November 22, 2007

Friðgeir talar opinskátt

Friðgeiri er margt annað til lista lagt en bara söngur. Hér er brot úr viðtali sem eitthvert héraðsjónvarpið átti við hann.

Búinn að bæta hljóðið. Mun betra núna.

November 21, 2007

Sumt er of mikið

Jæja. Friðgeir fær þá sínar 15 sekúndur. Þetta ætti að detta inn næstu daga. Verðum að redda tilskyldum leyfum og fara yfir málið með lögfræðingum okkar. Fylgist spennt með.

Annars getur fólk stundum fríkað mig algjörlega út. Var að rölta fyrir aftan nafntogaðan Íslending sem var að versla í búðinni minni um daginn og þegar hann teygði sig eftir stórri dós af Gunnars Mæjó þá heyrði ég hann raula fyrir munni sér: "Ég set gunnars á kónginn, þegar ég fróa mér! Ég set gunnars í rassinn, þegar mig klæjar þar!"

Ætli hann geri það í alvörunni? Eru fólki engin takmörk sett þegar að úrkynjun kemur? Ég er að fyllast af fordómum í ellinni. Heima hjá ömmu og afa um daginn þá slökkti ég á sjónvarpinu hjá þeim þar sem var verið að taka viðtal við einhverjar samkyngirndar konur. Ég held að gömlu hjónin hafi ekkert gott af því að horfa á svoleiðis fólk.

Salt jarðarinnar hún amma mín. Ef ég þarf einhvern tímann að láta bródera fyrir mig bindi þá er hún sú fyrsta sem ég mynda hafa samband við.

November 19, 2007

Alone

Ég er svo mikið að spá alltaf. Ætti ég að þora að hóra mér í eitthvað vídeó dæmi? Ég er á báðum áttum sko.

Helvítið hann Friðgeir er með atriði sem hann vill endilega koma á framfæri... viðtal sem var tekið við hann af einhverju Evu Maríu wannabe fyrir nokkrum árum.

Á ég að láta það eftir honum? Tjess? Hvað segir þú?

November 9, 2007

Alltaf að breyta

Jæja. Ég er búinn að vera tölwazzt svo mikið upp á síðkastið. Nú er það orðið officialt að ég er fluttur:

Nýja heimasíðan.

Ég er svona að vinna í þessu en þetta er að mestu komið. Ekki reyna að ýta á teyknymindyr strax. Það tekur einhvern tíma að koma þeim inn.

Á ég að skrifa smásöguna um sögu Kópaskarðs um helgina?

November 8, 2007

Alltaf að vinna í þessu

Ég er örlítið að vinna í smá hlutum ... svo fer ég að blogga aftur... keypti miða til skSpánar í dag. Flyt út þann 7. janúar næstkomandi.

Annars bara vinna ... ekki bara búðarvinna heldur líka önnur vinna. Sjáum til hvað gerist.

p.s. Af hverju byggði Gunnar I þessa risatyppaör til að benda fólki í hvaða átt litla kaffistofan er?
Alltaf að vinna í þessu

Ég er örlítið að vinna í smá hlutum ... svo fer ég að blogga aftur... keypti miða til skSpánar í dag. Flyt út þann 7. janúar næstkomandi.

Annars bara vinna ... ekki bara búðarvinna heldur líka önnur vinna. Sjáum til hvað gerist.

November 1, 2007

Innanbúðarhúmor

Áfram að Tölwizzast

Mér sýnist archive-ið vera að detta inn hægt og bítandi. Ég sé að ég þarf að henda öllu þessu myndadrasli inn aftur ... arrrgh!
Computer Wizzzzzzzzzzzzz

a.k.a. "Samráðsdrengurinn"

Náði að laga þetta einn með því að klóra mig niður í System32 möppuna og komast að því að msn var búinn að beina öllum google síðum til sín. Svona er heimurinn grimmur.

Talandi um grimman heim þá hlakka ég rosalega til vinnu á morgun. Þrátt fyrir að hafa harðneitað myndatökumanninum um upptöku af mér þá er ég nú pósterboy samráðsins.

Ég sagði það við Chazz og segi það aftur, ég rétt vona að Bílasalan Evrópa taki mér opnum örmum þegar ég fæ uppsagnarbréfið.