April 29, 2006

Gama Gaman

Af hverju myndi einhver vilja fá sér skó með grófum reimum? Væru þær ekki bara að leggja þig í einelti og gera lítið úr þér?

April 26, 2006

Verslunarstörf

Það gefst mikill tími til þess að láta hugann reika þegar maður vinnur í stórverslun. Tveir hlutir sem runnu ítrekaði í gegnum huga minn í dag eru þessir tveir:

Hjálpsemi. Ég er hjálpsamur maður og reyni allt hvað ég get til þess að aðstoða aðra við að bæta sig og ímynd sína. Líka fyrirtækjum. Sjáið til dæmis skyr.is, ég var búinn að hugsa um að senda þeim tölvupóst og benda þeim á hversu hipp og kúl það nafn væri þegar greinilega einhver hafði orðið á undan mér til þess að benda þeim á það. Ég er líka alltaf að hugsa um önnur nöfn sem gætu bætt stöðu annara fyrirtækja á markaðnum.

Í dag var það Frón. Ég ætti að senda þeim póst eða hringja í markaðsstjórann hjá þeim. Sama gamla slagorðið ár eftir ár. "Kemur við sögu á hverjum degi" Hvaða unglingur á að falla fyrir því? Það eru bara gamlar kerlingar og alzheimersjúklingar sem versla þetta kex inn fyrir jólin og allir vita að einn kexpakki seldur á ári er ekki nóg til þess að halda uppi fyrirtæki. Ég kom þess vegna með nýtt slagorð handa þeim. Því er ekki einungis beint að unglingum heldur einnig þeim sem ekki komust svo vel út úr því góðærisskeiði sem við vorum að upplifa. Frón, ef þú ert að hlusta þá ættirðu að pæla í því hvort þú myndir ekki selja fleiri kexpakka ef slagorðið væri: "Frón! Kemur við sögum á hverjum einasta fokking degi!"

Til allra þeirra kvenna sem hafa neitað að sofa hjá mér til þess að sína að það er ekkert persónulegt hatur af minni hálfu. Líka til þín gleðikonan sem neitaði að taka við íslenskum krónum frá mér á hraðbrautinni á milli Parma og Bologna.

When I think of loosers I think of you
And your flaming red hair and the things that you didn´t do.
I heard you had left no it couldn't be true
I think of loosers I think of you.

God hates you looser where ever you go
although you have left I want you to know
My heart's full of sorrow I wont let it show
I´ll ask you again when it's my time to go.

Svo er það bara teyknymind.

April 24, 2006

Heill þér Forseti!

Finn mig knúinn til þess að útskýra síðustu teyknymind. Hún var byggð á persónulegri reynslu úr miðtúninu. Þannig er nefnilega að dannilíuz litli bróðir minn er kominn með eitthvað sem sumir kalla kærustu. Kannski er þetta leyndarmál og ég má ekkert segja en þið látið þá bara eins og ekkert sé.

Svo við blésum í kvöldmat með stúlkunni til þess að kynnast henni og sýna henni hversu frábær og skítsexý við erum sem fjölskylda. Gönnsó (móðir drengsins. innsk. ritstj.) grillaði og ég sá um óundirbúin skemmtiatriði. Við reyndum að halda ró okkar og tala ekki of hátt til þess að hræða stúlkuna og allt gekk eins og í sögu. Allir stóðu ánægðir upp frá matarborðinu.

Þá kemur að teyknymindynny. Ég komst nefnilega að því að Stúlkan er helmingi meiri karlmaður en Drengurinn. Reykir, er með bílpróf og drekkur kaffi! Eitthvað sem Drengurinn myndi ekki koma nálægt. Ég er eitthvað að spjalla um það um daginn við fyrrverandi tilvonandi eiginkonu mína og hún biður mig um að spyrja Drenginn ákveðinnar spurningar. Sem ég gerði í matarboðinu.

Við erum að njóta matar og víns þegar ég lít á Drenginn og segi við hann: "Drengur! Drengur! Segðu mér eitt. Nú reykir Stúlkan... og nú segir mér Þorgrímur Þráinsson eitt og ég vildi komast að því hvort satt væri. Er þetta eins og að sleikja öskubakka?" Mér fannst þetta sanngjörn spurning. Ég bara hef ekki hugmynd um hvort þetta sé satt og vildi svala forvitni minni. Rauðar kinnar Drengsins og skammir Gönnsóar svöruðu henni þó ekki. Því auglýsi ég hér eftir svari við spurningunni: "Er það að kyssa reykingamann eins og að sleikja öskubakka?"

Væri gaman að vita það.

April 19, 2006

Teykny teykny teykny

Að komast yfir sambandsslit

Það fylgir yfirleitt lífinu að á einhverjum tímapunkti þá lendir þú í sambandsslitum. Það hefur komið fyrir mig (þá sem þriðji aðili þar sem ég sendi yfirleitt einhvern fyrir mig, ég er svo rosalega illa fyrir það að takast á við hlutina) og einnig vini mína. Það tekur á tilfinningalega og getur oft verið andskoti sárt. Það er þó hægt með ýmsu móti að komast hjá því að bugast og leggjast í þunglyndi og njóta þess frekar að hafa verið það, ég vil segja, "heppinn" að lenda í sambandsslitum.

Nú get ég einungis haft mína frásögn frá sjónarhóli karlmanns þar sem ég veit ekki hvernig jafn sálarlaus kvikindi og kvenmenn myndu takast á við sambandsslit. Mín sönnun á því að þær séu sálarlausar er mjög einföld: ef þú roðnar ekki við það að kaupa þér dömubindi út í búð = sálarlaus. Gott ef það hét ekki Ergo Cum Laude-sönnunin? Gömlu sannanirnar úr Mr eru aðeins farnar að leka til í hausnum á mér en þetta ætti að vera nærri lagi.

Það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar sambandi líkur, þá sérstaklega ef hinn aðilinn hefur staðið að þeim, er að finna fyrir höfnun. Ég segi, ekki gera það. Örugg leið til þess að koma sér í þunglyndi og jafnvel offitu. Offita leiðir einmitt af því að safna fitunni úr skálinni á George Forman grillinu og nota síðar sem dressingu á allt. Allt. Það eru reyndar til undantekningar á þessu, tvær til að vera nákvæmur, Egill Helga og John Candy. En það geta ekki allir verið Dom og Gilli. Þess vegna er betra að leita annara leiða og hlusta því á mig.

Skíttu hana út. Ljúgðu að foreldrum hennar, það gerði ég. Hitti pabba hennar einu sinni út á götu og hann sagði mér hversu mikið mín væri saknað í fjölskyldunni. Ég sagði að ég saknaði hans skemmtilegu sagna og sagðist ekkert skilja í því hvernig hún hefði getað farið frá mér fyrir dæmdan nauðgara. Ég læt mig hverfa þegar hann var að hringja í hana og heimta útskýringar.

Biddu um það sem hana langar í. Það fyrsta sem ég fer fram á þegar ég hætti með og/eða það er hætt með mér eru hlutir sem ég hef enga þörf fyrir en ég veit að hana langar í. Minn listi er svona: sparistell, tófúgerðarvél, prjónadót og börn frá hennar fyrra sambandi. Nú skal það vera alveg á hreinu að hvorugt okkar hefur not fyrir þetta en það er eitthvað svo skrítið með kvenmenn að þeim finnst líf þeirra ófullkomið ef þær eiga þessa hluti ekki á heimilinu. Hefur eitthvað með það að gera að þær eru safnarar. Þess vegna safna þær til dæmis einni súpuskál, einni dessertskál og þremur litlum diskum í sparistellið en hætta svo. Börnin frá fyrra sambandi hennar er svo aftur á móti eitthvað sem hún vildi guðs lifandi fegin losna við en hún er hrædd við viðbrögð fjölskyldunnar og vill því ómögulega láta þau frá sér.

Þetta gengur aðallega út á það að vera ekki hræddur. Bjóddu vinkonum hennar heim til þín í nakinn twister. Mömmu hennar jafnvel. Hringdu í séð og heyrt og segðu að hún sé byrjuð með honum þarna úr skítamóral og hafi startað slagsmálunum í vogunum. Kauptu haglabyssu og nokkur grömm af amfetamíni, feldu það síðan heima hjá henni og sigaðu lögreglunni á hana. Sjáðu helvítið reyna ljúga sig út úr því verandi á forsíðu dv alla daga.

Þetta rifjaði upp gamlar og góðar stundir í mínu lífi maður!
Teyknymind ý tylefny breitynga!

April 18, 2006

Nýtt útlit. Nýir tímar.

Var ekki kominn tími á að ég myndi breyta aðeins til? Mér fannst það. Ég ætla að tileinka þessum breytingum bólunni sem ég búinn að vera með í nefinu í sex mánuði. Ef einhver vill þá get ég alveg fengið dannilíuz til þess að taka mynd af henni. En ég finn litla strauma. Mjög litla.

Ef ég væri nú bara svona duglegur að taka mig til og breyta til í lífinu sjálfu. Sé það ekki gerast á næstunni svo vil látum þessar breytingar á síðunni nægja.

April 15, 2006

ok. búinn að ákveða.


Hlýri og/eða wife-beater. Ef þú vilt dangla í kjellinguna þá er það þitt mál.
Tjein. Fokking tjein maður! optional hvort hún hangi um hálsinn eða úr buxunum.
Kvartbuxur. HDM, þú færð þínu fram helvítið þitt!

Hverjum á maður þá að bjóða?

April 11, 2006

Langt í ammæli... en ég er samt að plana.

Ég er örlítið farinn að spá í stór... stórammælið sem haldið verður uppá í desember. Allir að taka frá 25-28 des. Það sem er víst er að það verður boðið upp á "Live-Karaokí!" Þitt tækifæri að vera rokk-, popp- eða fyllibytta. Búinn að komast að samkomulagi við dannilíuz bróður um að hann spili og vonandi fæ ég einhverja skítuga unglingavini hans til að fylla upp í restina af bandinu.

