May 15, 2007

Er atvinnuleysi kynþokkafullt?

Stundum fær maður bara nóg. Dagurinn í dag býst ég við að hafi verið minn nóg-dagur. Byrjaði alla vegna á því að ég sagði bara upp. Þjónustustörfin hafa bara ekki lengur þennan undraverða og leyndardómsfulla sjarma sem þau eitt sinn höfðu. "Hvert fór kynþokkinn? Hvar ertu búðin sem ég þrái? Oh! Oh! Eilífðin! Hvar eru kassinn minn og strimill?" Söng ég einhvern tímann á árshátíð með Árshátíðarbandinu "Næsti gjörrusovell!" Við vorum brjálaðir búðarstarfsmenn með og vildum sigra heiminn með færni okkar í að skipta um kassastrimil á undir 3 mínútum og að kunna að minnsta kosti 34% strikamerkja utanað.

En nú er allt breytt. Atvinnuleysi blasir við. Ég myndi alla veganna ekki ráða skítugan fyrrverandi búðarstarfsmann til starfa. Ég er haldinn fordómum gagnvart þeim. Ég hef átt í of miklum samræðum við þá í gegnum tíðina. Kannski...ég hafi lent í fordómum gagnvart þeim mér óafvitandi. Rosalegt hvað maður er berskjaldaður gegn þessum hlutum.

Hvað tekur við? Mun ást mín á vinjettum og böski leiða mig út á hina hálu en menningarlega gefandi braut vinjettu-trúbadorsins? Á Laugaveginum með vinjettukaffi á brúsa og vinjettukonfekt, kyrjandi vinjettur við undirleik íslensku fiðlunnar. En fiðlan sú tónar einstaklega vel með vinjettum.

Allt þetta tal um vinjettur hefur svo sannanlega lyft mér upp. Er eitthvað sem vinjettur geta ekki? Estrógen-kikk sem ég fæ þegar ég kasta fram retoriskum spurningum! Farinn að setja á mig dömubindi.

No comments: