December 30, 2004

Varla

Jólafrí er ljúft. Verst að ég er kominn með legusár. Ái.

December 29, 2004

Það er komið sumar

Hvernig á maður eiginlega að eyða áramótunum? Ég er ekki viss um hvað ég geri. Nenni ekki að skipuleggja þetta strax. Er ekki hálfur mánuður í þau? Nú er tækifærið fyrir einhverja sæta stelpu að bjóða mér að eyða með sér áramótunum.

Til þess að gera upp árið er kannski ekki vitlaust að rifja upp skemmtilega sögu sem gerðist í sumar. Ég og Hin svarta sál Völundur skelltum okkur á landsleikinn við skÍtalíu í haust. Skemmtilegasti leikur og elfdi til muna sjálfstraustið. Nema hvað eitt atriði situr fastar í mér heldur en leikurinn sjálfur. Gerðist í stúkunni og ekki margir sem kannski tóku eftir því. Kom alla vegna ekki fram í sjónvarpinu. Sem mér finnst mjög skrítið.

Það var búið að byggja bráðabirgðastúku úr timbrurbrettum til þess að fleiri gætu séð leikinn. Við Völundur vorum fyrir aftan annað markið alveg efst í stúkunni og fylgdumst með leiknum. Þó hafði ég tekið eftir því að nálægt okkur stóð maður á fimmtugsaldri klæddur í síðan frakka. Mér fannst það svolítið skrítið miðað við það hversu heitt var í veðri. Var að velta því fyrir mér hvort honum væri ekki heitt í þessum frakka. Var svo sem ekkert meira að spá í honum. Þangað til það gerðist.

Þegar um það bil 20 mínútur voru liðnar af leiknum tek ég eftir því með öðru auganu að hreyfing kemst á frakkaklædda manninn. Hendurnar sveiflast og áður en ég veit af liggur frakkinn á jörðinni og kappinn kviknakinn! Svo hleypur hann á stað í átt að vellinum. Þegar ég segi hleypur meina ég að hann taki tvö skref. Lengra komst hann ekki. Frakkinn flækist í löppunum á honum og okkar maður hrasar til jarðar og veltur svo niður timburstúkuna.

Það myndast gat í hópinn þarna í kring þegar hann húrrar niður stúkuna og staðnæmist akkúrat þar sem timburstúkan og sú steinsteypta mætast. Hausinn liggur í efstu tröppu steinsteyptu stúkunnar og það blæðir úr sárum á enninu og nefinu. Líkaminn sjálfur liggur í timburstúkunni allur í skrámum. Karlinn reynir að segja eitthvað en nær ekki nema að lyfta hausnum og hvísla eitthvað út í loftið.

Þau fyrstu sem taka við sér eru börnin sem eru hvað nálægast. Mynda hálfhring utan um manninn og benda á hann hlægjandi. Hef ekki enn hugmynd um það hvort þau voru að hlægja út af því hann datt eða því hann var nakinn. Þarna lá hann svo nakinn og blæðandi í fimm mínútur þangað til sjúkraliðar komu loks með börur til þess að fjarlægja hann. Hversu sorglegt það var að sjá hann borinn nakinn og kvalinn af leikvelli með ekkert annað en frakkann góða yfir klofinu til þess að fela það allra heilagasta. Ég gleymi því aldrei.

December 28, 2004

Alvarlegt! (vildi vara við því)

Um jólin þá koma yfirleitt fram "mannlegar" fréttir sem eiga að fylla mann von og trú á mannkynið. Þessi jól varð engin undantekning á því. Man ekki á hvorri sjónvarpstöðinni hún var þessi frétt en það skiptir kannski ekki öllu. Málið var að sýndir voru tvíburar sem teknir úr móðurkviði nær okfrumustigi en nokkru öðru og þeim hjúkrað til fósturstigs og svo alla leið að náttúrulegri fæðingu úr hitakassa. Glæsilegt! Börnunum sem annars hefðu dáið var bjargað! Hvað er ekki gott við það? Þetta gefur öllum þeim sem gætu slysast til þess að þurfa að fæða eftir tveggja vikna meðgöngu von um að barnið lifi af eftir allt saman. Allir sem halda öðru fram eru fasistar! Jafnvel nasistar!

Þetta er bara svo mikið scam. Ekki það að fólk, hér kemur inn menntahroki og almennur hroki gagnvart hinum almenna borgara, falli ekki fyrir þessu og sé gráti næst bæði í matsal Granda og Nýherja. "Og svo bara björguðu þau börnunum skilurru?! Ekkert smá svona gott, eða eitthvað?!" Já, að því að venjulegir slúbbertar eins og ég og þú eigum örugglega eftir að eiga möguleika á sömu meðferð ef við lendum í því. Ég sé það gerast.

Fyrsta lagi, finnst engum skrítið að það sé alltaf fjölskylda búsett í fjórða heims landi sem kemst í þessa "mannúðlegu" tilraunastarfsemi? Og allar fara þær fram í Bandaríkjunum. Sé þetta svo fyrir mér: Læknir sem vinnur á héraðssjúkrahúsinu í Austur-Bangalstandarpor sendir tölvupóst til allra bestu sjúkrahúsa Bandaríkjanna og biður um hjálp.

Dr. Shayestavekyanstad, Austur-Bangalstandarpor. stopp. Með okfrumu. stopp. vantar hitakassa. stopp.

Einhver læknir les þetta og ákveður í óeigingirni að "bjarga" fyrirburanum. Fjölskyldunni er allri flogið til Bandaríkjanna og allt fer á stað. Það eina sem þau þurfa að gera er að skrifa undir samning við sjúkrahúsið þar sem það er losað undan allri ábyrgð. Og þeim er leyft að gera hvað sem þau vilja. En í staðinn gefa þau vinnu sína. Svo fer allt á stað og tíminn líður og stundum, eins og fyrir þessi jól, fer allt vel og börnin ná fullri heilsu og geta farið aftur til fjórða heimsins. "Fyrsta skipti sem okfrumu er hjúkrað til lífs!!" Allir fagna og heimurinn er betri fyrir vikið. Ekki satt?

Nú kemur að því að ég fái að sýna hversu mikill nasisti ég er. Hver ætli kostnaðurinn við að bjarga tveimur, ég endurtek, tveimur börnum? Ég ætla að ganga út frá því vísu að sólarhrings vakt hafi verið með börnunum þessa mánuði sem þeir lágu inni á spítalanum, reyndar eru þeir þar enn og fá ekki að losna fyrr en í janúar. Nema þeim hafi bara verið skóflað út í horn og hitablásari þar við hlið? Nei, varla? Svo líklega 10 hjúkrunarfræðingar og 6 læknar tileinka sig börnunum í nokkra mánuði, það getur varla verið neinn kostnaður við það? Hvað þá með kostnað við rannsóknir og notkun á tækjum. "En þetta var gefins!" Nei. Þetta er álíka gefins og Kristján Jóhannsson. Og það besta við hræsnina í þessu öllu er að á meðan fyrirburunum var bjargað hefði ókeypis peningurinn getað fætt þau 100 börn sem létust úr hungri í Austur-Bangalstandarpor á degi hverjum. En þau eru bara skítug götubörn svo það skiptir ekki máli. Hefðu hvort sem er bara endað sem glæpamenn.

Svo er æðislegt að sjá þegað búið er að meika alla fjölskyldunna og læknana og kallað til fjölmiðlafundar. Allir brosandi og himinlifandi yfir því hversu vísindin geta verið æðisleg! Móðirin starir tómeyg út í loftið, skilur ekki rassgat þar sem hún kann ekki ensku. Hún segir eitthvað sætt á Bangalstandarporísku og allir brosa. Túlkurinn þýðir og í ljós kemur að hún getur ekki þakkað læknunum nóg. Í raun var hún samt að reyna að koma þeim skilaboðum á framfæri að fjölskyldan hefði með því að skrifa undir samninginn lofað sér og börnunum í skúringar á spítalanum svo lengi sem þau dragi andann.

En ég get ekki neitað því að þau myndast andskoti vel.

December 25, 2004

Ammmmmmmmæææli!!!

Litla jólabarn, litla jólabarn
ljómi þinn stafar geislum
um ís og hjarn.
Indæl ásýnd þín
yfir heimi skín,
litla saklausa jólabarn.




Til hamingju ég! Ammælisgjöf? Drykkja á eggerti í kvöld. Mættu ef þú hefur gaman af salsa, skák og frímerkjum.

December 24, 2004

Gleðileg..



....viðbót



Nóterið pakkann undir tréinu og jóla-shaq á skápnum.

Jólalög:

Axl
Stinkers
Red Peters

December 22, 2004

Jóla....

Jólunum ætla ég að fagna líkt og algjör kelling. Jú, það er rétt, einn heima með rauðvín í glasi, capri rauða langa á milli vísifingurs og löngutangar lesandi barnaland og/eða femin. OG þið sem hélduð að ég gæti ekki verið rómantískur!!!! I prove you wrong, yet again.

Annars er orðið hræðilegt fyrir mig að horfa á fréttatíma. Þakka guði fyrir það að búa ekki lengur heima hjá foreldrum mínum. Alltaf verið að tala um einhverja smokka og kynsjúkdóma. Ég eldrauður í framan að fela fyrir sjálfum mér þá staðreynd að ég sé með flaggað í hálfa. Ekki það að ég fatti það ekki. Ég fatta það alltaf. Sem verður bara til þess að ég skammast mín meira og reyni að meiða mig. Ekki með neinu oddhvössu samt, ég er ekki mikið fyrir blóð. Stundum lem ég mig með teskeið í lærið, það hljómar kannski ekkert hræðilegt en ég get sagt það með nokkurri vissu að það svíður. Kannski ekki mikið en samt...

Nóg af þessu ofbeldistali öllu saman. Ég er orðinn hræddur.

Með áhorfi á auglýsingar fyrir þessi jól hef ég tekið þá ákvörðun að eignast aldrei börn. Ég hef engan áhuga á því eignast rauðkrullhært ótalandi krakkaviðbjóð. Sem kann ekki að syngja í þokkabót. Hvað er málið líka að hafa öll þessi rauðhærðu kvikindi með blá augu??!!! Það vita allir að rauðhærð börn geta ekki verið bláeygð. Sönnun. Ég legg til að þau verið öll sett upp í vöruflutningabíla og keyrð fram af bjargi. Þannig losnum við líka við það að vera alltaf neðst í könnunum um gáfur grunnskólabarna.

December 21, 2004

Já-há BLEH-HEEESSSSAH-ÞUUUUUR!!!

Þunglyndur???? Nei, ég var bara að reyna að vera fyndinn. Tókst greinilega ekki þar sem fjöldi fólks hefur komið upp að mér og klappað mér á bakið eða kinnina og spurt mig hvort það sé allt í lagi með mig. Það er í fínasta lagi með mig. Fyrir utan það kannski að ég græt mig í svefn á hverju kvöldi. Stundum kemst ég hjá því með því að leiða hugann að öðru t.d. með því að naga á mér táneglurnar, raka á mér axlirnar eða reyna að teygja tunguna upp í nefhárin sem standa hvað lengst út.

Prófin eru búin. Ammæli blindra nálgast líka óðfluga. Næstum því eins og það sé fyrirframa ákveðinn dagur sem kemur einu sinni á ári. Samsæri dauðans. Þeir sem hafa áhuga geta litið við á eggerti á jóladag. Það verður samt að vera um kvöldið svo að partífílingurinn verði meiri. Gjafir eru vel þegnar. Ég elska gjafir.

Get ekki bloggað meira þar sem ég er að skipta gamla innbúinu með fyrrverandi sambýliskonu minni.

December 18, 2004

Upplýstur

Jó gerir alltaf sitt besta til þess að halda mér vel upplýstum um hin helstu þjóðfélagsmál, svo ég komist skammlaust frá samræðum í fjölskylduboðum og annað. Fékk því skilaboð eftir miðnætti í gær þar sem stóð einfaldlega: "mesta pikan vann"

December 17, 2004

Í tilefni jóla...

...fór ég í klippingu.


Er ég á leiðinni að verða listamaður???

Sendi eftirfarandi póst til Listasafns Íslands:

Sæll Dr. Ólafur.

Nú veit ég ekki hvort ég sé að senda þetta á rétta manneskju en mig langaði að koma til ykkar hugmynd sem mér var að detta í hug.

Þannig er mál með vexti að sýning sú sem Birgir Örn Thoroddsen er með í gangi gaf mér innblástur að sýningu sem halda mætti með vorinu. Fleiri tugir þúsunda nemenda á öllum aldri verða þá innilokuð að læra fyrir próf og væri ekki sniðugt að hafa þá sýningu á netinu þar sem veruleikinn er í beinni. Frústrasjónin að halda sér við efnið, baráttan við bækurnar og kaffidrykkja. Eitthvað sem hver einasti nemandi getur myndað tengsl við og yrði sýning sem fjallar um mikilvægar spurningar sem varða tengslin milli listarinnar, námsins og veruleikans.

Sýning til þess að skapa umræðu um gildi náms í nútímasamfélaginu. Upphefur hughyggjuna og samtal um mikilvægi hugar og efnis(bókar).

Ég vona að þessi hugmynd mín falli í góðan jarðveg hjá ykkur og vonast til þess að heyra frá ykkur sem fyrst.

Kær kveðja,
tobbalicious


Eins gott að þau kaupi þetta af mér. Annað væri mismunun.
Engan skepnuskap

Kræst hvað þessi "íbúð" er ekki list. Er hún list? Hvað er list við að vera með íbúð í beinni útsendingu? Einu sinni hét það web-cam. Eða get ég litið á það sem svo að ég sé að búa til listaverk þegar ég tek til? Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Er ég að misskilja eitthvað? Er amma mín sem tók til hér um bil alla daga sem sagt bara misskilinn listamaður? "Amma mín, þú ert svo óheppin að vera uppi á röngum tíma. Í dag er tiltekt skilgreind sem list. Þú gætir innheimt stefgjöld og allt!!" Ætli ég þurfi að borga stefgjöld til Birgis í hvert skipti sem ég slysast til að taka til? Ef þetta er ekki enn ein ástæðan til þess að letja mig í aumingjalegum tilraunum til þess að taka til.

Annars gefur mér þetta góða hugmynd. Reyna að græða á prófunum. Það eina sem til þarf er vefmyndavél, námsbækur og ég. Svo ætla ég að lesa fyrir prófin í beinni. Hugsið ykkur hughrifin, tengslin, póstmódernismann, nýsköpunina, leiðsögnina og skapa samtal og umræðu á milli þeirra fagurfræðilegu hugmynda og viðhorfa til listarinnar sem mótað hafa sýn okkar á skólann og okkur sjálf.

Nú sendi ég póst til listasafnsins og reyni að selja þeim hugmyndina.

December 16, 2004

Hreinsun

Þegar ég talaði um að tapa vanþekkingu var ég ekki að tala um það að hafa lært eitthvað. That´s silly talk. Ég er kominn á áður óþekkt svæði vanþekkingar frekar.
"Nei, frekar? Það eru stelpur!"
"Hvað meinarðu, Breki?"
"Stelpur, alltaf frekar og með leiðindi! Láta mann gera hluti sem maður vill ekki gera og endar með þunglyndi."
"Þú hefur ekki verið með stelpu á meðan ég hef þekkt þig og þess vegna hefur þú ekki hugmynd um hvað þú ert að tala. Láttu frekar stráka sem eiga kærustur pirra sig yfir þeim."
"Þú veist minnst um það hvort ég hafi ekki verið í sambandi við geðsjúkling, homminn þinn!"
"Hey! Hvað var þetta? Ég er búinn að segja þér að ég er ekki hommi."
"Ok.. fyrirgefðu. Þú veist... maður verður að spá... átt enga kærustu. Helling af kvenkyns vinum... þegar ég hugsa út í það þá man ég ekki eftir að hafa séð þig tala við stelpu ef hún er ekki ein af "vinkonum" þínum. Ef þú spyrð mig þá held ég þær hangi bara með þér út af örygginu. Ég horfi á þig og svo horfi ég á skápinn fyrir aftan þig og það gellur í huganum á mér: "tveir plús tveir... tveir plús tveir..." Fyrirgefðu ef þú tekur það eitthvað persónulega, en kommon!"
"Ertu að segja að ég sé skápahommi?!"
"Ég sagði það aldrei.."
"Ég veit þú sagðir það ekki, en ég er nokkuð viss um að það er það sem þú meinar."
"Ef þú heldur það, allt í lagi."
"Nei. Þú kemst ekki upp með þetta, "ef þúúúúúúu heldur það," reyna að koma þessu yfir á mig? Að ég fari í vörn? Glætan."
"Hlustaðu á mig! Hugsaðu svo aðeins út í þetta: "Þær líta á þig sem litla bróður.""
"Og er eitthvað að því? Er það ekki bara sætt og svoleiðis?"
"Litla bróður! Kommon! Þetta er bara sæt, stelpuleg leið til þess að segja: "Sko!, ég mundi sko! alveg sofa hjá þér sko!, ef ég væri búinn með sko!..." hvað drekka stelpur aftur?... "...kassa af breezer sko!" Þú ert það sem þær kalla "Góður strákur.""
"Hættu þessu! Þær þyrftu ekkert að drekka kassa af áfengi."
"Víst þyrftu þær þess! Þú mátt ekki gleyma því að þú ert "góður strákur" og litli bróðir þeirra. Hversu mikinn fokking breezer þyrftirðu að hafa drukkið til þess að geta sofið hjá bróður þínum? Kassi væri kannski bara byrjunin? Ætli þú þyrftir ekki að bjóða þeim upp á eins og eitt tekílastaup í sprautuformi beint í hjartastað líka?"
"Ha? Nei, það er viðbjóður!"
"Þetta eru bara sögurnar sem ég heyri. Þegar þær ætla á "klósettið" þá eru þær víst bara að sprauta hvor aðra með tekíla. Þær eru víst allar lesbíur inn við beinið og þetta er eina leiðin til þess að þær geti farið heim með strákum. Hefurðu einhvern tímann komið inn á kvennaklósett á skemmtistað?"
"Nei, svo sem ekki. Hvaðan ertu eiginlega að fá þetta? Ég hef ekki lesið neitt um þetta á netinu?"
"Þú finnur þetta ekki á netinu. Þú veist að netinu er stjórnað af stelpum?"
"Netinu er ekkert stjórnað af stelpum!"
"Víst! Þú ert langt leiddur í sjálfsblekkingu maður. Þú ættir að koma með mér á þetta námskeið sem ég hef verið að sækja á kvöldin. Nokkrir strákar sem hittast til þess að efla okkur. Mynda tengslanet."
"Hvaða námskeið?"
"Að komast yfir sambandsslit án biturðar - Kraftur í körlum"

December 14, 2004

Ekki gröftur enn

Þó ég sé sýktari en andskotinn. Grasserandi í ranghugmyndum, leiðindum og áhugaleysi. Ég bý í íbúð sem ég hata meira en lífið sjálft. Lýsandi dæmi um hversu mikill viðbjóður þessi íbúð er þá þarf ég að gera eftirfarandi ef ég vil komast inn í hana: opna útidyrahurðina, labba inn á klósett, loka útidyrahurðinni og stíga út af klósettinu. Skemmtileg hönnun! En því líkur ekki þar... ó nei... nú þarf ég að velja hvort ég vilji skilja skóna eftir fyrir framan útidyrahurðina og þar með útiloka það að geta opnað hana eða hvort ég vilji skilja þá eftir fyrir framan skápinn og þar með útiloka að hann verði opnaður. Þannig er tryggt strax með inngöngu að ég hata íbúðina. Ef svo skildi hafa farið að ghettógráu veggirnir, illa lyktandi ghettólyftan eða stálveggur dauðans fyrir utan hana hafi ekki tekist að brjóta mig niður.

Komst svo að því í dag að stúlkurnar tvær sem ætluðu að leita að herbergi fyrir mig í útlöndum hafa ekkert gert í því, önnur vissi ekki af því og hin greinilega gleymdi því. Svo það lítur illa út með flutninga eftir áramót. Nema ég hendi mér bara út um jól og áramót? Gæti hugsað mér margt verra. Eins og að fá hræðilegan sjúkdóm í húðina sem myndi éta hana upp. Það væri sko pottþétt verra. Líka að pissa á sig á fjölmennum stað eins og kringlunni. Það er líka verra. Ég er að finna alveg helling af hlutum sem eru verri! Ekkert smá klár!

Kominn tími til þess að ljúka 7 ára sögu, sem hefði átt að vera lokið fyrir löngu. Líkt og mjög vitur kona sagði mér einu sinni: "Love can grow out of friendship but friendship can never grow out of love."
Jólaveiki

Á eggerti virðist hafa skotið niður nýjum sjúkdóm. Hver segir svo að strákar geti ekki haft gaman af jólunum????

December 13, 2004

Ætti að vera að læra

Ætla að nýta mér tækifærið víst ég ætti að vera að læra og þrífa íbúðina. Held ég sé algjörlega búinn að missa áhuga á lífinu. Það lítur sem sagt út fyrir að næstu 40 ár verði yndisleg.
Einnt, tveir og jól..

Kæri/Kæra Þxxxxxxxx Kxxxxxxxxx

Vinur þinn, Hafdís Eyjólfsdóttir (xxxxxxx@hotmail.com), gaf okkur upp netfang þitt og benti okkur á að þú kynnir að hafa áhuga á að fá send reglulega fjölbreytt og spennandi eiginkonutilboð frá Netklúbbi Eiginkvenna úr austurheimi.

Ef þú skráir þig í Netklúbb Eiginkvenna úr austurheimi getur þú valið að gjöf eina af stúlkunum hér að ofan. Engin kaupskylda fylgir aðild að klúbbnum og þú skuldbindur þig aðeins til að fá sex spennandi stúlkur sendar á næstu vikum. Eftir það getur þú sagt þig úr klúbbnum með einum smelli.

Já takk, ég vil skrá mig í Netklúbb Eiginkvenna úr austurheimi

Nei takk


Ég veit ekki hvað ég á að halda þegar fyrrverandi sendir manni svona póst.

December 10, 2004

teyknymindyr bara

Sætur
Æfingar
Eyðilagður maður

Hef ekki sofið í þrjá daga. Varla komið matarbita innfyrir varirnar á mér sökum þunglyndis. Sumir kalla það ólyndi. Ég kalla það þunglyndi. Mér var kennt það þannig. Auk þess sem ég neita að viðurkenna orðið "þvera" sem virðist vera nýja tískuorðið í vegagerð.

Fyrrverandi kærasta mín kallaði mig nafni nýja kærastans (óstaðfest) þegar við töluðum saman í síma. Ég og hún ekki ég og hann. Veröld mín hrundi og nú þarf ég að drekka hálfan lítra af vatni á klukkustund til þess að halda táraflaumnum gangandi. Bú hú hú!!!

