October 30, 2003

Tobbettes gæstebud

Líður að því að heiður minn veri lagður að veði. Kann það að elda? Eða er hann það rotinn að innan að ekki einu sinni maturinn vill þóknast honum. Ég kenni mömmu um þetta allt. "Bölvun elstu barnanna." Ég sem þurfti að lifa á köldum hafragraut búnum til úr afgöngum af veggfóðri af Silfurgötunni. Meðan bróðir minn lifir í vellystingum, þjónað alla daga og þarf varla að skeina sig sjálfur. Hver aldi hann upp spyrjið þið sí svona???? Nú maðurinn sem enn þann dag í dag má ekki líta veggfóður án þess að brotna niður og gráta. Maðurinn sem varð að láta sér nægja ólina af hundinum hans sem var lógað sem leikfang. Engir tölvuleikir og gullslegin hljóðfæri handa mér, ó nei, einungis afi með blóðsletturnar enn framan í sér eftir að hafa bitið sundur slagæðina á dýrinu. Höfðum ekki einu sinni efni á því að fara með hann til lögreglunnar og láta lóga honum. Það er samt ókeypis.... Er furða þótt ég sé líkt og ég er í dag??? Hver þolir svona niðurlægingu? Hver þolir að sjá yngsta barnið hlaðið gjöfum og matað með gullskeið? Hvar voru skeiðarnar þegar ég var ungur?? Látið helvítið éta með brotnum skeljum úr fjöruborði Stykkishólm og athugið hvort ekki verði úr honum MAÐUR. Hika ekki við það enn í dag að sjóða mér vænann snærisspotta til að slá á versta hungrið. Af hverju spyrjið þið aftur? Því þessu vandist ég í æsku, þetta varð maður að leggja á sig til þess að halda lífi og þarf enn þann dag í dag. En gullkálfurinn? Hvað með hann? Jú, í hann eru bornar gjafir hæfar konungum, dýrindis vínber af Balkanskaga og sætustu epli akra Ameríku. Er þetta uppeldi?????


October 29, 2003

Varúð!!!

Þessi linkur hefur að geyma snilld. Hreina snilld
Tirapacchi

Lærði þetta nýja orð í dag sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. Sýnir hvað maður getur aldrei gert neitt fullkomlega. Ég og listasmiðurinn Völundur ætlum að skella okkur á Mótmælanda Íslands. Vonandi að ég læri hvernig eigi að mótmæla almennilega. Óþolandi að hafa alla þessa reiði en engan stað til þess að beina henni. Nema að nokkrum einstaklingum sem ég ætla ekki að nafngreina. Ákvað svo í einhverju eiturlyfja flashbacki að bjóða helling af útlendingum í heimsókn á morgun. Sem þýðir að ég þarf að elda og finna eitthvað til að elda. Sjálfstraustið ekki alveg uppá það besta í eldamennsku eftir að enginn bragðaði á matnum sem ég tók með mér í matarboðið um daginn. Eitt sem aldrei klikkar er pasta með pestó. Endar örugglega með því að ég matreiði það. Útlendingarnir koma alla vegna með vín, svo ég verð ánægður hvernig sem kvöldið fer. Jó að mæta í kaffi svo það virðist allt vera að gerast þessa dagana. Nema þetta blessaða verkefni í tölv. sem gengur hvorki né rekur. Ef maður fengi nú bara metið metnaðinn sem maður setur í þetta helvíti og andlega misnotkun. Sé fyrir mér fyrirsögnina í mogganum: Nemandi fær einingar í skaðabætur fyrir andlegt ofbeldi verkfræðideildar. Verð að hætta þessu væli í sambandi við skólann. Geri það um leið og ég losna af þessari blessuðu deild. Ég lofa... kannski.. leyfið mér að halda í vælið.. plís....

October 28, 2003

World Famous Nude Photographer

Ef það er ekki starf sem ég get séð mig í !!!!! Heng í miðbænum nakinn og tek myndir af útlendingum fyrir lítinn pening. Fokk Gullfoss, éttu skít Geysir, hvern langar til þess að fara í Bláa Lónið. Nei, komið til Íslands og látið Nakta Ljósmyndarann smella af ykkur mynd!

Þá er bara að kaupa sér myndavél. Get vel klætt mig úr fötunum. Það vita allir sem mig þekkja. Nema þegar ég sleit krossband í litlu tá við það að taka af mér úrið einu sinni. Það var vandræðalegt (léttur hlátur frá tobbaliciousi, meðan hann horfir dreyminn til himins). Þegar maður var ungur og vitlaus.

Annars leit ég í ammæli til Jovicious um helgina. Þar var drukkið og mikið gaman. Besta við kvöldið var samt að fá sér tvo Hlölla á leiðinni heim. Mikið rosalega var ég svangur. Vissi ekki að ég hefði það í mér að slátra tveimur, maður verður alltaf að koma sjálfum sér á óvart annars er lífið bara leiðinlegt. Þá er komið takmark fyrir næstu helgi: 3 Hlöllar og jafnvel einn Nonni til að skoða þeim niður.

Nú vantar mig einhvern til þess að koma með mér á Kill Bill þar sem Snorrabrautarsvikararnir stóðu fyrir sínu og sviku mig um það að koma með þeim á myndina. Nenni eiginlega ekki að fara einn á hana. Held að allir séu búnir að sjá hana reyndar, en það gæti einhver ofurhress leynst þarna úti sem er tilbúinn að fórna 2klst til þess að koma mér út úr húsi.
Love's sick 'fun' time

Nú frestast allt til #.nóv. Þá kemur skorarformaður heim frá útlöndum. Vonandi að ég nái að heilla hann til þess að veita mér leyfi til þess að taka með mér 30 einingar. Annars er greinin hér fyrir ofan til þess að sýna öllum að þeir eigi ekki við vandræði að stríða. Það er alltaf til einhver annar sem hefur það verra. Skál félagar. Ég er farinn að þykjast læra.
Skugginn

Var að komast að því að ég er skugginn, af sjálfum mér það er að segja. Þurfti einmitt að fá að vita það á netinu. Málið er að ég fór inn á einhverja síðu sem sýnir hversu margir eru að skoða hana. Ég var að skoða hana. Samt sagði mér þessi góði teljari "0 online". Hræðilegt þegar besti vinur manns, internetið, svíkur mann svona. Hélt að við hefðum gert með okkur samkomulag um það að eiga í ástarsambandi meðan sumir væru í fjarlægu landi. Ekki lengur. Svikula internet sem neitar að viðurkenna mig. Ég slít af þér hausinn næst þegar ég sé þig.

Svo er kominn nýr meðlimur í hina skemmtilegu "Bloggfjölskyldu". Eini einstaklingurinn (hún er reyndar kvenkyns, en maður veit voða lítið hvað er móðgandi í dag) sem hefur gert eitthvað við sitt líf. Nemur Doktor í dýralækningum í Haggishlandi. Svo brátt verður hún DrOddsdóttir. Voða fyndinn einstaklingur. Lesið hana endilega.

Annars var ég að spá í það að fara að gera eitthvað við mitt líf. Námsráðgjafi á eftir og reyni að bjarga mér frá því helvíti sem ég tel tölvunarfræði. Kaffidrykkja austanmegin Suðurgötu á næsta ári. Þó maður hafi ekki hugmynd um það hvað maður vill gera þá er alltaf betra að vita hvað maður vill alls ekki gera. Væri samt frábært ef hún myndi hlusta á mig og segja svo: "En þú notar gleraugu?". Já myndi ég þá svara. "Og þú ert soldið lúðalegur ekki satt?". Jú, myndi ég svara. "Ég myndi þá bara halda mig við tölvunarfræðina. Best fyrir alla, hugsaðu þér sem svo að þú sért einn af skyttunum. Allir fyrir einn og einn fyrir alla! Þú fórnar þér svo aðrir fái að lifa."

Annaðhvort að finna sér nýtt nám eða þá að elta drauminn um að gerast líffærasali í Albaníu. Ætli það verði metið? Sko ef ég myndi henda mér í lækninn seinna. Hinn hugsandi einstaklingur. Það er ég.

October 27, 2003

Nýr linkur á Fröken Dýralækni og bróður hennar. Annað í skotlandi og hitt á íslandi.
Mánudagur. Er ekki að fíla þetta búa einn dæmi. Vantar nauðsynlega félagsskap. Annars endar þetta með því að annar hvor ég drepur hinn. Við erum svo við það að fara að slást. Sem að minnir mig á það. Hvað varð eiginlega af Lhooq? Alltaf synd og skömm þegar eitthvað týnist. Auglýsi hér með eftir Lhooq. Eða þá einhverjum sem nennir að búa með mér og halda mér félagsskap. Andskotans leiðindi maðr.
Sunnudagur og lærdómur

Þoli það ekki að vera alltaf að læra til að verða 3 aðfararnótt mánudags. Hverja einustu helgi. Þá myndi einhver spyrja, af hverju klárarðu þetta ekki fyrr?
Við því er einungis eitt svar. Hef ekki hugmynd um það. Furðulegur andskoti.

October 24, 2003

Föstudagsspjall Breka Friðmars

Mikið er eitthvað dautt yfir öllum núna. Tja, gerist nú reyndar alla föstudaga. Fólk farið að hugsa um helgina og nennir ekki að blöga. Sem er reyndar synd og skömm, því mig vantar eitthvað til þess að draga mig frá námi. Fyndnar samtímalýsingar eru einmitt það sem læknirinn minn sagði að ég þyrfti til þess að ná niður blóðþrýstingnum. Fekk it maður, varla að ég nenni þessu sjálfur. Var boðið í mat til skítölskukennarans ásamt nemendum í málnotkun tvö. En ég er ekkert í málnotkun tvö, bara ítölsku fyrir byrjendur. Allir að elda og koma með eitthvað. Ég eldaði og kom með rauðvín með mér líka. Enginn borðaði matinn minn en þau drukku þó frá mér rauðvínið. Sem þýðir einfaldlega að ég kann ekki að elda en er sæmilega lúnkinn við að taka með mér áfengi. Enda er ég reyndur maður, tek með mér áfengi um hverja einustu helgi. Aníhús þá var mikið spjallað á skítölsku og allir að vera kammó. Hékk bara með ungum frænda kennarans og útskýrði fyrir honum af hverju Eiður væri Gúddjonnsssen en ekki Arnórsson. Komumst að þeirri niðurstöðu að það hefði eitthvað að gera með skreið, geirvörtur og að það væri í raun í lagi að ljúga að konum því þær eru ekki fólk eins og við. Sem að leiddi af sér langa og leiðinlega umræðu. Rosalega geta sumir verið eitthvað tötsí maður? Fékk nóg að borað og gat skolað því niður með áfengi, svo að allt í allt var þetta fínasta skemmtun. Fyrir utan það að ég fékk að sjá mynd af skítölum að stunda ástarmök í sjónum við Sardínu. Sem þýðir það að ef ég fer þangað fer ég ekki í sjóinn. Þetta er svipað með skítalina og foreldra manns. Maður veit alveg að þau stunda þetta, en maður vill bara ekki vita af því. Djöfull getur maður skrifað þegar maður hefur ekkert að gera. Komst heim að lokum og var mættur til þess að spila fótknattleik við skítali og skspánverja klukkan ellefu í morgun. Er ekki frá því að öll þessi spilamennska í fótknattleik sé að verða þess valdandi að ég lít út eins og latur skeþíópíubúi. Rifbeinin blasa við ásamt smá svona belg til vitnis um það hvað ég er latur að vinna.

October 22, 2003

Muse, andskotinn!!!

Þeir segja muse á leiðinni til íslands. Gott ef satt er, en á maður að þora að trúa því??????
Veit það að ég hef henn ekki fyrirgefið Ragnheið Clausen fyrir það að hafa logið að mér að Rolling Stones væru niður á sundahöfn. Hvað þá heldur fyrir að selja mér þessa eiginhandaráritun frá "goðunum" sem ég borgaði henni 30.000 þúsund fyrir. Það var hlegið að mér niður í safnarabúð. Hlegið, heyriði! Enda hefndi ég mín ekkert smá þegar ég fór að sjá systur hennar Soffíu Hansen leika í Le Show. Hló sko ekki rassgat. Alla vegna ekki að bröndurunum hennar. Læt sko ekki vaða yfir mig. Ég er svo kreisí. Eins og mamma sagði: "tobbalicious, sonur minn, þú ert svo brjálaður! Þú myndir ekki einu sinni byrja á að taka ystu hnífapörin ef þú værir staddur í matarboði!" Damn straight! Þýðir ekkert að messa við mig.

Þá er bara að vona að muse komi. Verða reyndar með tónleika í prófunum. Hvað eru tvö próf milli vina? Ha ha ha ha ha ha. Brjálaður maður. Búúh!

Er þó að velta fyrir mér hvort Rabbi sé dauður. Hef ekki heyrt í honum frá því hann fór til DK fyrir 3 mánuðum.
Elliott Smith


Jæja, sorgarfréttir enn og aftur úr tónlistarheiminum. Elliott Smith einn besti trúbator sem samið hefur tónlist ákvað að stytta sér aldur. Andskotinn og ég sem var að fatta það hvað hann er mikil snilld. Þegar maður er búinn að fatta það hvað menn eru mikil snilld þá ætlar maður á tónleika með þeim.. gerist ekki úr þessu. Lífið heldur áfram og tónlistina á ég. Samt sorglegt.

October 21, 2003

Er að missa útlendinginn í tvær vikur. Kemst þá kannski í það að læra? Aldrei að vita? Vona það svo sannanlega, varla að maður fresti því lengur.

October 20, 2003

Ætla fagna því að hafa staðið mig ágætlega á prófinu í dag með því að fá að fljóta með Jó og Spörra á Kill Bill. Segja allir hana brillíant, ef að allir eru að ljúga þá er það alþjóðlegt samsæri. Djöfull væri samt fyndið ef maður væri fastur í alþjóðlegusamsæri um það að ljúga að manni að mynd væri frábær. Sem mynnir mig á það að ég hvet alla til þess að sjá hina frábæru mynd Soldier með Kurt Russel í aðalhlutverki. Fjallar á einstaklega áhrifaríkan hátt um sálræna baráttu eldri og yngri gerða af hermannavélmennum. Eitthvað sem öll fjölskyldan hefði gaman af að horfa á og ræða svo á eftir. Hafa vélmenni tilfinningar? Verða vélmenni að berjast fyrir tilverurétti sínum? Hefur mannkynið gleymt skyldum sínum gagnvart þeim vélmennum sem minna mega sín? Þungar spurningar sem ef til vill verður ekki svarað hér og nú.

Að öðrum málum. Það er ekki oft sem mér er ofboðið, mesta lagi svona 10-20 kannski 30 sinnum á dag. EN NÚ TÓK STEININN ÚR AUGANU!!! Nýja Todmobilelagið frá írafári er of mikið. Af hverju endurvekur ÞBÞ ekki Todmobile í staðinn fyrir það að "pródúsera" þessi Todmobilelög fyrir aðra hljónst? Og hvað er málið með tuborgflöskurnar? Set mig nú í stellingar sem leikstjóri þessa myndbands:

Leikstjóri: Krakkar, ég er með konseptið í kollinum. Þetta verður sprengja! Hugsið ykkur sundlaug. Eruð þið að sjá hana fyrir ykkur? En, en, en það er ekki allt maður, ha! Tuuuuuborgflöskur! Tuborgflöskur út um allt!!! Eruð þið að ná snilldinni maður! Tuborgflöskur sem teknar verða nærmyndir af! Og svo verðið þið líka í því.

Kannski er þetta uppreisnarskeið írafáris? Við erum sko engin unglingahljónst lengur, við drekkum túborg. Engir helvítis krakkar.

Kill Bill ekki lengur.
This site is certified 38% EVIL by the Gematriculator
Á mánudagsmorgni er ekkert betra en að henda inn nýjum link. Hann er hérna til hægri. Fridz ég bið þig velkominn í bloggheima. En þú ert heimavinnandi svo þetta verður einhvers konar heimablogg?

Líður að prófi. Svo kaffi hjá Jó og Spörra. En fyrst og fremst að lifa af mánudag.

October 19, 2003

Neitaði mér um það að fá fría inngöngu á Vídalín í gær. Neitaði því líka að drekka frítt. Ákvað þess í stað að fara heim og læra, læra í dag það er að segja ekki í nótt. Kannski er maður að verða fullorðinn? Sjáum til.

October 18, 2003

Svo fór ég bara á Airwaves!

