June 19, 2007

Drukkna í vinnu

Ég reyni mitt besta að henda einhverju hérna inn. Er samt að drukkna í vinnu. Bara mánuður eftir. Svo er það skSpánn og skÍtalía og skFrakkland og skDanmörk og skSvíþjóð. Sný væntanlega heim sólbúnn og sællegur með óvæntan gleðigjafa í formi kynsjúkdóms til baka.

Hver veit nema von sé á sumarskúbbi með uppáhalds skarðsstjóra okkar allra. Sem minnir mig á að ég er byrjaður að semja Lofsöng kópaskarðsbúa: "Sól skín skært í skarði kársnesbrautar"

"Kópaskarð! Kópaskarð! Kópaskarð!
Íslands kærasta þúfubarð.
Players, Papco, hamraborg!
Pústkó... hvílík sorg!"

Fyrsta erindi og þarfnast smá vinnslu.

June 11, 2007

Keyptu bol maður!

Búðin ekkert að ganga? Ég er að meina mína búð... ekki búðina mína. Hún gengur fínt. Samt ættirðu að muna eftir því að kaupa g-streng eða bol áður en þú ferð að sofa í nótt. Friðar samviskuna og vísindamenn hafa komist að því að fyrir hvern einn bol sem ég sel þá frelsar guð 5 einstaklinga úr helvíti. Ómögulegt að nokkur tapi í þeim viðskiptum.

Það var kominn tími til að koma myndinni örlítið neðar, koma einhverju skemmtilegra inn. Það er líka frídagur í vinnunni í dag svo ég tek því rólega. Búinn að fylla baðkarið af rauðvíni, kveikja í hárlokk til ilmgjafar og sötra íslenskan móhító til að ná úr mér stressinu frá helginni. Maður verður stundum að vera góður við sjálfan sig og njóta lífsins.

Þrátt fyrir hellings vinnu um helgina þá gaf ég mér tíma til að fagna Stórammæli Voella Saeta(tm)(tm). Það var bara ein leið til þess að fagna því. Við klæddum okkur því í samstæðu hvítu hörjakkafötin, með lausa sniðinu og þröngu skálmunum, belgísku fjöllita súkkulaðislegnu silkiskyrtunum og skelltum okkur á salsakvöld niður í bæ. Ef salsa á einhvern tímann vel við, þá er það í stórafmæli. Við dönsuðum svo tímunum skiptir eins nálægt kvenfólki og við þorðum. Annars reyndum við bara að looka cool og forðast augnsamband.

Kvöldið endaði snögglega þegar Voelli Saeti(tm) rak augun í Krumma Gunnlaugs og reyndi með miklum sannfæringarkrafti að telja Krumma trú um það að heimurinn væri nú loks tilbúinn að taka á móti Böðlinum og skækjunni II. Einhver gestanna hafði greinilega hlerað samtalið því mikil múgæsing átti sér stað og u.þ.b. 30 tóku sig til og drógu Voella Saeta(tm) úr á hörinu. Engar áhyggjur Voella Saeta(tm) og hörinu heilsast vel.

June 7, 2007

Hefði þetta farið jafnvel í landann?

Það hafa væntanlega allir tekið eftir hinum glæsilegu auglýsingum Landsbankans um íslenska fótboltann. Færri vita hins vegar að stefnan var svolítið öðruvísi þegar fyrsta uppkasti var skilað inn. Og talandi um það, þá komst tobbalicious yfir það uppkast eftir eftirgrennslan í undirheimum auglýsingastofa klakans. Ég er ekki alveg viss um þetta: