January 29, 2008

Smáauglýsingar

Stundum þá rekst maður á eitthvað í hinu daglega lífi sem gjörbreytir því hvernig maður hélt að raunveruleikinn virkar. Ég er haldinn þeim "galla" að telja mína sýn á lífið sem heilbrigða. Eftir að hafa skoðað smáauglýsingar með íbúðum til leigu þá verð ég að viðurkenna að örlítill efi hefur laumað sér inn. Er minn hugsunarháttur of íhaldssamur? Missti ég af lestinni? Framþróun án blinds?

Eftirtaldar auglýsingar rakst ég á þegar ég var að leita mér að húsnæði hér úti í Madrid. Nú vil ég ekki falla í þá gildru að dæma. Kannski er þetta það sem koma skal. Mér fannst eitthvað ótrúlega Voelli Saeti(tm) við þessar auglýsingar. Ef hann ætti að auglýsa eftir meðleigjanda þá er ég 99% viss um að hann myndi henda inn svona auglýsingu.

Fjórar auglýsingar sem fengu mig til að efast um raunveruleikann:

1. Herbergi, 100 evrur á mánuði.
Ég er verkamaður. Fullorðinn með góðar tekjur. Ég auglýsi eftir mjög fallegri stúlku til að leigja herbergi í íbúðinni minni. Verður að vera falleg.

2. Herbergi, 150 evrur á mánuði.
Alvörugefinn maður auglýsir eftir myndalegri stúlku, helst einhleypri, sem vill leigja ódýrt herbergi. Ef þú átt kærasta má hann ekki koma í heimsókn. Ekkert vandamál ef vinkonur þínar vilja koma í heimsókn. Þær eru mjög velkomnar.

3. Herbergi, ekkert verð gefið upp.
Ég er 27 ára. Hef herbergi til leigu í rúmgóðri íbúð sem þú getur fengið í skiptum fyrir einstaka kynlíf. Aldur þinn skiptir ekki máli.

4. Herbergi, 400 evrur á mánuði.
Halló. Erum með herbergi til leigu fyrir 400e á mánuði. Stelpa, grænmetisæta, má ekki reykja, vinir mega ekki gista, verður að virða meðleigendurna, engin partý, verður að taka til eftir sig, engir hasshausar eða letingjar.

Ef ég væri bara stelpa... þá hefði íbúðin verið fyrir löngu fundin.

No comments:

Post a Comment