April 30, 2005

Hæ sæta!!!

Ég er kominn heim. En stoppa kannski ekki lengi. Kannski út af því að ég bý upp í breiðholti. Ég miðbæjarbarnið má bara ekki við því að hanga svona lengst upp í fjöllum. Hér er loftið þunnt og fólkið angar af einhverri skrýtinni lykt. Mig langar svo að hjálpa þeim, en ég nenni því ekki. Börnin sem ganga hér um götur hálfnakin og leita að æti í ruslatunnum hálandaúthverfanna eru svo sæt og ég veit að það myndi friða sálina að hjálpa þeim en kannski vilja þau lifa svona. Hvað veit ég?

Prófin eru í gagni. Ég var einn í prófinu í dag. Sem var soldið fyndið. Ég verð þá alla vegna hæstur!!!! Jíbbí!!

April 24, 2005

Ó Kópavogur!! Þú fagra ekkert!!!

"...og allan tímann horfði ég framan í hana og hugsaði; ef hún væri kærastan mín þyrfti hún aldrei að bora í nefið á sér sjálf. Mínir fingur yrðu svo sannanlega hennar."

Svo við á skÍtalíu erum búin að eignast nýjan páfa. Hvað ætlum við að gera við hann? Það hefur ekki enn verið ákveðið. Grillann? Nei... djöfull er ég kreisí maður!! Stundum hræði ég sjálfan mig!! Grilla páfann!! Glætan!

Sjötíu grillveislur búnar. Ég elska þetta land. Nægur matur og vín á ásættanlegu verði. En stundum getur þetta verið hættulegt. Sérstaklega eins og í gær þegar við vorum einungis þrír strákar og svo tólf stelpur. Eins og flestir ættu á vita þá er ég haldinn óhóflegri hræðslu við stelpur. Þegar þær eru svona margar þá..... þá.... einmitt! Einhvern veginn þannig. Stari út í loftið, jafnvel slefandi og kem ekki upp einu einasta orði. Alla vegna engu sem hægt er að skilja.
"Hæ! Ég heiti ...." - hér verð ég að koma að "Hvernig á að koma fram við og skilja stelpur - sjálfsævisaga tobbaliciousar"

Strákar. Takið nú vel eftir. ALDREI! og þá meina ég aldrei skuluð þið muna eftir nafni á stelpu sem þið talið við í fyrsta skipti. Það að muna eftir nafninu hefur nefnilega hræðilegar afleiðingar. Eins og ég hef áður minnst á þá hugsa stelpur einungis um þrjá hluti. 1. barneignir. 2. hjónaband. 3. saumaklúbba. Þessi hugsunarháttur kvenna hefur haft það í för með sér að ef strákur gleymir sér í augnablik og man nafn stelpunnar sem hann er að tala við í fyrsta skipti þá fer eftirfarandi atburðarás á stað: "Mikið rosalega yrði hann góður faðir. Hann myndi sko aldrei lemja mig. Hvenær ætli ég geti sagt saumaklúbbnum frá honum?" Klikkar ekki. Hvert einasta skipti. Ég er ekki fullkominn, ekki enn, og hef oft brennt mig á þessu. Endar með því að pabbi einhverjar stúlku hringir í þig um hánótt hágrenjandi og heimtandi það að þú giftist dóttur hans: "E-e-e-en þú mundir nafnið á henni (snökt!) Þú mátt ekki gera okkur þetta!!! Hún er búin að loka sig inni í herbergi, borðar stanslaust majóneshristing með beikoni og skrifar í dagbók barnsins og límir inn myndir af brúðarkjólum og tertum í úrklippubók... (snökt snökt!)"

Hræðilegt. Annað er ekki hægt að segja. Það er einmitt út af þessu sem kirkjan er komin með nýtt slagorð sem á að færa hana nær manninum á götunni.

"Stelpur - ástæðan fyrir því að Guð er einhleypur!"

Hljómar vel.

Viljiði heyra góða sögu af heimilinu? Af hverju er ég að spyrja? Auðvitaði ekki. En ég ætla samt að segja hana. Þannig er að hér býr kyngirndur maður. Sam. Það er samt ekki málið með sögunni heldur það að hann getur ekki drukkið, hitt var meira til þess að þið hélduð ekki að ég væri að tala um panann Ja. OG nú er ég að fara að blaðra í ykkur leyndarmáli svo.... skítug sál ég. Enívei. Hann hafði sem sagt klárað heilan bjór og stóð úti á miðju gólfi og sagði í sífellu: "oh... oh.... það snýst allt í hausnum á mér!! Oh oh.. það snýst allt!!" Svo grípur hann um mig og hallar sér upp að mér og segir: "Á ég að segja þér leyndarmál?" Ég er engin maður til þess að neita leyndarmáli og sagði því auðvitað já. Hann horfir eldsnöggt í kringum sig til að sjá hvort einhver annar er að hlusta og hvíslar svo í eyrað á mér: "Ég svaf hjá stelpu!!" Ég hikstaði á græna teinu sem ég var að drekka (því allir vita að ég drekk ekki) og náði að hósta upp úr mér, "hvenær?". "Í gær."

Mórall helvítis sögunnar????!!!! Meira að segja þeir kyngirndu sam fá að sofa hjá fleiri stelpum en ég!!! Andskotinn hafi það!!!!! Ég hata lífið, páfann og stelpur!!

