July 23, 2008

Nú er ég klæddur og kominn í hör

Æ. Hitinn maður! Hér eru einhverjar sextíu gráður yfir daginn og dettur niður í 50 yfir nóttina. En ég kvarta ekki yfir hitanum heldur fagna. Já, ég fagna honum því hörið er komið út úr skápnum.

Nú geng ég um götur skMadridar hörklæddur líkt og sá hörklæddi riddari sem ég hef alltaf fundist ég vera.

Hörsandalarnir gefa mér þá tilfinningu að göturnar hafi verið smurðar hunangsilmandi silki. Hvílík hamingja fyrir fæturna! Ekki skemmir fyrir sú kitlandi tilfinnng sem hörböndin sem liggja á milli tánna og strjúka ristarhárin veita þreyttum löppum eftir langan vinnudag.

Hörkvartarar eru eitthvað sem allir menn ættu að klæðast. Nærandi snerting þeirra við lærahárin hafa unnið kraftaverk á appelsínuhúðinni. Svo hleypa kvartararnir líka einungis köldustu golunni inn en skilur hitabylgjuna eftir fyrir utan.

Það er líka svo skemmtilegt hvað hörið býður upp á marga litamöguleika. Ég get eitt klukkustundum í það á morgnana að bera saman hvort fari betur, beige hörbuxur og hvítur hörbolur eða beige-bleikar hörbuxur og hvít hörskyrta hneppt upp að nafla.

Þetta er frelsið sem hörið hefur að geyma.

Ég rakst svo á lítinn stand í útimarkaðinum hér i hverfinu sem selur hör-aukahluti. Keypti mér skemmtilegt beige hörhálsmeni sem smellpassar við hvítu ermalausu hörskyrtuna. Hún passaði ekki við gullmenið sem ég hengdi á mig i vor, en hörið náði mestu þrjóskunni úr henni og gott ef það hefur ekki náð að temja hana fullkomlega.

Þetta getur nefnilega verið vandamál með hörið. Það er svo sterkt og sjálfstætt að ekkert getur unnið með því nema annað hör.

Ég veit að hnésíðar hörbuxur hafa nokkurn veginn verið einokaðar af kvenfólki yfir þrítugu. Með örlitlum tilfæringum og breyttu sniði þá hefur mér tekist að gera þær tvíkynja.

Oft þarf maður að skipta um umhvefi til að uppgötva hluti sem hafa verið í kringum mann alla ævi. "Hörið er betra en kaldur bjór í mesta hitanum." Þessi orð lét Voelli saeti(tm) falla í 12 ára bekk og ég held að ekki hafi hann nær sannleikanum komist.

Nú hvet ég alla karlmenn sem ég þekki að kíkja í næstu hörfataverslun á morgun og gíra sig upp.

Hörið er komið til að vera.

July 5, 2008

Tónlist

Af því að ég er getulaus þegar kemur að tónlist, ég get ekki strokið hringi á maganum á mér og klappað kollinum um leið, þá hlusta ég til að bæta upp fyrir taktleysið. Svipað og að drekkja sér í klámi þegar maður fær ekki að riða. Ekki satt?

Af því ég veit að þið hafið ekkert betra að gera, og ég er að flýja hitann, þá eru hérna lög til að skemmta ykkur í smástund.

Grandaddy - So you´ll aim towards the sky

Það er ekki hægt að hugsa sér betra lag til að slaka á við og syngja falsettu.


Bruce Springsteen - Thunder Road

Af því að þau okkar sem meikuðu það ekki í lífinu þurfum okkar "Maístjörnu"



Sahara Hotnights - Hot Night Crash

Hljóðfæri, 4 sætar stelpur og glymrandi gleðipopp. I´ll take ten!



Radiohead - Nobody Does It Better

Af því að þetta lag, bróður minn, Toyotan hennar Gönnsó og falskir tónar sýna fram á það að í lífinu þá eru það litlu hlutirnir þeir sem gera það skemmtilegt.



