May 28, 2007

Alveg rólegur

Þriggja daga helgi... langt síðan það hefur gerst. Ég hef alla vegna nýtt tímann vel og gert nánast ekki rass frá því ég hljóp úr vinnu á föstudag. Enn í talsverðu sjokki eftir að hafa heyrt skítugar sögur af ómannúðlegri notkun sleifar á föstudag. Fólk getur verið sjúkt í hausnum.

Laugardagur var svo nýttur í það að prófa nýja gerð vindlinga. Áfengið flaut og sígaretturnar líka. Hefði ekkert á móti því að vera boðinn í svona teiti um hverja helgi.. þarf ekki að versla mér sígarettur næstu daga. Camel natural flavor... sama hvað það heitir ef það er frítt.

Ég er aftur kominn á þann tímapunkt í lífinu að stúlkur finna sig knúnar til þess að ranghvolfa augunum í áttina að mér. Hvað er málið með það? Sama hvaða stúlku ég bað um ókeypis sígarettupakka í veislunni þá urðu þær að ranghvolfa augunum þegar ég bað um pakka. Ég rétt vona að sígaretturnar hafi ekki verið á þeirra kostnað. Þetta væri svo sem skiljanlegt hefði ég verið að biðja um símanúmerið þeirra í leiðinni en svo slæmt var það nú ekki. Meira að ég hafi greinilega staðið fyrir sjónlínu þeirra á eitthvað meira spennandi.

Ætla að nýta mér þessa lífsreynslu og semja ljóð um höfnunina.

No comments:

Post a Comment