September 30, 2004

Ennþá ákveðinn

Ég ætla að flytja búferlum um áramótin. Hér er ekkert sem heldur í. Og kaosið á skÍtalíu heillar. Maður er aldrei á réttum tíma, mengun og hávaði. Get ekki hugsað mér betra líf... ég fatta þetta alltaf þegar flugvélin lendir í Keflavík og þá er of seint að snúa til baka.

Á skÍtalíu veit maður líka hvar maður hefur hlutina. Pólitíkusar eru ekki að þykjast ekki vera spilltir, þeir eru það bara. Meðan Hr. Oddsson var við völd vissi maður alla vegna hvar völdin lágu... nú... já... Halldór..... hvað get ég sagt... er ekki alveg viss um að sjálfstæðishópurinn sé eitthvað að fara að hlusta á útgerðarbónda frá austulandi.. sem ætlar mögulega kannski jafnvel kæmi til greina að stokka upp í ríkisstjórn eftir einhvern tíma eða ekki.

Kemur þetta rugl síðan með Jón Steinar ekki sterkt inn líka? "Halldór ertu sáttur við niðurstöðuna?" "Neeeeeeeiiiiii eeeeeeennnnn ééééggggg heeeeeefffððððiiii viiiillllljaaaaaað sjááááá Eiiiiiiríííík íííí stööööööðunnni." Sáttur sem sagt við aðra niðurstöðu sem hann vildi. Ef hann er ekki ósáttur þá er það svo sem hans mál en hversu miklu frati er Geir að lýsa á dómara hæstaréttar með því að taka þeirra álit og henda beint í ruslatunnuna? "Góð framsetning, fallegur pappír og vel valið letur.. en veistu hvað?... ég nenni bara ekki að lesa þetta.. Í RUSLIÐ MEÐ ÞAÐ!!!"

Hversu mikla sjálfsblekkingu þarftu síðan til að geta sagt við þá 290.000 íbúa landsins að ákvörðunin hafi ekki verið pólitísk? Jón Steinar verður örugglega fínn hæstarréttardómari... en það er bara ekki málið. Það vita allir að þetta var pólitísk ákvörðun og mér þætti vænna um það að þeir myndu viðurkenna það. Ekki ljúga. Ég treysti ekki fólki sem lýgur. Þeir lugu. Enn ein ástæða til þess að skila auðu. Sorglegur vinstihelmingur, fjarstæðukenndur hægrihelmingur og óákveðin miðja. Glæsilegt.

Nú þýðir ekki annað en að flýja land. Þið megið eiga þetta.
Þú verður bara að gera það!

Klárum þetta helvíti víst við erum komin svona langt. Sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur.

Flórens var skoðuð á sunnudeginum. Get ekki sagt að lestarferðin hafi verið sú þægilegasta sem ég hef nokkurn tímann lent í. Svefnleysi og þynnka að angra okkur. Ég held ef ég man rétt að eftir að við vorum sestir inn í lest höfum ég og Völundur ekki sagt eitt orð fyrr við hvorn annan fyrr en stigið var út í Flórens.

Flórens er fögur borg. Annað verður ekki sagt. Rík af sögu og merkilegum... bla dí bla dí bla dí bla dí bla (farðu niður í næstu línu, þetta heldur svona áfram) dí bla dí bla dí bla dí bla... sem að hefði ekki verið í frásögu færandi nema hvað þessi ákveðni sunnudagur var dagur listarinnar. Sem þýddi það að ókeypis var á öll söfn borgarinnar. Svogggggg... meðal viðstaddra þennan dag voru ég og Völundur, helmingur ítölsku þjóðarinnar og hér um bil allir túristar sem staddir voru á Ítalíu þennan ákveðna dag. Kílómetra langar raðir fyrir utan hvert hús í borginni og meirihlutinn af þeim voru örugglega ekki söfn. Bara einhver sem hefur stoppað fyrir utan og ætlað að dingla, fólk rekið í það augun og ákveðið að mynda röð. "Hann var í röð svo það hlýtur eitthvað að vera þarna inni?" Svo ég og Völundur ákváðum bara að skoða Flórens utan frá. Það var alla vegna ekki röð í það.

Kom líka svolítið skemmtilega á óvart að yfirvöld í Flórens hafa tekið upp þann sið að nú er fánaborg senegalbúa um alla miðborgina. En í stað fána eru þeir með lítil pappakassaborð sem hægt er að brjóta saman á mettíma, með einu flauti eða kalli vinar, sem hafa að geyma sólgleraugu eða úr. Veit ekki hvað sólgleraugu eða úr hafa að gera með sögu Flórens en megin þema virðist þó vera örlítið hvísl sem mér fannst hljóma líkt og: "skjúsmí skjúsmí."

Lestarferðin til baka var örlítið ævintýri. Þar sem ég hafði í einfeldni minni pantað miða "fram og tilbaka" hélt ég alveg örugglega að miðinn sem ég var með gilti fram og tilbaka. Það reyndist ekki vera. Sá sem seldi mér miðann hafði nefnilega gleymt því að segja mér að það væru ekki seldir miðar fram og tilbaka með Eurostarlestum. Þannig að þegar við vorum krafðir um miða, sem ég og sýndi með glöðu geði, horfði lestarvarðan(ég er svo meðvitaður um jafnrétti) á mig og sagði:
"Hvað er þetta?"
"Miði?"
"Já en hann gildir frá Bologna til Flórens. Þú getur ekki notað hann tilbaka."
"Miði????"

Svo hún byrjar að vinna í því að rukka okkur um lestarfarið. Á í hellingsvandræðum með hátæknmiðasölukerfið sem er um borð og í millitíðinni skröpum við saman öllum þeim evrum sem við erum með á okkur. 35 evrur og einhver sent. Hún nær loks að prenta út kvittunina og segir hárri röddu: "Það verða 43,16 evrur." Ég roðna allur og segi lágri röddu: "Fyrirgefðu.... en við erum bara með 35. Get ég.. get ég nokkuð borgað með korti?" Læt lítið bros fylgja með. Hún starir á mig og byrjar að rífa miðann í sundur með orðunum: "Tja! Hann er þá ónýtur þessi!" Fokk!, hugsa ég með mér, ekki gera vandræði. Ekki gera vandræði. Ekki gera vandræði. En stundum þegar maður heldur að allt sé að fara í skít þá kemur máttu kynþokkans í málið. Kemur ekki í ljós að Völundur er það löðrandi í kynþokka að stúlkan segir við mig: "Ég sleppi þá sektinni. Eeeeen bara af því vinur þinn löðrar í kynþokka." Fengum sem sagt að borga 26,14 evrur fyrir ferðina. Hún átti reyndar ekki 1 evrusent til þess að gefa mér til baka en ég var ekkert að gera vandræði út af því. Ég hefði samt örugglega getað látið reka hana fyrir það að gefa ekki til baka.

Um kvöldið var okkur svo boðið á októberfest. Sem var svolítið skrítið. Það var september og við á Ítalíu. Eeeeeníveis þá keyrðum við út úr borginni og upp í breiðholt þeirra bolognabúa þar sem hátíðin fór fram í litlu íþróttahúsi. Borðuðum mat og pöntuðum bjór. Vorum samt ekki í miklu stuði eins og sést á þessari mynd.

Þreyttur en samt hálfnaður


Gerðist eiginlega ekki neitt fyrr en bansarnir tveir komu á svæðið. Matteo, kærasti Nicolettu, og vinur hans Grikkinn!. Grikkinn! og Matteo kepptust um það að skála og það var ekki komist hjá því að taka stóran sopa við hverja skál. Hálftíma eftir að þeir komu var stemningin orðin svona:

Hvar er tobbalicious?


Það besta átti samt eftir að gerast. Joe Dibrutto. Þvílíkan og annan eins skemmtikraft hef ég aldrei séð. Tónlistin var ömurleg. Smellir frá Bee Gees og Boney M aðallega en Max B sá um alla skemmtunina. Maðurinn kunni alla diskódansa undir sólinni. ALLA! Og salurinn var óhræddur að dansa með. Myndir af stráknum:





Heilsað upp á Joe eftir tónleikana.



Mánudagurinn var síðan notaður til hvíldar. Flugum síðan heim á þriðjudeginum. Lítið sem gerðist fyrir utan það að við komumst að því að heilli álmu í Stansted er lokað á meðan fólk tékkar sig inn í flug til Tel Aviv og vopnaðir verðir gæta þeirra sem eru að skrá sig inn. Geðveiki.

Ferðinni var síðan eiginlega slúttað með enn meiri geðveiki þegar síðast farþegi vélarinnar heim labbar langsíðastur inn sér að allt er fullt í geymsluhólfinu fyrir ofan sætaröðina okkar, sem var sú fyrsta, hlammar sér þá niður og setur töskuna út á mitt gólf. Flugfreyjan sem er að sýna neyðarútganga vélarinnar rekur augun í töskuna og segir ósköð blíðlega við manninn: "Ég er hrædd um að þú verðir að setja þetta upp í geymsluhólf." Hann horfir á móti og segir þessa ógleymanlegu setningu: "Þú verður bara að gera það sjálf!" Ég og Völundur bara komum ekki upp orði... störðum á hvorn annan og síðan hann. Gerðum það meira að segja tvisvar. Meira að segja Spánverjarnir sem sátu í röðinni á móti gláptu í forundran þegar greyið konan teygði sig eftir töskunni og bar hana aftur í vél. Okkar maður lét sér fátt um finnast, tók af sér skóna og hallaði sætinu aftur. Geðveiki.

September 29, 2004

Tveir kebab

24. sept. Frædei. Dagurinn notaður í skoðunarferð um Bologna. Glæsileg borg. Ástfanginn af henni. Svo var Bólóneskur matur borðaður ásamt Nocino og Nocciolino. Það eru viðbjóðslega góðir líkjörar. Mmmmmmmmmm. Reyndar fylgdi áfengi með öllu sem við gerðum, borðuðum eða skoðuðum. Gripum í smá púl og hentum okkur svo í kvöldmat. Þá kemur að sögunni um tvo kebab. Líkt og Völundur sagði daginn eftir: "Hversu fullur þarftu að vera til þess að fá þér tvo kebab á leiðinni heim?" Það get ég sagt ykkur, krakkar mínir, að fara á bar sem býður upp á staup fyrir eina evru. Hættulegt. Mjög hættulegt. Séstaklega þar sem barinn sem við vorum á var þrískiptur og einstaklega auðvelt að týnast þar inni. Fann mig þó alltaf aftur. Sem betur fer. Enduðum kvöldið á tveimur kebab á mann. Þegar fyrsti hafði verið kláraður vorum við einmitt staddir fyrir utan annan stað sem reyndist einnig selja kebab. Hvað var annað hægt að gera nema prófa hann líka.
Völundur á vespunni


Bologna 3 - 1 Roma (mörkin úr leiknum)

Byrjuðum laugardaginn á viðbjóðslega góðri grillveislu. Svín, naut, meira svín, hamborgarar og bjór með. Þegar við hættum vegna þess að við vorum komnir með kjötsvima var borðið enn fullt af mat. Hvað kostuðu herlegheitin? 7 freakin' evrur!!!!! Hvernig er það hægt? Það er ekki einu sinni hægt að kaupa tvo fokking hamborgara fyrir 7 evrur á Íslandi! Fokking ósanngirni! 20.000 ef maður gerði eitthvað svipað hérna. Nema maður keypti 7.flokks bónuskjöt. Þá væri það bara 15.000. Skítaland. Læt það samt ekki draga mig niður. Grillveislan var samt bara upphitun fyrir það sem koma skildi. Leikinn!!!!
Tilbúnir með treflana


Arte, sem birtist mynd af á eftir, var svo góður að redda handa okkur miðum á leik Bologna og Róma. Ekki nóg með það heldur voru miðarnir í stúku hörðustu Bologna stuðningsmannana. Ultras, Freak Boys og fleiri voru þarna mættir ásamt túristunum tveimur frá útlandinu góða.
Curva A.Costa


15.000 manns allt í kring og allir syngjandi og klappandi. Hef sjaldan klappað jafn mikið á ævinni. Vorum umvafðir marjúanareyk þar sem við stóðum í hóp Freak Boys, en Freak Boys eru með marjúanaplöntuna á öllum sínum merkjum og standa vel undir nafni. Í einu skiptin sem meiri reykur var í kringum okkur var þegar þetta gerðist:
Flugeldar!!! (klikkið hér til að stækka)


Hið ótrúlega gerðist að Bologna vann leikinn og það þrátt fyrir að hafa misst tvo leikmenn af velli. Þá sungum við "Venduto!!," sem útlegst á mannamáli "Seldur!!," til dómarans. Fleiri lög sem við lærðum voru til dæmis: "Romanista, pezzo di merda!" og "La mamma di Cassano é una putana!" Fokk hvað það var gaman. Fyrir þá sem vilja læra fleiri lög þá er góð síða hér.

Vorum nú svolítið þreyttir eftir gærdaginn, ofátið og leikinn að við tókum því rólega um kvöldið. Maður er orðinn gamall.

Sigri fagnað með Nico, Arte og Matteo


Tókum samt góðan göngutúr um miðbæinn, keypti þrjár rósir handa þremur gullfallegum stúlkum frá Suður-Ítalíu og prófaði valtara sem á leið okkar varð.



Svo fórum við í rúmið.
Er kominn tími á flutninga?

Ég hef mikla löngun í það að flytja til Ítalíu. Það er bara viðbjóðslega flott land. Mér líkar allt við það. Af hverju ætti ég ekki að gera það? Af hverju er ég svona hræddur við það? Ætla að gera mitt besta til þess að koma mér út um áramótin. Koma svo ekki aftur.
Áfengi í morgunmat

23. sept: Leifstöð. 2 lítrar af Brennivíni og 400 sígarettur og Völundur og tobbalicious eru tilbúnir í ferðalag. Samt vantar ennþá morgunmat. Svo bjórinn í kjallaranum kom sér vel. Við vorum þó ekki jafn kröftugir og hópurinn sem sat á móti okkur. Koníak í morgunmat. Heill peli af koníak í morgunmat. Það er kreisí. Sérstaklega þar sem einn úr hópnum sá um að slátra helmingnum. Hitti svo á tvo í hópnum á klósettinu þar sem ég fékk að hlusta á þessar skemmtilegu umræður:

"Ertu ekki búinn að versla?"
"Jú. Bara eina koníak."
"Ætlar ekki að kaupa Jägermeister?"
"Ætti ég að gera það?"
"Þú verður að eiga Jägermeister í rútunni frá flugvellinum!"

Ég verð að segja fyrir mína hönd að ég hélt að þetta væri búið. Fyllerísferðir miðaldra íslendinga til útlanda. En það er greinilega ekki svo.

Svaf í fyrsta flugi. Gerist ekki oft svo ég var ánægður með það. Einhver bið á Stansted sem notuð var til að lesa bækur og drekka kaffi. Flug svo til Ítalíu sem ég man ekki mikið eftir svo við segjum það hafa verið fínt. Komumst samt að því þegar við vorum lentir að flugvöllurinn Bologna-Forli er alls ekki í eða nálægt Bologna. Hann er laaaaaangt í burtu. Auk þess sem stúlkurnar sem áttu að koma að sækja okkur höfðu farið á rangan flugvöll að sækja okkur. Fundum þó rútu sem gekk þvert yfir ítalíu og endaði í Bologna. Einum og hálfum tíma síðar komum við þangað og hittum stúlkurnar tvær, Nicolettu og Marcellu. Þær höfðu gott forskot á okkur í drykkju og réttu því tveggja lítra hvítvínsflösku að okkur og heimtuðu að við drykkjum. Hvað gátum við gert? Ég og Völundur erum það góðir strákar að við þorðum ekki annað en hlýða. Opnaði þó töskuna mína og rétti fram tvo lítra af brennivíni og krafðist þess að þær drykkju einnig. Þær urðu grænar í framan og rifjuðu upp kvöld sem eytt var í að faðma klósettið hér á Íslandi.

Skiluðum af okkur bílnum og gengum niður í bæ. Brennivínsflaska í hönd og hver sá sem við hittum var neyddur til þess að drekka tappafylli af Brennivíni, nema ein stúlka sem ég verð að hæla. Chiara vinkona þeirra tók hvern tappann á fætur öðrum líkt og um vatn væri að ræða. Við bliknuðum í samanburði.
Chiara, Völundur, Marcella og spænsk stúlka


Marcella bauð með í ferðalagið spænskri stúlku sem við hittum á röltinu. Man ekki alveg hvað hún heitir en við vorkenndum henni svo að vera einni á ferðalagi. Helltum í hana Brennivíni og komum okkur á stað sem heitir L'Irish. Heitir reyndar The Irish Pub en til hægðarauka skelltu þeir á það ítölskum greini og slepptu pub. Sátum þar langt fram eftir nóttu. Enduðum svo á því að kíkja í bakarí sem rekið er af júgóslavneskri mafíu. Pabbinn í mafíunni afgreiddi og inni stóðu fjórir fílefldir "synir" hans og ein stúlka væntanlega ættuð frá Suður-Ameríku íklædd hvítum spandex stuttbuxum og topp. Mér fannst nú heldur kalt í veðri til þess að vera svona klædd.
Marcella og júgóslavneskt mafíupizza


Rúmið.
Kominn heim.........

.... og ætla að gráta í alla nótt. Það versta við það að vera kominn heim er að vera kominn heim. Úr skemmtun í skóla. Jey freakin hey!

Óskýrar myndasímamyndir og báráttusöngvar Bologna FC koma svo inn næstu daga.

September 22, 2004

Bologna...

á morgun. Það gleður mig ógurlega. Loksins smá frí.

Íbúðarviðbjóðurinn svolítið tómlegur þar sem fyrrverandi meðleigjandinn flaug á brott með vinkonu sinni í dag. Ef viðbjóðurinn væri ekki svona lítill þá myndi örugglega heyrast bergmál í ekkasogunum. Ekkó í ekkanum. Ha ha ha ha ha ha! Ahhhhh... shaaaaat aaapp!

Hvað er málið með fólk sem endar allar setningar á "skilurru?!"

"Svo fór ég út í bíl, skilurru?!"

Ef hann náði ekki svo auðskiljanlegum hlut líkt og það að fara út í bíl þá ertu að tala við slefandi hálfvita. Það besta við slefandi hálfvita er að samræður þeirra eru u.þ.b. svona:

"svo fór ég út í bíl, skilurru?!"
"Já þú meinar?"
"Já, því það hefði tekið miklu lengri tíma að labba út í Smáralind, skilurru?!"
"Jááá... þú meinar?"
"Eimmitt! Ég meina það sko!"
"Já. Þú meinar?"

Framtíðin er björt.

September 21, 2004

Hugsa sér!

Síðasti dagur til að skrá sig í og úr námskeiðum. Komst að því á þeim stutta tíma sem ég hef verið í skólanum að skítalskan sem ég er að læra er enn fyrir byrjendur. Svo vill skemmtilega til að ef mig langar til þess að skrá mig í önnur námskeið þarf ég að hafa lokið undirbúningsnáminu sem ég er í. Glæsilegt. Ætla samt að reyna að henda blowjobbum til og frá til þess að komast í þau. Það virkar ekkert jafn vel og gott blowjobb.

Ég er samt að fara til skÍtalíu eftir tvo daga svo ég get ekki kvartað yfir neinu. Nema veikindunum. Þau eru mjööööög leiðinleg. Harka þetta þó af mér. Fyrrverandi meðleigjandi minn hefur samt áhyggjur af uppblásnum fæðingarblettum og því að ég sé að hósta upp blóði. Heimtar að ég fari til læknis en ég veit ekki. Vil ekki vera að trufla hann. Auk þess sem ég hef alltaf náð mér af veikindum áður og hvers vegna ætti mér ekki að takast það núna?

Svo verð ég að henda einni afsökunarbeiðni til Smarts. Fyrirgefðu Smartur, þetta gerist ekki aftur. Búinn að henda símanúmerinu þínu úr símanum hjá mér.

September 19, 2004

Fokk hvað það var gaman

Fór í réttir í gær. Hef ekki skemmt mér svona vel síðan einhvern tímann. Gerði samt í rauninni ekkert. Færði kindur til og frá, settist á hest og þambaði áfengi úr plastflösku. En mér fannst það æðislegt. Ekki spillti fyrir að veðrið var æðislegt. Í stuttermabol lengst upp á hálendi í lok september! Furðulegur andskoti. Ég held ég fari pottþétt á næsta ári. Þetta er ótrúleg skemmtun.

Fórum svo í 30 ammæli til frænda fyrrverandi meðleigjanda míns. Fínt partý með fyrrverandi tilvonandi tengdafjölskyldunni. Átti gott spjall við vinkonu fyrrv. meðleigjanda um það hvort enskan ætti orð yfir spöng. Þeir sem vita ekki hvað spöngin er verða að spyrja foreldra sína að því. Ég get ekki verið með sýnikennslu núna. Stúlkan sagðist ekki hafa hugmynd um það hvað þessi líkamshluti væri kallaður á ensku en mér þótti gaman að benda henni á að við byggjum svo vel hér á landi að heil verslunarmiðstöð væri nefnd eftir honum.

Æðislegur dagur sem sagt.



September 17, 2004

Svar... frá Ásdísi... hmmmmmm...

Heill og sæll!

Takk fyrir að hugsa fallega til okkur. Hugmyndinar eru brattar - og ögrandi - og ekki er ég nú viss um að nágrannar okkar í Kópavoginum yrðu ánægðir ef við færum að nota þessi slagorð opinberlega -)

Vonast hins vegar til að sjá þig í Garðabænum sem fyrst.
Ásdís Halla


Nú er spurning hvort ég snúi mér þá til Hfn? Einhvern veginn verður mér að takast að koma af stað ósætti á milli Gbr, Kpv og Hfn. Þykjast vera vinir en undir niðri veit ég að þau hatast. Nú er að virkja þetta hatur.

Svo sný ég mér að hinum úthvefum Rvk. eins og Árbænum, breiðholtinu, grafardraslinu og mosfellssveit.

Auk þess legg ég til að lýðheilsustöð verði lögð í eyði.
Avec moi

Spænska. Maður er svo mikill tungumálamaður. Munið eftir brandaranum? "Hefurðu séð tungu mála mann?"

"Hvað í fokkinu meinarðu?! Hann var ekkert svona. Hann var: "Hefurðu séð tungu mála skóla?," fíflið þitt!"
"Nú? Sorrý! En ekki kalla mig fífl, gerðu það."
"Af hverju ekki?"
"Æ, það minnir mig svolítið á mömmu. Hún var vön að kalla mig þetta og tannbursta mig með sápu. Æskuminningar. Lengja lífið."
"Ertu að segja mér að mamma þín hafi tannburstað þig með sápu?"
"Ertu heyrnalaus?"
"Nei.. ha? Hvað meinarðu? Ég var bara að endurtaka þetta því þetta kemur mér svolítið á óvart."
"Voru ekki allir tannburstaðir með sápu í æsku? Börn eru ekkert nógu þroskuð til þess að geta notað tannkrem. Það sagði mamma mér."
"Ég held ég þurfi nú að tala við barnaverndarstofu, þó það sé í raun skrifstofa, um móður þína. Bragi þarf að heyra af þessu. Ég held alveg örugglega að þetta flokkist undir ofbeldi. Ekki bætir úr skák að hún kallaði þig fífl líka. Mér blöskrar. Fyrirgefðu að ég skuli hafi kallað þig fífl, ég meinti ekkert með því."
"Allt í lagi."
"En segðu mér hversu lengi tannburstaði hún þig með sápu?"
"Þangað til ég var tólf ára."
"Tólf ára?"
"Þú ættir að athuga þetta með heyrnina. Já, TÓLF ÁRA! Náðirðu því?"
"Hættu þessu. Það er ekkert að heyrninni í mér. Undrun. Bara undrun."
"Sjúkdómur?"
"Hvaða sjúkdómur?"
"Undrun."
"Huh?"
"Er þetta einhver sjúkdómur í eyra... þessi undrun? Hljómar latneskt. Est unum undrun! Ekki satt?"
"Bíddu..... nú missti ég alveg þráðinn. Gleymum þessu bara."
"Nei... sko hélt þetta væri svona furðulegur sjúkdómur eins og Guillain-Barre heilkennið."
"Gullum Cosa?"
"Guillain-Barre heilkennið. Þekkti strák sem fékk það. Hræðilegt."
"Og hvað gerðist?"
"Hann fór í botnlangatöku og þurfti svo að liggja í 3 mánuði vegna Guillani-Barre. Lamaðist allur. Gat sig hvergi hreyft."
"Það er hræðilegt."
"Kannski fyrir hann en við skemmtum okkur vel. Vorum alltaf að teikna á hann typpi og brjóst. Gerði hjúkkurnar brjálaðar."
"Skepnur!"
"Hvað hjúkkurnar? Nei nei, þær voru ágætar. Leiddist bara að þrífa hann alltaf eftir hverja heimsókn."
Afbrigðilegt

Hæ. Föstudagur og það er kominn tími til þess að taka aðeins til í þjóðfélaginu. Í fyrsta lagi þá endursendi ég þenna póst hér:

Sæl Ásdís.

Ég hef löngum verið mjög hrifinn af Garðabæ og stefni leynt og ljóst
að því að flytja búferlum þangað í nánustu framtíð. Þar sem ég vil fá
að sjá bæjarfélagið vaxa og dafna lét ég mér detta það í hug að þörf
væri á góðu slagorði til þess að vekja athygli á því og hvetja
jafnframt fólk til þess að velta Garðabæ fyrir sér sem góðum kosti.
Fjölskyldubær með stórt hjarta. Alla vegna, þá eru hér tvö slagorð sem
ég hélt kannsk að þið gætuð notað til auglýsingagerðar:

"Garðabær - skör ofar Kópavogi!"
"Garðabær - við erum sko enginn Kópavogur!"

Með kveðju,
Þorvaldur Konráðsson


Hún hefur nefnilega ekki svarað mér enn. Sjáum til hvort hún geri það núna. Hún verður alla vegna að svara. Annars þarf ég að fara að senda þetta einu sinni í viku.

Eftir reykingaráróðurinn sem ég hélt í gær fékk ég geðveikt samviskubit. Maður á ekki að vera að dásama óþverra. Alls ekki. Því ákvað ég að bæta ráð mitt og senda nýjum forstöðumanni, sem þó er kona, tóbaksvarna örlítinn póst:

Sæl Jakobína.

Ég hef löngum barist fyrir því að bann verði lagt við reykingar hér á landi. Þar sem barátta mín hefur hingað til einungis verið beint gegn vinum og ættingjum, með góðum árangri verð ég að segja, þá langaði mig nú að leggja mitt af mörkum til þess að draga úr reykingum almennt.

Þegar ég hef orðið var við að yngri frændsystkyni mín hafi verið að fikta við þennan óþverra hef ég tekið mig til og búið til póstkort og sent þeim. Ég hef orðið var við að þau yngri eru mjög ginnkeypt fyrir grípandi slagorðum sem þau kalla kúl. Mig langaði að senda þér þau tvö sem hafa skilað hvað mestum árangri í þessari herferð minni gegn reykingum í ættinni.

"Reykingar sjúga! -en ekki þú ef þú hættir að reykja núna."
"Dreptu í núna! -þá verður þú meira "kúl" í klíkunni."

Ég vona að þú getir notaði þetta í baráttunni gegn tóbakinu.

Með fyrirfram þökk,
Þorvaldur Konráðsson


Nú er bara að krossleggja fingur og vona að ég skapi mér nafn sem einhvers konar "slagorðasérfræðingur."

"tobbalicious, Forsetinn er á línunni."
"Hvað vill hann? Ég er eiginlega upptekinn í baði."
"Slagorð fyrir nýja Peysufatasafnið. Aðsókn hefur ekki verið líkt og búist var við. Forsetann vantar eitthvað sem sameinar þjóðina og fyllir hana stolti yfir sameiginlegum arfi."
"Gefðu honum.... "Peysuföt eru líka menning" og "Peysur! Föt! Peysuföt!""

September 16, 2004

Klapp klapp klapp

Verð að óska þeim snillingi sem kom með það ráð að fjarlægja öskubakkana sem stóðu fyrir utan háskólabyggingarnar. Klapp klapp klapp. Það er rosalega rómantískt og flott að sjá alla sígarettustubbana fyrir utan núna. Glætan að ég ætli að fara í 10 mín. gjöngutúr til þess að finna það út hvar þeir settu þá. Hvað gengur að þeim? Datt þeim virkilega í hug að einhver myndi ekki reykja fyrir utan bara að því það vantar öskubakka? Nú er það eina sem þá vantar tvo reykingaverði í fullt starf til þess að vísa fólki frá inngöngunum.

Vonandi hafa þeir fengið tillöguna frá lýðheilsustöð(lesist "mesti óþarfi í heimi"). Velti því fyrir mér hvort þeir væru þá til að senda einn starfsmann til þess að þrífa þetta upp? Ég er neyddur til þess að henda stubbunum á jörðina. Mig langar ekki til þess en ef ég hef ekki öskubakka nálægt mér þá nenni ekki ég að leita einn uppi. Kemur ekki til greina. "En þú valdir það að reykja og þú átt því að koma þessu frá þér!" I. Don´t. Care. Ef þeir vilja endilega hvetja mig til þess að henda stubbnum á jörðina þá er þeim að takast það fullkomlega. Ef ég hef öskubakka fyrir framan hendi ég stubbnum þar ef ekki þá fer hann beint á jörðina. Ekki nema ég ætti að drepa í sígarettunni og henda henni svo í ruslið inni? Það er kannski betri hugmynd? Þar er það komið. Stubbarnir fara héðan af í ruslið inni í stofu. Sjáum til hvernig þeim finnst það.
Eftirsjá

Sé ennþá geðveikt eftir því að hafa ekki svarað, "Nei. Mér sýnist ekki.", þegar ég var spurður að því hvort það væri enginn á kassa. Silfurfat. Ég hélt á því. "Ha? Hvað á ég að gera við þetta?"

September 15, 2004

Veit ekki hvað mér á að finnast?

Stoppaði strák í gær í dyrunum á KB-Borgarnesi. Reyndar var ég lítið að fylgjast með honum heldur meira konunni sem var með honum. Sú kona var nefnilega í fylgd með manninum sem stal töskunni minni. Það tók mig svolítinn tíma að fatta það en ég fattaði það að lokum. Tók mér því stöðu við hliðina á henni í búðinni og sagðist ætla að fylgja henni eftir á meðan hún verslaði. Fylgdi henni síðan líkt og skugginn á meðan hún var inni.

Enduðum svo loks á kassanum. Þar byrjaði skrípaleikurinn. Hún verslaði og labbaði út með "vini" sínum. Þjófavörnin fór í gang og ég kallaði á þau aftur. Hafði svo sem grun um að hún væri ekki með neitt á sér en "vinurinn" var náttlega ekki í minni fylgd. Svo hún kemur inn aftur og ekkert gerist. Á meðan stendur vinurinn fyrir utan og röltir fram og til baka. Það eina sem kemur upp úr honum er "Ég er ekki með neitt. Ég tók ekki neitt."

Kalla á hann að koma inn aftur.
"Ég er ekki með neitt."
"Mér er alveg sama," segji ég, "hliðið pípaði ekki á hana. Komdu inn!"
"En ég tók ekki neitt!" Labbaði þó inn og hliðið náttúrulega pípaði á fíflið.
"Ég skil ekkert í þessu. Ég er ekki með neitt. Það hlýtur að vera bilað hjá ykkur hliðið!"

Þegar hann labbaði inn í ljósið tók ég eftir því. Hann var með sár í andlitinu sem er varla hægt að útskýra öðruvísi en að séu afleiðing þess að andlitið á honum sé farið að rotna. Þetta litu nefnilega út eins og bólur en þegar vel var að gáð voru þetta miklu alvarlegri og viðbjóðslegri sár en það. Vantaði bara gröftinn. Þá hefði þetta verið fullkomið.

Við héldum leiknum okkar áfram. Ég að biðja hann um að losa úr vösunum og hann að neita því að hafa tekið nokkuð. Þetta lið er svolítið líkt og börn svo ég bar alltaf fram sömu spurninguna þangað til hann gafst upp og breytti um stíl.

"Ég er bara með sprauturnar mínar í vösunum."
"Mér er alveg sama. Settu þær þá á borðið."
"Bara sprauturnar."
"Mér er sama."
"Ok... ég er samt ekki með neitt."

Byrjar kvikindið þá að taka upp 4.stk af sprautum og einhverja pakka af nálum líka. Þá tók ég líka eftir því hvað hann var með skítugar hendur. Ekki gat ég horft framan í hann. Hann tekur allt upp úr vösunum og endar á því að taka rakvélapakka upp.
"Leyfðu mér að sjá þetta."
"Ég tók þetta ekki héðan."
"sýndu mér pakkann."
"Ég tók þetta annars staðar. Ekki hér."
"Af hverju er þá þjófavörn frá okkur á honum."
"Ég skil það ekki. Ég tók þetta ekki héðan."
"Ertu að segja mér að ég ég skoða eftirlitsmynböndin þá sjái ég þig "ekki" setja þetta ofaní vasann?"
"Hirtu hana bara. Ég nenni ekki þessu veseni. Taktu hana bara."
"Ég ætla líka að gera það."
"Já taktu hana bara."

Þá nennti ég ekki að tala meira og horfði á hann labba út. Tókum númerið á bílnum sem þau voru á og ég hlakka geðveikt til þegar hann kemur aftur. Það er nefnilega eitt við þetta lið sem er að stela frá KB-Borgarnesi. Þau koma alltaf aftur og yfirleitt daginn eftir. Eins og þau skilji ekki myndavélarnar. Skilji ekki að þegar þau eru tekin þá man maður eftir þeim.

Ég legg til sveit manna sem myndi losa okkur við þetta lið. Efast um að það yrði mannsskaði.

September 14, 2004

September 13, 2004

Vildi bara að fá að segja eitt

tobbalicious er ekki Tobbi. Þeir hafa ekkert með hvorn annan að gera. Gerið greinarmun þarna á milli. Þá verð ég ánægður.

"Síðan ég hef..... ákaft hugsað til þín."

Farið nú að gera eitthvað uppbyggilegt.
Uxi '95

Ef einhverjum vantar miða á Uxa þá á ég u.þ.b. 200 stykki. Verð er 7600. Ég er þó reiðubúinn að veita smá afslátt gegn vægri sýningu á geirvörtu. Geri ekki upp á milli kynja.

Ég er kannski búinn að vera svolítið latur að skrifa. Ástæðan er einföld. Ég var nebblega að reyna við stelpu. En það er búið núna. Annars á ég yfir höfði mér dóm. Svona er lífið.

Málið er að ég var að senda henni tölvupóst og sms sem hún svaraði aldrei. Svo ég sendi bara fleiri og lengri tölvupósta og sms. Ætlaði að halda því áfram þangað til hún svaraði. Rakst svo á hana um helgina og komst að því af hverju hún svaraði mér ekki.

tobbalicious: "Hæ, ertu búinn að fá póstinn frá mér?"
hún: "Hvað meinarðu, póstinn? Viltu ekki frekar segja póstana?"
"Ég var kannski svolítið bráður. Hvað er þetta? Hrifinn af þér bara! (blikkaði hana svona til áhersluauka)"
"BRRRRRRR! Í guðanna bænum ekki gera þetta."
"Hvað?"
"Blikka mig. Ég held ég þurfi að æla. Á þig."
"Ég hélt að þig stelpurnar væruð svo hrifnar af svoleiðis? Eins og heimilisstörfum?"
"Þú ert idiot er það ekki?"
"Í hvaða merkingu þá?"
"Heimilisstörf? fíflið þitt! Ég svaraði ekki póstunum og sms-unum því ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að gera það. Hvað þá hitta þig. Datt þér það aldrei í hug?"
"Nei... eiginlega ekki. Hélt þú værir bara löt.... eða kannski feimin."
"Löt! eða feimin!"
"Já.. ég las það á einhverri síðu að stelpur væru yfirleitt latari og feimnari en strákar. Hélt kannski að þú værir með einhvern svona kvensjúkdóm? Eru þið ekki með sérstakan lækni til að taka á þessu? "Sjálfhjálparnámskeið í leti! Allar stelpur að mæta!""
"Þér er ekki viðbjargandi, er það? Þarf ég að fá bróðurinn minn til þess að berja þig? Eða ætlar þú að láta mig í friði?"
"Vertu ekki að ónáða bróður þinn. Það er greinilegt að þú vilt mig ekki."
"Nei?! Etu loksins að fatta það? Á ég að trúa því?"
"Já. Við ættum bara að sleppa því að fara á stefnumót. Held við ættum frekar að vera vinir. Hvernig líst þér á?"
"Nei."
"Ekki einu sinni þótt ég myndi borga þér? Í meiki."
"Hvað meinarðu, í meiki?"
"Æi, þú veist. Þetta drasl sem þið setið framan í ykkur til þess að þykjast vera sætar. Hvað heitir þetta aftur? Já! Varalit og meik. Ég myndi borga þér í varalit og meiki."
Hún tók upp símann og hringdi.
Í dag er ég með þrjú brákuð rifbein, sprungna vör, brákaðan liðþófa í þumli og brotna nögl á vinsti löngutöng. Ég þakka samt guði fyrir það að hún hafi ekki hringt í Sævar bróður sinn heldur gengið sjálf í skrokk á mér. Stelpur eru nefnilega svo aumar sko. Kunna ekkert að slást.

September 12, 2004

Leikur

Er að reyna að láta geirvörturnar á mér kyssast. Ég er mjög nálægt því. Vantar rúman sentimeter uppá. Þannig eyði ég helgunum. Í markmið sem reyna á líkamlegt og andlegt atgervi. Og að kyssa sjálfan mig í spegli. Maður verður að halda sér í æfingu.

September 11, 2004

Sugar sugar

Laugardagur er til þess að fikta í einhverju. En ég má ekki fikta í neinu. Auk þess sem ég er búinn að fresta öllu fram að utanlandsferð. Nú sé ég ekkert annað að gera. Nema að koma mér hjá því að hitta fólk. Andfélagslega þenkjandi þessa dagana. Vildi að ég væri meira eins og Bubbi, gæti bara hórað mér upp í jeppann og keyrt Hvalfjörðinn. Nema hvað ég á engan jeppa og ég er enginn Bubbi.

Ætla að kveðja enn einn útlendinginn í dag. Verena frá Þýskalandi hverfur aftur til síns heima og vill endilega kveðja mig. Veit ekki af hverju þau vilja gera það? Ekki eins og ég hafi verið upp á mitt skemmtilegasta síðasta ár. Ekki verið að elta þau uppi og frekar komið mér undan því að hitta þau heldur en hitt. Eyddi þó með henni nótt á Stanstead svo við gátum ekki orðið annað en vinir. Einn af þessum hlutum sem breyta viðhorfum manns til lífsins. Ég er að grínast.

Samt þegar ég tel upp þá skÍtlendinga sem ég er búinn að kveðja kemur ákveðið mynstur fram: Marcella, Nicoletta, Paula, Ailsa, Moira, Nuria, Marta, Verena og Maxim. Af níu manneskjum voru átta þeirra stelpur. Treysti ykkur ekki til þess að telja rétt. Sorrí. Held að lífið sé að benda mér á eitthvað? Ég kem því samt ekki alveg fyrir mig hvað það er? Sérstaklega þegar því er bætt við að þegar tobbalicious slysast til þess að verða of náinn stúlku fylgja því vandræði og ásakanir. Samt hefur ekki verið lögð inn kæra enn svo ég virðist samt vera réttu megin við línuna.

Held ég verði að taka upp á því að vera meiri skíthæll. Það virðist heilla stelpur. En á móti kemur að stelpur eru geðveikar og ómögulegt að skilja þær. Vill maður eitthvað vera að koma sér í svoleiðis rugl? Er þá ekki betra að gerast metrósexjúall og eyða peningunum frekar í háreyðingarkrem en stelpur?

Farinn að kaupa mér háreyðingarkrem.

September 10, 2004

Gaman að flytja

Gæti verið að ég sé loks búinn að koma mér fyrir. Ef ekki? Kemur í ljós. Veit þó að ég þarf að skrá tölvuna í 5. skiptið í dag. Þá loks ætti allt að smella. Á meðan ætla ég að njóta þess að vera í skóla. Ha ha ha ha ha ha!

Góðu fréttir vikunnar eru þær að KB-borgarnesi ætlar að borga mér þá hluti sem stolið var af mér um daginn. Þarf að færa sönnur á það að ég hafi verið með 7 gullstangir í töskunni. Þeim finnst það frekar ólíklegt. Ég setti bara upp "baby spice" andlitið og spurði þau hvort þetta andlit myndi ljúga. Horfði á þau verða tárvot um augun og bjóða mér kandís fyrir það að halda því fram að ég væri lygari. Gæti horft upp á nokkra milljóna gróða í þessu máli.

Þetta veltur auðvitað allt á því hvort ég sé berdreyminn.

September 8, 2004

Eins og í fyrra

Skjólstæðingurinn sendir 100 sms á dag og hringir um það bil 20 sinnum. Var næstum því búinn að gleyma því að hann skilur ekki merkingu orðsins nei. Held ég verði því miður að skipta um númer eða drepa hann. Fokk hvað ég nenni ekki að eyða öðru ári í fyllerí og skÍtlendingapartý. Hef ekki lengur heilsuna í það.

Ætla að gera mitt besta til þess að læra að fljúga þetta árið. Alltaf langað til þess.

September 7, 2004

Rólegur félagi

Las póstinn yfir aftur. Ekki oft sem ég geri það en maður verður alltaf að prófa eitthvað nýtt. Hljómar kannski eilítið þunglynt. En það er það ekki í alvörunni. Ég er nefnilega í svolitlu prófi á þoli. Sprakk í mér botnlanginn fyrir þremur vikum og ég er að athuga hversu lengi ég held þetta út án þess að fara upp á slysavarðstofu. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu sárt þetta er... ég engist um af kvölum og hef ekki sofið í tvær vikur. Eftir að ég hætti á verkjarlyfjunum. Bara af því ég missti út úr mér "Hvað ætli ég geti haldið þetta lengi út?"

Svo er ég svo vitlaus að gefast bara ekki upp! Veit þetta er vitleysa. Maður á ekkert að vera að kvelja sig af óþörfu. Nema kannski í kynlífi en það er bara vegna þess að ég er með vanvaxna forhúð og engist um af kvölum þegar kóngurinn reynir að troða sér.... hvað í fokkinu er ég að segja?!!! Nei! Ég er með stærstu forhúði í heimi! Meiði mig ekki neitt! Þegar ég var að segja þetta var ég bara að grínast..... í alvörunni.

Það er svo neyðarlegt þegar maður missir eitthvað svona út úr sér. Nú verð ég ekki einungis samanrekinn af sársauka í skólanum á morgun heldur einnig af skömm. Hleyp á milli kaffistofa í viðleitni minni til þess að vera fjarstaddur sem flesta tíma einungis til að forðast augnaráð samnemenda. Yfirleitt myndi ég labba rólega og blikka alla sem ég sé. Ég blikka til þess að gefa af mér ást og vonast þannig til að verða elskaður. Bla dí bla dí bla!

Farinn að þrífa. Fyrir þá sem það ekki vissu þá grípur stráka óstjórnleg löngun í það að taka til þegar þeir sitja einir fyrir framan tölvuna vitandi að engin er að horfa á. Kom meira að segja fram í þættinum um eðlisávísun sem ég var að horfa á. Hver hefði ímyndað sér það? Ekki ég, svo mikið er víst.
Ljósadýrð

Nýja íbúðin er smátt og smátt að venjast ekki. Ég vil ekki vera vanþakklátur. Alls ekki. Ánægður að hafa þak yfir höfuðið og geymslu til þess að hvíla þennan meitlaða marmaralíkama. Marmarar þurfa líka hvíld. En mikið rosalega er þessi íbúð ömurleg. Veit bara um einn hlut sem er ömurlegri þessa dagana en hann ætla ég ekki að minnast á. Kominn í 35 fm úr 60. Með allt dótið sem var þar inni. Hver einasti staður þar sem hægt væri að setja hinn minnsta hlut er þannig að annaðhvort er þar staddur ofn eða hurð sem þarf að opna. Meira að segja búinn að fjarlægja eina hurð til þess að búa til svefnherbergi. En þar með missti ég geymsluna. Grrrrreit!

Svo er það þessi ghettoblokk sem ég þarf að búa í. Ekkert nema kílómeterslangir gangar, stálgrindverk og veggi úti um allt og endalaust magn þvottavéla í kjallaranum. Þar sem ég var voru ruslafötur hér eru ruslagámar. Ég hef átt heima í niðurnýddum illa lyktandi blokkum sem voru sjarmerandi. Þar var gaman að vera. Hér, líkt og Jó benti réttilega á, eru handriðin lág svo íbúum reynist það auðveldara að kasta sér fram af þegar blokkin hefur náð að sjúga úr þeim síðasta neista vonar. Þetta er þunglyndasta og sorglegasta bygging sem ég hef nokkurn tímann séð. Ég fæ líka að búa í henni svo enga öfundsýki.

Hef ekki einu sinni hjartað í mér að heilsa fólki sem ég rekst á vafrandi um gangana. Það yrði of mikil vorkunn í röddinni hjá mér. "Góðan daginn" myndi hljóma líkt og "Æ, býrð þú hérna líka?" Leyfi þeim frekar að njóta eigin þunglyndis.

Annars er allt í besta. Pantaði mér ferð ásamt Völundi til skÍtalíu til þess að heimsækja tvær af þeim fáu konum sem ekki eru snargeðveikar. Helgarferð sem vonandi nýtist líka sem íþrótta og tómstundaferð. Mér hefur samt bara verið lofað áfengi svo ég veit ekki hvernig fer með íþróttirnar?

Kominn með meðleigjanda aftur. Veit ekki hvort ég get samt kallað hana meðleigjanda. Hún býr alla vegna hérna og hefur fengið leyfi til þess að hýsa vinkonu sína sem væntanleg er til landsins. Fullt hús kvenna og ekkert kynlíf. Er einhver furða þó ég sé svolítið uppstökkur þessa dagana? Kannski ég fái bara að flytja inn á Völund á meðan? Hef ekki girnst hann kynferðislega áður og ætti ekki að taka upp á því á gamals aldri. Sem minnir mig á að ég hef rúmlega þrjá mánuði til þess að fara út með rokkstæl. 24. des er lokadagur.

Ég ætla ekki að eyða orðum í það hvað ég verð alltaf fyrir miklum vonbrigðum að hefja nýja önn í háskólinu. Ég ætlaði bara að minna ykkur sem vinnið fulla vinnu að skattpeningarnir ykkar fara í þetta. The Joke is on you my friend.

September 5, 2004

Geðsýki

Geðsýki heldur mér frá því að blogga. Kannski að ég þurfi að leggjast inn á spítala? Ég þarfnast alla vegna hjálpar.

Lenti í mjög svo leiðinlegu atriði í KB-Borganesi. Góðkunningi Lögreglunnar sem heitir Sigurður Hólm læddist inn á lager búðarinnar og tók fag-bag í sína vörslu. Með honum fór nýkeyptur Beastie Boys diskur og geisla/mp3 spilarinn sem ég hafði til að stytta mér stundir á löngum gönguferðum. Að ógleymdiri stílabók sem ég veit ekki alveg hvað var skrifað í.

Ætti að vera pirraður yfir þessu en ég bara nenni því ekki. Þannig á maður að taka hlutum sem koma fyrir sig. Ekki persónulega.

September 3, 2004

Allir úr að ofan

Það er "ber að ofan" partei á eggerti hinum nýja til heiðurs flutninganna og heimkomu fyrrverandi meðleigjanda míns. Mætið. Núna.
Ný íbúð = stærri vöðvar

Fluttur. Meira hef ég ekki um málið að segja. Nema hvað ég var að horfa á kastljósið og brá mjög svo í brún þegar ég sá nýja útlitið á geir ólafs. Maðurinn lítur út eins og kúkur með gleraugu. Og hvíttar tennur. Sorglegt.

September 2, 2004

Mínus rokkstig

Jó er ekki nógu ánægð með mig. Finnst ég ekki henda nógu miklu. Sérstaklega þar sem ég er að pakka fyrir fyrrverandi meðleigjanda minn líka. Orðaskipti á milli okkar í gær.

"Hentu þessu, tobbalicious! Hún á aldrei eftir að nota þetta."
"Nei, láttu ekki svona. Það getur vel verið að hún ætli að lesa þetta."
"Handbók um óléttu unglinga. Telurðu það líklegt?"
"Jaaaa... maður veit aldrei?!"
"Í leiðinni geturðu hent þessu umsóknarblaði um vist í Vatnaskógi. Hún er orðin of gömul til þess."
"Æi láttu ekki svona! Hún gæti alveg fengið undanþágu. Heyrði um það á Bylgjunni. Það var 40 gaur í Rúmeníu sem fékk undanþágu til þess að fara í barna- og unglingarbúðir þar."
"Bylgjunni! tobbalicious! Þú veist að þetta eru "fréttaskot" sem Kristófer Helgason er að semja sjálfur á kvöldin heima hjá sér. Það er ekki eitt korn af sannleika í þessu."
"VÍST! Þú ert bara að ljúga! Lygalaupur! Lygalaupur! Þú ert líka með hor!"
"Ég er ekki með neitt hor og þú veist það."
"Gætir það samt alveg...."
Er að ná áttum

Síðustu nótt í eggerti hinum eldri lokið. Viðbjóðurinn hinum megin við götuna. Bíður bara. Einhvers staðar las ég að það myndi færa manni mikla lukku að sofa fyrstu nóttina í nýrri íbúð allur smurður í hunangi. Gæti það verið rétt? Ég prófa það.

Góðu fréttirnar eru þær að Jó dró mig í Góða hirðinn í gær og við fundum helling af hlutum í nýju íbúðina. Nánar tiltekið skrifborð og hægindastól. Eftir 10 ár af ikea er kominn tími til þess að skipta út. Verða jafn sérstakur í húsgögnum og ég er í sálinni.

Annars vil ég bara benda fólki á að kaupa sér geisladisk sem heitir Sweet oblivion. Með hljónstinni Screaming Trees. Diskur frá ´92 að ég held? Fann hann aftur eftir öll þessi ár og hef ekki náð honum úr tækinu síðan. Ég eeeeeeelska hann svooooo mikið. Ef hann væri Magnús Ver þá myndi ég kyssa hann á upphandleggsvöðvana! Tvisvar! Samt ekki ef hann er með húðsjúkdóm, þá myndi ég sko aldrei getað kysst hann.

Daginn í dag megið þið nýta í að minnast þess að rétt rúmlega ár er síðan ég fékk rósarhrúðrið. Mest tilgangslausasta húðsjúkdóm sem til er. Líkt og læknirinn sagði: "Ég myndi gjarnan vilja segja þér af hverju þú fékkst hann. En við bara vitum það ekki. Það eina sem ég get sagt þér er að fólk fær hann nær eingöngu á vorin og haustin og ef einn meðlimur í fjölskyldu sýkist eru engar líkur að annar geri það."

Hugleiðing: Ef ég dey í ótrúlega freakí flutningaslysi þá verður þetta síðasta færsla n mín.

September 1, 2004

Ömurlegt.....

Fékk að sjá nýju íbúðina/geymsluna. Ég er orðlaus yfir því hversu mikill viðbjóður þetta viðbjóðslega litla rottugreni er. Mér líður illa í sálinni. Það kemst ekkert inní hana. Ekki neitt. Kem ekki rúminu, sjónvarpinu, hillunum, geisladiskunum, fötunum og öllu öðru sem ég á. Og ég á ekki neitt!

Héðan í frá verður eggert hinn nýi þekktur sem "VIÐBJÓÐURINN"
Til sölu...

Þrír svartir ruslapokar af kvenmannsfötum.
Litaprentari.
Stærðfræðibækur.
Sparistell.

Fer fyrir lítinn pening.
Sad sappy sucker

Brrrrrrrrúúúúúúúúúúúmmmmmmmmmmmmmmm!!!!!!!!!