February 28, 2005

Ánægður án tölvu!!

Ótrúlegt hvað maður getur notað tímann í að læra þegar maður hefur enga tölvu. Kannski að ég nái að læra fyrir próf?

Samt verð ég að viðurkenna að það er íþrótt hér á skÍtalíu... hún hefur með bíla að gera en ekki að keyra þá. Hef nefnilega komist að því að það þarf einungis þrjá menn til þess að velta Smart bíl og/eða Fiat Panda. Sagan verður að koma seinna. Heyrumst.

February 22, 2005

Blessadur

Enn bolar ekkert a tolvunni minni. Nu hefst gamanid. Tharf ad hlaupa a milli posthusa til thess ad komast ad thvì hvar hùn er. Hùn er ekki heima hjà mèr. Svo mikid er vìst.

Enhverjir dagar thangad til blogg hefst ad nyju.

Her er snjor og svolitill kuldi. Nystadinn upp ur flensu daudans.

Thangad til sidar.

February 12, 2005

skItalia.. sk... sk.. skItalia!!!

For i veislu i gaer. Fokking utlensku stafir... Thekkti ekki kuk sem skiptir ekki mali. Voda gaman og allir ad tala saman likt og utlendingum saemir. Tveir menn voru tho aedislegir. Einn ad sunnan hladinn gulli. Gull a hverjum fingri. Gull um halsinn. Gull i beltinu og gull i tonnum. Vatnsgreidd har framkoma sem hefdi latid Kristjan Johannsson lita ut sem feiminn. Cocky motherfokkers will not be told to go o o o!!!

Annar atti aettir ad rekja til englands og taladi med thvilikum hreim. Songvari og klaeddi sig i samraemi vid thad. Allur klaeddur i svart. Svort kurekastigvel, svartar gallabuxur, svort peysa og svart vesti yfir hana. Ekki nog hugsid thid. Sem er lika rett. Med fylgdu svort solgleraugu, nota bene partyid var um nott. Harid var i sama stil og Nikki Sixx, toppur og svo sitt til hlidanna og aftur. Einnig voru a kongnum tvo... eg endurtek tvo ledurarmbond med silfri à à hvorum handlegg. Svartar grifflur kòrònudu svo herlegheitin. Eg vard ordlaus i hvert skipti sem eg sà hann. Svitnadi sma lika.

Thad er ekki annad haegt en ad elska thetta land. I kvold er svo grillveisla og svo verdur farid a vollinn a morgun.

Vona ad eg fai tolvuna mina fljotlega svo thad verdi haegt ad skrifa a mannamali.

February 8, 2005

Lifandi

Eg er a lifi. Folk er samt ad snerta mig of mikid. Veit ekki hversu mikid af thvi eg tholi. Skitkalt. Parti i gaer i nyju ibudinni. 40 manns a 20 fermetrum. Stud. Stud. Stud.

Thangad til naest. Nakin ad nedan.

February 4, 2005

Bless..

Ef allt gengur að óskum þá verð ég kominn til ítalíu á mánudaginn. Krossleggið nú fingur og óskið mér góðrar ferðar.

Stelpur.. bara eitt hollræði sem ég vil að þið munið: "I would go ugly just to have something warm in bed"

Strákar eins og ég treystum á það sé þetta sem þið hugsið um.

February 3, 2005

Plögg fyrir litla bróður

Dannilíuz bróðir minn er það sem á fagmáli kallast tónlistarstjóri. Hann og einhverjir aðrir lúðar úr MS(Margbrautaskólanum við Sund) eru að setja upp sýninguna Með allt á hreinu.

Dannilíuz spilar sem betur fer á gítar í þessu lagi, stjórnaði upptökum og guð má vita hvað annað þessir hassreykjandi unglingar í dag gera til þess að taka upp tónlist. Eníveis þá skuluð þið endilega hlusta á lagið.

Það er hér: Fljúgðu!

Þegar þið eruð búin að hlusta á lagið. Plís. Þið megið alveg dást að því hvað litli bróðir er góður á gítar og gott ef hann spilar ekki á píanó líka? Svo er mjög gaman að syngja með þessu með múturöddinni. Kemst maður í Menntaskólafílinginn. Fljúúú - ÚÚÚghhhhrrrhhhhhúúúúúuúúúúúððððgggghhhhhhhuuuuuUUUUUUUUUUggggghhhhhuuuuuu hærra!

