February 26, 2008

Fréttayfirlit

Vinna hefst næsta mánudag. Búið að taka svolítinn tíma en loksins er hún í húsi. Ekki sú sem mér var fyrst lofað, sú vinna hefst ekki fyrr en í apríl og þó mér líki atvinnuleysið þá er þetta komið gott. Atvinnumiðlunin reddaði mér öðru starfi sem er betur borgað en lengra í burtu. Nú er að njóta síðustu daganna áður en vinna hefst.

Sá ótrúlega forvitnilega sýningu um helgina. Bodies sýningin er hérna í Madrid og hún var fín leið til að eyða sunnudegi. Fríki as fokk að skoða látið fólk. Svo virðist líkaminn vera samansettur úr hinum furðulegustu hlutum. Var fljótur að henda því inn í ferilskrána að ég hafi litið hamar, steðja og ístað augum. Sá sem ekki hefur litið beinin hamar, steðja og ístað augum er einskis nýtur á 21. öldinni.

Eyddi hér um bil 3 tímum í að skoða vöðva, taugar, hjarta, lungu og fóstur. Ég get sagt það að ég hef skipt um skoðun. Áður var ég hræddur um að eitthvað myndi koma fyrir hnéin á mér en núna eru það lófarnir og iljarnar. Þegar húðin hefur verið tekin burtu þá lítur þetta ekkert alltof traust út og alltof mikið af taugum. Loks hef ég skilið hversu mikil snilldarhugmynd grifflur voru. Ég er klæddur í grifflur núna, vil ekki taka neina áhættu.

Ég á mjög erfitt að lýsa því hvernig tilfinning það er að ganga í gegnum heila meðgöngu. Sýningin er með krukkum sem sýna fóstur, það yngsta 5 vikna og síðasta 8 1/2 mánaða, og þar með hægt að labba einhverja 15 metra og sjá hvernig fóstur vex í móðurkviði.

Mæli með að allir skelli sér á þessa sýningu ef þeir hafa tækifæri til. Hún er svo sannanlega þess virði.

Að öðru óskildu. Hér er skítaþáttur með semi-frægum sem heitir "Supervivientes." Ekki í frásögur færandi nema hvað spanjólan tjáði mér að einn þátttakandinn hefði verið gift Íslendingi. Flutningslögmálið gefur okkur það þá að við eigum okkar þátttakanda ekki satt? Er að reyna að komast að því hverjum hún var gift. Gula skspænska pressan ekki nógu dugleg að henda þessum upplýsingum á netið. Ef einhver getur ekki beðið, ég er að horfa í þína átt Voelli Saeti(tm), og vill endilega senda sms og kjósa "Íslendinginn" áfram þá heitir hún Karmele og hægt að finna leiðir til að kjósa á telecinco.es. Nenni ekki að leita lengur. Þetta er kvikindið. Ef einhver man eftir henni úr kaffiboðum þá máttu endilega láta mig vita.

February 18, 2008

Bubbi ekki nógu góður?

Ég sé að bubbi á skspænsku var ekki að vekja mikla lukku. Kannski leið ykkur eins og mér þegar ég ferðast í rúllustiga? Af einhverjum ástæðum fer mig að svima líkt og um borð í Herjólfi ef ég held ekki í handriðið.

Spanjólan telur mig nú geðveikan og hatar bubba.

Jólagjöfin frá spanjólunni var miði á tónleika á föstudag. Queens of the stone age. Ég söng mig hásan og dansaði mig sveittan. Vökvatapið var það mikið að ég hef ekki þurft að fara á klósettið síðan þá. Ég drekk 36 kaffibolla á dag. Er þetta eðlilegt?

Hvenær ætti ég að byrja að hafa áhyggjur? Ég man að ég beið í einhverja daga eftir að ég missti 3 grömm af kókaíni, algjörlega óvart, undir forhúðina á mér áður en ég leitaði mér læknishjálpar.

Ef ég míg ekki þessa vikuna þá bóka ég tíma á mánudag.

February 15, 2008

Það besta úr báðum heimum

Gjörið svo vel:

Acero y cuchillo

Quando me levantabo la mañana
quando entrabas en mi casa.
Tu piel como seda
la cara como porcelana.

En el muelle una barca cunea silenciosa
esta noche mueriré.
He soñado la muerte diciendo ven velozmente
es así mucho que te quiero decir.

Si yo me ahogaría, me ahogaría esta noche
si me encontrarían.
Me podrás ir a recoger
pero quiero recuerdarte.

Acero y cuchillo es mi signo
el signo de los trabajadores migratorios.
El tuyo era el mio y el mio era el tuyo
mientras vivía entre los hombres.

February 14, 2008

Kærasta...

handa Voella Saeta(tm). Fyrir utan íbúðina mína er ávallt sígaunakona á besta aldri og geitin hennar. Hún er alltaf að benda á mig og hvísla "impotencia" eða eitthvað álíka að mér þegar ég gef henni ekki pening.

Ég er alveg hættur að leita að klámi á netinu eftir að hún byrjaði að hvísla þessu að mér. Finn ekki til löngunar.

Geitin er fínn heimanmundur. Ég spjalla við hana á eftir Voelli. Sjáum hvernig hún tekur í þetta.

February 13, 2008

Kaþólikkar

Ég man ekki hvort ég hafi skrifað um þetta þegar ég var búsettur í hinu kaþólikkaríkinu, skÍtalíu, svo ef þetta er endurtekning... greyið þú.

Reyndar verð ég að taka það fram að hér í spanjólalandi þá varla helmingurinn af þeim kirkjum sem maður sér plantað út um allt á skÍtalíu. Samt er hér löng hefð fyrir kaþólsku og þeir hafa í fortíðinni verið þekktir fyrir það að henda heilu trúarbrögðunum út annaðhvort með valdi (márar) eða "boðskorti" (gyðingar). Reyndar buðu þeir sígaunum líka að yfirgefa landið, þeir voru bara það sniðugir að sniðganga það boð og láta slátra sér í þúsundavís svo öldum skipti en eru ennþá til staðar hér.

Svo má ekki gleyma Frankó karlinum. Hann var líberal og slakur á því og því gafst hverjum einstaklingi tækifæri á því að vera 100% skspanjólar og kaþólikkar eða þá að vera stimplaður kommúnista-anarkisti. Það gat haft í för með sér leiðinlega útkomu, t.d. fangelsisvist eða aftöku. En hey, þau höfðu þó val ekki satt?

Best að koma sér að efninu. Ég er búinn að ræða svolítið við spanjóluna um trú og hennar skoðun á henni. Hún er mjög líberal (ekki Frankó líberal) en hún er umkringd fjölskyldumeðlimum sem finnst ekkert jafn sexý og kristni. Opus Dei dauðans.

Svo það kviknaði hjá mér einhver forvitni. Það eru aðrir hlutir sem hafa hjálpað til. Í Metróinu voru risastór plaköt sem æptu á þig: "Enginn sem er kristinn notar getnaðarvarnir!" Sumir lifa eftir þessu og gjóta börnum með svipuðum hraða og klósettferðir. Ein til að kúka, önnur til að gjóta. Anall úrræði? Ég held að stundum skelli þau sér í hann. Því stundum líður ein vika á milli þess sem konan gýtur og er einu sinni enn ólétt.

En hvað með það. Það sem mig langaði að vita, og reyndi að draga út úr spanjólunni, er hvort þessar trúarbullur gráta eftir að hafa stundað sjálfsurgun? Hún reyndi að benda á að líkast til stunduðu þeir ekki þann ósóma að saurga sjálfa sig á þennan hátt. Ég starði til himins og tjáði henni að það væri MJÖG ólíklegt að þeir hefðu ekki slysast til þess einhvern tímann. Þú getur skrifað hvað sem er í dagbókina þína og sagt vinum þínum að þú gerir það ekki, en við vitum betur.

Ég, þar sem ég er bugaður af áratuga norður-evrópsku uppeldi, þori ekki að arka upp að næsta manni og spyrja hvort hann gráti sig í svefn eftir óheflaða skemmtun með klósett og sleipi. Þvingaður af samviskubiti yfir fjöldamorðinu sem hann hefur nýframið.

Mig langar svo að vita það.

February 8, 2008

Góð rök

Nú líður að kosningum hér á skSpáni. Hægri flokkurinn PP vill endilega stöðva straum innflytjenda hingað inn. Þá er sérstaklega talað um skAfríkubúa og skSuður-Ameríkubúa.

Ef þeir komast til valda vilja þeir að innflytjendur sem sækja um dvalarleyfi undirriti samning þar sem þeir heiti því að sameinast skspænsku þjóðfélagi og leita allra leiða til að tileinka sér skspænska siði.

Einn frambjóðandi þessa flokks var spurður að því hverjir hinir skspænsku siðir væru. Ætti að neyða innflytjendur til þess að fara á nautaat, borða tapas og hella sig fulla um helgar? Frambjóðandinn lét þetta ekki slá sig út af laginu. Hann horfði yfir hópinn af fréttamönnum fyrir framan sig og kom með gott dæmi um það hvernig hin góðu skspænsku gildi væru á undanhaldi.

Nú þegar hann færi á barinn sinn á morgnana og pantaði sér ristað brauð með ólívuolíu og tómötum þá kynnu skSuður-Ameríkubúarnir ekki að útbúa það á réttan skspænskan hátt. Brauðið væri ekki ristað báðum megin og þar fram efir götunum. Það væri ómögulegt að bjóða fólki upp á þetta.

Ég fylgist spenntur með. Verður innflytjendum hent út úr þjónustustörfum? Fyllt upp í stöðurnar með fólki sem hefur lært að rista brauð á skspænskan hátt?

February 4, 2008

Að búa sér til starf

Eftir að hafa verið hér í tæpan mánuð þá hef ég ákveðið að það eru tvö störf sem mig langar virkilega til þess að vinnna við. Verst að þau skuli ekki vera auglýst einhvers staðar. Í raun þarf ekkert að auglýsa þau. Þau eru eyrnamerkt "Sjálfstætt starfandi atvinnurekandi."

Starf númer eitt. Þetta er auðvelda leiðin. Þarf ekki meira en að finna sér góðan stað við útgöngudyr stórverslunar (þá er ég að tala um hagkaup*10) og í hvert skipti sem gömul kona kemur út hlaðin troðfullum innkaupapokum þá veifa ég höndinni til þess að leigubíll stoppi fyrir henni. Svo set ég upp sorgmædda hvolpasvipinn og heimta af henni einhverja matadorpeninga til þess að brauðfæða börnin mín 7 sem bíða skítug og svöng heima.
Vinnutími er frá 10-21 og mér er það í sjálfvald sett hvenær ég tek mér matar- og kaffitíma. Reykingar leyfðar og fatareglur einungis að vera klæddur.

Starf númer tvö. Hér vandast málið. Þetta starf þarfnast talsverðar auglýsingar og gæti ekki farið að skila af sér fyrr en eftir einhverja mánuði. Flokkast sem félags-, fjölskyldu-, uppeldisstörf; myndi ég halda.

Starfið gengur út á það að skspænskar fjölskyldur geta leitað til mín að vera lögráða fylgdarmaður hreinna sveina í "samkvæmisklúbba" þeirra skspánverja. Sveina á aldrinum 12-16 ára. Nei. Nei, Voelli Saeti(tm), komdu þér út úr þessum hugsunarhætti.

Mitt starf, þegar fjölskyldurnar eru búnar að fylla út alla nauðsynlega pappíra, er að fara með drengina í þessa "samkvæmisklúbba", hjálpa þeim að velja dömu, afsakið, kampavínsflösku og vera svo viðstaddur sem vitni og festa atburðinn sjálfan á filmu svo fjölskyldan geti notið hans síðar.

Ég veit að í okkar menningarheimi hljómar þetta svolítið furðulega en hér á suðurhvelfinu er þetta svo eðlilegur og að því að sumir hafa sagt mér "nauðsynlegur partur þess að vaxa úr grasi."

Menn á mínum aldri hafa vöknað um augun og tjáð mér að þeir hefðu svo sannarlega þurft á þessari þjónustu að halda þegar þeir voru unglingar. Þeirra fyrstu kynni af þessum "samkvæmisklúbbum" hafi í senn verið pínleg og skilið eftir sig sár sem erfitt reyndist að gróa yfir síðar á lífsleiðinni. Meira að segja Spanjólan er öll uppveðruð yfir þessu og er þegar farin að skipuleggja ferð mína með Juan Svavar eftir u.þ.b. 14 1/2 ár.

Já, við ákváðum að Juan Svavar væri gott nafn. Sameinar það besta úr báðum heimum. Juan eins og kóngurinn og Svavar líkt og Gestsson. Það hefur yfir sér þennan konunglega blæ og er örlítið auðveldara í framburði heldur en fyrra nafnið sem við fundum á hann, Hreggviður Etxebarria.

February 1, 2008

Enchufe

Skspánverjar eiga orð, enchufe, sem hefur þá merkingu að þú annaðhvort þekkir einhvern eða getur notað eitthvað sem þú lumar á til þess að koma hlutum í gegn. Ég notaði þetta tromp í dag.

Málið er að mig vantaði kennitölu. Sú skspænska kallast NIE. Við höfðum reynt í 3 vikur að koma mér í viðtal hjá útlendingastofu svo ég gæti fengið úthlutað NIE. Þrjú símanúmer voru gefin upp og í þrjár vikur hafði enginn haft fyrir því að taka upp símtólið þegar við hringdum.

Í gær gerðist það svo að mér var boðin skítavinna sem hjálpar til að borga reikninga þangað til annað betra finnst. Sá böggull fylgdi skammrifi að til þess að ég gæti fengið vinnuna og samninginn sem henni fylgir þá var nauðsynlegt fyrir mig að hafa þessa blessuðu NIE-tölu.

Nú voru góð ráð dýr. Engin NIE, engin vinna. Nokkrum tölvupóstum síðar kom í ljós að móðir einnar vinkvenna spanjólunnar þekkir mann sem er yfirmaður Rúmeníu- og Suður-Ameríkudeildar útlendingastofu. Svo við sendum tölvupóst til að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera.

Í morgun náðum við svo loksins sambandi við Evrópusambandsdeild útlendingastofu og fáum bókaðan tíma fyrir mig. Í apríl. Opin landamæri og tækifæri í sameinaðri Evrópu.

Góð ráð höfðu fylgt verðlagi og hækkað all snarlega. Svo eftir einhverja tölvupósta í morgun náðum við að koma á fundi milli mín og þessa manns hjá "útlendingastofu meiri útlendinga en evrópubúa." Þangað fór ég vopnaður engu öðru en vegabréfinu og smekklegu bláu bindi. Nei, Chazz, ég gleymdi ekki brosinu.

Á skrifstofunni voru mér svo rétt tvö eyðublöð sem ég var beðinn um að fylla út og skokka svo með annað þeirra í banka ("hvaða banka sem er" skv. útlendingastofu skspánverja) og snúa svo aftur. Ég þakkaði fyrir og skundaði út til að fylla út eyðublöðin. Það tók u.þ.b. tvær mínútur. Svo labbaði ég í næsta banka sem ég fann.

Eftir einhverja bið þá var röðin komin að mér hjá gjaldkera. Ég, vopnaður brosinu Chazz, rétti fram eyðublaðið sem er númer 790 og sérstaklega gert fyrir þá sem sækjast eftir NIE-númeri. Gjaldkerinn leit á blaðið og svo á mig. "Þetta getur þú ekki borgað hjá okkur!" Ég, furðu lostinn, spyr í einfeldni minni: "Af hverju ekki?" Hann horfir á mig og tjáir mér: "Til þess að borga þetta þetta gjald þá verður þú að gefa okkur upp NIE-númerið þitt. Ef þú hefur ekkert NIE, þá geturðu ekki borgað."

Svo ég tók af honum blaðið og fór út. Hmmmm.... hugsaði ég með sjálfum mér. Ég get ekki borgað gjaldið til þess að fá útdeilt NIE-númeri nema mér hafi verið útdeilt NIE-númeri. "Catch 22" hugsar Voelli Saeti(tm) með sér á meðan dEeza segir "You can´t make this shit up!"

Þremur bönkum síðar með sama svar og einum sem sagði mér að fyrir þá væri það ekkert vandamál, bara að klukkan væri orðin tólf og þeir hættu að afgreiða þessi eyðublöð klukkan ellefu.

Fann loksins erlendan banka sem gat hjálpað mér. Nú er ég stoltur eigandi NIE!!! Ég er orðinn hér um bil fullkominn skspánverji.

Í Suður-Evrópu þá virka hlutirnir svona. Ég elska Suður-Evrópu.