A Perfect Circle - Judith

Stundum er nóg að hafa bara kvenkyns bassaleikara. Ekki skemmir fyrir glymrandi rokk og texti fullur af ádeilu á kirkjuna.



A Perfect Circle - The Outsider

Af því að stundum hata ég lífið og fagurri rödd er erfitt að finna.



Queens Of The Stone Age - Song For The Dead

Í 7 mínútur í mars gleymdi ég mér í því að vera unglingur í þvögunni. Þetta sýnir líka að rauðhærðir og trommuleikarar hafa eitthvað fram að færa.



Muse - New Born

Þú ert mín gítarhetja. Með aukakaflanum sem þeir bæta við í lokin þá jaðrar þetta við fullkomnun. Ég held samt áfram leitinni.



Bill Hicks - Last Word(A Tribute)

Af því að eitt sinn var ég uppfullur af hatri en er nú að breytast í miðaldra krippling. "Er kripplingur með einu p-i?" Enough said.

July 3, 2008

Ég gafst upp...

Í gær gafst ég endanlega upp. Forest er búinn að vera samanlagt heilan dag frá vinnu þessa vikuna. Annaðhvort í aukapásum eða með því að mæta klukkutíma of seint og fara klukkutíma fyrr.

Þegar hann mætti enn og aftur klukkutíma of seint í gær, settist niður fyrir framan tölvuna sína og vann í tvær mínútur áður en hann kallaði yfir til mín. Því eins og hann sagði, "Hvernig get ég verið með auka lausn í skspænsku útgáfunni?"

Við erum í því að uppfæra lausnir á verkefninu okkar, hann ber saman skensku og skspænsku á meðan ég ber saman skensku og skfrönsku. skEnska útgáfan er fullbúin og því útilokað að nokkur önnur útgáfa af lausnum geti haft auka lausn. Hann fullyrðir þetta samt sem áður og "segist ekki skilja upp né niður!"

Ég nenni ekki að hlusta á hann fussa við hliðina á mér og spyr hann hvaða spurningu sé um að ræða. "Síðasta," segir slúbbert og ég kíki á hana. Bæði tungumál eru með nákvæmlega jafnmargar lausnir. Ég vitandi hvaða mann Forest hefur að geyma segi: "Það er ekki síðasta spurningin, er það?" Kemur þá ekki í ljós að það er önnur spurning sem Forest er að glíma við. Ég lít á hana og rek augun í vandann. Tvær síðustu lausnirnar í skensku útgáfunni voru merktar sem solution 4 á meðan skspænska útgáfan sagði solution 4 og 5.

Ég horfði á hann... "svona er þetta," sagði ég og tók mig til og pantaði fund með yfirmanni okkar.

Forest á skv. þeim fundi einungis 2 mánuði eftir af vinnu hjá þessu fyrirtæki. Gleðifréttirnar fyrir mig eru þær að hann verður líklegast færður niður um tvær hæðir hjá yfirmanni okkar svo ég þurfi ekki að eiga við hann.

Ljósið á enda ganganna blasir við. Hann vill ólmur fá að vita hvað gekk á milli mín og yfirmannsins á þessum fundi. Nú brosi ég framan í hann og tek ólmur þátt í þeim samræðum sem hann vill eiga um næsta samning sem "við" fáum. Pabbi hans er nefnilega búinn að segja honum að þeir verði að gera sex mánaða samning við okkur næst. Hann er líka búinn að tjá mér að fyrirtækið sé algjörlega hátt okkur svo ég þurfi engar áhyggjur af því að hafa að þau geri ekki við okkur nýjan samning.

Ég hef tvo mánuði til að æfa mig í undrunar-andlitum og "Neeeeeeeiiiiii! Ég trúi því ekki!"

Fann ekki atriðið sem ég grét yfir í gær svo þið verðið að sætta ykkur við að gráta yfir þessu: