July 31, 2005

Engisprettufaraldur

Það er engisprettufaraldur í bologna. Þær eru út um allt og eru byrjaðar að sækja barina. Alþjóðavæðing eða eru þær að leita sér að maka? Þessu verða vísindamenn að svara. Þegar kennarinn var hérna í heimsókn þá fór ég með hann á írska barinn í háskólagötunni til þess að drekka bjór. Ég sá að hann var þyrstur. Svo ég er við barinn að panta tvo bjóra hjá þessari sætu barþjónu og segi við hana að ég vilji tvo stóra bjóra. Þögn. Ég fann að eitthvað hafði snert hægri öxlina á mér. Ég leit niður á öxlina og svo á stúlkuna sem starði á mig og spurði: "sást þú þetta líka?" Ég sem sá og sé ekki neitt sagði: "nei, en eitthvað snerti öxlina á mér." Samræður búnar svo ég geri aðra tilraun til þess að panta. Þá gerist nákvæmlega það sama, ég finn að eitthvað snertir öxlina á mér en í þetta skipti fer ekki á milli mála að barþjónan sá eitthvað því hún hleypur fram og til baka á barnum æpandi "engispretta! engispretta!" Og þá sá ég kvikindið, lítil svört engispretta sem sat í mestu makindum á brúninni á glasinu sem geymdi rörin fyrir kokteilana. (Hér ætla ég að leggja til að úfurinn verði kallaður kokteil héðan af.)

Við náðum að koma henni í annað glas og út fyrir. Og eftir fimm mínútur þegar stúlkan var búin að jafna sig tókst mér loksins að fá pöntunina afgreidda.

Inni í stofu núna er risastór græn engispretta. Ég þarf að reyna að koma henni út. Tíu sentimetra kvikindi. Eða þá að ég leyfi henni að horfa á formúluna með mér? Ákvarðanir.

July 29, 2005

Er að leka

Svolítil þögn en það er allt í lagi. Fékk heimsókn frá kennara úr Austurbæjarskóla og reyndi hvað ég gat að sýna honum landið. Það gekk samt ekki alveg nógu vel. Í Flórens voru öll söfn lokuð þegar við fórum þangað og daginn eftir var verkfall hjá lestarstarfsmönnum sem útilokaði möguleikann að fara til Feneyja. Náðum þó að redda ferð á ströndina í staðinn. Talandi um ströndina þá upplýsist það hér með að ströndin og sjórinn við Rímíní er það viðbjóðslegasta í heimi. Næ ekki enn að sofa á næturnar hugsandi um skítuga viðbjóðshafið sem er þar. Ekki fara þangað.

Nú er að bíða eftir næstu tveimur heimsóknum. Vonandi að það komi einn rauðhærður og einn bauni frá danmörku og svo ein sæt alltof ung stelpa frá englandi. Allir að koma í heimsókn maður. "Hann er vinsæll og veit af því!," söng Hallbjörn. En ég held það sé frekar landið en ég sem þau eru að heimsækja. Eða hvað?

Ef einhver er að lesa þetta þá sagði ég frá gaur hérna sem í hér um bil fyrsta skipti sem ég hitti hann sagði mér frá afa sínum sem myrti helminginn af fjölskyldunni þar sem hann var ósáttur við að amman vildi skilnað. Sá hinn sama hitti ég í síðustu viku þar sem við vorum að kveðja einn skÍtalann. Ég ætla að skrifa samræðurnar án þess að bæta nokkru við.

Hann: "Blessaður. Hvernig gengur?"
Ég: "Allt í lagi bara en hjá þér."
Hann: "Svo sem allt í lagi."
Ég: "Fínt."
Hann: "Þú færð þó alla vegna að ríða."
Ég: " ... "

Hér er best að ég taki fram það sem rétt er. Það næsta sem ég hef komist því að fá að sofa hjá einhverjum hérna er þegar skítölsk stúlka hringdi í allar vinkonur sínar hér í borg, eftir að ég gerði einhverja tilraun til þess að kyssa hana, og kvartaði undan "nauðgaranum úr norðri". Ég mistók augnaráðið frá henni, hún var í raun bara stjörf af hræðslu við útlendinginn. Þetta er svipað og með froskana þegar þú lýsir vasaljósi í augun á þeim og þeir verða stjarfir, ég ætti kannski að nýta mér það? Stara þær niður þangað til þær verða stjarfar af hræðslu og ganga svo til verks? Allt annað virðist ekki virka. Pirraður? Örlítið. Bara fokking smá.

Börkur! Farðu nú að senda mér myndirnar!! Sérstaklega af síðasta kvöldinu. SkÍtalía ætlar að vera svo góð við mig í dag að það verður 38-40 stiga hiti með 50% raka. Kannski að ég og sá samkyngirndi hendum okkur í sund til að svitna í vatni.

Kem svo með skemmtilegar sögur af því hvað ég er skemmtilegur síðar. Farinn að glápa á fallegustu konur í heimi. Þær eru hérna út um allt. Það má horfa en bara ekki snerta. Jú jú, það má alveg snerta en maður verður að vera tilbúinn að hlaupa í burtu og finna góðan felustað. Annars finnur löggan mann. Og ég má ekki við því að þeir stoppi mig einu sinni enn. Þeir eru búnir að stoppa mig tvisvar núna og ég nenni ekki að vera að standa í einhverjum afsökunarbeiðnum. Fyrst var ég með gjöf handa Kjöru, umferðaskilti, og þar sem ég gekk með það á heimleið stoppuðu þeir mig og létu mig labba með það til baka. Í seinna skiptið var ég að míga á húsið hjá Romano Prodi og þar sem það er lögregluvörður fyrir utan húsið hans 24 tíma á dag þá var ekki erfitt fyrir þá að sjá mig. Náði að tala mig út úr því með því að segja að á Íslandi ef maður þyrfti að míga þá mætti maður gera það hvar sem er. Sem betur fer voru þeir ekki vel inni í löggjöfinni á Íslandi og tóku mig trúanlegan. Þökkum guði fyrir þetta Baby-spice bros sem ég hef. Bræðir hin köldustu hjörtu hörðustu lögreglumanna. Þetta rifjaði samt upp fyrir mér þegar ég, bjórmálaráðherra og deeza vorum tekin inn í lögreglubíl fyrir það að hafa tekið tvo túlípana af austurvelli. Hef ekki brotið lögin nema nokkrum sinnum eftir það.

July 20, 2005

Fluffy gay bastards

Matarboðið í gær fór ekki alveg eins og ég ætlaði. Það er að segja að enginn nakinn twister var spilaður. Katsó! En skiptir ekki máli, stúlkurnar bleyttu sig allar í staðinn og dönsuðu fyrir mig. I felt honored. Át þetta fínasta heimagerða tagliatelle og drakk rauðvín. Erfitt líf. Fokk erfitt.

Á morgun kemur svo maðurinn sem kenndur er við Duff Tómasson í heimsókn. Verður hér í nokkra daga. Reyni að sýna honum eitthvað. Eins og typpið á mér kannski? Kann ekki að vera svona túristi. Eitt er víst að ef hann vill fara upp í kirkjuna á hæðinni þá verður hann að koma sér þangað sjálfur. Labbaði þangað með Jó jó og það var nóg. Og skammast mín enn fyrir það að hafa látið haltan öryrkja rústa okkur bæði á leiðinni upp og niður.

Ég ætla að gerast öryrki. Hér er fyrsta ljóðið mitt:

Úti er heitt
og karlmenn í bleikum bolum.

July 19, 2005

Get varla meir.. en reyni mitt besta.

Útskriftarveisla hjá vini mínu í gær. Of mikið vín og matur. Svo mikið að einhverjum fannst það voðalega fyndið að fylla úðabrúsa með rauðvíni og bleyta alla. Jú, það var fyndið. Fann mér ferðafélaga til Kosovo. Völundur: Það verður stefnt á 25. ágúst.

Enn eitt matarboðið í kvöld. Það fer að líða að því að ég fari yfir um. En þar sem í boðinu verða franskar yngismeyjar þá gat ég ekki sagt nei. Ég ætla að reyna við þær allar í einu og veifa klinki framan í þær og plata þær í nakinn twister.

Ahhh! ue! ue! eins og frakkarnir segja. Farinn að borða. Aftur. Og aftur. Og aftur. Best að setja á sig bindi og gel í hárið til að vera svolítið sætur. Ekki það að ég sé það ekki alltaf. Bara svona meira sætur en venjulega.

July 18, 2005

Ferðaálfurinn Kúkur

Kominn heim úr enn einni heimsókninni. Í þetta skiptið fór ég til Cavriana, sem er næstum því eins og Nirvana nema það vantar alveg tvö n og svo er ekkert c, þar sem Markó vinkona mín á heima. Pínkulítið þorp með varla tvöþúsund íbúum. En hvert einasta hús er með sundlaug. Í þessum hita þá kemur það sér vel. Splash!

Þurftum fyrst að fara í gegnum helvíti til þess að komast til himnaríkis. Þrír tímar í lest með engri loftkælingu. Eins og að vera fastur í gufubaði, fokk hvað ég var hér um bil dauður. En samt ekki. Skiluðum okkur að lokum heim til Markó. Um kvöldi var svo veisla í götunni hjá henni og það má segja að ég hafi aðeins farið yfir um í áti. Það var samt ekki mér að kenna, þau gáfu mér alltaf meira og meira.. það flaut allt í mat. Fyrsti rétturinn var Risotto með ítalskri pylsu, svo voru það rif, kjúklingur, héri og meiri ítölsk pulsa og eitthvað grænmeti líka. Borðaði einn tómat til að feika það að vera grænmetisæta. Þessu var öllu skolað niður með rósavíni. Þar sem ég var eini útlendingurinn pössuðu gestgjafarnir sig á því að hella í glasið mitt á mínútu fresti. Ég kvartaði ekki. Eftirréttur var ís og ananas. Mmmmmmmm... Yfirgáfum svo þessa götuveislu og hittum restina af þorpinu á torginu í miðbænum. Þar tók við venjuleg drykkja og almennur asnaskapur.

Á laugardag fórum við að Garda-vatni svo ég gæti sagt mömmu að ég hafi séð það. Sá það og... svo lengi sem þú horfir ekki beint niður í vatnið þá er það mjög fallegt. Skemmir svolítið fyrir því hvað það er mikil pissulykt af því líka. En andskotinn hafi það.. Kristján Jóhannsson hefur ekkert fram yfir mig lengur. Um kvöldið var svo útskriftarveisla hjá vinkonu Markóar. Sæt stelpa. Búinn að bjóða henni til Bologna til þess að eiga rómantíska viku og/eða helgi með mér. Hún er alla vegna ekki búin að segja nei ennþá. Fórum á svona agritúrismó sem er bændaveitingastaður og átum eins og svín. Kostaði reyndar alveg tvöþúsund kall. Fyrir salamí, eitthvað annað salamí, hráskinku, tortellini fyllt með önd, spaghetti með svínahakki, polentu með sveppum, papriku með ítalskri pylsu, tortellini með graskeri, nauti, rauðvín, hvítvín, freyðivín, sítrónulíkjör, mandarínulíkjör, kaffi og súkkulaðisalamí. Þetta er okur og ekkert annað.

Svo kom slæmi punktur ferðarinnar. Diskótek við Garda-vatn. Scheisse! Ég ætla aldrei aftur á svona stað. Þó ég viðurkenni það fúslega að stelpurnar á svona stöðum eru andskoti fallegar. En þær eru meira svona horfa ekki snerta. Alla vegna ekki fyrr en þú ert búinn að ná þér í skalla og porsche. Únz únz únz sagði svo tónlistin. Létum okkur hverfa með fyrsta farinu aftur til smábæjarins.

Sunnudagur var svo notaður í það að borða argentíska nautasteik, grillaða, og koma sér svo aftur til Bologna. Þar sem er einungis 35 stiga hiti og logn. En ég þrauka. Lofa.

July 13, 2005

Grín.

Það vita það ekki allir en á skÍtalíu er mjög strangt reykingabann. Það er bannað að reykja á börum, veitinga- og skemmtistöðum. Það sem meira er þá er hér í gamla miðbænum í Bologna bannað að fara með bjórglasið með sér út til þess að reykja. Svo, bannað að reykja inni og bannað að drekka úti. Reyndar er örlítið búið að breyta lögunum svo að núna máttu fara út með bjórinn ef hann er í plastglasi og ef barinn kemur sér upp sérherbergi til reykinga þá má reykja þar inni. Fáir barir nenna að standa í því að byggja nýtt herbergi með loftræstingu dauðans.. bæði er kostnaðurinn of mikill og barirnir of litlir.

En þetta skiptir samt ekki öllu máli. Maður lærir að lifa með þessu. "Biðja um bjórinn í plastglasi og koma sér út."-planið mitt hefur virkað hingað til. Án þess að nokkur hafi slasast. Fyrir utan hvolpana tvo sem ég kannski segi frá seinna. Aumingja hvolparnir.

Ég var á hverfisbarnum í gær og þeir eru svo góðir að ætla að byggja heila hæð bara undir mig og mínar sígarettur. Neðri hæðin á barnum er öll plöstuð inn og bíð ég óþreyjufullur eftir því að komast loksins í smá "Indo-smoking!". Á plastinu sem hylur "himnaríkið" er búið að setja miða sem á standa: "Smoking area. Work in progress." Ég hef nýtt mér þetta. Ég fer á bakvið plastið, kveiki mér í sígarettu og voilá! I´m a work in progress. Ég geri allt sem ég get til þess að hjálpa til. Ég er búinn að fylla um það bil 5% af svæðinu af reyk. Hin 95% ættu ekki að verða neitt mál fyrir mig.

