May 31, 2004

Allt slökkt

Þá bara slökknaði bara á mér. Ekki búinn að gera rassgat þessa dagana. Það er svo mikið frí í gangi að ég tók mér frí frá sjálfum mér. Kannski ekki alveg frí þar sem ég er að reyna að sannfæra sjálfan mig að það hafi verið rétt ákvörðun að fljúga til skítlanda. Það var rétt. Bjargar geðheilsunni að flýja landi í þrjá daga. Það að sjá pixies í leiðinni spillir ekki fyrir.

Svo.... það er flogið út í fyrramálið og liggur ljóst fyrir að lítið verður bloggað á meðan. En kannski þeim mun meira á eftir??? Wóhá! Æsispennandi sögur af kojudrykkju á hótelherbergi.

Farinn að gera eitthvað uppbyggilegt við líf mitt. Ha ha ha ha ha ha ha ha ha!

May 29, 2004

Man hvað ég hló af þessu og geri enn.

"He had been told or read somewhere that semen was mostly protein, which is true. So being a weightlifter, he needs a lot of protein. So this stupid and sick motherfucker would jerk off, cum in his hand, and then eat it!!!!!!!!! He sounded very disappointed when Dr. Drew told him there was about 6 calories worth of protein in his cum and he could get twice as much protein from one peanut M&M!!! He then says,"So I've been eating my semen for no reason?"
ljúfa líf

Búinn að telja dósir. Nú er að fá pening fyrir þær. Þá á ég fyrir tóbaki í fríhöfninni. Svo er það búðin á eftir. Get ekki beðið eftir því að aðstoða viðskiptavinina. Iða í skinninu.

May 28, 2004

Nenni ekki neinu

Kominn tími á smá rólegheitum. Nenni ekki út úr húsi. Kannski er ég að verða gamall? Hver veit? Ætlað að deyja fyrir framan sjónvarpið. Vonandi er ekkert í því.
Af hverju gerði ég þetta?

Keypti mér miða til þess að sjá Pixies í London á miðvikudag. Ég sem var á tónleikum í gær.

"tobbalicious, hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?"
"Ha? Hvaða frú? Ég fékk enga peninga. Keypti mér samt miða til London. Dugar það?"

Á svo ekki efni á því en það eru sumir hlutir sem veita manni meiri gleði en annað. Þannig að næsta vika verður bara helvíti skemmtileg. Hitti þar líka fyrrverandi meðleigjanda minn og verða miklir fagnaðarfundir með okkur. Vona ég. Svo allir sem ég þekki og líka fólk sem ég þekki ekki má búast við collect símtölum frá útlöndum í næstu viku. Æ , hvern er ég að reyna að blekkja? Ég á enga vini. Bara vini á internetinu. En þeir, og þá meina ég þær, eru alltaf naktar.

Hef ekki orðið varhluta af því að fólk er að útskrifast. Kemur meira að segja inn í búðina. Heiðrar mig með nærveru sinni. Samt er alltaf hægt að snúa þessu sér í hag. Kom einhver stúlka inn um daginn með húfuna á sér. Þar sem ég er kurteis maður með eindæmum óskaði ég henni til hamingju með árangurinn. Spurði hana svo hvaðan hún hafði útskrifast.

"FG," sagði hún með stolti.
"FG segirðu. Wf hverju ertu þá með hvíta húfu?"
"Það fá allir hvíta húfu sem útskrifast úr menntaskóla."
"Menntaskóla, já, en þið í fjölbraut og svona sérskólum hljótið að þurfa einhvern annan lit, t.d. fjólubláan eða bleikan kannski?"
"Hvað meinarðu? Það er alveg sami hluturinn að útskrifast úr fjölbraut og menntaskóla. Þess vegna fáum við sama lit og menntaskólakrakkarnir."
"Ummm... mamma segir líka að ég sé sætasti strákur í heimi en það þýðir ekki að ég trúi henni eða þá að hún hafi rétt fyrir sér. Við fegrum öll hlutina til þess að finnast lífið meira virði. Í alvörunni, hvaða lit áttu að vera með?"
"Hvítan! Hættu þessu, þú ert bara eitthvað ruglaður!"
"Já, ég veit. Ég fór nefnilega aldrei í menntaskóla sko. Enginn svona þræll bókanna eins og þú. Menntun og hugsjónir! Menntun og hugsjónir! Hljómar bara eins og heil Hitler! Þið eruð kannski með eitthvað svona fasistafélag í þínum "fjölbrautarskóla"? Heil Hitler, menntun og hugsjónir! Drepum verkalýðinn! Nei, skóli var aldrei neitt fyrir mig. Alltof mikil pólitík í þessu fyrir mig. Þoli ekki pólitík. Gengur bara út á það að halda aftur af verkalýðnum. Þessum almenna verkamanni eins og mér, sko."
"Almenna verkamanni! Eins og þér! Fyrirgefðu... en ég held það sé ekkert venjulegt við þig."
"Ekkert að fyrirgefa. Skóli og pólitík maður.... er líka næstum því sama orðið.. sko ef þú tekur út p og l go... nei.. bíddu aðeins.. p og í og t... já og setur inn s.. s-k-ó-l-i. Það er engin tilviljun í því! Ha ha ha ha ha! Fattarðu?!!! Engin pólitík í því.. ha ha ha ha ha ha.. maður lumar nú á þeim mörgum góðum... ha ha ha ha ha!... sko af því "því" og "tilviljun" eru sko ekkert sama orðið og tilviljun miklu lengra heldur en því... kannski væri það hægt ef þú myndir t.d. segja: "það er engin því í tilviljun" en það væri ekkert vit í því... ha ha ha ha ha!.. gerði ég það ekki aftur?.. ha ha ha ha! Hey! Hvert fórstu?"

Búinn með nýja teyknymind og hún er á gráu svæði hvað stolið varðar og ef þú ert undir 18 skaltu ekki skoða hana. Ef, og þá meina ég ef, þú ákveður að skoða hana skaltu ekki væla í mér ef hún misbýður þér. Farðu beint til lögreglunnar og kærðu mig. Karlmenn! verið nú ekki feimnir að kæra mig fyrir það að gera lítið úr hugsjónum og gildum sannra karlmanna. Við erum meira en þessu meitluðu líkamar sem gera konur brjálaðar af girnd. Það er ekki okkur að kenna að við erum fullkomnir hvað varðar líkamsburði og vitsmuni. Við fæddumst bara svona.

Búinn!


Svo er ein svona róleg sem ég kalla talþjálfun.
Detti úr mér allar dauðar...

Fann þetta komment einhvers staðar. Ég fíla það í botn.

"fyrr myndi ég skjóta mig en að vera komin yfir 20 og vinna við afgreiðslustörf:S
Skrifað af: katrín - 14.05.04 12:16"

Sem betur fer hef ég ekkert stolt.

May 27, 2004

In heaven.....

Everything is fine.

Ég sá pixies. Ætla að vera alsæll. Óléttur á alsælu eins og Tinna. Pixies. Pixies. Pixies. Farinn upp í rúm að snerta mig.
Oft.

May 26, 2004

Bjargaði deginum

Oftast þegar ég tala um lömbin sem koma inn í búðina er það til þess að losna við smá gremju. En ekki í þetta skiptið. Nú er það til að segja frá manninum sem bjargaði deginum í gær. Maður fæddur ´32. Alveg eins og hvert einasta aldraða lamb sem kemur inn. Verslar, ég man ekki hvað, og tekur sér síðan glæran plastpoka til þess að setja vörurnar í. Hann er eitthvað að rembast við að opna pokann. Ég sem samviskusamur ungur drengur ætla að bjóða fram aðstoð mína þegar hann horfir á mig og segir: "Andskotinn hafi það! Þetta er eins og helvítis smokkabréfin, maður nær aldrei að opna þetta."
Ég gat bara ekki svarað þessu. Sérstaklega ekki þar sem næsti viðskiptavinur var jafnaldra hans sem hann fór strax í að hösla. Djöfulsins svall er greinilega í gangi þarna á elliheimilinu á móti. Spurning um að redda sér plássi?
Andskotinn!

Hata sjálfan mig fyrir að hafa ekki farið á pixies. Nokkuð ljóst að ég fer til london í næstu viku. Dagsferð til þess að sjá pixies. Allt fyrir frægðina.

Lagstur í þunglyndi þangað til annað kvöld.

May 24, 2004

Babbarabbabah!

Byrja á því að monta mig. Svo skal ég aldrei gera það aftur. Lofa því. Meðaleinkunn= 9,5. Fjögur próf, þrjár tíur og ein átta. Sweeeeeeeeeeeeet. Er alvarlega að hugleiða það að hætta í skóla. Hvernig á ég eftir að bæta þetta. Hætta á toppnum. Vissi að það kæmi sér vel að vera með gleraugu. Nerdalúðinn sem ég er. Heill þér gleraugu!

Er að ná mér eftir helgina. Svolítið vel tekið á því hvað mat og drykk varðar. Drakk álíka mikið og ég át. Dreg mig nú í hlé. Sumarið góður tími til að vinna eins og skepna og safna kröftum. Ætla að reyna að koma mér í ferðalag í ágúst. Á heimboð á skÍtalíu. Á eftir að skoða suðurhluta þess lands og hlakka til að geta gert það með skÍtölum. Auk þess sem nú þekki ég íbúa Napólí sem hafa lofað að sýna mér þær hliðar sem ekki er sýnilegur venjulegum túristum. Þar með talin amma sem selur gras. Held það sé ekki notað í lækningaskyni. Meira svona til afþreyingar.

Hvað var ég að segja? Hmmm? Jebb, rosagrillveisla á eggerti. Kjúklingur, naut, svín og eitthvað meira. Eitthvað fór kjötið þó illa í gestina og ákvað sem sagt partýið að fara heim um 11 leytið. Það kom þó ekki að sök þar sem við fylltum bara íbúðina af öðru fólki. Skiptum út evrópu og tókum inn ameríku. Kíktum síðan í bæinn og tókum púlsinn á öllum nýstúdentunum niðri í bæ. Ekki þverfótað fyrir þessu.

Væri fínt ef gefin væru út veiðileyfi á þá og svo myndu venjulegir borgarar, eins og ég og fleiri, fá stun-gun til að hleypa smá lífi í skemmtunina. Djöfull væri fyndið að sjá eitt húfuferjandi kvikindið liggja í flogakasti á laugaveginum. Ég kalla það að herða upp. Ég er ekki vondur maður, held þau hafi bara gott af þessu.

Einhver verður að ala þetta upp. Ekki eru það foreldrarnir.

Hættur. Í bili.
Tilbúinn í daginn

Það er mánudagur. Hitti manneskju um helgina sem spurði mig hvar ég hefði verið. Hafði ekki séð mig í tvo mánuði og hélt kannski að ég væri dauður. Ég svaraði að bragði að því miður hefði ég óvart þurft að fara í fangelsi og því ekki getað haft samband við hana.

Svo var hringt í mig úr öðru útibúi búðarinnar. Komst þá að því að engin biður þig um að vinna fyrir sig ef þú segist fullur. Það tekur bara við þögn hinu megin á línunni.

May 23, 2004

Rólegur

Fín grillveisla í gær. Vel étið og drukkið. Svo ég er róóóóólegur í dag. Kannski of. Mikið rosalega er bókin The Encyclopedia Of Unusual Sex Practices góður Icebreaker í partýum. Fer að taka hana með í vinnuna.

May 21, 2004

Gott að ég get hlegið að þessu

Hvernig á að ná sér í strák

Fékk póst þar sem ég var spurður að því hvort ég væri til í að fara á deit. Með stelpu! Skil það nú ekki alveg? Hélt ég væri búinn að gefa það vel til kynna hér á þessu bloggi að ég er stórt grátt svæði í öllu því sem við kemur kynferði og hneigð. En til að svara spurningunni þá eru þrjár einfaldar reglur sem gott er að hafa í huga þegar stefnt er að því að kynnast mér betur:

1. Hafnaðu sýnilegri fegurð.
2. Stærð má alls ekki skipta máli.
3. Yfirdráttur er ekki kvöð, heldur lífsstíll.

Ef þetta eru hlutir sem heilla þig þá sé ég ekki annað en að við ættum helvíti vel saman.
Porca Troia!

Troja er örugglega leiðinlegasta mynd í heimi. Bætti hana örlítið að það voru um það bil 70 rassasenur með Pittinum. Settu síðan hljóðeffekta á allt saman og í hvert einasta skipti sem dýrðin sást heyrðist skvík skvík.

Djöfulsins leiðindi. Þeir hefðu nú alla vegna getað hent í mann einni brjóstasenu, en Neeeeeeeei.

May 20, 2004

Frídagur

Þakka guði fyrir frídaginn í dag. Syni hans alla vegna. Annars væri ég þunnur í vinnunni og það væri ekki gott. Gott stund með skÍtlendingum og svo fyrrverandi ritstjóra Fókus. Gaman að drekka bjór. Svo lítið að gerast fram að grilli á laugardag.

Farinn í ammæli til ömmu. Mingling with the fam.

May 19, 2004

Hvar var ég?

Tveir hlutir sem ég ætla að koma frá mér. Bróðir tobbaliciousar, tobbolio, er kynntur til sögunnar.



Ég náði að gera helvíti góða mynd sem gefur til kynna hvernig líf mitt þessa dagana er. Kalla hana My life.

Farinn að drekka bjór. Fagna 8 í heimspekilegum. Ha ha ha ha ha. Hvað getur maður ekki gert með smá áfengi og tölvu fyrir framan sig. Skrifa allar mínar ritgerðir ölvaður héðan í frá.
Alvara

Viðskiptavinir maður... gasta luv´em!

Lömbin eins og ég kalla þau eru alltaf að gera mér lífið leitt. Þó ég sé þeirra hirðir og stoð í innkaupunum þá geta komið upp þær stundir þar sem við náum ekki alveg saman.

Í fyrsta lagi þá gerðist það að maður sem hafði verið að kaupa eitthvað fyrir 534 krónur. Hann rétti mér þúsundkall og spurði mig svo hvort hann mætti láta mig hafa 34 kr. Orðrétt sagði hann: "Má ég láta þig hafa 34 krónur?" "Já, gjarnan," sagði ég og stakk 34 krónum í vasann. Þá fór hann að rífast í mér. Út af hverju? Guð má vita það. Sagði eitthvað í þá áttina að hann vildi fá 500 kall til baka, svo ég benti honum á að láta mig þá hafa 34 krónur. Hann sagðist þegar hafa gert það. "Nei," sagði ég, "áðan GAFSTU mér 34 krónur. Þær eru á góðum stað í vasanum hjá mér og þær langar ekkert þaðan." "Nei," sagði hann þá, "þær áttu að fara upp í, til þess ég gæti fengið 500 kall til baka."
"Það er of seint að biðja um þær til baka. Þetta var, eins og ég sagði áðan, þín GJÖF til mín. Maður tekur ekki gjafir til baka. Það er dónaskapur og ber vott um slæmt uppeldi. Það er varla sú sýn sem þú vilt gefa heiminum af sjálfum þér. Hér eru 467 krónurnar þínar til baka. Eða ætlaðirðu að bæta við 34 til að fá 500?"
"Nei, ég ætlaði að nota þær s..."
"Nei það ætlaðrðu ekki! Ég á þær núna og læt þær ekki af hendi. Ef þú lætur mig ekki hafa 34 krónur þá er okkar viðskiptum lokið og tími til að þú komir þér heim. Það eru aðrir sem þurfa afgreiðslu."
Hann snéri sér við leitandi að einhverjum öðrum sem væri að vinna með mér. Sú stúlka var hvergi sjáanleg, en ég nýtti mér tækifærið og skellti þjófarvarnarlímmiða aftan á hann. Skemmti mér síðan við að láta hann tína allt draslið upp úr pokanum aftur og tæma vasana þegar hliðið pípti er hann gekk í gegnum það. Hótaði því meira að segja að hringja á öryggisvörðinn.

Svo var það annað lamb. Í þetta skiptið kona sem spurði mig þegar hún kom að kassanum hvort ég væri að þrífa hann. Þar sem ég hélt í annarri hendinni á spreybrúsa sem á stóð "hreinsilögur" og í hinni bréfþurrku fannst mér svarið vera nokkuð augljóst. Leyfði henni að setja vörurnar á færibandið og útskýrði það svo fyrir henni að það hefði krakki ælt á hann í gær og mér sýndist ég sjá enn ummerki þess á færibandinu. Við skiptumst ekki á fleiri orðum.

May 17, 2004

Ég heiti tobbalicious og borða úr skál

Langt síðan ég hef skrifað eina af þessum virkilega löngu og leiðinlegu færslum. Kannski kominn tími á það aftur? Ég er búinn að vera alveg hörkuduglegur að vinna... nei.. það er kannski ekki alveg rétt. Ég er búinn að vera hörkuduglegur að mæta í vinnu. Það vita allir sem þekkja mig að ég er enginn maður fyrir vinnu, en að mæta þar er ég aftur á móti helvíti sterkur. Svo sendibílstjórinn og búðarstarfsmaðurinn tobbalicious reynir að þéna pening upp í allann bjórkostnaðinn sem hlaust af útiveru vetrarins. Það kostar sitt að fara í Blúlagún.

Er að rifja upp gömlu sendibílstjóra taktana sem ég var orðinn nokkuð lunkinn í síðasta sumar. Bora í nefið á rauðu ljósi, leggja mig í bílnum þegar ég hef lokið mér af, kalla á gamlar konur út um gluggann eitthvað í líkingu við; HÓRA! FEIT!, þær vita aldrei hver ég er því ég get nebblega alveg keyrt ógeðslega hratt sko. Fljótastur í rúminu og fljótastur á bílnum. Ég kalla það að vera fljótfjölhæfur.

stúlka: "Eigum við kannski að koma upp í rúm?"
tobbalicious: "Hvað meinarðu?"
stúlka: "Þúúúúúú veeeeiiiist, he he he."
tobbalicious: "Ef þú ert að tala um að gera það þá er það of seint. Þú verður að klára þetta bara ein. Ég kláraði þetta bara einn áðan að hugsa um þetta. Svona skottastu nú stelpa!"
Fín helgi

Fín helgi búin.

May 14, 2004

Þreyttur

Það þreyttur að ég ætla að einbeita mér að reykingum næstu daga. Samt þá er helgi framundan og það minnir mig á svolítið sem við strákarnir þurfum að eiga við.



May 13, 2004

Niðurlæging

Reyndi að fara heim með fyrstu stelpunni í laaaaaaaaaangan tíma um helgina. Stelpur eru nú búnar að taka talsverðum breytingum frá því að ég var síðast að reyna við þær fyrir rétt rúmlega tíu árum síðan. Orðnar svo agressívar. Ég var eiginlega bara hræddur. Sérstaklega þegar hún tók fram fötin af fyrrverandi kærasta sínum, bað mig um að klæða mig í þau, og fór svo fram á það að fá að kalla mig Guðna allan tímann. "Flengdu mig!, Guðni, Flengdu mig!" Ég er ekki alveg að fatta þetta kvenfólk.

Ég hef fengið mikið af spurningum um það af hverju ég sé að vinna í búðinni, þetta sé illa borgað og ekki kannski skemmtilegasta vinna í heimi. Svarið er auðvelt, stelpur fíla stráka í úniformi og ég klæðist úniformi í vinnunni. Ergo. Stelpur fíla mig og vilja eiga villtar nætur með mér. Ég er enn að bíða eftir þessum villtu nóttum en eftir sex ára bið hlýtur að fara að koma að þessu. Ég er bara að bíða... liggur ekkert á... ekki það að þið megið ekki reyna við mig... þið gætuð jafnvel grætt eitthvað á því?.. hvað segiði?.. er ekki alveg að tíma í flugmiða til Amsterdam... ég er þrifanlegur.. var ég búinn að minnast á það að ég klæðist úniformi í vinnunni?.. stundum bæði bol og peysu merktri búðinni... ég kalla það: Double pleasure.

May 11, 2004

Soldil vinna núna

Hægist á þessu fram að miðvikudegi þar sem ég eyði öllum mínum kröftum í vinnu. Vildi samt bara koma þökkum til stúlkunnar sem hélt í höndina á mér fyrir utan Sirkus. Mér fannst það mjög heimilislegt. Völundur fær svo þakkir fyrir einn besta laugardag sem ég hef upplifað.
Uppskriftin er svona:

6 bjórar.
2 klst. af fótbolta.
2 klst. af klámi.
Grill.
Kjöt.
Poki af pistasíu-hnetum.
Pakki af sígarettum.
Kaffi.
Ferð í Kringluna.
Bar niður í bæ.

Ef allir laugardagar væru bara svona.

May 10, 2004

hey!

Teyknymindyrnar verða víst ekki fleiri. Einhver sem kallar sig zkutlu sagði að þetta væri ekki fyndið. Ég held reyndar að þetta sé ekkert hennar rétta nafn! Tékkaði í þjóðskrá og fann ekki neitt. Ég á ekki skilið að vera með þetta blogg... vissi að ég myndi klúðra þessu eins og öllu öðru... andskotinn hafi það... nú er ég farinn að gráta... lofaði sjálfum mér því að gera það ekki... ég vil bara vera elskaður... vill enginn elska lítinn blindan strák? Ætli ég verði bara ekki að drepa mig? Mistekst örugglega eins og síðast. Ég er nefnilega sjálfgreindur með athyglisbrest og reyndi að skera mig á púls. Reyndar skar ég mig á púls en eftir að hafa skorið annann fór ég að poppa og gleymdi að skera hinu megin.

zkutla (örugglega mamma mín) ég ætla að gera þér þann greiða að gera ekki fleiri teyknymindyr. Sé það núna. Þetta er ekkert fyndið. Var það aldrei. Hvað var ég að hugsa? Nei. Það er einmitt vandamálið, ég var ekki að hugsa. Þú ert reyndar ekki sú fyrsta sem segir mér þetta. Það voru tveir aðrir sem skildu svipuð skilaboð eftir. Hlustaði ekki þá en nú er tími til kominn að ég taki mark á öðrum.

Fyrirgefðu mér zkutla, ég vissi bara ekki betur.

May 7, 2004

Er'etta fyndið?


Teyknymind: Verðleit

Breki Friðmar og tobbalicious eru komnir með nýja og æsispennandi mynd. Hún ber nafnið: VERÐLEIT.

Hana má nálgast hér.

May 6, 2004

tylkinnyng

Nú vandast valið...

Hef ákveðið að leita að staðgengli fyrir Deezu.
Þær eru bara svo margar
Heeeeenreeeeek!

Náði í þessa skemmtun hjá Ritsjóranum.

Doctor Unheimlich has diagnosed me with
Tobbaliciousosis
Cause:overconsumption of fish
Symptoms:mild coordination problems, glowing aura, terror, turning into a wolf
Cure:take a day off work
Enter your name, for your own diagnosis:

May 5, 2004

Sögur úr búð

Hvað er móðgandi við að segja við viðskiptavin: "Létt-jógúrt með perum. Þú verður ekki feit af því!"

Tvær setningar sem þú vilt ekki heyra á fm957:
"Frábært lag!"
"Hreint út sagt stórkostleg hljómsveit!"

Líka að kynna hljómsveitina Gus gus sem göss göss. Það finnst mér æðislegt. Göss! Göss! Meira að segja skjólstæðingurinn segir bara Gús gús.

Ég lenti í nýju atriði í gær í vinnu. Göss! Göss! Ég talaði um það fyrir einhverjum mánuðum hvað mér þætti leiðinlegt þegar fólk getur ekki drullast til þess að svara kveðju manns í búðinni. Svo ég er á kassa í gær og upp að honum kemur stórbeinótt húsmóðir úr, ekki alveg, vesturbænum. Yfirleitt næ ég ekki augnsambandi við þetta fólk sem er að versla en ég og þessi kona náðum augnsambandi og ég býð henni góðan dag. Hvað gerir hún? Svara hún kveðjunni í sömu mund? Neeeei. Það væri of mikið að biðja um. Þess í stað hættir hún að taka vörurnar upp úr körfunni og horfir á mig opinmynnt og sýnir þess engin merki að hafa skilið það sem ég sagði. Bara starir á mig eins og ég hafi kallað hana skítuga hóru. Tíminn stendur í stað. Er fólk hrætt við kveðjuna "Góðan dag!"??? Ég verð að finna eitthvað annað. Vinalegi búðarstarfsmaðurinn: "Bleeeee- eeeeeee- eeeee- sssaður!" Hanga vel á e-inu.

Ef það er eitthvað sem ég elska líka í búðinni minni þá er það þegar fólk reynir að selja mér eitthvað. Ég vinn í búð, svo mér hlýtur að finnast gaman að versla ekki satt? "Oh! Þú ert svo heppinn tobbalicious. Færð að vinna við áhugamálið!" Það er ekki það sama, kaufen og verkaufen. Það lærði ég í menntó. Eníhú þá kom þessi gaur inn í gær og gaf sig á tal við mig:

"Svo þú notar svona gleraugu?"
"Já.... kannski ekki erfitt að koma auga á það."
"Nei ég er nefnilega að vinna hjá fyrirtæki sem sér um svona laseraðgerðir á augum. Þú gætir losnað við gleraugun. Stelpurnar yrðu nú hrifnar af þér svona gleraugnalausum og sætum."
"Já... Nei... Veistu ég held ekki. Er þetta ekki hættulegt ef maður á eftir að taka út einhvern vöxt? Gæti maður bara ekki orðið blindur aftur?"
"Hvað ertu gamall?"
"Tuttugu og ei... tve... tuttugu og sjö. Af hverju?"
"Þá held ég að þú þurfir engar áhyggjur að hafa. Ferð væntanlega ekki að taka vaxtarkipp núna? Það er alltof seint."
"Hvað meinarðu, of seint?"
"Nei. Ég er bara að segja að það er mjög ólíklegt að þú eigir eftir að stækka eitthvað meira úr þessu. Ég myndi bara skella mér í þetta, óhræddur."
"Jaaaaaa... ég veit svei mér þá ekki. Ég heyrði nú um einhvern gaur um daginn í Rúmeníu sem heldur enn áfram að vaxa og hann var eitthvað svona kannski 35 ára. Hann er orðinn eitthvað svona 3 metrar eða eitthvað og vex bara og vex."
"Hvað ertu að segja?"
"Sko! Hann vex bara og vex. Þegar hann var ekki nema 2 metrar eða eitthvað, fór þetta svo í taugarnar á konunni hans, að hann hætti ekki að vaxa, að hún skar af honum... hérna... sko... bibbann."
"Ha?!"
"TYPPIÐ! Hún skar af honum typpið. Henti því svo út um rúðuna."
"Það er ekki hægt. Að henda einhverju út um rúðuna."
"Hvernig þá?"
"Að því að rúðan er glerið sjálft. Það er ekki hægt að henda neinu út um glerið í glugganum. Sama dæmi og með hurð og dyr. Þú opnar dyrnar en ekki hurina. Ef þú ætlaðir að opna hurðina þyrftirðu að vera með litlar dyr á hurðinni sjálfri."
"Já, þú meinar?"
"Ef þú segir aftur; "Já, þú meinar?," drep ég þig. Eins og ég sagði þá er ekki hægt að henda neinu út um rúðuna, nema hún væri brotin. Þá væri það vel hægt. En ég ætla að giska á að hún hafi hent typpinu út um gluggann?"
"Ókei, gluggann, rólegur. Hún semsagt henti því út og hundurinn þeirra gleypti það og kafnaði! Svo gátu þeir ekkert saumað það aftur á karlinn eftir að þau komust upp á spítala af því að hundurinn var búinn að japla eitthvað á því."
"Ert'ekki að grínast?"
"Nei! Hundurinn dauður, karlinn ekki með bibba... svo skildi konan við hann því hann.. sko... hérna gat ekki lengur gert... hérna ..svona.. skyldu sína."
"Hvað meinarðu?"
"RIÐIÐ'ENNI! HANN GAT EKKI LENGUR.... riðið henni... sko. Svo var hún líka ennþá pirruð því hann hætti samt ekkert að stækka."
"Glætan að þetta hafi gerst! Hvar heyrðirðu þetta?"
"Bylgjunni."
"Hvað hefur þetta samt með laseraðgerð að gera? Mér sýnist þú ekki eiga við þetta vandamál að stríða. Hvað ertu stór? Einnogsjötíu?"
"Nei! Ég er einnsjötíuogtveir!"
"Það sama. Hvað sem er. Hérna.... Það hefur samt ekkert með það að gera. Þú getur vel farið í þessa aðgerð."
"EN ef ég byrja svo að taka vaxtakippi á morgun? Hvað þá? Konan skilur við mig og hundurinn dauður!"
"Áttu kærustu?"
"Nei."
"Áttu hund?"
"Nei.. hvað ertu að reyna að segja? Ertu að segja að ég sé ljótur? Eigi ekki möguleika á því að eiga kærustu? Jafnvel of ljótur til að eiga hund?"
"Nei það var ekki það sem ég var að reyna að segja. Ég er bara að reyna að koma því á framfæri að þú þurfir kannski ekki að hafa af því áhyggjur að konan þín skeri undan þér þar sem þú átt enga konu. Hvað er ég að segja? Gleymdu þessu bara. Þú þarft ekkert á þessari aðgerð að halda, þú ert glæsilegur með gleraugun."
"Óþarfi að vera með einhvern dónaskap. Ég var ekki að segja að ég myndi ekki koma i aðgerð. Ég tel bara ekki rétta tímann kominn. Ég ætti að bíða í nokkur ár og sjá svo til."
"Gerðu það endilega. Sjáðu til hvort þú takir ekki einhverja.... (hóst)... vaxtakippi."
"Já, ég held ég geri það. Better seiff þann sorrhí maður."
"Hvað skulda ég þér fyrir þetta?"
"398 krónur."
"Hérna er 400 kall."
"Má ég sjá.. nei.. þetta er 300 kall og tveir fimmtíukallar!"
"Eigðu bara afganginn félagi. Takk fyrir."
Mamma hafði rétt fyrir sér..