April 16, 2005

Með pasta í vösunum

Lífið gengur sinn vanagang. Ég betri en allir aðrir og kannski með örlitla leið á því að allir séu að horfa á mig með aðdáun. "Af hverju get ég ekki verið meira eins og tobbalicious?" Ég veit þau eru að hugsa þetta. Ég sé það í augunum á þeim.

En látum það vera. Ég get tekið því.

Komst að því í gær að ég get skilið spænsku. Vissi það ekki. Notaði tækifærið víst ég kunni hana og náði að redda mér ókeypis gistingu og afnot af bíl í Messíkó. Þangað ætla ég með kærustunni seinna á árinu. Hún var svo elskuleg að bjóða mér í heimsókn. En hún á ekki heima í Messíkó. Svo fyrst verð ég að fara til útlanda og svo til messíkó. Erfitt líf en einhver verður að lifa því.

Fokk hvað ég nenni ekki að skrifa þessar reynslusögur dauðans. Best að halda bara kjafti.

April 12, 2005

Hæ hó jippí jei og allt það

Kominn... já ég er kominn með netsamband. Loksins. Löng og leiðinleg saga sem gengur út á það að maður þarf að draga allt út úr skÍtölunum ef maður vill fá svör. Sem betur fer býr japani hérna sem gleymdi sér í smá stund og þannig komst ég að því að allt var týnt og eini maðurinn sem vissi nokkuð um internetið átti ekki heima hjá okkur. En þetta tókst að lokum.

Ekkert að frétta nema glimrandi ást hjá mér og kærustunni. Til þess að fagna því og internetsambandi þá bjó ég til einhverjar teyknymindyr. Vona að þið njótið.

Ef það væri bara selt
Jebb
Ekki í fyrsta skipti

Auk þess sem ég kem heim þann 27. apríl til þess að fagna prófum. Næstum því búinn að gleyma því.

April 5, 2005

Gott í kroppinn

Siggeir Pétursson á örugglega ekki ammæli í dag en ég ætla samt að senda honum kveðjur.

Ein aðalástæða þess að ég hata stelpur: Nei!

Sko. Ég er búinn að vera að spjalla öðru hverju við kærustu mína í símanum síðustu daga og hún, þrátt fyrir það að vera glæný, hefur tekið upp þennan ljóta sið að segja nei í hvert einasta skipti sem sem ég hendi fram spurningu. Það er ekki eins og spurningarnar séu; "heldurðu að jörðin sé flöt?" eða "heldurðu að ég og Brad Pitt hafi verið skildir að við fæðingu?" Það er sama hvað ég spyr, alltaf skal svarið vera nei.

Við vorum eitthvað að ræða um páfann, kirkjuna og annað víst annaðhvort þessara dó vist um daginn og mér varð hugsað til allra sem eru að læra til prests. Það eru ákveðnir hlutir sem maður getur lært upp úr bókum, það er ég alveg viss um, en svo eru aðrir hlutir sem þarf að læra með verklegu námi t.d. eins og smiðir og rafvirkjar þurfa að hórast í. Völundur, þú ert smiður! Er þetta ekki rétt hjá mér?

Af hverju ættu prestar að vera eitthvað öðruvísi? Það sem ég vil fá að vita er hvort á þriðju hæð aðalbyggingar HÍ séu litlar ungbarnagínur með kross á enninu sem prestnemar nota til þess að æfa sig í því að skíra? Barnagínur klæddar í skírnakjól með lítinn svartan kross á enninu? Andskotinn hafi það!!! Æfingin skapar meistarann! (Sem minnir mig á það: Ef Æfingin skapaði Meistarann, af hverju er þá aldrei minnst á hana í Biblíunni?)

Svo væru þeir ekki bara með barnagínur til að æfa skírnina heldur líka brúðargínur til að æfa brúðkaup. Klæddar í kjól og hvítt með kross á enninu og lítinn takka á brjóstkassanum sem á stendur "try me!" og þegar þú ýtir á hann þá heyrist lágt "ææææææææææ dúúúúúúúúú" með ákveðnum Stephen Hawking hreim.

Það getur ekki annað verið. "For instructional use only!"

Ef einhver sem vinnur hjá Námsgagnastofnun gæti upplýst mig um þetta þætti mér vænt um það.

April 4, 2005

Landsleikur og Pàfinn

Svo við fórum til Padova til þess að horfa á landsleikinn. Sem verður ekki talað um beint þar sem þetta var leiðinlegasti leikur í heimi. En við skemmtum okkur vel í stúkunni. Og fyrir utan völlinn líka. Lenti meira segja í því að það var tekið viðtal við mig einungis vegna þess að ég er íslendingur. Ég er orðinn svo fokking frægur á GenÍtalíu að það er ekki fyndið.

Þori ekki út úr húsi lengur. Aðdáendurnir eru út um allt og gera allt til þess að fá eiginhandaráritun frá mér. Má ég ekki fá að eiga mitt eigið líf?!! Látið mig vera!!!

Eníveis þá var gaman á vellinum. Drukkum bjór og spjölluðum við skítalina sem voru á vellinum. Söng þjóðsönginn og lét skítalina klappa fyrir mér þegar ég hafði lokið mér af. Ég er ekki frá því að einhver af þeim hafi grátið.

Ef leikurinn var leiðinlegur þá var ég alla vegna skemmtilegur!! Ú Hú!!!

Ef einhver tók ekki eftir því þá dó páfinn. Bein útsending á öllum stöðvum á genÍtalíu.

Búinn að ákveða það að kalla heimaland skÍtalanna genÍtalíu.


tobbalicious ásamt kjöru, jappanum og þeim kynhneigða.