Hjálmar í kvöld. Tregafullt reggí með Eigingjörnu tíkinni til þess að hressa upp á prófkvíðann sem er að hrjá mig. Vona að þeir selji áfengi á barnum.
Móðurást

Guðný "af hverju kallarðu hana ekki mömmu?" Þorvaldsdóttir kom mér yndislega á óvart í gær. Það gerist ekki oft þar sem hún er svolítill ferhyrningur. En í gær þá varð loksins breyting á. Í þau fáu skipti sem við ræðum saman um "hitt" kynið (geðsjúklingana) þá erum við yfirleitt ekki á sömu skoðun. Hún heimtar að ég sé með einni. Hún heimtar barneignir. Giftingu og guð má vita hvað allt þetta drasl heitir. Ég reyni að útskýra fyrir henni mína afstöðu, ég óframfærinn, órakaður og ómenntaður. Þannig strákar eiga bara ekki möguleika í stelpur í raunheimum. En sem betur fer þá er til þessi dásamlega uppgötvum sem kallast internetið þar sem ég get átt eins margar kærustur og ég vil fyrir einungis 9,99 dollara á mánuði. Þær skamma mig heldur aldrei, skipi mér ekki að skipta um nærbuxur eða banna mér að snýta mér í bolinn minn.

Þetta er bara hlutur sem við erum ekki sammála um, ég kalla það "Peningar fyrir hamingju" hún kallar það perrahátt. En hver er "perrinn" undir þessum kringumstæðum? Þær eru naktar. Ekki ég. Eru þær þá ekki meir perrar en ég? Ég passa mig alltaf á því að vera í bol. Vil ekki sýna allan varninginn fyrr en ég gifti mig.

Eníhús þá vorum við að ræða þessi mál í gær, en þegar ég meina við þá á ég frekar við að hún átti samræður við sjálfa sig upphátt um ástandið á mér, aðallega kvenmannsleysi. Ég ætla að vona að ég muni þetta orðrétt:

"...en annars þá veit ég um stelpu sem er hrifin af þér (móðir mín pimpið).... kannski ekki hrifin en henni leist vel á þig (hvaaaaaaað????!).... það skiptir ekki máli.... annars minnir mig að systir hennar sé feit.... ætli hún sé feit?, nei, hún er voðalega dugleg.... hún er örugglega ekki feit... ég vil engar feitar stelpur í mína ætt!"

Hryðjuverkaárás dauðans. Ég sat sem lamaður í sófanum. Það var ekkert sem ég gat sagt né gert til þess að svara þessu. Svo ég kveikti mér bara í sígarettu. Hálfnaður með hana horfir móðir mín á mig með hvössu augnaráði og segir:
"Hvenær ætlarðu svo að hætta þessum óþverra?!"
"Þegar ég eignast kærustu."

Augnaráðið var ekki hvasst lengur og það rann upp fyrir Guðnýju að ég ætti aldrei eftir að hætta að reykja.

December 9, 2004

Ég er Liverpool-maður

Ein enn fyrir Sirrý feitu

Slef

Sirrý feita sem hemur sig ekki í auglýsingum og gúffar í sig súkkulaði. Hvernig eigum við að geta tekið þig alvarlega? Smá sjálfstjórn Sirrý, smá sjálfstjórn. Annars endarðu sem 170 kílóa handrukkari í austurbænum! Er það kannski það sem þú ert að leita eftir? Nú er ég að ná þessu! Helvítið ætlar í þáttinn hjá sjálfri sér. "Ég barði eiginmann minn til þess að komast í meira súkkulaði!" Hvar er hópeflið í því? Ég hef samt fulla trú á því að þú náir tökum á þessu. Þó aðrir geri grín að þér þá ætla ég ekki að falla í þá gryfju og sýni þér hér með stuðning. Þú kemst yfir þetta súkkulaðitímabil.

December 6, 2004

Fitusog

Ég er farinn í það.

Kannski ég kíki aðeins í bækur áður en ég fer í prófið á eftir.

December 4, 2004

Útgáfutónleikar

Ætlaði bara að minna á útgáfutónleikana í kvöld. Vona að boðsmiðarnir hafi allir komist á rétta staði.


December 3, 2004

Annað sólkerfi... á sömu jörð!!!

Guð hvað ég skil þig vel. Þetta verður búið áður en þú veist af og 100% erfiðisins virði.
Helga Huld | Email | 12.02.04 - 7:49 pm | #

Sko,
-ég get ekki enn legið á maganum vegna stórra mjólkurfullra brjósta
-maður er alltaf að vakna
-maður fær í bakið á því að halda á barninu
-maður sefur ekki lengur en í 3 tíma því barnið þarf að drekka
-maður kemst ekki í búð nema í 1 tíma í einu því þá fer krakkinn að grenja og maður þarf að drífa sig heim

OJ hvað ég er leiðinleg að eyðileggja þetta fyrir þér...en það er þess virði;O)
SL | 12.02.04 - 11:21 pm | #

....en þú ert ekki bjúgputta og getur knúsað krílið og varla með lítið blóð...:p
Dögg | Homepage | 12.02.04 - 11:27 pm | #

nei, hei, sum börn vakna heldur ekki á nóttinni til að drekka. Nú skemmtilegra þá að hitta krílið en klósettskálina.
hlakka til að:
fara í gallabuxur
það fannst mér gaman eftir fæðinguna- komast í gallabuxur aftur
Ragga Dís | 12.03.04 - 10:17 am | #

..og líka það fara í gallabuxur:D
Dögg | Email | Homepage | 12.03.04 - 10:25 am | #

:
Þetta var nú líka bara meira djók en alvara.....að sjálfsögðu er hamingjan gígantísk að eignast heilbrigt barn og geta knúsað það!
SL | 12.03.04 - 12:32 pm | #
Er að baka

Ég var ekki vinsæll á mánudaginn í tíma þegar eitthvað var minnst á köku sem borðuð skildi í dag. Mitt innlegg í þá umræðu var: "Stelpurnar sögðust ætla að baka."

Rosalega geta stelpur verið hörundsárar! Þetta var bara ein setning. En allt í lagi, ég held það sé gleymt í dag sérstaklega þar sem ég kem með köku. Hvernig ætli þær taki því þegar ég skelli fram nýrri fullyrðingu? Ég sé ekki að þær ættu að sjá neitt athugavert við: "Veistu það, kennari, að stelpur í dag kunna þetta bara ekki."
Korgur í eigin ríki

Það er ótrúlegt hvað ég er búinn að sjá margar góðar myndir upp á síðkastið. Ég er í raun bara búinn að sjá góðar myndir. Og ef einhver hefur áhuga þá er það vel þess virði að sjá Kopps, Eternal sunshine of the spotless mind og the Incredibles. Og þeir sem hafa ekki enn keypt sér Nirvana-boxið eru bara geðveikir með lítil typpi.

Rakst á umræðuþráð um stærð typpa kærasta inni á barnalandi frá batman.is og ætla að leyfa mér að efast um sannleiksgildi þessara mælinga.

hvað langur
20 cm 84
15 cm 109
10 cm 24
20cm + 69
annað hvað þá 25
Samtals atkvæði 311


Glætan að meira en helmingur sé með stærð 20cm eða stærra. Og ég tel nokkuð víst að þeir og/eða þær sem sögðu hann "annað" voru ekki að tala um 5 cm. Hvaðan voru þessi kærustupör að mæla? Fra borunni? Naflanum? Hnéinu? Er þetta enn einn parturinn í minnimáttarkennd okkar? En það er svo sem allt í lagi að ljúga um typpastærð því það eru hræðilega fáir sem geta nokkurn tímann séð sannleikann. Það er ekki eins og einhver myndi krefjast þess að fá að mæla hann hjá þér. Alla vegna ekki úti á götu. Nú eru kannski einhverjir sem halda að ég sé öfundsjúkur en svo er nú ekki. Ég er mjög stoltur af mínu strák sem er heilir 8,2 cm á góðum degi. Þá myndi ég væntanlega komast upp í 10 cm flokkinn?

Skoðið þetta frekar.