March 1, 2007

Straumur

Horfði á samstarfsfélaga hringja úr gemsanum sínum í gær. Hún hringdi og sagði "Ég er að verða batteríslaus!". Ég horfði á hana og beið eftir því að hún félli fram á borðið og úr símanum bærist "ertu þarna? Halló! Ástin mín?" Það gerðist ekki og hún virtist að mér sýndist alveg fullhlaðin.

No comments:

Post a Comment