Kíkið á hver er neðstur á síðunni.
Teyknymind

May 4, 2004

Teiknimynd

Horfið á þetta. Ég kalla hana: "Hann kom tvisvar."
Örlítið minni gæði hérna. Ekkert THX sko.

Aðalhlutverk í höndum tobbaliciousar og Breka Friðmars. Njótið.

Annars bara veikindi, próf og vinna í dag.

May 3, 2004

Veikindi og viðbjóður

Ég var þeirrar heppni aðnjótandi að hafa uppgötvað í sameiningu við Völund félaga minn tilgang lífsins. Hann gegnur út á það að hafa klámmynd í gagni í einu viðtækinu og fótbolta í hinu. Með þessu er svo drukkið kaffi, reyktar sígarettur og pistasíuhnetur étnar. Spilliir ekki að eiga bjór.

Nú er mér refsað heiftarlega fyrir að hafa fattað tilganginn. Ligg veikur heima og nenni ekki einu sinni að leita að klámi á netinu.

Ef einhver elskar mig má sá hinn sami koma með bíómyndir fyrir mig til þess að glápa á. Fokking veikindi.

May 2, 2004

Sunnudagur....

Ég þarf að vinna. Jei!

Var uppfullur af hugmyndum í gær í vinnunni en gleymdi þeim öllum. Athyglisbresturinn. Ætlaði samt að biðja allar stelpurnar sem lesa þetta blogg fyrirgefningar. Búinn að vera svolítið leiðinlegur í ykkar garð. Þessar línur eru því fyrir allar sætu stelpurnar sem lesa þetta blogg:

You're the meaning in my life
You're the inspiration
You bring feeling to my life
You're the inspiration
Wanna have you near me
I wanna have you hear me saying
"No one needs you more than I need you"