Spegill
Ég ætlaði að vera búinn að koma mér til frakklands. Það verður samt að bíða í eina viku þar sem hálf fjölskyldan er á leiðinni. Ætla að túristast með þeim um alla skítalíu. Veit ekki hvað meðleigjendurnir segja um allar þessar konur... það verður bara að koma í ljós, ekki satt?
Fór í íslendingapartý fyrir tveimur dögum. Staðfesti það að mig langar ekkert heim. En það er að gerast hvort sem er. Þannig að ég ætla að elska það að koma heim. Meira en fokking lífið.
Svo ætla ég líka að taka mér mánaðarfrí frá þessu blessaða bloggi. Tölvan fer að fara heim og ég hef hvort sem er lítið að segja. Heyrumst eftir mánuð.
No comments:
Post a Comment