March 30, 2007

Vika með stúlku..

Farinn að sækja stúlkuna til keflavítis. Svo er ég dottinn í það.

March 28, 2007

Hálfur maður?

Hef ekki getað bloggað vegna anna. Búinn að plokka annað hvert hár af öllum líkama mínum. Mér finnst breytingin ekkert rosaleg en finn fyrir minni vindmótstöðu í verstu kviðunum. Þetta kalla ég að lifa... og læra í leiðinni.

March 13, 2007

teyknymind... langur tími maður.

Íslenskar krónur!

Það er eitthvað svo uppbyggilegt að eiga í hér um bil útistöðum við gamalmenni. Eins og allir vita þá kunna gamalmenni ekki að hlusta og það veldur oft vandræðum. Í gær t.d. bað gamalmenni mig um að skipta fimmhundruðkalli. "Í krónur," sagði gamla konan. Ég horfði á hana í forundran og bað hana að útskýra betur fyrir mér. Þá greip hún frammí fyrir mér og hér um bil öskraði "krónur! íslenskar krónur!" Ég ætlaði ekki að fara að láta hana hafa 10 krónubúnt þar sem ég var nokkuð viss um að hún vildi ekki fá fimmhundruðkallinn í krónum. Ég reyni mitt besta til þess að trufla hana og komast að til að fá út úr henni að minnsta kosti hvort hún vilji hundrað- eða fimmtíukalla. Það gengur mjög hægt þar sem gamla konan heldur á þessum tímapunkti að ég viti ekki hvað íslenskar krónur eru og sé eins og allir unglingar farinn að hugsa í evrum.

Stúlkan fyrir aftan gömlu konuna faldi sig á bakvið séðogheyrt með risaglott á vörunum yfir óförum mínum. Það var engin leið að fá konuna til að segja hvaða útgáfu af klinki seðlabankans hún vildi. Þangað til fimm mínútum síðar og helling af þolinmæði minni kastað út um gluggann að hún loks muldrar eitthvað um hundraðkalla. Ég get svo svarið að á þessum tímapunkti var næstum liðið yfir stúlkuna sem reyndi hvað mest hún mátti að halda niðri í sér hlátrinum. Gamla konan fékk loks hundraðkallana sína og ég reyndi að halda aftur af skjálftanum sem var kominn í hnúana á mér. Kerlingin byrjar að raða í pokann og lítur til baka yfir röðina sem hefur myndast og spyr undrandi "talaði ég eitthvað óskýrt?" Röðin eins og hún leggur sig svaraði öll einum róm: "Nei, alls ekki."

Þetta er reynsla sem maður býr að seinna á ævinni. Setti inn nýja færslu á cv-ið þar sem ég benti á einstaka þolinmæði mína þar sem ég hefði ekki kýlt elliæra gamla konu í andlitið fyrir að vita ekki hvaða klink hún vildi.

March 11, 2007


Helgi helgi helgiNýtti mér helgina og kíkti á nýju sölu varnarliðseigna. Er núna stoltur eigandi 64 notaðra smokka sem fundust í einhverri kyndikompunni uppi á velli. Hvað ég ætla mér með þá veit ég ekki en kannski ég geti selt þá aftur með einhverjum gróða á internetinu. Ég skal viðurkenna að ég lagði ekki mikla hugsun í þetta þegar ég keypti þá. Svona spur of the moment hlutur. En þetta er svo sannanlega ævintýri og hefur vakið hjá mér lítinn vonarneista um framtíðina.

Sem slökknaði næstum því þegar Voelli Saeti(tm) var að segja mér slúður úr hásklnm. Þannig virðist sem karlkyns nemendur við skólann séu orðnir svo þreyttir að ideal karlmaður íslenskra kvenna á aldrinum 19-32 ára séu annaðhvort pólskir farandverkamenn eða afgreiðslumenn á kassa í matvöruverslunum að þeir séu farnir að veita hverjir öðrum kynferðislega greiða til að bæta upp kvenmannsleysið. Þeir eru víst farnir að bjóða öðrum karlmönnum úr sömu deild heim í mat og einn snöggan. Nú hef ég ekki fengið að sjá myndir en vinsælt er að jafnvel fjórir eða fimm hittist, sitjast í hring, loka augunum og taki þéttingsfast um félagann sér á hægri hönd. Þannig verður ekki neinn misskilningur á því að þeir séu samkyngirndir. Enda eru þeir ekki samkyngirndir, þeir eru bara að bregðast við þeirri leiðinlegu nýjung stúlkna að bíða þar til óþrifnir og bólugrafnir nemendur hsklns komist í góða vinnu.

Þannig velja þær sér víst maka. Eftir tekjum. En eins og allir vita þá eiga þær alltaf lítinn búðarstarfsmann, pólskan verkamann eða álversstarfsmann svo til eigin nota þegar eiginmaðurinn er í vinnu. Hvort þetta eigi eftir að hafa áhrif á stefnu stjórnmálaflokka þegar kemur að því að flokka fólk eftir hreinleika gena veit ég ekki. Við höfum tæknina (ÍE) en þar á bæ eru menn hræddir um að Íslendingabók fari í tómt rugl þegar genunum hefur verið stokkað upp aftur.

March 6, 2007

Samheiti

Ekki ætlast til að fá þjónustu með orðunum: "Strákur! Þjónustan hérna er hræðileg, þetta er allt miklu betra í Hag.. ."

Mín vegna máttu skottast í þá verslun. Þeir mega eiga þig.

March 1, 2007

Straumur

Horfði á samstarfsfélaga hringja úr gemsanum sínum í gær. Hún hringdi og sagði "Ég er að verða batteríslaus!". Ég horfði á hana og beið eftir því að hún félli fram á borðið og úr símanum bærist "ertu þarna? Halló! Ástin mín?" Það gerðist ekki og hún virtist að mér sýndist alveg fullhlaðin.