Vandamálið er þema. Ég er með nokkur í kollinum. Andsk... að geta ekki gert upp hug minn. Búinn að koma þeim niður í fjögur en get ómögulega gert upp við mig hvert þeirra ég eigi að velja:

1)Hlýrapartý! Leðurbuxur eru þá optional. Bara eins og með súbarú-impresu og spoiler, án hans ertu alveg töff á preeeeeeeeesunni en þú FOKKING ROKKAR BIG TIME HEIM UM HVERJA HELGI MEÐ KELLINGU með spoilerinn!
2)Búðarstarfsmannapartý! Þar sem ég virðist alltaf finna mér vinnur í stórmörkuðum.
3)Hjólreiðapartý! Hvað er ekki sexý við þröngan spandexgalla og reiðhjólahjálm?
4)Jesúparý! I´m sharing my special day with my bestest buddy!

April 8, 2006

3 lög til að sameina þá

Ok. Ég er búinn að bjóða þér í partý. Þú átt að koma með þrjú lög til þess að vera dj með öllum hinum sem koma í parýið. Ég spila Lofsöng (Þjóðsöngurinn), Head over heels (Tears For Fears) og Only In Dreams (Weezer. Hvað myndir þú spila?

April 6, 2006

Páskaföndurhorn Tobba!

Jæja krakkar! Það er góður og gamall siður að mála egg á páskunum. Það ætlum við einmitt að gera núna.

Í fyrsta lagi þurfum við: egg, kennaratyggjó, hníf, 3 meikblýanta, 3 gerðir af meiki, stóran meikbursta, ostsneið og örlítið lím.

Svo er það eggið sjálft:

Smá svona meikpúður til að fá lit í kinnarnar:

Teiknum munninn á:

Augasteinarnir og augabrúnirnar settar á:

Augun blá svo megi hún sjá!

Hárinu komið vel fyrir og um að gera að passa upp á skiptinguna í miðju:

Smá páskasnjó til að komast í alvöru stemningu og voilá!


Nú getur fjölskyldan notið páskanna með gleði í hjarta og fallega skreytt páskaegg.

Ein Teyknymind til að fagna páskum líka: Páskapartý!!!
Vekið Forsetann og ræsið varnarliðið!!!

Í fréttatilkynningu frá Bessastöðum sem var að berast rétt í þessu var tilkynnt að baráttan gegn hryðjuverkum tekið á sig aðra mynd. Miðpunktur öxulvelda hins illa hefur færst frá Íran, Sýrlandi og Norður-Kóreu og upp á lyngháls. Munu hin nýju öxulveldi sem efst eru á lista vesturlanda sem helsta ógn við stöðuleika og lýðræði í heiminum nú vera skilgreind sem: Gull-, Ný-, Létt- og svo upphafsveldi þessa alls Bylgjan sjálf.

Vonar Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Lýðveldisins Íslands að hver maður, kona og barn leggi sitt að mörkum til þess að hægt verði að koma hönum réttvísinnar yfir einræðisherra þessara velda.
Tvær teyknymindyr út af prófum.



Þessi er svo persónuleg árás á dannilíuz bróður sem er unglingur fyrir það að hafa sagt mig ekki fyndinn lengur.

April 5, 2006

The Right Brothers

Á ferðalögum mínum um internetið þá rekst ég oft á hluti sem gera mig algjörlega kjaftstopp. Right bræður eru einn af þeim hlutum. Þetta eru hægrisinnaðir kántrýrokkarar sem syngja um og lofa hægri arm stjórnmálanna. Ég get ekki sagt að ég sé sammála þeim en ég vil að fólk fái að hafa sínar skoðanir. Ég ætla því að leyfa ykkur að skoða þetta og hlusta á tónlistina og gera upp ykkar eigin huga. Er þetta sexý eða ekki?

Heimasíða: www.therightbrothers.com

Kynningarmyndband: The Right Brothers - issue-driven, conservative music

Vídeó við lagið Bush Was Right

Ég læt textann fylgja með:

Bush Was Right
Written by: Frank Highland

Freedom in Afghanistan, say goodbye Taliban
Free elections in Iraq, Saddam Hussein locked up
Osama?s staying underground, Al Qaida now is finding out
America won?t turn and run once the fighting has begun
Libya turns over nukes, Lebanese want freedom, too
Syria is forced to leave, don?t you know that all this means

Chorus
Bush was right!
Bush was right!
Bush was right!

Democracy is on the way, hitting like a tidal wave
All over the middle east, dictators walk with shaky knees
Don?t know what they?re gonna do,
their worst nightmare is coming true
They fear the domino effect, they?re all wondering who?s next

Repeat Chorus

Ted Kennedy ? wrong!
Cindy Sheehan ? wrong!
France ? wrong!
Zell Miller ? right!

Economy is on the rise kicking into overdrive
Angry liberals can't believe it's cause of W's policies
Unemployment's staying down, Democrats are wondering how
Revenue is going up, can you say "Tax Cuts"

Repeat Chorus

Cheney was right, Condi was right,
Rummy was right, Blair was right
You were right, we were right, ?The Right? was right and
Bush was right
Bush was right

© 2005 Pool Guy Music (ASCAP), All rights reserved.

April 4, 2006