Helgin þá eða?
Þá er vinnuvikan hér um bil að enda komin. Hvern hefði grunað. Ég hef setið sveittur við að mála áru-portrait af börnum fræga fólksins. Á miðvikudag réðst ég í það mikla verk að mála áru barna Pittsins og Jólísins. Ég er ekki viss um að ég sé búinn að ná mér ennþá. Hvílík ára! Þessir krakkar eiga eftir að hafa mikil áhrif í framtíðinni. Litasamsetningin í árum þeirra kom mér líka í opna skjöldu. Þetta er sama túrkish-skotna litasamsetning og Michael Landon var frægur fyrir í sinni áru. Ég gæfi mikið fyrir þann hæfileika að geta með reiki ýtt undir vöxt og þroska slíkrar árusamsetningar. Það leikur hrollur um líkama minn að hugsa um þetta. Það er svo sannarlega líkamsrækt tilfinningagreindar að takast á við svona stórt áruverkefni.
Mig langaði kannski að hleypa ykkur inn í helgina með þessari vinjettu sem kallaði á mig að hún vildi á blað í gær. Mér finnst viðfangsefnið eiga vel við þessa tíma sem við upplifum þessa stundina.
Skútan
Þeir höfðu siglt svo dögum skiptir til þess að finna hina einu og sönnu opnu leið á milli meginlandsins og ættjarðarinnar. Undir tungsljósi bjartrar haustnætur barðist um í huga þeirra hver hluturinn yrði. Fjörðurinn bauð þeim góðlátlega inn og Ný-Íslendingurinn sagði þá svo sannanlega til Fáskrúðs komna. Laun ný-sjómannsins er vanþakklæti og áfram biðu borgarbúar spenntir frétta.
No comments:
Post a Comment