July 11, 2005

Brunninn og bitinn

Fréttir. Fórum í örlítið ferðalag til suðurs. Giulianova. Ég, Kjara og japinn. Nú er japinn ei meir. Hann kvaddi okkur fyrir nokkrum dögum og hélt til síns heima. Ég vil hann aftur!

Vorum sem sagt heima hjá Kjöru og fengum að éta eins og svín og sleiktum sólina eins og við gátum. Ég minna en aðrir þar sem ég brenn nokkuð auðveldlega. Og ég brann!! Steikti alla fæðingarblettina sem núna eru upphleyptir og nokkuð óreglulegir í útliti. Mér finnst það samt töff.

Veisla síðast laugardag með ókeypis bjór og ókeypis pin-ball. Drukkum og spiluðum upp í sveit til að verða sex um morguninn. Það var gaman.

Það er mánudagur. Yfirleitt eru þeir til mæðu. Ég finn fyrir henni í dag.

July 4, 2005

Barneignir

Guð minn almáttugur!!!!! Hér hringja allir eggjastokkar inn jólinn og ég er sannkallaður klukknahljómur af barneignum. Ég hefði bara aldrei trúað því!!! Ég?! MOI?! Maðurinn Og Idjottið. Allt í einu. Ég get bara ekki beðið eftir því að verða óléttur. "Mamma! Mamma! Mamma!"
"Hvað?"
"Mig langar að verða sæddur svo ég finni lífið spretta innan í mér!! Ég og náttúran að vinna saman í því að búa til líf!!! Mamma. Mamma."

Svo segir fólk að ég sé óábyrgur. Hljóma þetta eins og orð óábyrgs einstaklings? Aldeilis ekki. Ég hef loksins tekist á við allt sem ég var nokkurn tímann hræddur við og komst að þessari niðurstöðu. Ég vil vera óléttur. Mér finnst það ósanngjarnt að konur séu þær einu sem fá að vera það. Nú er mál að linni. Hleypið okkur körlunum að. Eina sem ég get sagt er að lendar mínar eru móttækilegar. Nú er bara að finna þann eina rétta sem getur veitt mér og barninu þá ást og umhyggju sem við eigum skilið.

GLæææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææætan. Við vitum það vel... ja.. ég og stelpurnar að sá maður er ekki til. Svo þetta er eiginlega mesta grín sem ég hef nokkurn tímann (grínað??). En auðvitað eru til undantekningar. Til dæmis... Fjölnir maður! Alltaf að klappa hestunum á meðan norska(?) kærastan er ein heima að hringja í pabba sinn í flóttamannalandinu sem hún flúði frá. "Men hann er alltid i stallet ad klappe hesterne!" Hvað veit ég?!! Kann ekki rassgat í þessum hrognamálum öllum saman. Eina sem ég veit er að í dönsku blaðrar maður eitthvað óskiljanlegt og svo kinka allir kolli og eftir fimm sekúndur af þögn segir einhver "Öl" og allir hópast á barinn til þess að drekka frá sér vitneskjuna um það að kunna ekkert tungumál.

"Já! Já! Já!," segja þá baunasleikjurnar, "hvað með íslensku? Ertu að segja að það sé meira tungumál en danska?"

Nei. Það sagði ég aldrei og það ættu allir að vita að íslenska er eitthvað sem vinstri stjórnir fyrri ára fundu upp á til þess að Mörður Árnason hefði eitthvað að gera í lífinu. Þetta er ALLT saman pólitík. Heyriði það! Ég ekki hræddur við eitt né neitt. Ég segi það eins og ég sé það. Sannleikurinn er sagna bestur. Ég veit að ég þekki fólk sem hefur stundað nám í þessu pólitískframleidda máli, SEM FYRIR 1976 VAR EKKI TIL OG EKKI REYNA AÐ SANNFÆRA MIG UM ANNAÐ, t.d. Fröken Dóra og Kennarinn Blöndós Tómasson. Nú geri ég það yfirleitt ekki að ráðast á vini mína, nema kannski Völund en hann er svartur á sálinni sem tóbakslegin lungun á mér svo hann getur tekið því. En Fr. Dóra og Blöndós, hversu stoltir hafa foreldrar ykkar verið?

"Hvað ætlarðu svo að vera þegar þú verður stór?"
Bæði í kór: "MÖRÐUR ÁRNASON"