Var dreginn út í gær af hópi af útlendingum. Endaði með því að ég leit við á Airwaves. Sá þar brillíant hljónst sem kallar sig Tv on the radio, blökkumenn sem spila rokk, en samt ekki rokk heldur meira svona popprokk. Nei ekki popprokk heldur bara svona tv on the radio tónlist. Hægt er að nálgast lag með þeim hér. Svo er þökk Sölva að skemmtunin hélt áfram fram undir morgun, ásamt stuttu stoppi með útlendingunum á Kapital. Veit ekki hvort ég geti útskýrt nógu vel hversu skrítið það var fyrir mig. Ég sem hef aldrei farið annað en á 22. Já svona er maður villtur á gamals aldri, ehhh! Lærdómur og vinna í dag. Alltaf gaman að því.

October 17, 2003

What´s so strange about an invisible car? Nothing.
Nýir tímar kalla á nýjan frama.

Tölvan ekki alveg að gera sig svo ég skráði mig í nýjan skóla. Önnin byrjar á næsta ári og það besta við þennann skóla er að ég fæ allt tölvudraslið metið. Nú fæ ég loksins tækifæri til þess að virkja alla ónotuðu orkuna sem ég geymi innra með mér. Hljómar mjög spennandi og nú ekkert eftir nema að finna út hvort þetta sé námshæft hjá Lín. Sendum þeim meil.

October 16, 2003

Hjálpið manninum!!

Lítur út fyrir það að maður komist ekki á Icelandic. Gengur bara betur næst. Held áfram að henda inn linkum á fólk sem hefur meira að segja en ég, kíkið á linkana hér til hliðar. Svo nú er bara að vona að það komist aldrei að því. Annars held ég að ég eigi enn eftir að birta mestu snilld sem heyrst hefur í klámmynd, ekki það að ég horfi á klámmyndir, ónei. Það eru bara skítugir strákar sem horfa á klámmyndir. EN alla vegna var samtalið svona:

Karl: You know, you got an onion booty.
Kona: What´s that???????
Karl: A booty so fine it´ll make you cry!!!!
Kona: Tíhíhí!

Klámmyndir á videóleigur. Þannig lærir maður að tala við stelpurnar.

Kennaraprik eru hlutur sem maður hefur eiginlega ekki séð síðan í barnaskóla. Það er fokking langt síðan ég var í barnaskóla. En allt í einu núna í Hí eru allir kennara farnir að nota kennaraprik í tíma, það var ekki svona í fyrra, svo maður vill spyrja sig hvað veldur?

Var alveg viss um það að þetta hefði eitthvað með auknar öryggisráðstafanir vegna hryðjuverka, kennarar gætu barið miltisbrandinn aftur ofaní umslagið eða þá potað í augað á Ósama ef hann tæki upp á því að mæta í tíma. Hallast þó að því að svo sé ekki. Virkar einhvern veginn ósennilegt.

Eftir því sem ég hef fylgst með þeim með prikið í hönd, tíma eftir tíma, tók ég eftir því út á hvað þetta gekk. Valdið. Valdið hefur spillt helstu kennurum Íslands. Maður virkilega sér brjálæðisglampann í augunum þegar þeir sveifla prikinu fram og aftur og "valdið" er þeirra. "Sjáið mig, ég er kennari og mátturinn er minn því ég hef kennaraprikið." Þetta eru gangandi tímasprengjur og spurningin einungis sú, hvenær fellur prikið næst? Hvaða saklausi nemandi verður næsta fórnarlamb hins refsandi vandar?

Hvar er ríkisstjórnin á stund sem þessari? Hvers eiga börnin að gjalda? Tómas Ingi ég biðla til þín, taktu prikið af kennurum og settu í hendur nemenda, þeir hafa siðferðið til að úthluta réttlæti vandarins á sanngjarnan hátt.

October 15, 2003

Nóg að gera krakkar mínir og varla að ég nenni að vera að henda neinu hér inn. En að því að ég elska ykkur svo mikið þá ætla ég að henda inn nokkrum orðum. Spilaði fótbolta við útlendinga áðan og það er stórskrýtið. Get eiginlega ekki sagt hvað var svona furðulegt við það, en þið verðið bara að trúa mér. Djöfull var ég langbestur inni á vellinum, sýndi það og sannaði að við Íslendingar erum langbestir. Ekkert meira að segja.

October 14, 2003

Stundum stendur maður frammi fyrir því að heimsmynd manns er algjörlega að breytast. Allt sem var verður ekki lengur og einhvern veginn er maður gripinn algjörri örvæntingu því maður er að verða það gamall að manni finnst lífinu sé hér um bil lokið. Ekki það að ég sé svo ótrúlega gamall eða þá að lífinu hjá mér sé lokið. Það grípur mann svo mikil minnimáttarkennd gagnvart framtíðinni og allt veltur það á einum hlut. Hvernig varð maður þannig? Hvar tapaði maður þeim eiginleika að finnast allt vera hægt og ekkert gæti nokkurn tímann stoppað mann? Veit ekki hvaða aumingjaskapur þetta er, ein ákvörðun á aldrei að draga mann svona niður og því blæs ég til sóknar gegn vitleysunni, ég veit hvað væri réttast í stöðunni og læt ekki aðra spilla fyrir mér því að fá einhverja gleði út úr lífinu. Jæja, krakkar mínir lífið tekur stöðugt breytingum og nú er bara að henda sér í það.
Tók út þetta próvörb drasl. just wasn´t that funny.

October 13, 2003

Jæja þá held ég sé algjörlega fallinn á skammdegisþunglyndinu. Góð barátta og er virkilega stoltur af sjálfum mér að hafa haldið út svona lengi, en ég nenni ekki að berjast gegn þessu lengur. Svo nú verða allir póstarnir voðaleg sorgmæddir og fjalla um óréttlæti í heiminum. Eða ekki.
Lenti í því um daginn að það var eitthvað fífl sem ætlaði að vera voðalega fyndinn þegar hann keyrði framhjá mér. Byrjaði á því að flauta á mig og kallaði síðan eitthvað voðalega móðgandi og, veit ekki hvort ég ætti að segja það, niðurlægjandi. Búhúhú. Í alvörunni, þessi leikur var fundinn upp af ungum mönnum í MR árin 94-95 svo ekki reyna það. Ég myndi ekki líta upp þó þú hefðir keyrt yfir mig, hallaðir þér út um gluggann og spyrðir mig hvort það væri allt í lagi með mig. Maður lítur bara ekki við. ALDREI!
Annar hlutur sem maður á aldrei að gera er að láta draga sig inn í small-talk. Tilgangslausari hlutur hefur ekki verið fundinn upp, mig langar ekkert til þess að vita hvar húsið þitt er í Garðabænum eða þá hvort þú eigir börn. Kem aldrei til með að skoða húsið eða heimsækja börnin. Heilsa og labba framhjá. Hentar öllum og hjálpar til við að snúa þessari kringlu af ást sem við búum á. Svo lexíuna sem má draga af þessu er: Minna mas, meiri ást.

October 12, 2003

Djöfull geta sunnudagar verið algjör dauði. Hendi mér reyndar í kjötsúpu til afa og ömmu á eftir svo það lífgar kannski aðeins upp á daginn. Það er á svona dögum sem mig vantar Deezuna. Gæti verið að sú staðreynd að ég eigi eftir að fara að skúra sé líka að eyðileggja fyrir mér þennann annars góða dag. Glæsilegur sigur hjá íslenska landsliðinu í gær. Fullt út úr dyrum á Eggertsgötunni og eldaði svo spaghetti ofaní liðið sem varð hér eftir, held að fólk hafi bara almennt verið ánægt með matinn og svo var eitthvað reynt að skemmta sér, var eitthvað þreyttur svo ég hóraði mér heim um þrjú leytið. Er að verða gamall maður.

October 10, 2003

Móðgun eður ei????