Margbrautaskólinn við Sund (Nei Daníel!! Þetta er ekki menntaskóli!) ætlar svo að setja upp heljarinnar sýningu. Ef Hilmir Snær tæki þátt í henni væri örugglega hægt að fá að sjá typpið á honum. En hann er ekki í henni. Svo ekkert typpi. Hlustið á lagið, sendið á vini ykkar og..... hugsið um typpið á Hilmi Snæ. Meira var það ekki.

February 2, 2005

"Fólk, tré og ávextir"

Og mig sem langaði ekki annað en að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hvar er sá draumur í dag? Ekki hér. Tók til í íbúðinni og fann hann hvergi.

Þarf ég þá ekki að finna mér annann? Draum! Ertu ekki að taka eftir? Greinilega ekki. Veit ekki hvert þetta er að fara svo látum það vera. Ég er að reyna að ná einni heilli hugsun og halda í hana. Fair city of Bologna. Stutt í það. Íbúðin tóm. Gæti verið ljóð?

Stutt í það. Stutt. Stutt. Stutt. Samt alltof langt. Ekkert leiðinlegra heldur en bíða. Nú vil ég líka benda á að það eina sem eftir er að selja er fallegasti hluturinn. "Leifsgatan." Ótrúlegt að engin vilji kaupa fallegasta sófa í heimi. En svona er fólk vitlaust. Stundum vantar líka á það hendurnar. Hí hí hí. Handalaust. "Ég get ekki klórað mér! Ég hef engar hendur!!"

Maður á ekki að vera að gera grín að öðrum en ég ræð mér bara ekki. Hvernig ætti ég annars að geta skemmt mér?

Ætli ég þurfi ekki að fara að taka mér frí frá þessu bloggi í nokkra daga. Morgundagurinn væntanlega sá síðasti í "viðbjóðunum" og ég þarf að finna mér annan stað til þess að gista á þangað til á sunnudag. Sófapartí fram á sunnudag. Svo er ég enn að reyna að ákveða mig með gistingu í englandi. Flugvöllur eða B&B? Nenni svo ekki að hanga einu sinni enn á flugvellinum en ég ætla sjá hvernig fjárhagurinn/fjárhallinn verður þegar ég stíg út úr flugvélinni. Það er svo gaman að sjá til!!!

Farinn að þykjast gera eitthvað.
Styrkið strákinn!!!

Vildi bara benda á að búðin er alltaf opin. Styrkið nú endilega blindan í flótta frá heimaslóðunum.

February 1, 2005

Alltaf gaman að kynnast nýju..

Svo... íbúðin öll pökkuð í smekklegar einingar. Ekki of stórar né þungar. Fyrrverandi tilvonandi tengdafaðir minn kemur svo og sækir þetta vonandi. Annars hefði ég pakkað til einskis. Sem er alltaf verra.

"Ég er búinn að pakka. Eigum við að fara?"
"Nei. Við förum ekki neitt."

Grátur. Fylgir alltaf. Og einhver sem er kærður fyrir kynferðislega áreitni. Ég vildi bara láta þig vita Fjóla Lind að ég ætlaði mér aldrei að snerta þig þarna. Þetta var óvart... jafnvel þó það hafi gerst þrisvar sinnum. Þetta er bara eins og að ætla að tékka á því hvort hella á eldavél væri heit... þá hefði ég brennt mig, og guð veit að ég er líklegur til þess að brenna mig þrisvar. Jafnvel oftar. Þá vil ég spyrja þig Fjóla mín, myndirðu kæra mig fyrir það að brenna mig? Ég held ekki. Ég myndi hafa lært mína lexíu á því að brenna mig. Þannig að þú sérð að það er í raun engin ástæða til þess að fara með þetta alla leið fyrir dómstóla ég hef nefnilega lært mína lexíu. Gott að við náðum að ljúka þessu svona.

Annars verð ég að minnast á eitt. Ég hef nefnilega verið kynntur fyrir nýrri tónlist. Tónlist sem fær mig næstum því til að gráta. Einstaklega góð söngkona sem heitir Karen Dalton. Spilar kántríblús og er með eina fallegustu rödd sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Mæli með því að allir reyni að redda sér lögum með henni... með öllum ráðum. Nema kannski ekki morði. Það væri örlítið yfirdrifið. Bara læra nafnið, Karen Dalton.

Nú ætla ég að leggjast upp í rúm og þykjast sofa til morguns. Gangi mér vel.