May 15, 2008

Á hraðri uppleið

Það virðist sem hið nýja líf sem ég valdi mér fyrir nokkrum mánuðum sé allt að ganga upp. Ég pakkaði töskum fyrir fjórum plús mánuðum með miða til skSpánar og loforð um atvinnuviðtal. Það atvinnuviðtal fór vel, nema hvað vinnunni sjálfri var frestað um óákveðinn tíma.

Við tók löng og leiðinleg leit að nýrri vinnu, með allt að þremur atvinnuviðtölum á dag, sem skilaði sér í litlu nema hrósi á skspænskukunnáttu minni og svo hinu klassíska svari "Við hringjum." Allt virtist stefna í áttina að djúpsteikingarpottinum á MacD. með hinum innflytjendunum. Ljósu lokkarnir virtust ekki vera að heilla nokkurn mann.

Svo gerðist það fyrir tveimur og hálfum mánuði að ég fór í tvö viðtöl. Annað þeirra var þjónustustarf sem hefði þýtt grænan búning og tólf tíma vaktir á flugvellinum að benda drukknum túristum á hvar klósettin eru. Hitt var starfið sem ég vinn við núna.

Ég er reyndar enn á "lærlings" saming og verð að bíða í þrjá mánuði í viðbót þangað til eitthvað gerist. En ég var kallaður á fund í gær og get ekki leynt því að ég er að springa úr stolti.

Þegar mér var boðin vinnan þá sögðu vinnuveitendur mínir að starfið yrði í mesta lagi 9 mánuðir en líklegast þá myndu þeir bara taka mig í 6 mánuði. Svo ég hef haft það á bakvið eyrað og var að gera mig líklegan til þess að hefja aftur leit til þess að ganga að einhverju vísu að næstu þremur mánuðum liðnum. MacD eða flugvöllurinn.

En að viðtalinu. Ég var búinn að spyrja fyrir um það bil viku hvort að mér yrði boðinn annar samningur og tjáð að svo yrði. Ég hélt því að fundurinn í gær yrði bara staðfesting á því og lítið annað. Que wrong I was.

Mér sýnist á öllu að ég sé ekki á leiðinni heim í stórmarkaðinn aftur. Yfirmaður minn tjáði mér í gær hvernig framtíð mín á skSpáni muni líta út og ég er nokkurn veginn öruggur með vinnu hér næstu fimm árin.

Mér verður sem sagt boðinn nýr samningur núna til þriggja mánaða hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Þar sem þau geta ekki veitt mér launahækkun með þriggja mánaða samningi þá ætla þau að gefa mér vikufrí á fullum launum, sem ég á engan rétt á. Það var nokkurn veginn það sem ég vildi svo ég var sáttur við þetta tilboð. Hélt líka að við myndum tala um lítið annað í viðbót. Þá hófst einræða yfirmanns míns sem skildi mig eftir án orða og með bros nokkurn veginn útfyrir eyru.

Svona lítur þetta út: Þriggja mánaða samningur, með launuðu fríi og hún er að reyna hvað hún getur til þess að ég fái einhverja launahækkun líka. 45% líkur á því svo ég býst við að það gerist lítið í þeim málum, verður plús ef eitthvað.

Að þessum þremur mánuðum liðnum þá verður mér boðinn nýr 6 mánaða samningur með góðri launahækkun, frídögum og annaðhvort tek ég verkefnið algjörlega að mér eða þá að ráðinn verður gúppi í staðinn fyrir mig og ég tek að mér yfirumsjón með verkefninu. Fer allt eftir því hvernig gengur með þá vinnu sem við stöndum í núna.

Þessu er ekki lokið. Að þeim 6 mánuðum liðnum þá ætti verkefninu nokkurn veginn að vera lokið. Eða þá að einn gúppi ætti að geta staðið í því. Þá bíður mín annað starf hjá fyrirtækinu sem sér um tæknilegu/tölvu hliðina á verkefninu. Þar bíður mín varanlegur samningur og vinna við verkefni í allri skEvrópu að koma upp forritum sem þeir eru að setja upp. Ég þarf reyndar að fara í atvinnuviðtal til þess að fá starfið, hjá manninum sem bauð mér það. Eins og yfirmaður minn sagði í gær, "ef þú mætir í viðtalið, þá færðu starfið."

Sá böggull fylgir skammrifi að ég þarf að skeina Foresti í þrjá mánuði í viðbót.

Svo eitthvað virðist ég vera að gera rétt. Hún vildi nokkurn veginn tryggja það að ég vissi að þeir vildu ekki missa mig. Til þess að setja þetta örlítið í samhengi þá er spanjólan og hennar vinir allir enn á sex mánaða samningum eftir 2-4 í vinnu hjá sömu fyrirtækjunum og þurfa yfirleitt að bíða fram í síðustu viku samningsins til að fá svör um framtíðina.

Ég viðurkenni það fúslega að ég er örugglega óþolandi stoltur af sjálfum mér núna.

No comments:

Post a Comment