Þar sem ég er frekar tregur, og það tekur mig ávallt nokkra daga að velta hlutunum fyrir mér, þá held ég að ég hafi verið illilega móðgaður um daginn. Þannig er mál með vexti að ég var í hörku viðræðum við stúlku um það hvort kynið hefði það betur í sambandi við það að ná sér í eitthvað til þess að taka með sér heim af djamminu. Ég sagði konur, hún sagði karlar. Þá sagði hún sem svo "heldurðu að ég gæti labbað upp að strák og fengið hann heim með mér?". Já, sagði ég, næst þegar þú sérð sætan strák þá skaltu labba upp að honum og biðja hann um það að koma með þér heim. Ókei, sagði hún snéri sér við og labbaði í burtu. Hvað með greyið tobbalicious???? Hvers á hann að gjalda, þó ég hefði svo sannanlega hafnað boði hennar þá hefði samt verið gaman hefði hún spurt. Annaðhvort hefur hún talið mig svona ljótann eða þá að ég hafi verið hommi. Ég hallast að báðu.
Henti inn nýjum link á Steina Plastik. Veit ekki hvort hann verður hrifinn að því en það verður bara að koma í ljós. Nokkuð fyndinn tölvunörd strákurinn sá.
Annars held ég áfram að hanga með útlendingunum mínum og geri bara túrista hluti og fæ alltaf asnalegar spurningar frá þeim eins og "hefur þú komið til Akureyrar?". Lærði þó frábæran hlut í dag, ef þið þurfið einhvern tímann að koma fólki í burtu þá takið þið ykkur stöðu við hliðina á því og bíðið í 5 sek. þau fara og hrista hausinn en staðurinn sem þú sóttist eftir er þinn. Auðvelt í framkvæmd og virkar alltaf.

October 9, 2003

Blúlagún og skoðunarferð með útlendingum. Það er naumast hvað maður fær bara ekkert að hanga heima.

October 8, 2003

Erasmus-líf á Eggertsgötunni

Þeir sem þekkja mig vita það að ég er "sérlegur aðstoðarmaður" erlends stúdents. Það er fínt að halda við ítölskunni og fá álit annarra á þessu blessaða landi. Gerði mér grein fyrir því þegar ég loks slapp frá honum í gær að ég er íslenskur erasmus á Íslandi. Ég er hreinlega dreginn út hvert einasta kvöld í veislur hjá erlendum stúdentum og hópurinn sem ég heng með er farinn að nálgast 200 einstaklinga. Það bætast 2 nýjir í hópinn á hverjum degi og geri ég ekki annað en að kynna land og þjóð fyrir áhugasömum útlendingum. Fínt að kynnast öðru fólki og sjá hve mikið þau elska þetta land, ekki spyrja mig af hverju, en þau elska það öll. Reyndar held ég að ég væri ekki svona vinsæll hjá þeim ef ég væri ekki eini Íslendingurinn sem þau þekkja. "Nú ertu Íslendingur? Ég er búinn að vera hérna í tvo mánuði og hef ekki enn talað við Íslending. Má ég pota í þig?" Lenti í því sama þegar ég var út í Genúa að læra, kynntist ekki einum einasta skítala allt árið sem ég dvaldi á skÍtalíu en nú hér heima er ég búinn að kynnast um það bil 20 stykkjum. Furðulegur andskoti!

October 3, 2003

Að því ég er búinn að vera svo pólítískt sinnaður þessa dagana þá ákvað ég að setja inn þennann texta. Brillíant lag sem ég fæ ekki nóg af þessa dagana. Hvet alla til að redda sér því.

Volcano Damien Rice

Don’t hold yourself like that
You’ll hurt your knees
I kissed your mouth and back
But that’s all I need
Don’t build your world around, volcanos melt you down

What I am to you is not real
What I am to you you do not need
What I am to you is not what you mean to me
You give me miles and miles of mountains
And I’ll ask for the sea

Don’t throw yourself like that
In front of me
I kissed your mouth your back
Is that all you need?
Don’t drag my love around, volcanos melt me down

What I am to you is not real
What I am to you you do not need
What I am to you is not what you mean to me
You give me miles and miles of mountains
And I’ll ask for what I give to you
Is just what I’m going through
This is nothing new
No no just another phase of finding what I really need
Is what makes me bleed
And like a new disease she’s still too young to treat
Volcanoes melt me down
She’s still too young
I kissed your mouth
You do not need me

October 2, 2003

Búinn að fá svar við því hver afstaða Vöku er til skólagjalda. Sendi meil í gær til formanns stúdentaráðs, Davíðs Gunnarssonar, og það var ekki nóg með það að hann svaraði mér heldur hringdi hann í mig til að útskýra afstöðu Vöku. Það er aldeilis þjónustan. Vaka er á móti því að tekin verði upp skólagjöld. Sem er gott.