Söngkonur eiga hug minn allan
Verð bara ástfanginn af þeim. Skil það ekki.
Vantar fleiri blogg til að lesa. Dílítaði einhverjum sem voru hættir bætti einni við og lét deEzu hafa stóra stafinn sinn. Það ætti þá ekki lengur að trufla þig að sjá ekki stóran staf í nafninu.
Ég er orðinn útlendingahóra aftur. Tók ekki nema rúmlega mánuð og ég er kominn á fullt í það að skemmta útlendingum með skrípalátum og sorgmæddum kvæðum. Fór í þetta fína útlendingapartý á föstudaginn og dansaði af mér sex kíló og þar með bakverkinn og kæfisvefninn. Heilbrigður næturjazzballett með sígarettu í einni og bjórglas í hinni. Ekki einu sinni Nonni og það að hafa dýft hendinni ofaní sósuna og sleikt hana af líkt og höndin á mér væri ís að bráðna meðan ég beið eftir bitanum sjálfum, náði að bæta á mjaðmirnar á mér sem verða óbarnburðarvænni með hverjum deginum.
Hvað var ekki í þessu partíi. Allra þjóða kvikindi og einn spánverji með. Náði meira að segja að snapa mér rifrildi við einhvern hollending um hversu mikið ghetto breiðholtið væri. Svo er maður að væla yfir aðgerðarleysi!
Þá hef ég einnig ákveðið að deyja einn. Ég hef ekki í mér að reyna við tvær stelpur í einu og vil ómögulega þurfa að gera upp á milli þeirra. "Er verið að gera gys?", spyr einn á meðan annar spyr: "ertu að narra mig?" Fokk hvað ég vildi það. Annað yrði væntanlega langlínusamband sem ég nenni ekki að standa í. Alls ekki. Og hitt er vonandi ekki símanúmerið hjá fyrrverandi kærasta hennar sem hún hatar og heldur að við yrðum góðir vinir af því við vekjum sömu velgjutilfinningu hjá henni þegar hún sér eða hugsar um okkur.
Að deyja einn er fínn valkostur.
No comments:
Post a Comment