gerist á morgun.

June 21, 2008

Nú er sumar á Fróni

Það er komið sumar og ekki sjór í sjónmáli. Ég hef þraukað hita áður og hlýt að lifa þetta af.

Beint í uppáhaldið mitt. Forest, þú súrsæta uppspretta haturs og gleði daga minna!
Forest var í fríi fyrstu þrjá daga vikunnar. Nú veit ég hvernig fólki sem saknar hlaupabólu líður. Ef þú ert einn af þeim sem saknar hlaupabólu... kannski er rétti tími kominn til að leita sér sérfræðihjálpar.

Eftir klukkutíma af "vinnu" hjá Foresti fannst honum kominn tími á sígarettu. Ég nýtti tækifærið og breytti skjámyndinni hjá honum. Hann er að "vinna" við að setja upp próf í KraftBendingum svo mér fannst við hæfi að setja tóma KraftBendingar-skyggnu sem skjámynd. Þegar hann snéri aftur "ööö?!"-aði hann tvisvar og fór síðan að útskýra fyrir mér hvað hann "Ég ekki skilja! Nú breytir hún alltaf um skjámynd!".

Ég er með bitför á neðri vörinni eftir að hafa haldið aftur af mér hlátrinum.

En Forest er ekki bara gleði. Þegar ég lít til baka, jú, en þegar hann hendir í þig 3-4 "ég veit ekki hvernig ég get svarað þessu án þess að nota orðin "mongólíti","´grjóthaltu" og "kjafti"." Á 20 mínútu kafla á fimmtudaginn voru eyrun á mér farin að titra af reiði. Í dag sem betur fer get ég hlegið.

Setjum þetta upp sem lista í réttri tímaröð:
1. 17:08 - Forest kallar á mig því hann vill fá mig til að prófa svolítið í KraftBendingum. Hann er með skyggnu með risatórum grænum punkti sem þú þarft að smella á með músinni til þess að skyggnusýningin hefjist. Ég smelli á hana og næsta síða opnast. "öööö?!" heyrist í Foresti, "hvernig?!" Eftir að ég útskýri fyrir honum hvernig þetta virkar þá kemur það í ljós að hann hafði eytt um það bil 10 mínútum hér og þar á skyggnuna og hafði enn ekki fattað "hver vegna hún opnaðist bara stundum." Forest telur sig mjög kláran og því eyðir hann 5 mínútum í viðbót að smella á græna punktinn til þess að sannreyna "tilgátu" mína. Allt í einu gellur upp úr honum alltof hávært "Hey!" til þess að láta mig vita að uppgötvun hefur verið gerð. Svo tekur við tobbi,tobbi,tobbi,tobbi... þangað til ég sný mér að honum.

Með því að smella á græna punktinn þá hefur eftirfarandi uppgötvun verið gerð og ég bið hvern þann sem les þetta að koma þessu áleiðis til Reykjavíkurakademíunnar og álíka menntastofnanna svo hægt sé að vara fólk við: (orðrétt)

"Tobbi. Það er hægt að setja svona grænan punkt á síður á netinu. Svo þegar fólk smellir á hann. Þá fær það vírus í tölvuna sína!"

Uppgötvunin hefur verið gerð. Varið ættingja og nágranna við áður en þau verða tölvunni að voða!!

2. 17:21 - Góður vísindamaður sættir sig ekki bara við eina uppgötvun. Ein getur oft leitt af sér aðra. Svo Forest hélt áfram leitinni. Hann sér það í Dialog-glugganum að það er hægt að leita uppi skjöl í tölvunni og linka á þau. Það merkilega er að þá, þegur þú smellir á græna punktinn, opnast skjalið. Forest býr sem sagt til Word-skjal með einhverri línu sem ég býst við að hafi átt að vera fyndin. Ég las hana ekki svo ég get ekkert um það sagt. Hann setur þetta allt upp og kallar síðan á mig. Hann smellir svo á græna punktinn og upp sprettur word-skjalið með línunni hans.

Enn og aftur bið ég menntaelítuna að taka punkta:
"Sérðu! Það er hægt að fela leyniskilaboð í kynningunum!"

Geirvörtunar á mér stóðu svolítið stífar út af pirringi. "A plague on your house!," kom upp í hugann.

Vísindn voru komin á skrið. Það ultu út nýjar uppgötvanir og ekkert gat stöðvað þetta nýja undur vísindanna.

3. 17:28 - Forest sér að það er hægt að setja takka á síðuna til þess að fólki geti vafrað fram og til baka í KraftBendingar-kynningum. Hann uppgötvar það líka að hægt er að setja inn númer á skyggnu sem þessi ágæti takki vísar á. Forest býr sem sagt til skyggnu 1 og 2 báðar með þessum takka og vísar skyggna 1 á skyggnu 2 og skyggna 2 vísar á skyggnu 1. Svo kemur kallið. Ég get ekki beðið hvaða nýju víddir hafa verið uppgötvaðar. Penni og blað allir!

"Það er hægt að setja upp gildru fyrir fólk svo það kemst ekki út úr skyggnunum. Flakkar bara fram og til baka!"

Ef hann vissi bara hversu óvart-fyndinn hann er.

June 14, 2008

Losa stífluna

Hvað er að frétta?

Í útlöndum er að verða heitt. Búið að vera skýjað og 20 stig í heilan mánuð en nú er gamanið búið og sólin farin að skína. Sviti og andnauð tekur við.

Mig langar til að spjalla um þrjá hluti í dag. Einn eyðileggur goðsögn. Næsti gerir lítið úr kynstofni. Sá þriðji fjallar um goðsögn.

Ég og spanjólan vorum á gangi um daginn og fyrir framan okkur var par með poodle í bandi. Ég ætla ekki að tala um hunda og stórborgir, ég hef sterkar skoðanir og tel best að ég haldi þeim fyrir mig. Það var útsýnið sem stakk í auga. Óskeind boran á hundinum vísaði beint í sjónlínu mína. Kannski að tileygðan hafi hjálpað til en... rólegur á borunni félagi. Þar beint fyrir neðan tanglaði pungurinn. Þar sem ég er gamall og fúll maður þá fer ég eitthvað að væla yfir útsýninu i spanjóluna sem bað mig að róa mig niður þar sem þetta væri nú bara einu sinni hundur. Ég lét ekki segjast og hélt áfram að væla og að lokum umlaði ég eittvað á þá leið "bíddu bara."

Daginn eftir þá vakti ég hana með nákvæmlega sama útsýni. Ég teygði mig í náttbuxurnar nakinn með boruna í áttina að henni og reyndi hvað ég gat til að hún myndi sjá sem mest. Goðsögnin féll og sambandið hékk á bláþræði. Karlmenn, séðir aftanfrá í óþægilegum stellingum, eru viðbjóður. Ég mana hvaða karlmann sem er til þess að leggja þessa prófraun fyrir kærustur sínar:

  1. Klæddu þig í hvítan stuttermabol sem nær rétt niður fyrir nafla. Bolurinn má ekki ná lengra heldur en að rótum nárahára.
  2. Vísaðu að kærustunni og beygðu aðra löppina á meðan hin er þráðbein út frá mjöðminni. Til að leggja meiri áherslu á teygjunna er gott að skipta yfir á hina hliðina
  3. Nú snýrðu þér við og með lappirnar í öfugu V-i reynirðu að snerta gólfið. Óhljóðin sem þú heyrir er kærastan að kasta upp og velta fyrir sér hvað í anskotanum hún er að pæla í því að hafa lent í gagnkyngirnd.



Já, drengir, við erum ekki jafn kynþokkafullir og við héldum. Ef þú ert eitthvað feiminn þá er betra að byrja fyrir framan spegilinn til þess að kynnast líkamanum betur. Ég óð bara beint í þetta, enda kann ég ekki að skammast mín, og komst ágætlega frá þessu. Nokkrum veitingastöðum og gjöfum síðar er sambandið að komast á eðlilegt stig. Hún neitar þó enn að leyfa mér að sofa nöktum.

Að öðru. Ég tek lest á hverjum degi í vinnuna. Fátt finnst mér skemmtilegra heldur en að fylgjast með hversu ópólitískt rétt smíði lestanna er. Þannig er mál með vexti að það eru hillur til þess að henda farangrinum í um það bil 2ja metra hæð frá gólfi lestanna. Þar sem enginn ferðast með farangur í þessum lestum, þær eru notaðar til að komast til og úr vinnu, þá kastar fólk fríblöðunum þangað eftir að hafa lokið lestri þeirra. Þá hefst gamanið. Suður-Ameríkubúar eru lágvaxnir. Á hverjum morgni þá flissa ég með sjálfum mér þegar þeir reyna að ná niður blöðunum. Það er eitthvað svo sætt við það að sjá lágvaxinn karlmann hoppa til þess að ná sér í fríblað. Ég held samt að það sé ekki hægt að flokka þetta undir kynþáttahatur því ég myndi hlægja að hvaða lágvaxna karlmanni sem er.

Þá snúum við okkur að goðsögninni. Forest. Forest. Forest. Málið er að fyrir tveimur mánuðum síðan þá steikti hann tölvuna sína. Honum tókst að slá út desktop-myndinni og taka út rammann á task managernum. Það er mjög auðvelt að laga báða þessa hluti, annar er lagaður með því að velja desktop myndina aftur og hinn með því að tvísmella á taskmanagerinn til að fá rammann aftur. Forest vissi það ekki og er því búinn að vera með skjáinn hvítan með risastórum stöfum sem segir, og sýnir, hverjum sem labbar í 10 metra fjarlægð frá tölvunni hans að eitthvað sé að. Mér datt ekki í hug að hjálpa honum, þangað til í gær.

Forest átti heima í mörg ár í bænum sem við vinnum í. Í gær leit einhver vinur hans við á hæðinni okkar til að tala við Forest. Hann rekur augun í skjáinn og ætlar að hjálpa honum að ná aftur skjámyndinni. Þannig að í 20 mínútur fæ ég ókeypis uppistand. Ingjaldsfíflið og bróðir hans Ingjalsfíflið 2: Baráttan við Mannvitsbrekkuna, hægri smella og controlpanela hvað þeir geta en ekkert gerist. Það eina sem vantaði var prik handa þeim til að pota í tölvuna. Að lokum gefast þeir upp og skilja við tölvuna nákvæmlega eins og þegar þeir hófu leika. Ekkert úthald í þessum spanjólum og sígaretta virtist meira ákallandi.

Þegar þeir voru komnir úr sjónmáli teygði ég mig í músina hans og setti myndina sem hann notaði sem skjámynd og tvísmellti að taskmanagerinn til þess að fá rammann aftur. Svo snéri ég mér aftur að minni tölvu og beið. Forest snýr aftur eftir 10 mínútur og skráir sig inn... "öögh!," heyri ég, "sjáðu! Sérðu, tobbi, loksins maður. Skjámyndin er komin aftur!" Hann horfir á mig, snýr skjánum svo ég sjái betur, opnar og lokar gluggum og er með eitthvað það stærsta bros sem ég hef séð á andlitinu. Þeir höfðu greinilega lagað tölvuna með því að gera ekki neitt og fara út i sígarettu. Forest horfir eitthvað út í loftið og hleypur, já hleypur, af stað til þess að segja Ingjaldsfíflinu 2 hvernig þeir redduðu tölvunni. Þegar hann kom sveittur til baka en með sama mongólítaglottið á smettinu gat ég ekki meir. Ég hljóp út til að komast hjá því að springa úr hlátri fyrir framan hann.

Í næstu viku þá ætla ég að taka báða hluti út aftur. Ég vona að hann fái Ingjaldsfíflið 2 til að koma að hjálpa honum aftur. Mér leiðist í vinnunni eins og er og þarf einhvers staðar búa til gleði og skemmtun.

May 26, 2008

Hey! Heyyyyjjjjjjjj!

Það er erfitt að reyna að blogga þegar maður skemmtir sér ágætlega. Þegar ég vann í búð þá hafði ég yfir nógu að kvarta og var, held ég, miklu duglegri við þetta. Það er samt alltaf hægt að grafa eitthvað upp til þess að kvarta yfir.

Forest. Forest, Forest, Forest. Greyið. Það kemur mér sífellt á óvart hversu skertur hann er. Hann skalf allur og mætti á réttum tíma síðustu tvær vikur þar sem hann var að skíta á sig yfir því hvort hann fengi nýjan samning. Nú víst að þau voru það vitlaus að ráða hann í þrjá mánuði í viðbót ætlaði hann að gerast vinur minn aftur. Hann er núna búinn að reyna að stunda einhliða samræður við mig frá því hann fékk samninginn.

Ég held mig enn fast við það að tala ekki við hann. Hann kallar á mig, ég leyfi honum að kalla að minnsta kosti þrisvar, og ég segi "hvað?" Þá kemur eitthvað út úr honum, ég vinn á meðan og hendi inn "mmm hmmm" öðru hvoru. Svo endar það á því að hann lætur út úr sér eitthvað óendanlega vitlaust og ég stari á hann með viðbjóði þangað til hann snýr sér undan og þykist vinna. Honum fannst það reyndar alveg rosalega fyndið í fyrstu og bað mig endilega að gera "þetta" andlit aftur.

Hann er nú yfirleitt sveittur og fölur við vinnu, vegna þess að hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera og svo er hann ekki að skilja af hverju ég vil ekki tala við hann. Honum finnst hann svo fyndinn, skemmtilegu og menntaður.

Nóg af Forest. Nú að bretanum. Hér flutti inn breti fyrir eitthvað meira en mánuði síðan sem ég held að sé alveg að gefast upp. Greyið er að gera sér grein fyrir því að skSpánn er ekki skBretland. Allt ömurlegt hérna. Hann vælir stöðugt yfir því að fá ekki að ríða og hversu ömurlegt sjónvarpið á skSpáni er. Það að hann fær ekki að ríða hefur væntanlega ekkert með það að gera að hann hætti að drekka rétt eftir að hann kom hingað út og fer þar af leiðandi aldrei út úr húsi nema til þess að vinna. Vinur hans kom í 5 daga heimsókn og þeir eyddu meiri tíma í að horfa á myndir í tölvunni heldur en úti að glápa á stelpur.

Við reyndum að hjálpa honum um síðustu helgi, það var Madrídarhátíð og u.þ.b. 200 þúsund manns á haugafylleríi rétt fyrir utan íbúðina, og buðum honum með. Partýljónið þakkaði gott boð en vildi frekar fara á karnival (það voru ekki einu sinni leiktæki) rétt hjá þar sem ég vinn.

Ég og Leikarinn fórum og skemmtum okkur konunglega við að glápa á stelpur og smakka margar tegundir áfengis. Tókst meira að segja að ljúga að einhverjum að Ísland væri borg á vesturströnd skÁstralíu.

Besta saga þeirrar helgi er samt ekki af mér. Á mánudaginn síðasta klukkan 9:30 að morgni var slökkvilið Maðríðar kallað að blokk í úthverfunum. Það væri svo sem ekki til frásögu færandi nema hvað... þegar þeir ruddust inn í íbúðina þá tók á móti þeim kókaínverksmiðja sem logaði, eigandi íbúðarinnar (og væntanlega kókgræjanna líka), tveir naktir og/eða tvær naktar kynskiptingahórur og fyrrverandi eiginkona íbúðareigandans æpandi óyrði að þeim öllum.

Af hverju er mér aldrei boðið? Helvítis skSpánn!

May 17, 2008



Nóg af vinnu. Hingað til höfuðborgar Norður-Afríku komu tveir góðir menn í heimsókn fyrir 2 vikum síðan. Voelli Saeti(tm) sem er þekktastur fyrir það að hafa náð sér í nálgunarbann á Amsterdam og El Fiber Otico(tm) sem þekktastur er fyrir hið ógleymanlega slagorð sitt: "Nice ham!".

Þá má sjá á myndinni hérna fyrir ofan. Tæknilega séð eru þetta sönnunargögn. Það er ólöglegt að taka mynd af lögreglunni hér í þriðja heiminum. Ef vel er að gáð má sjá að Voelli Saeti(tm) er búinn að hlaða í hnefa og u.þ.b. 5 sekúndum seinna lágu báðar löggur á stéttinni með hendur á nára. Voelli Saeti(tm) stóð yfir þeim dansandi og söng: "Eitt í punginn! Þá er hann sprunginn! Í-sa-land! Í-sa-land! Í-sa-land!"

Á hlaupum komumst við undan. Voelli Saeti(tm) notaði mexíkósku fjölskylduna sem hann hafði hótað með okkur út á lífið til þess að skýla okkur fyrir byssukúlunum. Þeir hafa hræðilega lítinn húmor löggurnar hér. Sagan af mexókósku fjölskyldunni er annað mál. Úti á miðri götu rákumst við á heila fjölskyldu sem Voelli Saeti(tm) dró með sér og hélt henni föngum langt fram á morgun við að halda glasinu og sígarettupakkanum fullum.

Annars var þetta venjuleg túristarútína. Mikið af áfengi, mat, list, nautaati og knattspyrnu. El Fiber Otico(tm) nýtti sér tækifærið og fór í klukkutíma á dag og nuddaði sér upp við stúlkur, konur og ekkjur í metróinu. "Virkar geng flugþreytu," var svarið sem hann gaf okkur þegar við drógum hann út úr metróinu á hverjum degi.

Svo var það nautaatið. Það er meiri skíturinn maður. Ekki er það list (líkt og spanjólarnir skilgreina það) og álika mikil íþrótt og boccia. En Voelli Saeti(tm) skemmti sér konunglega. Það var allt þetta blóð sem rann og ekkjurnar tvær sem brostu til hans þegar hann slefaði blóðþorsta og heimtaði meir. Við reyndum að róa hann niður með meira áfengi en það virtist hafa öfug áhrif.

Það kemur blóðinu alltaf á stað að hafa 40 þúsund manns öskrandi "Fuera!" að blóðþyrstum Íslendingi sem reynir að komast inn í nautaatshring. Bolinn lá dauður og Voelli Saeti(tm) ætlaði að "ganga betur frá honum heldur en þessir auðnuleysingjar." Hélt því fram að hann hefði sé bolann hreyfa klaufarnar. Hann var þvalur viðkomu, Voelli Saeti(tm) ekki bolinn, og sveittur af þorsta. Hann þyrsti í meira blóð og ég sver að úr augum hans láku tár. Ekki venjuleg tár þess sem vill smyrja sig blóði dauðrar skepnu. Eftir að 15 öryggisverðir og óeirðalögregla höfðu barið Voella Saeta(tm) til hlýðni og við gist í einhverja tvo tíma í fjósinu á bakvið, var okkur lokst hleypt út. Voelli Saeti(tm) spurði í sífellu hvað við hefðum gert honum og af hverju hann væri með kylfuför um allan líkamann.

Restin af heimsókinni var frekar tíðindalítil. Einn meðleigjandin bankaði uppá hjá mér fyrir viku síðan og sagði mér að kærasta sín, sem leigir einnig með mér, hefði ekki þorað út úr herberginu sínu eftir "atvik" með Voella Saeta(tm) og El Fiber Otico(tm) inni í eldhúsi. Þau vilja núna fá að vita með mánaðar fyrirvara ef aðrir vinir mínir koma í heimsókn. Það er ómögulegt að fá hana til að útskýra hvað gerðist og ef við minnumst á "atvikið" þá starir hún klukkutímum saman út í loftið og raular með sjálfri sér eitthvað bull.

Svo ef einhvern langar í heimsókn... þá hefur markið verið sett. Það er ætlast til þess að það verði gengið enn lengra og helst að bretinn þurfi á áfallahjálp að halda að næstu heimsókn vina minna lokinni.

p.s. Það er nú fullreynt, tel ég, að það að kasta sneið af hráskinku í stelpu og bjóðast til þess að "sleikja hana af ef þú kemur heim með mér" virkar ekki. Voelli Saeti(tm) notaði þetta grimmt alla dagana.

May 15, 2008

Á hraðri uppleið

Það virðist sem hið nýja líf sem ég valdi mér fyrir nokkrum mánuðum sé allt að ganga upp. Ég pakkaði töskum fyrir fjórum plús mánuðum með miða til skSpánar og loforð um atvinnuviðtal. Það atvinnuviðtal fór vel, nema hvað vinnunni sjálfri var frestað um óákveðinn tíma.

Við tók löng og leiðinleg leit að nýrri vinnu, með allt að þremur atvinnuviðtölum á dag, sem skilaði sér í litlu nema hrósi á skspænskukunnáttu minni og svo hinu klassíska svari "Við hringjum." Allt virtist stefna í áttina að djúpsteikingarpottinum á MacD. með hinum innflytjendunum. Ljósu lokkarnir virtust ekki vera að heilla nokkurn mann.

Svo gerðist það fyrir tveimur og hálfum mánuði að ég fór í tvö viðtöl. Annað þeirra var þjónustustarf sem hefði þýtt grænan búning og tólf tíma vaktir á flugvellinum að benda drukknum túristum á hvar klósettin eru. Hitt var starfið sem ég vinn við núna.

Ég er reyndar enn á "lærlings" saming og verð að bíða í þrjá mánuði í viðbót þangað til eitthvað gerist. En ég var kallaður á fund í gær og get ekki leynt því að ég er að springa úr stolti.

Þegar mér var boðin vinnan þá sögðu vinnuveitendur mínir að starfið yrði í mesta lagi 9 mánuðir en líklegast þá myndu þeir bara taka mig í 6 mánuði. Svo ég hef haft það á bakvið eyrað og var að gera mig líklegan til þess að hefja aftur leit til þess að ganga að einhverju vísu að næstu þremur mánuðum liðnum. MacD eða flugvöllurinn.

En að viðtalinu. Ég var búinn að spyrja fyrir um það bil viku hvort að mér yrði boðinn annar samningur og tjáð að svo yrði. Ég hélt því að fundurinn í gær yrði bara staðfesting á því og lítið annað. Que wrong I was.

Mér sýnist á öllu að ég sé ekki á leiðinni heim í stórmarkaðinn aftur. Yfirmaður minn tjáði mér í gær hvernig framtíð mín á skSpáni muni líta út og ég er nokkurn veginn öruggur með vinnu hér næstu fimm árin.

Mér verður sem sagt boðinn nýr samningur núna til þriggja mánaða hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Þar sem þau geta ekki veitt mér launahækkun með þriggja mánaða samningi þá ætla þau að gefa mér vikufrí á fullum launum, sem ég á engan rétt á. Það var nokkurn veginn það sem ég vildi svo ég var sáttur við þetta tilboð. Hélt líka að við myndum tala um lítið annað í viðbót. Þá hófst einræða yfirmanns míns sem skildi mig eftir án orða og með bros nokkurn veginn útfyrir eyru.

Svona lítur þetta út: Þriggja mánaða samningur, með launuðu fríi og hún er að reyna hvað hún getur til þess að ég fái einhverja launahækkun líka. 45% líkur á því svo ég býst við að það gerist lítið í þeim málum, verður plús ef eitthvað.

Að þessum þremur mánuðum liðnum þá verður mér boðinn nýr 6 mánaða samningur með góðri launahækkun, frídögum og annaðhvort tek ég verkefnið algjörlega að mér eða þá að ráðinn verður gúppi í staðinn fyrir mig og ég tek að mér yfirumsjón með verkefninu. Fer allt eftir því hvernig gengur með þá vinnu sem við stöndum í núna.

Þessu er ekki lokið. Að þeim 6 mánuðum liðnum þá ætti verkefninu nokkurn veginn að vera lokið. Eða þá að einn gúppi ætti að geta staðið í því. Þá bíður mín annað starf hjá fyrirtækinu sem sér um tæknilegu/tölvu hliðina á verkefninu. Þar bíður mín varanlegur samningur og vinna við verkefni í allri skEvrópu að koma upp forritum sem þeir eru að setja upp. Ég þarf reyndar að fara í atvinnuviðtal til þess að fá starfið, hjá manninum sem bauð mér það. Eins og yfirmaður minn sagði í gær, "ef þú mætir í viðtalið, þá færðu starfið."

Sá böggull fylgir skammrifi að ég þarf að skeina Foresti í þrjá mánuði í viðbót.

Svo eitthvað virðist ég vera að gera rétt. Hún vildi nokkurn veginn tryggja það að ég vissi að þeir vildu ekki missa mig. Til þess að setja þetta örlítið í samhengi þá er spanjólan og hennar vinir allir enn á sex mánaða samningum eftir 2-4 í vinnu hjá sömu fyrirtækjunum og þurfa yfirleitt að bíða fram í síðustu viku samningsins til að fá svör um framtíðina.

Ég viðurkenni það fúslega að ég er örugglega óþolandi stoltur af sjálfum mér núna.

May 10, 2008

Góðlátleg skinka

Ég hef ekkert að gera þangað til á mánudag... svo ég ætti kannski að blogga.

Laaaaaangur tími. Ég var eiginlega búinn að gleyma því að ég væri með blogg. Bloggið var í upphafi hugsað til þess að sleppa grimman veruleikann með því að gleyma sér í rugli. Nú er allt breytt. Mér finnst lífið ekki alveg jafn leiðinleg og áður. Ekki það að ég sé sáttur, hell no! Ég fattaði lífið þegar ég var um það bil 16 ára and it just doesn´t get better. Sem mér finnst æðislegt, því vinnufélagi minn er í krísu.

Það er til margt fólk í heiminum sem ég þoli ekki. Sá listi er langur og ég nenni ekki að eyða orðum í hann. Það er hins vegar bara einn maður í heiminum sem ég hata. Vinnufélagi minn. Hann trónir einn á listanum yfir fólk sem ég hata.

Byrjum á byrjuninni. Við vorum báðir ráðnir í þetta verkefni sem ég er að vinna í núna. Viljandi nota ég ég. Málið er að við erum ráðnir á svipuðum forsendum, báðir með nám í tungumálum og einhverja þekkingu á forritun og html. Það er ekki ætlast til þess að við séum að forrita neitt en við þurfum að hafa einhvern skilning á tölvum og forritun. Hann laug engu í viðtalinu því hann hefur fulla trú á því að hann hafi þessa þekkingu á tölvum og líka tungumálum.

Það var á degi tvö sem upp komst um þekkingu Forest, eins og ég kalla hann núna, á html-tungumálinu. Hann spurði mig hvernig ætti að setja inn hlekki og myndir, um það bil það auðveldasta sem hægt er að setja inn. Það hefur síðan komið í ljós að fyrir honum þá er möppukerfið í windows einhvers konar útfærsla af undirstöðuatriðum kjarneðlisfræði.

Ég nenni ekki að fara of mikið í smáatriði en hlutir sem flækjast fyrir Forest eru til dæmis heimasíður. Við þurfum að notast við tvær mismunandi heimasíður til þess að ná í gögn og aðra þeirra notum við einnig til þess að skár villur sem við finnum í forritinu sem við vinnum við. Nú eftir meira en tvo mánuði veit Forest ekki muninn á þessum tveimur síðum. Svo vern spyr hann ráða? Mig auðvitað. Þrisvar á dag.

Ég kallaði hann ekki alltaf Forest. Fyrstu þrjár vikurnar gerði ég mitt besta til þess að vera góður við hann. Hann hins vegar allt til þess að fá mig geng sér. Fyrstu þrjár vikurnar kallaði ég hann Eiginkonu mína. Hann gat bara ekki án mín verið, hverja einustu sekúndu hvers einasta dags fimm daga vikunnar. Ég ákvað það reyna að þrauka þetta út án þess að missa stjórn á skapinu, því samningar okkar verða endurnýjaðir núna um næstu mánaðarmót, með því að hætta að tala við hann. Ég hef ekki talað við hann núna í einn og hálfan mánuð. Ekki að það hafi stoppað hann í byrjun sjálskipaðrar þagnar minnar. Hann hélt áfram að tala við mig án þess að gera sér grein fyrir því að ég svaraði aldrei til baka í eina viku. Í annari vikunni var eitthvað farið að skýrast fyrir honum að ég svaraði aldrei og loks í þriju viku gerði hann sér grein fyrir því að sambandi okkar væri lokið. Seint fatta sumir en fatta þó.

Talandi um það að fatta. Hann er að gera sér loks grein fyrir því um hvað vinna snýst. Ekki það að hann viti hvað það er að vinna. Önnur saga.

Hann er alveg ónýtur greyið. Hann var búinn að gera sér allt aðra hugmynd um vinnu heldur en átta tíma á dag, fimm daga vikunnar að gera eitthvað fyrir fyrirtæki sem í lok mánaðarins borga þér pening fyrir þessa tíma. Hann gat ekki alveg útskýrt fyrir mér hvað annað hann hélt það væri, nakin teboð eða hvað, það eina sem kom upp úr honum var: "Tobbi, ég hélt bara að vinna væri annað en þetta."

Forest er nefnilega "háskólamenntaður." Það er enginn búinn að fræða hann um eitt né neitt. En mkið rosalega er hann samt klár eftir allt þetta háskólanám. Hann er nefnilega uppfullur af kenningum, tilvísunum og óendanlega heimskum fullyrðingum um tungumál. Núna veit ég til dæmis að ekkert annað tungumál en spænska hefur sá, which, il cui. Spanjólan, sem er menntaður umhverfisfræðingur (veit ekki), ætti að breyta markmiðum sínum og leita sér að vinu sem ekki tengist umhverfisfræðum og samkvæmt Forest er ekki hægt að útiloka möguleikann á því að 3ja ára barn hafi þann andlega þroska að taka byssu að heiman og skjóta annað 3ja ára barn á leikskólanum. "Við getum ekki útilokað möguleikann á því að hann hafi gert þetta viljandi." Beint kvót.

Það eru vonandi bara þrjár vikur eftir af okkar samstarfi. Ég er búinn að spyrja og veit að ég fæ nýjan samning núna í þessum mánuði. Ég trúi ekki að hann fái sinn endurnýjaðan. Til að setja nuninn á okkur í samhengi þá er hver hluti sem við þurfum að klára samansettur úr 90 spurningum sem við þurfum að setja upp á frönsku. Ég kláraði á föstudag spurningu númer 62 í mínum hluta. Forest, eftir að ég hafði sagt honum allt sem hann þarf að gera, er búinn með um það bil 90-95% af fystu spurningu síns hluta.

Ég hef þolinmæði í þrjár vikur í viðbót.

March 29, 2008

Erlend glæpagengi heimta verndargjöld af barnapersónum

Lögreglan hafði hendur í hári fimm erlendra karlmanna sem ráðist höfðu til inngöngu á heimili helstu barnapersóna áttunda áratugsins.

Svo virðist sem óprúttnir aðilar af erlendum uppruna hafi með hótunum um ofbeldi heimtað verndartolla af langlífustu og vinsælustu barnapersónum landins. Fjölnir Ásgeirsson fjölmiðlafulltrúi ríkislögreglustjóra lét hafa það eftir sér að þarna væru á ferðinni afar skipulögð og einbeitt samtök sem hefðu það takmark að kúga háar fjárhæðir af ástkærustu persónum Ríkissjónvarpsins.

Bjössi bolla bar sig vel eftirárásina.

Upp komst um athæfi glæpamannanna eftir að vegfarandi tók eftir grunsamlegum mönnum berja upp á og ganga síðan inn í Brúðubílinn um klukkan þrjú í gær. "Við vorum á gangi fyrir utan húsdýragarðinn þegar við sáum þrjá menn með barefli berja að dyrum Brúðubílsins," segir Páll Sigurðsson sem var vitni að atburðarrásinni í gær. "Ég bað Huldu, eiginkonu mína, að fylgja börnunum aftur að bílnum og hringdi svo á lögregluna sem birtist skömmu síðar."

Lögreglan verst allra frétta að svo stöddu en fréttamaður hafði samband við Karl Olgeirsson píanóleikara sem hafði þetta að segja eftir að hafa fengið lýsingar af því sem gerðist frá góðvini sínum Þórði húsverði, "Mennirnir komu inn með látum og létu höggin tala. Lilli api fór hvað verst út úr þessu þar sem hann stóð í ganginum þegar þeir ruddust inn. Hann er handleggsbrotinn, marinn á vinstri augntóft og auðvitað enn í sjokki."

Annar heimildarmaður, sem ekki vill láta nafn síns getið, sagði fréttamanni það að þegar lögreglu bar að létu mennirnir höggin dynja á Bjössa Bollu sem virðist hafa veitt glæpamönnunum mótstöðu og bjargað þar með öðrum sem leitað höfðu skjóls í bakherbergi Brúðubílsins. Fréttamaður hefur heimildir fyrir því að þar á meðal hafi verið Helga Steffensen, forstöðukona Brúðubílsins, og langlífust persóna Brúðubílsins, Hemmi Gunn.

Fréttamaður reyndi að ná tali af þeim Bjössa, Helgu og Hemma en ekki náðist samband við þau þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka Listamanna Einu sinni Frægir (S.L.E.F.), tjáði fréttamanni að hann hefði vissulega áhyggjur ef að vingjarnlegar og elskaðar persónur fortíðar gætu ekki stundað vinnu sína vegna glæpagengja sem vildu hafa af þeim gleðina og lífsviðurværið. Helgi lagði þó áherslu á að þrátt fyrir þessi voveiflegu tíðindi þá myndu barnapersónurnar ekki leggja árar í bát og myndu halda ótrauðar áfram. Hann bar einnig fram þá spurningu: "Hvert ekkeh ellerhh veeereh eh steðeh!"

March 8, 2008

Ég ætla rétt að vona...

...að þú hafir fundið það sem þú leitaðir að.

March 1, 2008

Var að fatta að ég bý í stórborg



Á meðan ég beið eftir því að spanjólan hefði sig til í gærkvöldi þá gerðist þetta í götunni sem liggur að minni. Ég get ekki sagt að ég hafi orðið mikið var við lætin. Reyndar hafði ég verið að velta því fyrir mér nokkru áður, þegar ég skokkaði út í búð að kaupa bjór, af hverju lögregluþyrla væri að sveima yfir húsinu mínu. "Ég er löglegur," hugsaði ég, "svo þeir eru ekki á eftir mér."

Sat í mestu rólegheitum og spilaði Texas Hold´em og sötraði bjór á meðan sírenurnar vældu fyrir utan. Það er ekkert nýtt. Væri frekar hissa ef ég heyrði ekki sírenur fyrir utan. Þegar ég heyrði slökkviliðssírenu fyrir utan þá reyndar rann það í gegnum hugann hvort kviknað væri í blokkinni. Slökkviliðsbíllinn var nefnilega beint fyrir neðan svalirnar og virtist ekki ætla að fara lengra. Fann enga brunalykt svo ég bjóst við að það væri frekar blokkin við hliðina sem stæði í ljósum logum.

Á meðan ég sat með tölvuna og velti vöngum yfir því hvers vegna ekkert gerðist í þessari blessuðu borg þá börðust fylkingar andfasista, fasista og lögreglan.

Til útskýringar þá bý ég á mörkum La Latina og Lavapies hverfanna. Lavapies er með eitt hæsta hlutfall innflytjenda af öllum hverfum borgarinnar. Í gær gerðist það að ungum fylgjendum fasistastefnunnar var veitt leyfi til þess að halda samkomu á torgi sem liggur upp að þessu hverfi, Lavapies. Ýkt dæmi væri að segja það svipað og að leyfa ný-nasistum að halda útifund í jerúsalem.

Ný-fasistarnir safnast sem sagt saman í því hverfi sem þeir eru hvað mest hataðir. Sem þýðir auðvitað að and-fasistarnir sem nokkur veginn búa á torginu þar sem fundurinn var haldinn þurftu ekki annað en að stíga út úr húsi til þess að kasta grjótum í þá. Sem þýðir að allt fer í háaloft og ekki er þess langt að bíða áður en táragas og gúmmíkúlur eru fljúgandi framhjá glugganum hjá mér.

Guð forði mér frá því að gagnrýna skspænskt stjórnvald, spanjólan leyfir það ekki, en liggur einhver önnur ástæða en algjört hugsunarleysi að baki ákvörðun sem leyfir útifund fasista í innflytjendahverfi? Þeir voru með öll tilskilinn leyfi til þess að halda útifund. Það voru ekki þeir sem völdu staðinn. Svo virðist sem lögreglan, sem auðvitað var gert viðvart fyrir einhverjum dögum síðan, hafi heldur ekkert séð rangt við staðsetningu þessa útifundar.

Það er vika í kosningar. Það fer eftir því hvort þú lest hægri- eða vinstriblöð hérna hvorum er um að kenna. Það er hægri stjórn í Madrid en vinstimenn við völd í ríkisstjórninni. Góður jarðvegur fyrir samsæriskenningar.

Ég er bara ósáttur því þeir eyðilögðu alla hraðbanka í hverfinu mínu. Ég veit að það voru kommúnistarnir og vinstriliðar.

Þegar ég snéri heim aftur seinna um kvöldið, eftir eitthvað rölt með spanjólunni, tók á móti mér herdeild af borgarstarfsmönnum sem voru að ljúka við að sópa upp síðustu glerbrotin og týna upp síðustu grjótin. Fyrir utan brunalyktina í loftinu þá virtist sem ekkert hafði gerst.

Myndband af skemmtuninni.

February 26, 2008

Fréttayfirlit

Vinna hefst næsta mánudag. Búið að taka svolítinn tíma en loksins er hún í húsi. Ekki sú sem mér var fyrst lofað, sú vinna hefst ekki fyrr en í apríl og þó mér líki atvinnuleysið þá er þetta komið gott. Atvinnumiðlunin reddaði mér öðru starfi sem er betur borgað en lengra í burtu. Nú er að njóta síðustu daganna áður en vinna hefst.

Sá ótrúlega forvitnilega sýningu um helgina. Bodies sýningin er hérna í Madrid og hún var fín leið til að eyða sunnudegi. Fríki as fokk að skoða látið fólk. Svo virðist líkaminn vera samansettur úr hinum furðulegustu hlutum. Var fljótur að henda því inn í ferilskrána að ég hafi litið hamar, steðja og ístað augum. Sá sem ekki hefur litið beinin hamar, steðja og ístað augum er einskis nýtur á 21. öldinni.

Eyddi hér um bil 3 tímum í að skoða vöðva, taugar, hjarta, lungu og fóstur. Ég get sagt það að ég hef skipt um skoðun. Áður var ég hræddur um að eitthvað myndi koma fyrir hnéin á mér en núna eru það lófarnir og iljarnar. Þegar húðin hefur verið tekin burtu þá lítur þetta ekkert alltof traust út og alltof mikið af taugum. Loks hef ég skilið hversu mikil snilldarhugmynd grifflur voru. Ég er klæddur í grifflur núna, vil ekki taka neina áhættu.

Ég á mjög erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er að ganga í gegnum heila meðgöngu. Sýningin er með krukkum sem sýna fóstur, það yngsta 5 vikna og síðasta 8 1/2 mánaða, og þar með hægt að labba einhverja 15 metra og sjá hvernig fóstur vex í móðurkviði.

Mæli með að allir skelli sér á þessa sýningu ef þeir hafa tækifæri til. Hún er svo sannanlega þess virði.

Að öðru óskildu. Hér er skítaþáttur með semi-frægum sem heitir "Supervivientes." Ekki í frásögur færandi nema hvað spanjólan tjáði mér að einn þátttakandinn hefði verið gift Íslendingi. Flutningslögmálið gefur okkur það þá að við eigum okkar þátttakanda ekki satt? Er að reyna að komast að því hverjum hún var gift. Gula skspænska pressan ekki nógu dugleg að henda þessum upplýsingum á netið. Ef einhver getur ekki beðið, ég er að horfa í þína átt Voelli Saeti(tm), og vill endilega senda sms og kjósa "Íslendinginn" áfram þá heitir hún Karmele og hægt að finna leiðir til að kjósa á telecinco.es. Nenni ekki að leita lengur. Þetta er kvikindið. Ef einhver man eftir henni úr kaffiboðum þá máttu endilega láta mig vita.

February 18, 2008

Bubbi ekki nógu góður?

Ég sé að bubbi á skspænsku var ekki að vekja mikla lukku. Kannski leið ykkur eins og mér þegar ég ferðast í rúllustiga? Af einhverjum ástæðum fer mig að svima líkt og um borð í Herjólfi ef ég held ekki í handriðið.

Spanjólan telur mig nú geðveikan og hatar bubba.

Jólagjöfin frá spanjólunni var miði á tónleika á föstudag. Queens of the stone age. Ég söng mig hásan og dansaði mig sveittan. Vökvatapið var það mikið að ég hef ekki þurft að fara á klósettið síðan þá. Ég drekk 36 kaffibolla á dag. Er þetta eðlilegt?

Hvenær ætti ég að byrja að hafa áhyggjur? Ég man að ég beið í einhverja daga eftir að ég missti 3 grömm af kókaíni, algjörlega óvart, undir forhúðina á mér áður en ég leitaði mér læknishjálpar.

Ef ég míg ekki þessa vikuna þá bóka ég tíma á mánudag.

February 15, 2008

Það besta úr báðum heimum

Gjörið svo vel:

Acero y cuchillo

Quando me levantabo la mañana
quando entrabas en mi casa.
Tu piel como seda
la cara como porcelana.

En el muelle una barca cunea silenciosa
esta noche mueriré.
He soñado la muerte diciendo ven velozmente
es así mucho que te quiero decir.

Si yo me ahogaría, me ahogaría esta noche
si me encontrarían.
Me podrás ir a recoger
pero quiero recuerdarte.

Acero y cuchillo es mi signo
el signo de los trabajadores migratorios.
El tuyo era el mio y el mio era el tuyo
mientras vivía entre los hombres.

February 14, 2008

Kærasta...

handa Voella Saeta(tm). Fyrir utan íbúðina mína er ávallt sígaunakona á besta aldri og geitin hennar. Hún er alltaf að benda á mig og hvísla "impotencia" eða eitthvað álíka að mér þegar ég gef henni ekki pening.

Ég er alveg hættur að leita að klámi á netinu eftir að hún byrjaði að hvísla þessu að mér. Finn ekki til löngunar.

Geitin er fínn heimanmundur. Ég spjalla við hana á eftir Voelli. Sjáum hvernig hún tekur í þetta.

February 13, 2008

Kaþólikkar

Ég man ekki hvort ég hafi skrifað um þetta þegar ég var búsettur í hinu kaþólikkaríkinu, skÍtalíu, svo ef þetta er endurtekning... greyið þú.

Reyndar verð ég að taka það fram að hér í spanjólalandi þá varla helmingurinn af þeim kirkjum sem maður sér plantað út um allt á skÍtalíu. Samt er hér löng hefð fyrir kaþólsku og þeir hafa í fortíðinni verið þekktir fyrir það að henda heilu trúarbrögðunum út annaðhvort með valdi (márar) eða "boðskorti" (gyðingar). Reyndar buðu þeir sígaunum líka að yfirgefa landið, þeir voru bara það sniðugir að sniðganga það boð og láta slátra sér í þúsundavís svo öldum skipti en eru ennþá til staðar hér.

Svo má ekki gleyma Frankó karlinum. Hann var líberal og slakur á því og því gafst hverjum einstaklingi tækifæri á því að vera 100% skspanjólar og kaþólikkar eða þá að vera stimplaður kommúnista-anarkisti. Það gat haft í för með sér leiðinlega útkomu, t.d. fangelsisvist eða aftöku. En hey, þau höfðu þó val ekki satt?

Best að koma sér að efninu. Ég er búinn að ræða svolítið við spanjóluna um trú og hennar skoðun á henni. Hún er mjög líberal (ekki Frankó líberal) en hún er umkringd fjölskyldumeðlimum sem finnst ekkert jafn sexý og kristni. Opus Dei dauðans.

Svo það kviknaði hjá mér einhver forvitni. Það eru aðrir hlutir sem hafa hjálpað til. Í Metróinu voru risastór plaköt sem æptu á þig: "Enginn sem er kristinn notar getnaðarvarnir!" Sumir lifa eftir þessu og gjóta börnum með svipuðum hraða og klósettferðir. Ein til að kúka, önnur til að gjóta. Anall úrræði? Ég held að stundum skelli þau sér í hann. Því stundum líður ein vika á milli þess sem konan gýtur og er einu sinni enn ólétt.

En hvað með það. Það sem mig langaði að vita, og reyndi að draga út úr spanjólunni, er hvort þessar trúarbullur gráta eftir að hafa stundað sjálfsurgun? Hún reyndi að benda á að líkast til stunduðu þeir ekki þann ósóma að saurga sjálfa sig á þennan hátt. Ég starði til himins og tjáði henni að það væri MJÖG ólíklegt að þeir hefðu ekki slysast til þess einhvern tímann. Þú getur skrifað hvað sem er í dagbókina þína og sagt vinum þínum að þú gerir það ekki, en við vitum betur.

Ég, þar sem ég er bugaður af áratuga norður-evrópsku uppeldi, þori ekki að arka upp að næsta manni og spyrja hvort hann gráti sig í svefn eftir óheflaða skemmtun með klósett og sleipi. Þvingaður af samviskubiti yfir fjöldamorðinu sem hann hefur nýframið.

Mig langar svo að vita það.

February 8, 2008

Góð rök

Nú líður að kosningum hér á skSpáni. Hægri flokkurinn PP vill endilega stöðva straum innflytjenda hingað inn. Þá er sérstaklega talað um skAfríkubúa og skSuður-Ameríkubúa.

Ef þeir komast til valda vilja þeir að innflytjendur sem sækja um dvalarleyfi undirriti samning þar sem þeir heiti því að sameinast skspænsku þjóðfélagi og leita allra leiða til að tileinka sér skspænska siði.

Einn frambjóðandi þessa flokks var spurður að því hverjir hinir skspænsku siðir væru. Ætti að neyða innflytjendur til þess að fara á nautaat, borða tapas og hella sig fulla um helgar? Frambjóðandinn lét þetta ekki slá sig út af laginu. Hann horfði yfir hópinn af fréttamönnum fyrir framan sig og kom með gott dæmi um það hvernig hin góðu skspænsku gildi væru á undanhaldi.

Nú þegar hann færi á barinn sinn á morgnana og pantaði sér ristað brauð með ólívuolíu og tómötum þá kynnu skSuður-Ameríkubúarnir ekki að útbúa það á réttan skspænskan hátt. Brauðið væri ekki ristað báðum megin og þar fram efir götunum. Það væri ómögulegt að bjóða fólki upp á þetta.

Ég fylgist spenntur með. Verður innflytjendum hent út úr þjónustustörfum? Fyllt upp í stöðurnar með fólki sem hefur lært að rista brauð á skspænskan hátt?

February 4, 2008

Að búa sér til starf

Eftir að hafa verið hér í tæpan mánuð þá hef ég ákveðið að það eru tvö störf sem mig langar virkilega til þess að vinnna við. Verst að þau skuli ekki vera auglýst einhvers staðar. Í raun þarf ekkert að auglýsa þau. Þau eru eyrnamerkt "Sjálfstætt starfandi atvinnurekandi."

Starf númer eitt. Þetta er auðvelda leiðin. Þarf ekki meira en að finna sér góðan stað við útgöngudyr stórverslunar (þá er ég að tala um hagkaup*10) og í hvert skipti sem gömul kona kemur út hlaðin troðfullum innkaupapokum þá veifa ég höndinni til þess að leigubíll stoppi fyrir henni. Svo set ég upp sorgmædda hvolpasvipinn og heimta af henni einhverja matadorpeninga til þess að brauðfæða börnin mín 7 sem bíða skítug og svöng heima.
Vinnutími er frá 10-21 og mér er það í sjálfvald sett hvenær ég tek mér matar- og kaffitíma. Reykingar leyfðar og fatareglur einungis að vera klæddur.

Starf númer tvö. Hér vandast málið. Þetta starf þarfnast talsverðar auglýsingar og gæti ekki farið að skila af sér fyrr en eftir einhverja mánuði. Flokkast sem félags-, fjölskyldu-, uppeldisstörf; myndi ég halda.

Starfið gengur út á það að skspænskar fjölskyldur geta leitað til mín að vera lögráða fylgdarmaður hreinna sveina í "samkvæmisklúbba" þeirra skspánverja. Sveina á aldrinum 12-16 ára. Nei. Nei, Voelli Saeti(tm), komdu þér út úr þessum hugsunarhætti.

Mitt starf, þegar fjölskyldurnar eru búnar að fylla út alla nauðsynlega pappíra, er að fara með drengina í þessa "samkvæmisklúbba", hjálpa þeim að velja dömu, afsakið, kampavínsflösku og vera svo viðstaddur sem vitni og festa atburðinn sjálfan á filmu svo fjölskyldan geti notið hans síðar.

Ég veit að í okkar menningarheimi hljómar þetta svolítið furðulega en hér á suðurhvelfinu er þetta svo eðlilegur og að því að sumir hafa sagt mér "nauðsynlegur partur þess að vaxa úr grasi."

Menn á mínum aldri hafa vöknað um augun og tjáð mér að þeir hefðu svo sannarlega þurft á þessari þjónustu að halda þegar þeir voru unglingar. Þeirra fyrstu kynni af þessum "samkvæmisklúbbum" hafi í senn verið pínleg og skilið eftir sig sár sem erfitt reyndist að gróa yfir síðar á lífsleiðinni. Meira að segja Spanjólan er öll uppveðruð yfir þessu og er þegar farin að skipuleggja ferð mína með Juan Svavar eftir u.þ.b. 14 1/2 ár.

Já, við ákváðum að Juan Svavar væri gott nafn. Sameinar það besta úr báðum heimum. Juan eins og kóngurinn og Svavar líkt og Gestsson. Það hefur yfir sér þennan konunglega blæ og er örlítið auðveldara í framburði heldur en fyrra nafnið sem við fundum á hann, Hreggviður Etxebarria.

February 1, 2008

Enchufe

Skspánverjar eiga orð, enchufe, sem hefur þá merkingu að þú annaðhvort þekkir einhvern eða getur notað eitthvað sem þú lumar á til þess að koma hlutum í gegn. Ég notaði þetta tromp í dag.

Málið er að mig vantaði kennitölu. Sú skspænska kallast NIE. Við höfðum reynt í 3 vikur að koma mér í viðtal hjá útlendingastofu svo ég gæti fengið úthlutað NIE. Þrjú símanúmer voru gefin upp og í þrjár vikur hafði enginn haft fyrir því að taka upp símtólið þegar við hringdum.

Í gær gerðist það svo að mér var boðin skítavinna sem hjálpar til að borga reikninga þangað til annað betra finnst. Sá böggull fylgdi skammrifi að til þess að ég gæti fengið vinnuna og samninginn sem henni fylgir þá var nauðsynlegt fyrir mig að hafa þessa blessuðu NIE-tölu.

Nú voru góð ráð dýr. Engin NIE, engin vinna. Nokkrum tölvupóstum síðar kom í ljós að móðir einnar vinkvenna spanjólunnar þekkir mann sem er yfirmaður Rúmeníu- og Suður-Ameríkudeildar útlendingastofu. Svo við sendum tölvupóst til að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera.

Í morgun náðum við svo loksins sambandi við Evrópusambandsdeild útlendingastofu og fáum bókaðan tíma fyrir mig. Í apríl. Opin landamæri og tækifæri í sameinaðri Evrópu.

Góð ráð höfðu fylgt verðlagi og hækkað all snarlega. Svo eftir einhverja tölvupósta í morgun náðum við að koma á fundi milli mín og þessa manns hjá "útlendingastofu meiri útlendinga en evrópubúa." Þangað fór ég vopnaður engu öðru en vegabréfinu og smekklegu bláu bindi. Nei, Chazz, ég gleymdi ekki brosinu.

Á skrifstofunni voru mér svo rétt tvö eyðublöð sem ég var beðinn um að fylla út og skokka svo með annað þeirra í banka ("hvaða banka sem er" skv. útlendingastofu skspánverja) og snúa svo aftur. Ég þakkaði fyrir og skundaði út til að fylla út eyðublöðin. Það tók u.þ.b. tvær mínútur. Svo labbaði ég í næsta banka sem ég fann.

Eftir einhverja bið þá var röðin komin að mér hjá gjaldkera. Ég, vopnaður brosinu Chazz, rétti fram eyðublaðið sem er númer 790 og sérstaklega gert fyrir þá sem sækjast eftir NIE-númeri. Gjaldkerinn leit á blaðið og svo á mig. "Þetta getur þú ekki borgað hjá okkur!" Ég, furðu lostinn, spyr í einfeldni minni: "Af hverju ekki?" Hann horfir á mig og tjáir mér: "Til þess að borga þetta þetta gjald þá verður þú að gefa okkur upp NIE-númerið þitt. Ef þú hefur ekkert NIE, þá geturðu ekki borgað."

Svo ég tók af honum blaðið og fór út. Hmmmm.... hugsaði ég með sjálfum mér. Ég get ekki borgað gjaldið til þess að fá útdeilt NIE-númeri nema mér hafi verið útdeilt NIE-númeri. "Catch 22" hugsar Voelli Saeti(tm) með sér á meðan dEeza segir "You can´t make this shit up!"

Þremur bönkum síðar með sama svar og einum sem sagði mér að fyrir þá væri það ekkert vandamál, bara að klukkan væri orðin tólf og þeir hættu að afgreiða þessi eyðublöð klukkan ellefu.

Fann loksins erlendan banka sem gat hjálpað mér. Nú er ég stoltur eigandi NIE!!! Ég er orðinn hér um bil fullkominn skspánverji.

Í Suður-Evrópu þá virka hlutirnir svona. Ég elska Suður-Evrópu.

January 30, 2008

Goðsögn ei meir

Ég get staðfest það sem marga hefur grunað, það er til einn samkyngirndur rúmeni. Hann auglýsti eftir strák til þess að deila með honum herberi hér í Madrid.

Á dauða mínum átti ég von en að til væri samkyngirndur rúmeni!

Atvinnuviðtal á morgun svo ég mun spássera um göturnar með smellubindið og gel í hárinu á morgun.

Fann listaverk í madrid sem er ekkert nema hönd sem réttir þér fingurinn. Velkominn til Madridar félagi!

January 29, 2008

Smáauglýsingar

Stundum þá rekst maður á eitthvað í hinu daglega lífi sem gjörbreytir því hvernig maður hélt að raunveruleikinn virkar. Ég er haldinn þeim "galla" að telja mína sýn á lífið sem heilbrigða. Eftir að hafa skoðað smáauglýsingar með íbúðum til leigu þá verð ég að viðurkenna að örlítill efi hefur laumað sér inn. Er minn hugsunarháttur of íhaldssamur? Missti ég af lestinni? Framþróun án blinds?

Eftirtaldar auglýsingar rakst ég á þegar ég var að leita mér að húsnæði hér úti í Madrid. Nú vil ég ekki falla í þá gildru að dæma. Kannski er þetta það sem koma skal. Mér fannst eitthvað ótrúlega Voelli Saeti(tm) við þessar auglýsingar. Ef hann ætti að auglýsa eftir meðleigjanda þá er ég 99% viss um að hann myndi henda inn svona auglýsingu.

Fjórar auglýsingar sem fengu mig til að efast um raunveruleikann:

1. Herbergi, 100 evrur á mánuði.
Ég er verkamaður. Fullorðinn með góðar tekjur. Ég auglýsi eftir mjög fallegri stúlku til að leigja herbergi í íbúðinni minni. Verður að vera falleg.

2. Herbergi, 150 evrur á mánuði.
Alvörugefinn maður auglýsir eftir myndalegri stúlku, helst einhleypri, sem vill leigja ódýrt herbergi. Ef þú átt kærasta má hann ekki koma í heimsókn. Ekkert vandamál ef vinkonur þínar vilja koma í heimsókn. Þær eru mjög velkomnar.

3. Herbergi, ekkert verð gefið upp.
Ég er 27 ára. Hef herbergi til leigu í rúmgóðri íbúð sem þú getur fengið í skiptum fyrir einstaka kynlíf. Aldur þinn skiptir ekki máli.

4. Herbergi, 400 evrur á mánuði.
Halló. Erum með herbergi til leigu fyrir 400e á mánuði. Stelpa, grænmetisæta, má ekki reykja, vinir mega ekki gista, verður að virða meðleigendurna, engin partý, verður að taka til eftir sig, engir hasshausar eða letingjar.

Ef ég væri bara stelpa... þá hefði íbúðin verið fyrir löngu fundin.

January 27, 2008

Jæja félagar

Þrjár vikur liðnar. Tvær vikur fóru í það að leita að íbúð. Það var ævintýri. Hvað sagði Helgeh Bjeess? Fee lee lee lee lee eeeveeenteeereee eeenn geeereeest!

Það er erfitt að vera skítugur útlendingur í útlandinu. Íbúðirnar of margar, of dýrar, of litlar og að lokum vildi mig enginn því alltaf var það þannig að samleigjandi þess sem talað var við vildi ekki útlending í íbúðina. Aldrei sá sem talað var við.

Að lokum þá fannst íbúð. Stór hóra. Erum 5 í íbúðinni og ég sé varla nokkurn tímann þá sem búa með mér. Þrír skSpánverjar og ein skÞjóðverji. Hún fór að gráta þegar hún heyrði að ég talaði skspænsku eftir einungis 3 vikur. Hún er á þriðja árinu og hefur ekki enn náð tökum á tungunni.

Svo er leikaraparið. Legz akimbo! Þau eru par... ég veit ekki hvort hún sé leikari líka. En hann er Legz Akimbo. Fær eitthvað lítið að gera í leikhúsinu núna og ferðast því til suður-skspánar til að taka þátt í brúðubílnum fyrir börn fyrrverandi þegna máranna.

Svo er það adidas. Hvað get ég sagt? Drengurinn hefur gaman af því að klæðast hvítum íþróttagöllumö, sletta "Man Tan" framan í sig og skokka á hárgreiðslustofuna til að hressa upp á strípurnar.

Þetta lítur bara vel út. Nú er það annars konar "Casting". Þeytist á milli atvinnuviðtala. Þetta er góð lífsreynsla. Nú er ég búinn að læra það til dæmis að margar atvinnumiðlanir hringja í þig og bjóða þér í "viðtal" einungis til þess að segja þér síðan í lokin.. "reyndar þá erum við ekki með neina vinnu handa þér akkúrat núna. En við hringjum í þig!" Í síðasta viðtali, sem hafa öll farið fram á skspænsku, þá var hún ekki alveg nógu hrifin af því að ég talaði bara 4 tungumál. Fannst lítið til þess koma og sagði: "Gott og vel, enska, ítalska, íslenska og svolítil skspænska, en geturðu talað rúmensku?"

Ég get þó lítið kvartað. Þau hringja í mig og bjóða mér. Er enn að bíða eftir því að komast í "klíkuviðtalið." Þau fresta því viku eftir viku. Krossleggjum nú fingur og vonum það besta.

Madrid er snilld og hér á ég heima:(fyrir þá sem þekkja Madrid þá má sjá á þessu korti Plaza Mayor og Puerta de Sol... nær freaking miðbænum kemst ég ekki.)

Ver mapa más grande

Bis später! (ef ég man rétt skþýskuna)

January 23, 2008

Hey!!

¿Hvad er málid med útlond madur?

Er á lífi. Kominn med íbúd... á vidbjódslega gódum stad. Of gódum. Atvinnuvidtol í fullum gangi. Lofa ad koma med langa og leidinlega sogu sídar.